Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 35 LISTIR Að yrkja o g elska BÆKUR Ljóðaþj'ðingar AÐVENTAOG FLEIRI LJÓÐ eftir Ylvu Eggehorn. Hallberg Halhnundsson sneri úr sænsku. Brú. 2000 - 32 bls. GÓÐ ljóðskáld hafa alla jafna skörp einkenni sem segja má að séu einhvers konar kennimerki þeirra. Sænska skáldkonan Ylva Eggehom sendir frá sér nokkuð óvenjulega strauma í ljóðum sínum. Þau eru ein- hvers konar blanda trúarlegrar ein- lægni og munúðarfullra og raunar kynferðislegra umbrota. Þessi ein- kenni sjást glöggt í bókinni Aðventa og fleiri ljóð en í henni er að finna þýð- ingar á ljóðum hennar eftir Hallberg Hallmundsson. Eggehom varð fyrst þekkt í Sví- þjóð af trúarlegum kveðskap sínum. Hann þótti ferskur og á vissan hátt byltingarkenndur. Það er eins og það hafi verið markmið hennar að færa Guð sinn til manna. í ljóðum hennar er himneskur guðdómurinn meðal fólksins. „Sjá konungur þinn kemur til þín / fátaekur / á hvítum hjólhesti í snjónum.“ Ég þykist sjá að það megi lesa þá guðfræðÚegu stefnu út úr ljóð- um hennar sem kennd hefur verið við guðfræði krossins eða frelsunarinnar, guðfræði sem lesa má um í verkum manna á borð við Dietrich Bonhoeff- er. I augum hennar er kærleiksboð- skapurinn mikilvægastur. „Að yrkja og elska - ég á erfitt með að greina það tvennt að,“ segir í formála ljóða- úrvals hennar. í ljóðum Eggehom er Kristur holdtekinn frelsari sem kallar manninn til sannleikans: Krossinn er orðinn að lækningartákni; fordæmingarviðurinn reikar með blessunarfaðm sinn opinn, ekki lengur aðeins tákn heldurmanneskja,líf seméggetáttfúndmeð íþér. I svipuðum anda lætur hún Krist stíga niður af hásæti sfnu. Hann er með mönnum í þjáningu og dauða, í himnaríki og helvíti. En hafa skal í huga að ef til viil er það helvíti hugsað sem jarðneskt helvíti: Hásætiðerautt Hljóðurstígurhann inn í hið allraóheilagasta. Við ræningjann á hægri hönd: I dag skaltu vera með mér í Paradís. Við ræningjann á vinstri hönd: í dag skal ég vera með þér í Helvítí. Eggehom gengur býsna nærri sér í skáldskap sínum. Hún orðar það í einu ljóða sinna þannig að allt sé af- hjúpun. En hún leggur einnig sér- staka merkingu í það orð. „Allt / er af- hjúpun / og undir hjúpnum / er hörund.“ Líkaminn, kynlífið og ástin verða henni raunar oft að yrkisefni. Asumarkvöidum veit nárinn á mér nokkuð um þig sem enginn líkamspartur minn þekkirtil. Hallberg Hallmundsson hefur þýtt það úrval ljóða Eggehom sem hér birtist. Það hefur honum tekist mæta vel. Val hans á kvæðum er smekklegt. Þau mynda sannfærandi heild og gefa góða mynd af kveðskap Eggehom. Orðfærið er látlaust og ljóðin hljóma nokkuð vel. Skafti Þ. Halldórsson Saga á botni sjávar SKÚLPTÚRINN á myndinni ligg- ur á sjávarbotni u.þ.b. sex km und- an ströndum Miðjarðarhafsborg- arinnar Alexandríu. Ekki er vitað nákvæmlega hver fyrirmynd skúlptúrsins var en þó er vitað að hann var konungborinn og var uppi einhvem tímann á árunum 654-525 f. Kr. Fomleifafræðingar sýndu nýlega myndir af skúlptúmum, sem er unninn úr storkubergi, ásamt fleiri heillegum gripum hinna fomu borga Menouthif og Herakleion sem liggja á sjávarbotni utan við strendur Egyptalands. Könnun borganna var samvinnu- verkefni franskra og egypskra fom- leifafræðinga sem segja hafið hafa tekið borgimar, sem vom þekktar á fomöld fyrir ríkidæmi sín, til sín fyrir um þúsund ámm síðan. Italskir ljósmyndarar með sýningu í Safnahúsinu MARISA Navarro Arason og Roberto Legnani opna ljósmynda- sýningu í Safnahúsinu við Tryggva- götu 15, efstu hæð, laugardaginn 1. júlí klukkan 14. Sýningin ber nafnið Ljósmynd - náttúra - menning og er skipulögð innan vébanda Menningarborgar 2000 og í apríl á næsta ári verður hún einnig sett upp í Bologna á ítal- íu. Marisa er fædd í Barcelona á Spáni árið 1954. Hún stundaði Ijós- myndanám á Spáni. Hún hefur starfað hjá ýmsum þekktum ljós- myndurum hérlendis og hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur en rekur nú sjálfstætt Ijósmyndaver. Marisa hefur tekið þátt í sýningum hér heima og í Barcelona frá árinu 1981. Roberto er fæddur árið 1963 í Bologna. Hann hefur starfað sem ljósmyndari frá árinu 1987. Undan- farin ár hefur hann einbeitt sér að persónulegum athugunum á hreyf- ingum eins og nöfn nýlegra sýninga hans bera vott um: „Hreyfingar í myndum og myndir í hreyfingum" (London 1998) og .Athuganir á hreyfingum líkamans" (Bologna 1999). Sýningin er opin alla virka daga og um helgar frá kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 31. júlí. I dag milli kl. 15-19 Grillmeistarar Argentínu mæta á svæðið og kynna fyrir okkur þessi frábæru Kanadísku grill. Einnig ætla þeir að leiðbeina„_ mM um meðhöndlun s jÉjBÉAkffr á grillinu og notkun hjálpartækja^^^^H grillmeistarans. ijS^Í Komdu og sjáðu 1 I JL gott grill í höndum I wfi meistaranna. 1 K * I * w Grillmeistarar Argentínu nota I öllum ^ verslunum Nóatúns er tilboðáEE grillum N O A T U N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.