Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 31
ERLENT
Bretland
Upptöku
evru ekki
flýtt
London. Reuters, The Daiiy Telegraph.
ROBIN Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, neitaði því í gær að Helen
Liddell aðstoðarráðherra hefði látið
þau orð falla í viðtali við þýska dag-
blaðið Berliner Zeitung að Bretar
myndu taka upp evruna „fyrr en við
öll búumst við“.
Ummælin höfðu verið túlkuð sem
vísbending um að Verkamannaflokk-
urinn hygðist efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um evruna nokkrum mánuð-
um eftir næstu þingkosningar, sem
búist er við í maí eða júní á næsta ári,
ef flokkurinn færi með sigur af hólmi.
Cook sagði hins vegar að Liddell
hefði neitað því að hafa látið þessi orð
falla og sagt að ummælin hefðu verið
þýdd ranglega á þýsku. Utanríkis-
ráðherrann neitaði því ennfremur að
óeining væri um málið í stjóminni.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, fór til Berlínar í gær til að
ræða við Gerhard Schröder, kansl-
ara Þýskalands. Búist var við að
Blair myndi láta í ljós áhyggjur af
þeim ummælum Jacques Chiracs
Frakklandsforseta um að kjarnahóp-
ur ríkja Evrópusambandsins, undir
forystu Frakklands og Þýskalands,
ætti að ganga lengra í pólitískum og
efnahagslegum samruna en önnur
væru tilbúin að gera.
------*-H-------
Auka olíu-
framleiðslu
Ósld. AFP.
NORÐMENN ætla að hætta tak-
mörkunum á olíuframleiðslu að því
er Olav Akselsen, olíumálaráðherra
Noregs, tilkynnti í gær. Gaf hann í
skyn, að framleiðslan yrði aukin um
100.000 föt á dag.
Akselsen sagði, að með þessu vildu
Norðmenn stuðla að auknum stöðug-
leika á markaðnum en þeir drógu úr
framleiðslunni um 100.000 föt í maí
1998 og aftur um sama magn í apríl í
fyrra. Þá fóru þeir að dæmi OPEC-
ríkjanna, Samtaka olíuútflutnings-
ríkja, og olli samdrátturinn því, að ol-
íuverðið fór úr 10 dollurum á fat í um
30. Þeir juku síðan framleiðsluna um
100.000 föt 30. mars sl. og gáfu þá í
skyn, að þeir myndu auka hana aftur
á öðrum ársfjórðungi ef markaðs-
aðstæður gæfu tilefni til.
Mannskætt ferjuslys
við Mólukkaeyjar í Indonesíu
Óttast að 500
hafi farist
Jakarta. AFP, AP, Reuters.
ÓTTAST er að allt að 500 manns
hafi farist er ferja sökk á leið sinni
frá Mólukkaeyjum í austurhluta
Indónesíu í gær.
Fjöldi þeirra sem um borð voru
í ferjunni er á reiki sem og ástæð-
ur slyssins, en meirihluti farþeg-
anna virðast hafa verið flóttamenn
frá Halmara-eyju, þar sem kom til
blóðugra átaka milli uppreisnar-
manna múslima og kristinna
manna nú fyrr í mánuðinum.
Sendi frá sér neyðarkall
í slæmu veðri
Ferjan lagði af stað frá Tobelo-
höfninni á Halmara á miðvikudag
og var á leið til borgarinnar Man-
ado í nágrannahéraðinu. Hún er
sögð hafa sent frá sér neyðarkall í
slæmu veðri áður en fjarskipta-
samband rofnaði.
Talið er að ferjan, sem var
ófundin, hafí sokkið um 40 sjó-
mílur norður af strönd eyjarinnar
Sulawesi.
AFP-fréttastofan sagði einnig
fréttir hafa borist af vélarbilun í
ferjunni. „Auðvitað óttumst við að
margir hafi farist," sagði Ering
Musa, starfsmaður hafnaryfir-
valda. Ekki er vitað hve margir
voru með ferjunni. AFP sagði far-
þegana hafa verið um 400 talsins,
þar af 270 flóttamenn, en AP-
fréttastofan taldi um 500 hafa ver-
ið um borð.
„Fjöldi farþega er ekki öruggur
né heldur örlög þeirra,“ sagði Bob
Hlattu, hafnarstjóri í Tobelo. Ljóst
virðist hins vegar að ferjan hafi
verið ofhlaðin þar sem leyfilegur
farþegafjöldi var 250 manns.
Skipsskaðar eru algengir í Ind-
ónesíu þar sem öryggisreglum er
lítt fylgt eftir og skip, sem er illa
viðhaldið, eru oft ofhlaðin farþeg-
um og varningi.
vetur
haust
Opið laugardag frá kl. 10-16
Mörkinni 6, s. 588 5518
Bílastæði við búðarvegginn.
Eldur í
SLÖKKVILIÐSMAÐUR í Antilópu-
dal í Nevadaríki í Bandarfkjunum
talar við starfsbræður sína í talstöð
frá einum þeirra staða í dalnum þar
sem skógareldar brunnu á miðviku-
dag. Kviknuðu þeir út frá eldingu
rúma þrjátíu kílómetra norður af
borginni Reno.
Bílslys kveikti skógarelda sem í
AP
Nevada
gær breiddust hratt út í nágrenni
Hanford-kjarnorkuversins í Wash-
ingtonrfki á vesturströndinni.
Höfðu að minnsta kosti 25 heimili
eyðilagst og mörg þúsund manns
orðið að flýja. Upplýsingafulltrúi
bandarfska orkumálaráðuneytisins
sagði að kjarnorkuverið væri ekki í
yfirvofandi hættu.
Föt og skór - allt að 90% afsláttur
r
Utsölumarkaðurinn
að Skúlagötu 63
heldur áfram
0pið Mán. - Lau. 12:00 - 18:00