Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigríöur Krist- jánsdóttir fædd- ist á Eskifírði 16. júlí 1909. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 22. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jónsson landpóstur, f. 8.6. 1878, d. 14.1.1959, og Guðbjörg Þórdís Eir- íksdóttir frá Kolla- leiru, f. 8.8. 1873, d. 6.5. 1964. Sigríður var fimmta í röð níu alsystkina og átti einn hálfbróður sammæðra. Þau eru nú öll látin. Eiginmaður Sigríðar var Guð- mundur Kristjánsson frá Hvann- eyri í Vestmannaeyjum, f. 23.6. 1915, d. 29.3. 1986. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Guðbjörg, f. 25.10.1940. Hennar maki er Eg- ill Ingvi Ragnarsson og eiga þau fjögur böm. Áður átti Guðbjörg tvö böra. Þau eru búsett á Hjalt- eyri við Eyjafjörð. 2) Krislján Sig- urður, f. 18.3. 1943. Hans maki er Ólöf Bárðardóttir. Þau eiga fjögur börn. Áður átti Kristján eitt barn. Þau eru búsett á Steinum III undir Eyjafjöllum. 3) Grét- ar Guðni, f. 10.8. 1945. Maki hans er Anna Guðrún Haf- steinsdóttir. Þau eiga þijú börn og eru búsett á Sel- tjarnamesi. 4) Rann- veig Olena, f. 4.7. 1946. Hennar maki er Joseph Freni yngri. Þau eiga tvö böra og eru búsett í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5) Guðný Helga, f. 16.6.1953, ógift og bamlaus, búsett í Reykjavík. Fyrri eiginmaður Sigríðar var Guðmundur Guðmundsson skip- stjóri, f. í Snæfellssýslu 22.5.1912, d. 14.12. 1935. Þau eignuðust eitt barn. Hann var Guðmundur Helgi Guðmundsson, f. 4.9.1935, d. 15.5. 1953. Sigríður eignaðist 16 barna- böra og 23 barnabamaböm. Útför Sigríðar fer fram frá Kdpavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Fimmtudagurinn 22. júní sl. var sólríkur í Vestmannaeyjum eins og víða á Suðurlandi. Þetta var daginn eftir að sól rís hæst hér í okkar heims- hluta. Þetta var tveimur og fimm dög- um eftir einhveija mestu jarðskjálfta íslandssögunnar. Þetta var dagurinn þegar hún Sigga frænka fór yfir móð- una miklu. Einhvem veginn þannig sé ég aðdraganda að andláti Sigríðar Kristjánsdóttur sem var eiginkona móðurbróður míns, Guðmundar Kristjánssonar frá Hvanneyri í Vest- ** mannaeyjum. Gísli bróðir hringdi seint að kvöldi þessa dags og tilkynnti mér að Sigga hefði kvatt þennan heim um ld. 21 þetta kvöld eftir stutta dvöl á kvennadeild Landspítalans. Minningamar um Siggu og Frænda, en svo var Guðmundur ávallt kallaður af minni kynslóð fjölskyldunnar, em sólríkar og rísa hæst þau ár er þau bjuggu í Eyjum. Mér finnst það tákn- rænt að hún skyldi einmitt kveðja við sumarsólhvörf því návist okkar peyj- anna við Siggu og Frænda alveg frá bamæsku var mikill sólargeisli fyrir okkur í uppeldinu. Ef skrifuð yrði bók um þetta tímabil myndi hún ekkert gefa eftir bestu ævintýrum bamabók- mennta þess tíma. Að fá að alast upp á þessum tíma samferða fólki eins og Siggu og Frænda voru og eru forrétt- indi. Úr brunni minninganna verður hér stiklað á stóru og farið úr einu í annað óháð tíma og stað. Þegar ég fletti myndabók Hvann- eyrarflölskyldunnar koma fyrst upp minningamar frá fermingardegi okk- ar Gísla 18. maí 1964. Ógleymanlegur dagur tveggja fjórtán ára peyja sem biðu í eftirvæntingu eftir veislunni. Margar góðar gjafir fengum við og ein sú eftirminnilegasta var írá Siggu og Frænda og fjölskyldu. Þetta vora hansahillur með skrifborði og skáp. Þetta vora græjur þess tíma og má segja eins og sonur minn sagði um daginn: „Já, pabbi, þetta var í gamla daga.“ Umræðumar snerast um breytta tíma og hvað ég hafði miðað við hvað hann hefur í dag. Hann 22 ára táningurinn varð eitthvað hvump- inn þegar ég sagði að mér þætti það hundleiðinlegt að vita aldrei núorðið hvort hann eða félagar hans væra að ávarpa mig eða ekki. Eg segi stund- um í þeirra nærvera: „Ha, hvað seg- irðu?“ Þegar maður ætlar að sýna við- brögð og fara í spjallstellingar þá era viðkomandi límdir við GSM-síma í spjalli við einhverja allt aðra einhvers staðar úti í bæ. Ári eftir fermingu okkar tvíbur- anna dó tengdamóðir Siggu, amma okkar, og þá tíðkaðist að heyra í dán- artilkynningum í útvarpi að útfor fólks hæfist með húskveðju frá heim- ili hins látna. „Þetta var í gamla daga.“ Enn fletti ég myndabók fjölskyld- unnar og næstum á hverri síðu era myndbrot af aðfangadagskvöldunum þegar öll fjölskyldan safnaðist saman á Hvanneyri á Vestmannabraut 60 sem var miðdepill fjölskyldunnar. Hvanneyri var byggt árið sem síðasti stóri skjálftinn varð á Suðurlandi eða 1912. Þegar manni verður hugsað til þess Ijölda fólks er þar hittist á að- fangadagskvöldi jóla koma upp í hug- ann kröfur nútímans um húsnæði og þægindi og máltækið: „Þröngt mega sáttir sitja.“ Þröngt, jú, ef tíl vill, en allir vora fullkomlega sáttir og rúm- lega það. Það kvartaði allavega eng- inn. Þetta vora ógleymanlegir tímar sem ég hefði aldrei viljað missa af. Þetta var í gamla daga. Afram er flett og nú þegar knatt- spyrna tröllríður útsendingartíma Ríldssjónvarpsins hugsa ég til ársins + Einar Maríus Sörensen, fyrr- verandi bifreiða- sljéri, fæddist á Eski- firði hinn 11. mars 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 21. júní sfðast- liðinn. Foreldar hans vora Sören Sören- sen, f. í Skarlup á Jétiandi 15.1. 1886, d. 17.5.1962, og Nik- olína Sveinsdéttir, f. að Stóraseli í Reykja- vík 7.9. 1888, d. 26.8. 1967. Einar var einn fimm systk- ina. Systir sammæðra, Laufey Sig- urðardéttir er elst, f. 23.9. 1914, Christen Sörensen, f. 27.3. 1918, Sveinn Sörensen, f. 26.5. 1920, d. 12.11. 1992 og Sören Sören- senf.26.6.1924. Eiginkona Einars var Ásta Albertsdótt- ir, f. 5.11. 1934. For- eldrar hennar vom Al- bert Gunnlaugsson, f. 17.6.1894, d. 9.4.1935, og Petrína Jénsdéttir, f. 23.4. 1894, d. 29.1. 1977. Einar og Ásta giftu sig hinn 5. nóv- ember 1955. Þau eign- uðust fjögur börn. Þau em: 1) Kristín Einar- sdóttir, f. 8.2. 1956. Hún er í sam- búð með Þorsteini Gunnari Guð- mundssyni, f. 17.10. 1948. Böm þeirra: a) Einar Valur, f. 23.11. 1976. b) Guðrún Ásta, f. 30.3.1978. c) Ingibjörn Pálmar, f. 3.7.1987. d) Berglind Rés, f. 16.9.1988. e) Skúli Amar, f. 2.5. 1994. 2) Kristinn Nikulás Einarsson, f. 9.10. 1957. Hann er í sambúð með Benediktu Gísladéttur, f. 18.7. 1966. Déttir þeirra er Tanja Maren, f. 2.4.1996. __ Fyrir á Kristinn son, Snorra Öm, f. 9.8. 1981. Déttir Benediktu er DagnýRún Ágústsdéttir, f. 30.4. 1987. 3) Ásta María Einarsdóttir, f. 5.11. 1959. Hún er gift Sigurði Bimi Þérðarsyni, f. 21.10. 1957. Böm þeirra: a) Þórður Jóhann, f. 27.3. 1980. b) Petrína Kristín, f. 22.7. 1983. c) Sigurrés Harpa, f. 23.11. 1990. 4) Albert Pétur Ein- arsson, f. 22.6.1974. Lengst af var Einar bifreiða- sljóri hjá Sementsverksmiðju Rík- isins á Akranesi. Undanfarin ár hefur Einar dvalið á dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi. títför Einars fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. EINAR MARIUS SÖRENSEN Elsku afi, í dag kveðjum við þig með söknuði, en jafnframt vitum við að þér líður miklu betur. Þegar maður hugsar til baka sér maður hverja góða minninguna á fætur annarri í huga sér, þar sem þú varst svo yndislegur við okkur öll. Þær voru góðar stundirnar sem við eyddum niðri á bryggju, þú vissir alltaf hvaða bátar voru að koma og hverjir voru að fara, það var alltaf svo gaman að heyra þig tala um þá. En núna verða stundirnar ekki fleiri, en þótt þú hafir lokið þínu jarðneska lífi munum við alltaf minnast þín. Þakka þér fyrir allt elsku afi, við munum passa hana ömmu. Kallið er komið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvflífriði. Petrína Kristín Sigurðardóttir, Sigurrós Harpa Sigurðardóttir, Þórður Jéhann Sigurðsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Símbréf (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, eða 2.200 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. 1966. Það er 30. september. Maggi bróðir er 28 ára í dag. En það er meira að gerast. Sigga og Frændi hafa boðið öllum upp á Faxastíg um kvöldið. Aftnælið hans Magga var kannski ekki aðalástæðan heldur var Rfldsútvarpið að hefja sjónvarpsút- sendingar. Menn vora misjafnlega fljótír að fjárfesta í slíkum töfratækj- um og með þeim fyrstu vora Sigga og Frændi. Þessu kvöldi gleymi ég aldrei. Síðan var horft á sjónvarpið hjá Siggu og Frænda þá daga sem sent var út fram að jólum þetta sama ár, eða þar til sjónvarp kom á Hvann- eyri. Eg minntist á knattspymu áðan og ástæða þess er sú að einn mesti áhugamaður um fótbolta sem ég hef þekkt um ævina var Frændi hennar Siggu. Þetta umrædda haust vora leildr frá HM í Englandi sýndir löngu eftir að mótinu lauk og ávallt mun ég verða skaparanum þakklátur fyrir að hafa fengið að horfa á þá með Frænda á Faxastígnum. Það sem gerði þetta þó enn eftirminnilegra var sú stað- reynd að meðan á öllu glápinu stóð, var ausið í mann allskonar veislumat, kökum, flatkökum, tertum, vöfflum o.s.frv. Þar stóð húsfreyjan í stafni og var í essinu sínu. Sigga frænka var einhver sú besta matráðskona sem ég hef þekkt. Manni leið oft illa eftir að hafa verið boðið í mat hjá Siggu á Faxastígnum. Ekki vegna félags- skaparins, nei, hann var dásamlegur, heldur vegna þess að maður át yfir- leitt of rnikið. Allt heimatilbúnar kræsingar og aldrei minna en þrírétt- að. Það settist að manni hálfgerður tómleiki þegar við fengum svo sjón- varpið fyrir jólin þetta ár, en oft lét maður þó sjá sig hjá Siggu og Frænda á sjónvarpskvöldum og bar því við að það væri svo óskýrt sjónvarpið heima og þyrftí að laga það. Það var bara ekki hægt annað. Sigga og Frændi vora höfðingjar heim að sækja og trakteringar Siggu engu öðra líkar enda konan af kynslóð kostgangara og verður vikið að því síðar. Þetta var í gamla daga. Eitthvert athafnasamasta heimili sem ég minnist var heimili Siggu og Frænda. Þegar myndabókinni er flett má sjá leigubílarekstur, ökukennslu, rekstur rútu í tengslum við Flugfélag íslands, innrömmunargerð, reiðhjóla- verkstæði, sjoppu og ótalmargt fleira. Á bemsku- og unglingsáranum man ég eftir vinnu þeirra og allrar fjöl- skyldunnar þegar verið var að setja upp línur og hnýta á. Við peyjamir, Gísli, Kristinn frændi og ég, fengum m.a.s. að fara heim með tauma og öngla til að hnýta á og búa til svokall- aða ábót. Heilmikið ævintýri og góður vasapeningur. Þannig breiddust um- svif þeirra út niður á Hvanneyri og varði í nokkur ár. Þegar ég loka aug- unum finn ég enn þessa góðu lykt af veiðarfæraefninu, þessa lykt sem má finna á netaverkstæðum. Auraráð okkar peyjanna jukust mikið á þess- um tíma, það mikið að ferðum okkar á unglingasamkonur í Betel fækkaði. Þar vora Betelbræður iðnir við að kynna fyrir okkur hetjuna Jesú, en neðar í bænum keppti Óli ísfeld um athygli okkar í bíóinu. Hann var far- inn að kynna aðra hetju, sem var á hvítu tjaldi. Sú hetja var Roy Rogers. Þannig var, að frítt var í Betel en ef auraráð vora meiri fjölgaði bíóferðun- um á kostnað fræðslunnar um frelsar- ann. Þessi saga er bara smádæmi um hve miklir áhrifavaldar Sigga og Frændi vora á líf okkar peyjanna. Þetta var í gamla daga. Eftir að við feðgarnir höfðum jafn- að okkur á stóra skjálftanum laugar- daginn 17. júní sl. sagði ég við soninn að mín kynslóð yrði nú spurð þriggja spuminga og þær era þessar: Hvar varst þú þegar Kennedy Bandaríkja- forseti var myrtur? Hvar varstu þeg- ar eldgosið hófst á Heimaey og hvar varstu þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir 17. júm'2000? Fyrstu spumingunni ætla ég að svara hér. Ég var staddur uppi í sjoppu hjá Siggu og Frænda. Fréttir bárast í gegnum útvarpið og ég gleymi því seint þegar Guðmundur fi'ændi sagði: „Já, ég er viss um að þama era Rússamir að verki.“ Sigga var nú ekki alveg sammála en ég, 13 ára krakkinn, var ekki spurður álits, enda ekki farin að spretta grön. Frændi bakkaði aldrei með þessa kenningu sína. Sigga frænka var fædd á Eskifírði 16. júlí 1909, og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Þá ræður hún sig í vist til Reykjavíkur til Kaj Braun og konu hans, Snjólaugar, og var hjá þeim í fimm ár. Þegar Sigga er 22 ára vetur- inn 1931, fer hún fyrst til Eyja og ræður sig í vinnu hjá Kristjáni Linnet bæjarfógeta. Hún fór aftur heim til Eskifjarðar eftir þann vetur en kem- ur síðar aftur til Eyja árið eftir og ræður sig í vist hjá frú Önnu Gunn- laugsson læknisfrú sem rak hér versl- un á þessum tíma. Þegar hér er komið sögu hefur Sigga kynnst Guðmundi Guðmundssyni sjómanni og hefja þau búskap á Kanastöðum. Þetta er árið 1935. Síðar þetta sama ár flytjast þau að Skólavegi 1, í Vörahúsið eins og það er kallað enn í dag. íbúð var þar uppi á lofti en verslun á jarðhæð. Sigga eignast sitt fyrsta bam þ. 4. september, fríðan svein er skírður var Guðmundur Helgi. Þann 19. desem- ber þetta sama ár verður Sigga fyrir miklu áfalli. Guðmundur maður henn- ar, hér orðinn skipstjóri á Loka VE, var á leiðinni út í bát sinn á léttbát er hann féll í höfnina og drakknaði. Það er á þessum tímapunkti þegar hún er orðin ein með rúmlega þriggja mán- aða sveininn unga að hún tekur þá ákvörðun að taka kostgangara eins og þeir vora kallaðir. Hún vildi vera sjálfstæð og ekki upp á aðra komin og vera heima við með bamið sitt og þess vegna var ákvörðunin tekin. Að vera sjálfstæð fannst mér einkenna Siggu frænku allt til dauðadags. Alveg frá því Frændi dó 1986 var hún sjálfstæð og ekki upp á aðra komin. Það mun hafa verið hennar eigin ákvörðun að fara á Landspítalann sl. laugardag, því hún sagði að sér liði ekki beint vel. Hún hefur greinilega skynjað að stutt væri í þá stund að hún myndi mæta skapara sínum. Það var gert með slíkri reisn og yfirvegun sem ein- kenndi Siggu frænku svo vel. Síðan tók Sigga kostgangara hverja vertíð næstu fimm árin. Hún var í Vörahúsinu í þijú ár með 12 kostgangara. Starf þess sem tók að sér kostgangara var að sjá um allan mat handa þeim og einnig að þvo og bæta fötin þeirra. Úr Vörahúsinu flyt- ur Sigga síðan að Jaðri við Vest- mannabraut. Það mun hafa verið um það leyti er hún bjó á Jaðri er Sigga kynntist fjallmyndarlegum manni eins og hún sagði svo oft. Hér er kom- inn tíl sögunnar Guðmundur Krist- jánsson frá Hvanneyri, móðurbróðir þess er þessar línur ritar. Skömmu eftir þeirra fyrstu kynni hættir Sigga að taka kostgangara að sinni. Sigga og Guðmundur frændi gengu að eig- ast þann 21. september 1940. Frændi gekk sveininum unga, Guðmundi Helga, í föðurstað sem þama er orð- inn fimm ára og ól upp sem eigin son. Þann 1. des. 1945 flytja Sigga og Frændi í nýtt hús sem þau höfðu byggt sér á Faxastíg 27. Þau kölluðu húsið Blómsturvelli en Sigga var fædd á Blómsturvöllum á Eskifirði. Margar góðar sögur hef ég heyrt er verið var að byggja húsið. Sérstak- lega er mér kært hversu hlýtt Sigga og Frændi töluðu alltaf um föður minn sem mikið kom að vinnu við hús- ið. Það vora miklir kærleikar með honum og Siggu og Frænda. Mér er þetta svo kært vegna þess að ég varð aldrei þeirrar gæfu aðrgótandi að þekkja foður minn því hann lést úr hvítblæði aðeins 42 ára gamall þegar við tvíburamir vora níu mánaða gamlir. Á þeim áram sem húsið var í byggingu vann Frændi hjá Helga Benediktssyni. Sigga sagði mér oft frá þeim tíma. Unun var að heyra hversu mikinn hlýhug hún bar til Helga og hans fjölskyldu. Hann reyndist þeim vel eins og flestum sem unnu hjá honum. Þessu gleymdi Sigga aldrei. Margar vora ferðimar hjá okkur peyjunum niður í Vosbúð þar sem Frændi vann. Þ. 15.5.1953 dundi ógæfan yfir fjöl- skylduna á Faxastíg 27. Elsti sonur- inn, Guðmundur Helgi, hrapaði í sjó við eggjatöku í Sæfjalli. Hann fannst ekki, þrátt fyrir mikla leit. Það er síð- an árið 1956 að Sigga tekur 17 fær- eyskar stúlkur í fæði. Kostgangai’a- ferillinn var ekki á enda. Ég man að hún sagði mér að um þetta leyti vora 26 manns á heimilinu. Hún tók kost- gangara næstu ár en sú saga verður ekki nánar rakin hér. Sigga og Frændi flytja svo upp á land í upphafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.