Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HERMÍNA FRANKLÍNSDÓTTIR + Hermína Frank- línsdóttir fæddist á Litla-Fjarðarhorni í Kollafírði í Stranda- sýslu 2. júní 1906. Hún lést á Droplaug- arstöðum í Reylqavík 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Franklín Þórð- arson f. 11.12. 1879, d. 17.7. 1940, bóndi á Litla-Fjarðarhorni og kona hans, Andr- ea Jónsdóttir, f. 20.9. 1881, d. 20.1. 1979, húsfrcyja. Þau eign- uðust 13 börn. Þau eru: Þórður, f. 30.6. 1903, d. 1989, Sigurður, f. 30.6. 1903, d. 1983, Hermína sem hér er minnst, f. 2.6.1906, d. 17.6. 2000, Eggþór f. 1.9. 1908, d. 1994, Anna Margrét f. 15.6. 1910, Guð- björg Magnea, f. 19.10. 1912, Að- alheiður, f. 9.6. 1914, Guðmundur Helgi, f. 28.5. 1915, Hallfríður Nanna, f. 12.5. 1916, Benedikt Kristinn, f. 19.5. 1918, Jón Líndal, f. 3.6. 1919, d. 16.3. 1999, Margrét, f. 10.1. 1922 og Guð- borg, f. 5.5. 1924. Hinn 29.7. 1961 gift- ist Hermfna Ingólfi Guðmundssyni frá Ferjubakka í Borg- arfirði, f. 21.6. 1899, d. 8.1. 1985. Saman eignuðust Hermína og Ingólfur ekki börn en fyrir átti Ingólfur dreng, Jón, sem búsettur var í Vest- mannaeyjum en hann lést á liðn- um vetri. Hermína verður jarðsungin frá Háteigskirkju 30. júnf og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. Dagur að kvöldi kominn. Níutíu og fjögur ár. Það er langur tími. Að- faranótt sautjánda júní kvaddi þetta tilverustig södd lífdaga, Hermína Franklínsdóttir. Hún var ein þrett- án systkina frá Litla Fjarðarhomi í Kollafirði. Hún var þriðja elsta systkinið, eldri voru tveir bræður, tvíburar, Sigurður og Þórður. Eins og við má búast hefur það trúlega komið mikið í hennar hlut að líta til með yngri systkinum sínum á ungl- ingsárum. Hún minntist oft þessara daga enda hafði oft gengið mikið á sem vonlegt er í svona stórum og kraftmiklum barnahóp. I dag eru átta systkini á lífi við allgóða heilsu. Þegar unglingsárin voru liðin leit- aði hún út fyrir heimahaga og lá þá leiðin suður á land og til Reykjavík- ur þar sem hún dvaldi til æviloka. Þegar til Reykjavíkur kom fór hún í ýmsa vinnu sem til féll og voru það þá oft á tíðum hússtörf, en síðast vann hún í Sjóklæðagerðinni við Skúlagötu. Þegar hún var tuttugu og sex ára þjónaði hún á heimili Guðmundar Bjömssonar landlækn- is sem þá bjó á Amtmannsstíg 1. Dóttir hans Ólöf var mikil vinkona Hermínu. Ólöf eignaðist á þessum áram dreng og kom það í hlut Her- mínu að sækja ljósmóður, en það var að hennar sögn að nóttu til. Þá vora tímarnir aðrir, ekki hringt á sjúkra- bíl og viðkomandi fluttur á fæðing- ardeild. Þessarar stundar var henni mjög hugleikið að minnast. Drengur var það sem þarna fæddist og er það sá sem þetta skrifar. Hermína sagði að þegar ég fór að stækka hefði það verið mikil árátta hjá mér að sækja til hennar og hafa við það myndast mjög sterk vináttubönd, sem aldrei hafa rofnað. Hún sagði að oft hefðu myndast tár hjá litlum dreng þegar hún þurfti að yfirgefa heimilið að kvöldi eftir mislangan vinnudag. Það var svo þegar ég var átta ára að ég var sendur í sveit þar sem ég var fram að fermingu. Þegar þetta gerð- ist sagði hún að mikið hefði verið tekið frá henni, þvi að svo mjög hefði hana langar til að taka mig að sér og sjá um mig, en efnahagur hennar og húsakostur hefði ekki leyft það. Sextán ára kom ég hingað til Reykjavíkur aftur og hóf hér nám í málaraiðn, sem þá tók fjögur ár. Efnahagur minn var þá þröngur og var þá gott að eiga góðan að og því oft leitað til Hermínu. Mér verður minnisstætt eitt skipti á þessum ár- um að ég kom til hennar með þrjár skyrtur og bað hana um þvott á þeim, það var sjálfsagt en henni lík- aði ekki hvað ég gerði þær skítugar. Fyrir þetta fékk ég móðurlegt tiltal sem ég mun aldrei gleyma. A þess- um tíma var ekki mikið um raf- magnsþvottavélar en Hermína var þá nýbúin að eignast eina slíka og UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, stmi 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. var hún með handsnúinni vindu. Hermína var skapmikil og vildi hafa hlutina í lagi. Þegar ég var fjórtán ára missti ég móður mína og sextán ára þegar faðir minn dó. Það var því gott fyrir ungan dreng að geta leitað til góðrar konu með móðurlegar til- finningar. Hinn 29.7. 1961 giftist Hermína Ingólfi Guðmundssyni frá Ferjubakka í Borgarfirði, þá bjuggu þau á Karlagötu 17. Þau áttu sam- eiginlegt áhugamál sem var hesta- mennska. Margar voru sögur sagðar af skemmtilegum ferðum sem farn- ar vora á góðhestum þeirra hjóna. Ekki virtist vera minni geislabaugur yfir þeim ferðum en nútíma ferða- sögum, sögðum utan úr heimi. - Einu sinni átti Hermína kost á því að fara utan en þá fór hún með kunningjakonu sinni til Þýskalands. Hún sagði oft frá þessari ferð, svo mjög naut hún hennar. Ingólfur var myndarlegur maður, glaðlegur og bjartur yfirlitum. Hann vann til fjölda ára hjá Sambandinu, síðast við kjötviktun á Kirkjusandi. Hann lést 8.1.1985. - Þegar árin liðu og ég gifti mig tókst mjög gott sam- band á milli konu minnar, Jónu, og Hermínu og entist það til æviloka. Við eignuðumst þrjú börn, einn dreng og tvær stúlkur. Önnur stúlk- an heitir nafninu hennar, það var mikill ljósgeisli í lífi hennar að fá á þeim tíma að halda henni undir skírn. Fljótlega fóra börnin að kalla hana ömmu og Ingólf afa. Síðan fékk hún svo langömmutitilinn. - Það var ekki annað að finna á henni en að hún væri stolt með þennan barna- skara sinn og nafngiftina sem því fylgdi. Hermína og Ingólfur eignuðust ekki börn saman en fyrir átti Ingólf- ur dreng sem Jón hét og bjó hann í Vestmannaeyjum. Hann lést á liðn- um vetri. Hermína bar alltaf góðan hug til Jóns og konu hans, Halldóra, og þakkaði oft þann mikla hlýhug sem þau sýndu henni. Nú er komið að leiðarlokum, það mun myndast tómarúm hjá okkur því það var orðinn svo sterkur vani að hafa samband, helst á hverjum degi. Nú vitum við að þú ert búin að leggja við fákinn þinn hvíta, tilbúin í síðustu ferðina á vit ástvina og kunningja. Við þökkum samfylgd- ina. - Blessuð veri minning þín. Gunnar Jónsson og Jóna Jónsdóttir. 17. júní síðastliðinn lést hún Her- mína amma 94 ára að aldri, eftir að nærri ár var liðið frá alvarlegum heilsubresti. Amma var kjarnakona að vestan, alin upp í stóram systk- inahópi og sagðist hún hafa átt skemmtilega æsku og farið ung að vinna fyrir sér. Það var notalegt að eiga athvarf hjá ömmu og Ingólfi á Karlagötu 17. Eftir að fjölskylda mín flutti norður á Húsavík fékk ég oft að dvelja hjá þeim í nokkra dag £ senn. Seinna þegar ég fór í Stýrimannaskólann var gott að komast í litla eldhúsið hennar ömmu og kíkja í kökubauk- ana, á meðan hún lagfærði stundum fötin mín. Mjúku pakkarnir frá ömmu yljuðu okkur systkinunum á köldum dögum. Hún var mikil hand- verkskona og bjó heimili sitt og margra annarra fallegum hlutum, sm munu minna okkur á hana. Það var ætíð svo að þegar við komum til Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta hennar var hún með eitthvað í smíð- um. Þegar ég eignaðist svo sjálfur fjölskyldu varð Hermína amma, amma bama minna og áttu þau ásamt konu minni, Huldu, margar skemmtilegar stundir með henni. Aldrei var farið suður án þess að koma við á Karlagötunni og seinna í Lönguhlíðinni, eftir að amma fór á elliheimili. I lok maí síðastliðins áttum við leið hjá og hittum hana á Droplaug- arstöðum þar sem hún dvaldi síð- ustu mánuði. Þegar við kvöddum og óskuðum að henni liði sem allra best, þá botnaði hún „og okkur öllum“. Þannig var amma, alltaf að hugsa um velferð okkar, þrátt fyrir að hún væri mest í sínum eigin heimi, eftir áfallið í fyrra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhiioss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, með söknuði kveðj- um við þig. En nú hafið þið Ingólfur náð fundum aftur. Guð veri með ykkur, og takk fyrir að vaka yfir okkur. Jóhann, Hulda, Lára Sóley, Jón Hafsteinn og Benedikt Þór. Mig langar að kveðja ömmu mína með örfáum orðum. Eg frétti af and- láti hennar þegar ég var í heimsókn hjá nöfnu hennar í Noregi. Eg man þegar ég var lítil og kom í heimsókn til ömmu og fékk að leika mér að plastskeiðunum og eggjabikuranum sem vora í alls konar litum. Þegar við fluttum út á land fengum við systurnar að fara suður með pabba og vera hjá ömmu og Ingólfi afa milli ferða hjá pabba sem var nú yfirleitt vika. Það var dekrað við okkur á alla kanta. Spilin voru alltaf við höndina og var oft spilaður Olsen eða lagður kapall. Síðan era liðin mörg ár. 1. ágúst á síðastliðnu ári flutti ég og mín fjölskylda heim frá Svíþjóð eftir tveggja ára dvöl þar. Eg hitti ömmu einu sinni á því tímabili £ ör- stuttri ferð til íslands. Annars töluð- umst við i sima eða ég skrifaði henni bréf sem henni þótti svo vænt um, sérstaklega vegna þess að ég prent- aði það út með stóram stöfum svo hún ætti auðvelt með að lesa það. Daginn eftir að við fluttum heim veiktist amma skyndilega þar sem hún lá inni á sjúkrahúsi til rann- sókna og náði ekki heilsu eftir það. Hún bjó á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum siðustu mánuð- ina. Margserað minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir Uðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúifriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Elsku amma, ég kveð þig með þessum fátæklegum orðum með þökk fyrir allt. Guð geymi þig og varðveiti. Stefanía Gunnarsdóttir og fjölskylda. Þá er hún elsku amma farin. Amma sem ég kalla er tilkomin í mitt líf vegna þess að hún leit alltaf á pabba sem drenginn sinn. Hún átti engin böm en var viðstödd fæðingu pabba. Þegar móðir hans lést var hann ungur að áram. Þær höfðu ver- ið góðar vinkonur og fjótlega upp úr því fór hún í sínu tali að kalla hann drenginn sinn. Þegar ég var skírð fékk ég nafnið hennar. Eftir að ég fór síðar að tala kallaði ég hana ömmu og Ingólf afa. Þegar ég sit hér og hugsa um hana með tár í augun- um er svo margs að minnast. Hún hefur verið svo mikið í mínu lifi. Margar góðar stundirnar hef ég átt með henni og afa sem hafa yljað mér og munu ylja mér í framtíðinni. Eg fór stundum með þeim að Mógilsá en þar vora þau með hesta. Þetta var svo spennandi. Brauðið var þurrkað í kjallaranum handa hestunum. Ég lærði hvemig átti að kalla á hestana og þeir komu þjót- andi til að fá brauðið. Við fóram litla útreiðartúra og eitt skipti reið ég með afa frá Mógilsá til Reykjavikur. Þegar við systur voram litlar og vor- um í heimsókn þá koma upp í hug- ann minn teskeiðar og eggjabikarar sem amma átti sem vora alla vegana á litinn. Það sem við gátum dundað okkur við að leika með þetta. Eftir að við fluttum til Húsavíkur fengum við systur að fara með pabba á kaupfélagsbílnum til Reykjavíkur í heimsókn á Karlagöt- una. Til þessa hlökkuðum við allt ár- ið. Þá kíktum við í bæinn, keyptum okkur föt og nutum þess að vera hjá ömmu og afa. A unglingsáranum þegar ég var í framhaldsskóla í Reykjavík var gott að eiga ömmu að og man ég sérstak- lega vel eftir kótiletturéttinum með lauk og eplum sem hún bjó til sem var sérstaklega góður. Amma var alltaf svo létt á fæti. Hún leit út fyrir að vera mun yngri en hún í rauninni var. Amma veiktist í júlí í fyrra og náði sér aldrei eftir það. Ég var nýflutt til Noregs og var ánægð að geta kvatt hana áður en ég fór. Ég hitti hana aftur í mai þegar ég kom til að ferma dóttur mína á Islandi. Elsku amma, ég veit að þú ert ánægð núna og komin til afa. Ég kveð þig með öllu mínu hjarta og þakka fyrir að fá að vera hluti af þínu lífi. Hermína Gunnarsdóttir og fjölskylda. I örfáum orðum minnist ég frænku minnar og vinkonu. Her- mína föðursystir mín er látin í hárri elli. Hvíldina þráði hún. Umskiptin vora kær- komin. Líkaminn orðinn slitinn, sálin þreytt. Ekki verður farið með langar lof- ræður um Hermínu hér. Slíkt var henni ævinlega á móti skapi. Kynni okkar eru orðin löng. Lasburða 15 ára stelpa var ég, þegar ég fyrst kom á heimili Her- mínu og Ingólfs manns hennar. Líð- an mín var afleit, kjarkurinn lítill. A því heimili var mér vel tekið. Ég hlaut góða umönnun og atlæti, sem aldrei brást. Æ síðan átti ég þar samastað. Frænka átti innri hlýju og hjálp- semi sem hún miðlaði af óafvitandi. A seinni árum rifjuðum við stund- um til gamans upp liðna tíma. Ein- hverju sinni sagði ég eitthvað á þá leið að erfítt hefði verið fyrir hana að taka við mér, fárveikri stelpunni, sem hún þekkti aðeins af afspum. Hermína svaraði að bragði: „Ég var beðin fyrir þig, sem var hjálparþurfi og þér batnaði þennan vetur. Svo varstu ekki slæmur unglingur." Þannig var frænka mín. Miklaðist ekki af verkum sínum. Gladdist yfir að veita aðstoð. Sú sem hún var einu sinni beðin fyrir var ekki svikin. Hún var raunsæ, hafði báðar fætur á jörðinni. Með þessum línum færi ég frænku minni alúðarþakkir fyrir allt sem hún var mér og mínu fólki, fyrr og síðar. Ég sakna hennar, mun ætíð minnast hennar með virðingu. Ingunn Þórðardóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.