Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 35
LISTIR
Að yrkja o g elska
BÆKUR
Ljóðaþj'ðingar
AÐVENTAOG
FLEIRI LJÓÐ
eftir Ylvu Eggehorn. Hallberg
Halhnundsson sneri úr sænsku.
Brú. 2000 - 32 bls.
GÓÐ ljóðskáld hafa alla jafna
skörp einkenni sem segja má að séu
einhvers konar kennimerki þeirra.
Sænska skáldkonan Ylva Eggehom
sendir frá sér nokkuð óvenjulega
strauma í ljóðum sínum. Þau eru ein-
hvers konar blanda trúarlegrar ein-
lægni og munúðarfullra og raunar
kynferðislegra umbrota. Þessi ein-
kenni sjást glöggt í bókinni Aðventa
og fleiri ljóð en í henni er að finna þýð-
ingar á ljóðum hennar eftir Hallberg
Hallmundsson.
Eggehom varð fyrst þekkt í Sví-
þjóð af trúarlegum kveðskap sínum.
Hann þótti ferskur og á vissan hátt
byltingarkenndur. Það er eins og það
hafi verið markmið hennar að færa
Guð sinn til manna. í ljóðum hennar
er himneskur guðdómurinn meðal
fólksins. „Sjá konungur þinn kemur
til þín / fátaekur / á hvítum hjólhesti í
snjónum.“ Ég þykist sjá að það megi
lesa þá guðfræðÚegu stefnu út úr ljóð-
um hennar sem kennd hefur verið við
guðfræði krossins eða frelsunarinnar,
guðfræði sem lesa má um í verkum
manna á borð við Dietrich Bonhoeff-
er. I augum hennar er kærleiksboð-
skapurinn mikilvægastur. „Að yrkja
og elska - ég á erfitt með að greina
það tvennt að,“ segir í formála ljóða-
úrvals hennar. í ljóðum Eggehom er
Kristur holdtekinn frelsari sem kallar
manninn til sannleikans:
Krossinn er orðinn að lækningartákni;
fordæmingarviðurinn reikar
með blessunarfaðm sinn opinn,
ekki lengur aðeins tákn
heldurmanneskja,líf
seméggetáttfúndmeð
íþér.
I svipuðum anda lætur hún Krist
stíga niður af hásæti sfnu. Hann er
með mönnum í þjáningu og dauða, í
himnaríki og helvíti. En hafa skal í
huga að ef til viil er það helvíti hugsað
sem jarðneskt helvíti:
Hásætiðerautt
Hljóðurstígurhann
inn í hið allraóheilagasta.
Við ræningjann á hægri hönd:
I dag skaltu vera með mér í Paradís.
Við ræningjann á vinstri hönd:
í dag skal ég vera með þér í Helvítí.
Eggehom gengur býsna nærri sér
í skáldskap sínum. Hún orðar það í
einu ljóða sinna þannig að allt sé af-
hjúpun. En hún leggur einnig sér-
staka merkingu í það orð. „Allt / er af-
hjúpun / og undir hjúpnum / er
hörund.“ Líkaminn, kynlífið og ástin
verða henni raunar oft að yrkisefni.
Asumarkvöidum
veit nárinn á mér nokkuð um þig
sem enginn líkamspartur minn
þekkirtil.
Hallberg Hallmundsson hefur þýtt
það úrval ljóða Eggehom sem hér
birtist. Það hefur honum tekist mæta
vel. Val hans á kvæðum er smekklegt.
Þau mynda sannfærandi heild og gefa
góða mynd af kveðskap Eggehom.
Orðfærið er látlaust og ljóðin hljóma
nokkuð vel.
Skafti Þ. Halldórsson
Saga á botni sjávar
SKÚLPTÚRINN á myndinni ligg-
ur á sjávarbotni u.þ.b. sex km und-
an ströndum Miðjarðarhafsborg-
arinnar Alexandríu. Ekki er vitað
nákvæmlega hver fyrirmynd
skúlptúrsins var en þó er vitað að
hann var konungborinn og var uppi
einhvem tímann á árunum 654-525
f. Kr.
Fomleifafræðingar sýndu nýlega
myndir af skúlptúmum, sem er
unninn úr storkubergi, ásamt fleiri
heillegum gripum hinna fomu
borga Menouthif og Herakleion
sem liggja á sjávarbotni utan við
strendur Egyptalands.
Könnun borganna var samvinnu-
verkefni franskra og egypskra fom-
leifafræðinga sem segja hafið hafa
tekið borgimar, sem vom þekktar á
fomöld fyrir ríkidæmi sín, til sín
fyrir um þúsund ámm síðan.
Italskir ljósmyndarar með
sýningu í Safnahúsinu
MARISA Navarro Arason og
Roberto Legnani opna ljósmynda-
sýningu í Safnahúsinu við Tryggva-
götu 15, efstu hæð, laugardaginn 1.
júlí klukkan 14.
Sýningin ber nafnið Ljósmynd -
náttúra - menning og er skipulögð
innan vébanda Menningarborgar
2000 og í apríl á næsta ári verður
hún einnig sett upp í Bologna á ítal-
íu.
Marisa er fædd í Barcelona á
Spáni árið 1954. Hún stundaði Ijós-
myndanám á Spáni. Hún hefur
starfað hjá ýmsum þekktum ljós-
myndurum hérlendis og hjá Ljós-
myndasafni Reykjavíkur en rekur
nú sjálfstætt Ijósmyndaver. Marisa
hefur tekið þátt í sýningum hér
heima og í Barcelona frá árinu 1981.
Roberto er fæddur árið 1963 í
Bologna. Hann hefur starfað sem
ljósmyndari frá árinu 1987. Undan-
farin ár hefur hann einbeitt sér að
persónulegum athugunum á hreyf-
ingum eins og nöfn nýlegra sýninga
hans bera vott um: „Hreyfingar í
myndum og myndir í hreyfingum"
(London 1998) og .Athuganir á
hreyfingum líkamans" (Bologna
1999).
Sýningin er opin alla virka daga
og um helgar frá kl. 14-18. Lokað á
mánudögum. Henni lýkur 31. júlí.
I dag milli kl. 15-19
Grillmeistarar Argentínu mæta
á svæðið og kynna fyrir okkur þessi
frábæru Kanadísku grill.
Einnig ætla þeir að leiðbeina„_ mM
um meðhöndlun s jÉjBÉAkffr
á grillinu og
notkun hjálpartækja^^^^H
grillmeistarans. ijS^Í
Komdu og sjáðu 1 I JL
gott grill í höndum I wfi
meistaranna. 1 K * I * w
Grillmeistarar
Argentínu nota
I öllum ^
verslunum
Nóatúns er
tilboðáEE
grillum
N O A T U N