Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 43 3 : I I + Anna Jónsdóttir fæddist í Bald- urshaga í Glæsibæj- arhreppi hinn 26. maí árið 1920. Hún andaðist í Landspít- alanum við Hring- braut 21. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Baldvins- son bóndi, f. 14. des- ember 1878, d. 26. apríl 1969, og Jó- hanna Jónasdóttir, kona hans, f. 27. des- ember 1888, d. 31. ágúst 1966. Systkini hennar eru: Jónas Jónsson, f. 24. janúar 1922, Baldvin Magnús Jónsson, f. 22. september 1924, d. 22. október 1990, og María Jónsdóttir, f. 25. febrúar 1930. Hinn 31. desember 1948 giftist Anna Friðgeiri Maríusi Magnúsi Friðrikssyni sjómanni frá Flateyri í Önundarfírði, f. 28. apríl 1919, d. 27. apríl 1974. Foreldrar hans voru Friðrik Guðmundsson smið- ur, f. 1. nóvember 1875, d. 29. mars 1960, og kona hans, Guðbjörg Guð- mundsdóttir, f. 15. aprfl 1880, d. 3. júlí 1960. Magnús var tólfti í röð þrettán systkina sem öll eru látin utan ein systir, Una, f. 1910. Böm Önnu og Magnúsar em: 1) Edda Önfjörð Magnúsdóttir, f. 15. júlí 1944, maki Hjalti Oddsson. Þeirra dætur eru Anna, f. 24. september 1966, d. 19. febrúar 1967; Anna Sigríður, f. 17. mars 1968, maki Ég hugsa margt en það er erfitt að koma því á blað. Amma er sofnuð og það er erfitt að kyngja kekkinum. En lífið heldur áfram. Amma var ekki ein af þeim sem bar tilfinningar sínar á torg eða velti sér upp úr hlutunum, nema þá kannski í pólitíkinni. Hún gat talað sig heita og agnúast út í þá stjómmálamenn sem voru henni ekki að skapi. Eitt sinn var hún að rökræða við einn son sinn, ég man reyndar ekki um hvað en henni tókst að æsa hann verulega upp því henni varð ekki haggað frá sínum skoðun- um þannig að hann endaði með því að stinga sígarettunni öfugt upp í sig, með óþægilegum afleiðingum fyrir hann sjálfan. Einhverra hluta vegna var ömmu meinilla við persónu núverandi for- sætisráðherra. Ég hafði því lúmskt gaman af því að tilkynna pabba það svo hún heyrði, þá stödd í heimsókn á Hellu að Davíð Oddsson væri að koma í heimsókn. „Af hverju?“ spurði hún, snögg upp á lagið. Síðan eru liðin tæp ellefu ár og við Davíð emm gift. Þau amma urðu fljótt góð- ir vinir og hún kippti sér svo sem ekkert upp við það þótt hann fylgdi alnafna sínum að málum. Lýsandi fyrir hana ömmu. Hún tók mönnum eins og þeir voru, með kostum og göllum. Fyrir níu árum lauk starfsferii, hennar enda komin á aldur. Hún kveið mjög fyrir því að hætta að vinna. „Hvað á ég þá að gera?“ Það kom reyndar á daginn að hún var í fullri vinnu við að „gera ekki neitt“, eins og hún orðaði það, því nú gat hún sinnt áhugamálunum af fullum krafti. Hún hafði gaman af því að ferðast bæði hér heima og erlendis. Amma fór ófáar ferðirnar með Garðabakka, Ferðafélagi íslands, Útivist og Gönguhrólfum. Hún var dugleg að fara í leikhús og sækja hina ýmsu menningarviðburði. Síðast en ekki síst var hún Ijóðelsk og mikið fyrir bókina. í afmælisdagabók með stjömuspá stendur m.a. við 26. maí: „Þú ert glaðlyndur og léttlyndur og gefinn fyrir margmenni og líf og fjör... Þú ert höfðingi í lund og nýtur einskis eins og að veita öðrum...“ Þetta finnst mér eins og skrifað um hana ömmu mína. Mig langar líka að geta þess hversu ræktarsöm amma var við fólkið sitt og vini. Hún hafði gam- an af því að bjóða í mat og fá fólk til sín. Hún hafði líka alltaf tíma fyrir Davíð Oddsson, þau eiga Odd Smára og Davíð Stein, f. 23. júlí 1996; Helga, f. 2. nóv- ember 1969, maki Ingvi Reynir Torfa- son, þau eiga Huldu Berndsen, f. 22. febr- úar 2000. 2) Hilmar Önfjörð Magnússon, f. 30. september 1948. Maki 1: Guðbjörg Þórðardóttir. Þeirra sonur; Þórður Freyr, f. 9. janúar 1970. Hans synir með Svölu Hilm- isdóttur eru Guð- mundur Jón, f. 5. aprfl 1995, og Ilaukur Ingi, f. 6. febrúar 1998. Sonur Hilmars með Sigríði R. Ólafsdóttur; Sigfús Ómar f. 23. desember 1970, sambýliskona Ás- dís Bjarnadóttir. Sonur Sigfúsar með Erlu Rúnu Þórðardóttur er Baldvin Haukur, f. 24. janúar 1993. Maki 2: Lára Hannesdóttir. Þeirra synir eru Magnús Helgi, f. 24. september 1982, og Davíð Órn, f. 9. september 1987. Maki 3: Hilda Rúnarsdóttir. Þeirra sonur er Friðrik Önfjörð, f. 3. september 1996. 3) Guðrún Önfjörð, f. 10. jan- úar 1952. Maki 1: Jens Christian Hansen. Þeirra dóttir er Anna Ön- fjörð, f. 21. júní 1982. Maki 2: Bernt Halvard Sleire. Þau búa í Ósló. 4) Ómar Önfjörð Magnússon, f. 11. janúar 1952. Maki 1: Jóna María Eiriksdóttir. Þeirra dóttir er Gerður, f. 10. júní 1976. Sambýl- iskona Sigríður Björk Ström. mann og það var gott að heimsækja hana. Einhvem veginn var alltaf besta kaffið hjá henni ömmu. Hún sagði reyndar alltaf að það væri ekk- ert mál að hella upp á gott kaffi, „maður sparar bara vatnið.“ Amma passaði einn níu ára sonarson sinn mikið og brölluðu þau heilmargt saman. A milli þeirra var 71 ár en maður varð lítið var við kynslóðabilið því amma átti mjög auðvelt með að tala við hvem sem var, unga sem al- dna. Þau tvö pössuðu hvort annað og lærðu hvort af öðru. Þetta er bara smá brot af öllum mínum hugrenningum og minning- um um ömmu. Hún var stórbrotinn persónuleiki sem lét sér annt um vel- ferð sinna nánustu. Um leið og ég geri mér grein fyrir því að hún er horfin veit ég að minningamar verða aldrei teknar frá mér og það er gott að geta yljað sér við þær. Anna Sigríður Hjaltadóttir. Til þín, Anna mín. Þá hefur fyrir- myndin mín flutt sig um set. Þú hef- ur skilað því hlutverki sem þér var ætlað og styrks þíns og baráttu er beðið með óþreyju annars staðar. Ég minnist þess að hafa hugsað, fljót- lega, eftir að ég kynntist þér að þar færi sá einstaklingur sem ég ætlaði að taka mér til fyrirmyndar. Lífs- löngun þín og atorka smitaði út frá sér. Lífið verður tómlegt án þín og baráttan fyrir betri heimi hjaðnar, um stund, eða þar til þú tekur til hendinni á nýjum vígstöðvum. Þér væri trúandi til að ráðast til atlögu og ekki kæmi það mér á óvart að englunum hafi verið boðið í ljúf- fenga máltíð, í þínum nýju heim- kynnum. Það var gott að koma svangur í Þórufellið og ekki urðu matarveisl- umar lakari á Bræðraborgarstígn- um. Þar beið okkar ætíð þín fram- úrskarandi matreiðsla og fallega skreytt borð, ásamt örlæti og vin- semd sem þú sýndir öllum þeim sem til þín sóttu. Þessar stundir voru þér og okkur öllum dýrmætar. Oft var spurt: „Hvað er hún Anna eiginlega görnul?" Aldur skipti ekki máli í þínu samhengi, þó að gráu hárunum fjölg- aði. Viðhorf þín til lífsins endur- spegluðu virðingu og trú á samferða- menn þína. Þú varst einnig talsmaður þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu. Ákveðni, staðfesta, og ákafi eink- Þeirra sonur er Daði, f. 14. maí 1991. 5) Magnús Bergmann Magn- ússon, f. 23. febrúar 1958, maki Kristín Eyjólfsdóttir. Þeirra dóttir er Jana Katrín, f. 24. ágúst 1998. Um það bil ársgömul flytur Anna með foreldrum sínum að Pétursborg í Glæsibæjarhreppi og þar sleit hún barnsskónum. Þegar Anna er um tvítugt flytja foreldrar hennar að Moldhaugum i sama hreppi, þá er hún að mestu flutt að heiman. Hún stundaði nám við gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri og lauk þaðan gagn- fræðaprófi 1940. Að hætti þess tíma vann hún fyrir sér sem kaupakona og húshjálp. Sfðan lá leiðin til Reykjavfluir, þar vann hún siðast hjá Erlendi sem rak veitingahúsið Röðul áður en hún og Magnús stofhuðu heimili. Fyrsta heimili þeirra var við Njáls- götu 26. Þegar börnin fóru að vaxa úr grasi vann hún við ráðskonu- störf í sveitum á sumrin og vetrar- parta vann hún á Álafossi og Reykjalundi. Árin 1966-1969 var hún ráðskona í Arnarholti á Kjal- arnesi. 1970-1991 var hún ráð- skona á Kleppsspítalanum í Reykjavík. Anna hafði mikinn áhuga á fé- lagsstörfum og vann m.a. með samtökum herstöðvarandstæð- inga og R-listanum. Einnig var hún mjög virk í samtökum kvenna á vinnumarkaði og Menningar- og friðarsamtökum kvenna. Anna hafði mikinn áhuga á útivist og ferðalögum innanlands sem utan og var áhugasöm um að kynna sér þjóðhætti og menningu annara landa. Útfór Önnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. enndu far þitt. Oft skyldi ég ekki al- veg þennan ákafa. Var það kannski vegna hans sem þú fékkst svo miklu áorkað á lífsleiðinni? Hvíta hárið þitt var svo fallegt, bar vott um lífs- reynslu og visku. Af visku þinni og víðsýni miðlaðir þú til okkar hinna. Frásagnir og sögur, sem oft voru vel kryddaðar, í frásagnarleikni þinni, gera fallega og skemmtilega minn- ingu þína enn skýrari. Yfir sterku kaffi og þegar við átti hófst þú upp rödd þína, með ljóði eða góðri vísu, svo ekki varð hjá komist að leggja við hlustir. Þá var ýmist tárast eða skellihlegið. Þú varst góður penni og bréfin þín sögðu allt, allt það sem einnig þurfti að segja á erfiðum stundum. í gleði og sorg varstu til staðar og veittir mér ómældan stuðning og samkennd. Þín verður saknað í menningarlífi landsins. Þú, þessi aldna kona, með vínrauðu alpahúfuna og göngustaf- inn, lést þig aldrei vanta hvort held- ur var í leikhús, á ljóðakvöld, eða baráttusamkomur. Við, konur, lærð- um margt á meðan hún Anna mín lifði. Island fékk að njóta nærveru þinnar og fegurð landsins fyllti þig gleði og orku.. Um landið stikaðir, þú, þessi hvíthærði dugnaðarforkur og lést engan bilbug á þér finna. Illi- kambur í Lónsöræfum var verkefni sem þú skyldir leysa. Það var þér líkt að ljúka því og náðir þú að verða næstelsti einstaklingur sem þá hafði klifið þann brattann. Nafn þitt stendur víða í gestabókum landsins og þín verður saknað í ferðum Ferðafélagsins í framtíðinni. Úti er nepja þegar þú og Daði, ömmustrák- urinn þinn, rífið upp hurðina á Mc Donalds, skundið að afgreiðsluborð- inu og pantið hamborgara og kók. Pöntun þín var ætíð í samræmi við tíðarandann. Á milli þín og Daða ríkti traust og sterkt samband og fróðlegt hefði verið að fá að taka þátt í þeim mál- efnum sem rædd voru í fjölmörgum heimsóknum ykkar, í Austurstrætið. „Gamla“ (einsog þessi glettna kona kallaði sig svo oft) lét sig hvergi vanta og þótti ekki ástæða til að sleppa máltíð á skyndibitastöðum ef barnabörnin áttu í hlut. Þú varst besta amma í heimi, öll ömmu- og langömmubörnin þín fengu notið þess. Þó að Jana Katrín, dóttir mín, hafi ekki fengið að njóta þeirra lífsgæða að fá að umgangast þig nema í eitt og hálft ár, mun ég sjá til þess að minning þín lifi í huga hennar. Gangi þér vel elsku „stelp- an“ mín og takk fyrir þitt framlag í þennan heim. Kristin Eyjólfsdóttir. Einkennilegt þótti mér ekki að kynnast Önnu Jónsdóttur á sínum tíma, kannski vegna þess að ég ólst upp við hlið ömmu minnar. Anna var sömu gerðar að því leyti að hún lét sig varða annað fólk, vellíðan þess og möguleika til lífsins. Anna átti sér hugsjónir, hugsjónir þeirra sem ekkert eiga nema jörðina sem þeir ganga á, eins og Ari Jósefs- son sagði á sínum tíma. Hún vissi alltaf hvorum megin hjartað sló. Hjá Önnu sló hjartað til vinstri, eins langt til vinstri og hjarta nokkurs manns getur slegið, og hjarta Önnu sló. Ég kynntist Önnu í Samtökum kvenna á vinnumarkaði, samtökum sem ekki væri vanþörf á í dag, frem- ur en var þá. Markmið okkar var ósköp einfalt: að rétta stöðu vinnandi kvenna og ekki síst þeirra sem lök- ust höfðu kjörin, hinar hafa ætíð meiri möguleika til að komast af. í Samtökum kvenna á vinnumarkaði var Anna rétt kona á réttum stað. Við Anna stóðum einnig öxl við öxl í Samtökum herstöðvaandstæðinga og það væri stílbrot að minnast fé- laga Önnu án þess að nefna baráttu hennar, von og ást fyrir herlausu, hernaðarbandalagslausu íslandi. Að sjá þessa smávöxnu, fíngerðu konu, standa teinrétta með hnefann einan að vopni gegn hertólum í Reykjavík- urhöfn - það er sjón sem hver og einn hefði gott af að geyma í minni sínu. Ég þakka Önnu Jónsdóttur fyrir réttlætiskenndina sem hún bar í brjósti og einkenndi allar hennar at- hafnir. Eg þakka henni einnig bar- áttuþrekið og lífsgleðina sem geisl- uðu af henni; það fara ekki margar í dansskóna hennar Önnu Jónsdóttur! Aðstandendum hennar öllum votta ég samúð en óska þeim jafnframt til hamingju með að hafa átt slíka for- móður. Þessar kveðjur eru jafnframt frá öðrum félögum Önnu í Samtök- um kvenna á vinnumarkaði. Birna Þórðardóttir. Minningarnar sem Anna Jóns- dóttir skilur eftir sig eru hugljúfar, enda var um einstaka konu að ræða. Bros hennar, lifandi og hlýtt augnar- áð, mildi og kraftur, gleði og vinsemd smitaði allt og alla í kringum hana. Trú, von og kærleikur voru ekki orð- in tóm hjá Önnu, heldur urðu þau að veruleika sem einkenndi allt hennar viðmót, jafnt gagnvart börnum sem fullorðnum. Lífsstarf Önnu varð að elda mat í þúsundir Islendinga sem átt hafa við geðsjúkdóma að stríða, hún var matráðskona í Amarholti og á Kleppsspítalanum áratugum saman. En Ánna lagði ekki síður ríkulegan skerf fram í hugsjónastarfi í þágu friðar og mannréttínda. Herstöðva- andstæðingar minnast hennar sem eins ötulusta baráttumanns síns frá fyrstu tíð. Trú hennar á málstaðinn var óbilandi, vonin aldrei slökkt um gæfu íslands „svo aldrei framar ís- lands byggð sé öðrum þjóðum háð“ og sú ástúð sem hún sýndi okkur samferðafólki sínu virtist ótæmandi. Ég kynntist Önnu fyrst þegar sjálfboðastarf Tengla var að hefjast í Arnarholti á árunum 1967- 68. Ég áttí alla tíð síðan eftir að njóta vin- semdar hennar og samstöðu. Ég minnist varla nokkurs fundar, kröfu- göngu eða menningaratburða um áratuga skeið, þar sem fólk kom saman til að stilla krafta í þágu lífs- ins gegn helstefnu vígbúnaðar, að Anna væri þar ekki fremst í flokki. Framlag hennar var ekki að tróna hátt, heldur að lúta að bömunum með brosi og hlýju, heilsa okkur glöð með kossi og hvetja til dáða með for- dæmi sínu. Anna Jónsdóttir mun ávallt eiga sess í hjarta okkar félag- anna og þar kveikir minning hennar þá von um örlög íslenskrar þjóðar, að „æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum". Sveinn Rúnar Hauksson. Hún Anna okkar er fallin frá! Þessi fregn gekk á meðal okkar fé- laganna á skammri stundu. Anna var í góðum hópi sem er til- tölulega nýkomin frá Barcelona og Costa Brava. Þar héldum við m.a. upp á stórafmæli hennar. í Barce- lona gladdist hún yfir hverjum góð- um degi og var fremst í flokki við alls kyns uppátæki og ævintýri. Þó var ljóst að hún var ekki eins fótfrá þá og í fyrri ferðum. Ekki skal fullyrt að Anna hafi ver- ið með í okkar hópi frá upphafi, en í fjölda ára hefur hún slegist í för með okkur og farið víða. Hún fór jafnan fremst í flokki og var hvetjandi og uppörvandi í ferðalögum, en orð- hvöss var hún á stundum ef henni þótti. Fyrir nokkru fór hún tO Kúbu. Hafði hún þaðan frá mörgu að segja og hvatti okkur hin einarðlega tíl að sækja heim eyjuna fögru. Hver veit nema við látum þá ósk eftir henni, hún yrði þá með okkur í anda. Hvorki var hún margmál um fjöl- skyldu sína né aðra einkahagi, en hafði þó jafnan frá ýmsu skemmtí- legu að segja og oftar en ekki voru þær sögur með óvæntum áherslum og boðskap. Hún var frumleg í skoð- unum og afstöðu og gjarnan var grunnt á kímninni. Okkur grunar að hún hafi átt auðvelt með að setja saman vísu og skrifa lipran texta í óbundnu máli. Aldrei reyndi þó á það í okkar félagsskap. Anna var bráðskýr kona og skemmtileg, trygglynd og trú, og skoðanaföst. Hlátur hennar var hvellur og tær. Hún var kvik í hreyf- ingum og létt á fæti. Varð henni tíð- förult um sveitir og öræfi ættjarðar- innar, enda þótt ferðalög erlendis hafi freistað hennar á seinni árum. Hún var áhugasöm um listír eins og fram kom glöggt í Barcelona nú í vor þar sem hún dáðist mjög að verk- um bæði Picassos, Mírós og Gaudís, auk annars sem fyrir augu ber í þeirri fallegu borg. Ekki kvaðst hún vera trúuð, en samt fór hún alltaf í þær mörgu kirkjur sem á vegi okkar hafa orðið, kveikti þar kertaljós og hlýddi á messur ef svo bar undir. Einlæg bernskutrú mun hafa blundað með henni alla tíð. Við erum þess fullviss að Anna er nú komin á góðan stað. Skarð verður fyrir skildi í fram- varðasveit okkar á næstu árum. Við munum sakna Önnu Jóns úr okkar hópi. Ferðafélagar í Garðabakka. Birting afniælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofú blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupóstí (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. ANNA JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.