Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 39
38 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 39
fHtvgnttHnfeifr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KRISTNI í
ÞÚSUND ÁR
UM helgina fagnar íslenska
þjóðin þeim merka áfanga
að 1000 ár eru liðin frá því
að kristin trú var lögtekin á al-
þingi. Það er við hæfi að helgasti
staður landsins sé valinn sem vett-
vangur hátíðarinnar en þar liggja
rætur okkar hvað dýpst.
Eru menn almennt sammála um
að enginn einstakur atburður í
sögu þjóðarinnar sé jafn mikilvæg-
ur kristnitökunni. Ahrif hennar á
íslenskt þjóðlíf, menningu, bók-
menntir og tungu eru meiri en svo
að mæld verði; raunar er kristni-
sagan jafngömul almennri sögu
þjóðarinnar - ef rétt er að írskir
munkar hafi verið hér á undan nor-
rænum mönnum - og þetta tvennt
verður ekki sundur slitið, þegar
horft er um öxl á tímamótum sem
þessum.
Með Morgunblaðinu í dag fylgir
blaðauki þar sem safnað hefur ver-
ið á einn stað upplýsingum um at-
burð þann sem hér um ræðir. Er sú
leið farin að rýna í hina fornu texta
og setja þá upp í nútíma fréttastíl,
þar sem fyrst er lýst hugmynda-
heimi landnámsmannanna, sem
flestir voru ásatrúar, og síðan at-
burðarásin rakin öld af öld. Að
þetta skuli vera hægt, að geta birt
lesendum á tölvuöld orðrétt mörg
hundruð ára gamla texta og boðið
þeim vel að njóta, er að öllum lík-
indum einstakt í heiminum og er í
raun og veru það sem gerir íslend-
inga að því sem þeir eru.
Það er engum vafa bundið, að í
þessu eigum við íslensku kirkjunni
mikið að þakka. I skjóli hennar
unnu menn þessi afrek, að rita hin-
ar merku fornsögur á skinn og láta
okkur í arf bókmenntir, sem allar
þjóðir heimsins öfunda okkur af.
En þetta hefði tæpast orðið ef snið
íslensku kirkjunnar hefði ekki ver-
ið jafn þjóðlegt og raun ber vitni,
allt frá öndverðu. Þar ber líka að
líta til þess varðveisluhlutverks
sem kirkjunnar menn, munkar og
prestar, ásamt leikmönnum eins
og þeim frændum, Snorra Sturlu-
syni og Sturlu Þórðarsyni, tóku að
sér er þeir skráðu á bókfell sögur
og kvæði úr heiðnum sið og sýnir
virðingu þeirra fyrir hinum fornu
bókmenntum þrátt fyrir annan
trúarsið. Þó að messuhald færi
fram á latínu í kaþólskum sið hefja
kirkjunnar menn að rita á íslensku
strax á 11. öld og þýðing Odds
Gottskálkssonar á Nýja testa-
mentinu hefur verið sögð eitt af
leiðarmerkjunum í sögu íslenskra
bókmennta og óvíst að við töluðum
íslensku með þeim hætti sem nú er
ef þýðing hans hefði ekki komið til.
Þegar vegur íslenskrar tungu var
sem minnstur á 18. öld og önd-
verðri þeirri 19. var þýðing Odds
ein styrkasta stoðin sem endur-
reisnarmenn íslenskrar tungu
studdu með málstað sinn. En þótt
Nýjatestamentisþýðing Odds sé
almennt talin ein af vörðum ís-
lenskrar bókmenntasögu þá grein-
ir menn síst á um að gersemi ís-
lenskrar bókagerðar og um leið
mesta bókmenntaafrek þjóðarinn-
ar hafi verið sú prentun heilagrar
ritningar sem birtist í fyrsta skipti
í íslenskri þýðingu 6. júní 1584 og
er nú löngum kennd við útgefanda
sinn, Guðbrand Þorláksson bisk-
up, og nefnd Guðbrandsbiblía. Ef-
laust hefur það haft djúpstæð áhrif
að hann tók þýðingu Odds upp nær
orðrétta í biblíuútgáfu sína. Hlut-
verk kirkjunnar í bókaútgáfu
trúarlegra og síðar veraldlegra
texta er einnig óumdeilt og flutti
Jón Arason Hólabiskup fyrsta
prentverkið til landsins á önd-
verðri 16. öld.
í hinu veglega ritverki, Kristni á
Islandi, sem Alþingi gaf út í vetur
segir um stöðu kirkjunnar: „Um
miðja 14. öld var kirkjan orðin mið-
læg stofnun í íslensku samfélagi og
með sín eigin lög, réttarkerfi og
tekjustofna. Ahrif hennar bárust
um þjóðlífið allt, hvort heldur var á
sviði trúar eða veraldlegra mála.
Kirkjan sem veraldleg stofnun var
þó ekki ein órofa heild heldur
skiptist í nokkrar einingar eins og
staði, klaustur og biskupsstóla
sem voru að miklu leyti sjálfstæð-
ar um eigin fjárhag og rekstur.
Biskupsstólarnir voru öflugustu
fjármálastofnanir landsins." Enn-
fremur segir: „Með kirkjunni bár-
ust sífellt nýir menningarstraum-
ar hingað til landsins. Þetta átti
sér greinilega stað þegar hér sett-
ust að útlendir biskupar skipaðir
af páfa ... Kirkja og kristni með sín
háreistu mannvirki og helgidóma
hefur þannig átt þátt í að móta feg-
urðarskyn og listsköpun lands-
manna. Einu stórbrotnasta helgi-
kvæði Islendinga á miðöldum,
Lilju, hefur verið líkt við dóm-
kirkju í gotneskum stíl sem vitni
„um viðleitni mannsins að teygja
sig í átt til guðs síns og og virkja
allan mátt sinn til að tigna hann og
boða orð hans.““
Hlutverk okkar sem nú erum á
dögum og fögnum kristni í 1000 ár
með glæsilegri hátíð, er þó síst
veigaminna en forfeðranna, hvað
varðveislu menningararfleifðar-
innar snertir og skyldi ekki
gleyma því nú við upphaf nýrrar
aldar. Hraðinn og tæknin eru vopn
sem auðveldlega geta snúist í
höndum okkar og tungumálið sem
við höfum talað og ritað nær
óbreytt í meira en 1000 ár getur
horfíð okkur af vörum fyrirvaralít-
ið ef við höldum ekki vöku okkar.
Sífellt nýir möguleik-
ar með lýtaaðgerðum
Um 100 læknar
sitja nú þing
norrænna lýta-
lækna sem stendur
í Reykjavík fram á
laugardag. Þar eru
haldin 50 erindi um
ýmis efni í hinum
ýmsu flokkum lýta-
lækninga, svo sem
um meðferð og
aðgerðir vegna
meðfæddra galla,
bruna, afleiðinga
slysa og krabba-
meina.
Morgunblaðið/Amaldur
Rafn Ragnarsson er forseti þings norrænna lýtalækna sem nú stendur í Reykjavík.
Morgunblaðið/Golli
Meðal þeirra sem fluttu erindi á þingi norrænna lýtalækna eru
Valdimar T. Skoog frá Sviþjóð (t.v.) og Ólafur Einarsson sem situr í
undirbúningsnefnd þingsins.
NORRÆNIR lýtalæknar
halda þing sitt í
Reykjavík um þessar
mundir. Þingin eru
haldin annað hvert ár og eru því
á íslandi 10. hvert ár. Fram kom
í viðtölum við lækna á þinginu að
með aukinni tækni, vefja- og
beinflutningum, auk gerviefna,
séu möguleikar sífellt að aukast
til að bæta skaða eða fæðingar-
galla með lýtaaðgerðum.
Ólafur Einarsson, læknir á
Landspítalanum, sem situr í und-
irbúningsnefnd
þingsins, flutti er-
indi um minnstu
deildina sem annast
aðgerðir vegna
skarðs í vör og gómi
og sagði hann í við-
tali við Morgunblað-
ið að kringum 10 til-
vik komi upp
hérlendis á ári
hverju. Hann segir
það ívíð hærri tíðni
en í nágrannalönd-
unum. „Skýringin er
að nokkru leyti sú
að þessi galli hefur
komið sterkt fram í
tveimur ættum, ann-
arri á Vesturlandi
og hinni á Norður-
landi. Má rekja
kringum 40% þeirra til sömu fjöl-
skyldna,“ segir Ólafur en Alfreð
Arnason flutti erindi í gær um
arfgengi og ættir sem tengjast
holgómasjúklingum.
Margir sérfræðingar
koma við sögu
Valdimar T. Skoog, sérfræð-
ingur á Háskólaspítalanum í
Uppsölum í Svíþjóð, fjallaði um
aukna möguleika á beinflutningi
við holgómsaðgerðir en hann seg-
ir mikla þróun hafa orðið í þess-
ari tilteknu grein lýtalækning-
anna. „Alveg fram á sjöunda
áratuginn var talið að aðgerðir af
þessu tagi væru eingöngu við-
fangsefni skurðlæknanna en á
seinni árum hefur aukist mjög
samvinna við aðra sérfræðinga,
svo sem háls-, nef- og eyrna-
lækna, tannlækna, tannréttinga-
sérfræðinga og talmeinafræð-
inga, svo nokkrir séu nefndir,"
segir Skoog. Hann segir nauð-
synlegt að allir þessir sérfræð-
ingar komi að ákvörðun um hve-
nær sé rétt að hefjast handa og
hver sé besti tíminn fyrir hverja
aðgerð og með sífelldri þróun í
flutningi á vefjum og beinum hafi
tekist á síðustu árum að bæta
mjög árangur á þessu sviði.
Þeir Ólafur og Skoog voru
sammála um að mjög væri mis-
jafnt hversu mikið þyrfti að gera
við hvern og einn sjúkling. Sum
börn fæðast aðeins með skarð í
vör sem jafnvel er hægt að laga
með einni aðgerð aðeins fáum
vikum eða mánuðum eftir fæð-
ingu. Önnur hafa líka skarð í góm
sem getur kostað fleiri aðgerðir í
uppvextinum og hjá sumum er
vandinn það alvarleg-
ur að þeir verða að
gangast undir marg-
ar aðgerðir allt fram
undir fullorðinsár eða
til 16-17 ára aldurs.
Skoog segir að við
beinflutning til að
laga skarð í góm séu
teknar beinflísar úr
mjöðm og þeim kom-
ið fyrir í skarðinu.
Það er yfirleitt gert
við 9-10 ára aldur en
beinflutningur er líka
notaður til að lag-
færa kjálka. Skoog
segir að með bættri
tækni og fleiri mögu-
leikum í skurðlækn-
ingum og með aðstoð
talmeinafræðinga sé
sífellt verið að ná betri tökum á
þessum vanda. Því takist æ betur
að draga úr afleiðingum þessara
galla.
Svipuð staða á
Norðurlöndunum
Læknarnir sögðu stöðu þess-
ara mála svipaða á Norðurlönd-
unum og yfirleitt væri rekin ein
miðstöð í hverju landi til að sinna
þessum aðgerðum. Enda mætti
segja að nauðsynlegt væri að
gera kringum 50 aðgerðir á ári til
að læknar héldu færni sinni. ís-
lenskir læknar ná ekki þeim
fjölda hérlendis en þeir fara
stundum utan til tímabundinna
starfa.
Þá sögðu þeir ekki þýðingar-
minnsta atriðið að ræða við for-
eldra og gera þeim vel grein fyrir
hvað í vændum sé fyrir barn
þeirra og brýnt að þeir sérfræð-
ingar sem koma við sögu með-
ferðarinnar eigi reglulega fundi
með þeim. Einnig sé nauðsynlegt
að fylgja sjúklingunum eftir.
„Þessir sjúkdómar eru lang-
tímaverkefni þar sem aðgerðirn-
ar dreifast á þetta mörg ár og
hafa oft mikil áhrif á allt líf við-
komandi sjúklings og fjölskyldu
hans,“ segir Ólafur. „En mögu-
leikarnir eru sífellt að batna og
þess vegna má segja að smám
saman takist að draga úr alvar-
legum afleiðingum þessa galla
sem eru jafn misjafnir og sjúkl-
ingarnir eru margir.“
Gunnar Thors er íslenskur
læknir sem starfar í Bandaríkj-
unum. „Ég hef einkum verið í al-
mennum lýtalækningum sem
skiptast nokkuð jafnt milli að-
gerða eftir slys og síðan margs
konar fegrunaraðgerðir," segir
Gunnar en hann sinnir starfinu
til skiptis á sex sjúkrahúsum í
nágrenni Chicago og rekur síðan
eigin stofu. Hann segir framfarir
hafa verið miklar í lýtalækning-
um síðustu árin og mikið sé í
gerjun áfram.
Spennandi rannsóknir
í gangi
„Þróunin er annars vegar í
þeirri tækni að geta flutt til bein,
fitu og vefi til að byggja upp og
fylla staði sem skaðast hafa til
dæmis eftir slys og hins vegar
hafa komið til ýmis gerviefni sem
nota má einnig í þessum tilgangi.
Þá er líka mikið að gerast á rann-
sóknastofum háskólanna og ýms-
ar spennandi rannsóknir í gangi.
Ég nefni sem dæmi frumuræktun
í því skyni að búa til nýja vefi.
Þannig er hægt orðið að taka
frumur úr viðkomandi sjúklingi
og fá þær til að fjölga sér og nota
síðan nýja vefinn til að bæta slíka
skemmdir."
Gunnar segir áverka eftir
hundsbit nokkuð algenga í
Bandaríkjunum, svo algenga að
bandaríska lýtalæknafélagið hafi
sent frá sér leiðbeiningar og við-
varanir. Þar sé til dæmis bent á
að börn séu ekki látin leika sér
við hunda sem þau þekkja ekki
og raunar verði börn alltaf að
viðhafa varúð þegar hundar séu
annars vegar. Hann segú- hunda
oft hafa tilhneigingu til að bíta
fólk i andlitið og segú' þessa
áverka iðulega með þeim verri
sem hann sér í starfi sínu.
Lýtalækningar segir Gunnar
vera á svipuðu stigi í Bandaríkj-
unum og í Evrópu en þó sé galli
hversu seint bandaríska lyfja-
stofnunin afgreiði oft umsóknir
um ný lyf eða aðferðir í læknis-
fræði. Segir hann nýjungar oft
hafa verið við lýði í Evrópu árum
saman áður en þær fást sam-
þykktar vestra.
Gunnar Thors er
sérfræðingur í lýta-
lækningum í Banda-
ríkjunum.
Húsnæði fundið fyrir nær
alla sem þurftu að yfirgefa
hús sín á skjálftasvæðum
FLUTNINGUR færanlegs bráða-
birgðahúsnæðis er hafinn á ellefu
sveitabæi í Ámes- og Rangárvalla-
sýslum sem Rauði kross Islands
hefur verið beðinn um að aðstoða í
samvinnu við sveitarstjómir á
svæðinu. Þar með er að mestu búið
að sinna þeirri brýnu þörf sem
myndaðist fyrir bráðabirgðahús-
næði í kjölfar jarðskjálftanna á
Suðurlandi. „Rauði krossinn hefur
tilkynnt sveifiirstjórnum á svæðinu
að félagið sé reiðubúið að tryggja
öilum þeim sem þurftu að yfirgefa
hús sín bráðabirgðahúsnæði til að
minnsta kosti þriggja mánaða.
Þetta er í samræmi við hlutverk fé-
lagsins í kerfi almannavama. Um
er að ræða vegavinnuhús, sérút-
búna gáma og annað álíka húsnæði.
Til viðbótar er Rauði kross íslands
að skoða möguleika á að kaupa
þijá sérsmiðaða gáma sem geta
hýst fjórar manneskjur hver.
Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga
hefur unnið með Rauða krossinum,
sveitarstjómum á svæðinu og við-
komandi fjölskyldum við að útvega
þessa aðstöðu. Mestu munar um
fjölda svefnhýsa sem íslenskir aðal-
verktakar, Landsvirlqun, Vega-
gerðin og Hálendismiðstöð í
Hrauneyjum lána endurgjaldslaust.
Rauði kross íslands kann öUum
þessum aðilum bestu þakkir, svo og
þeim fjölmörgu sem boðið hafa
fram aðstoð sma á einhvem hátt.
Á síðustu dögum hefúr tekist að
útvega nær öllum fjölskyldum sem
misstu hús sín á þéttbýlissvæðum
bráðabirgðahúsnæði en í mörgum
tilfellum hefur fólk sjálft leyst sín
mál. Enn em að berast tilkynning-
ar um húsnæði sem er annað hvort
ótryggt eða óíbúðarhæft og því er
ljóst að vinnu við húsnæðisöflun er
hvergi nærri lokið,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Rauða krossinum.
Onákvæmur Alfreð
ALFREÐ Þor-
steinsson borgar-
fulltrúi skrifar
grein í Morgun-
blaðið í gær. Þar
segir hann m.a.:
„Áratugum saman
héldu sjálfstæðis-
menn völdum í
Reykjavík þrátt
fyrir þá staðreynd
að hafa minnihluta
kjósenda á bak við
sig. Það er ekki
fyrr en Reykjavík-
urlistinn kemur til
skjalanna að at-
kvæði andstæð-
inga þeirra nýtast
að fullu og óréttlætið er afnum-
ið.“
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
meirihluta árið 1974 með 57,8%
atkvæða. Flokkurinn fékk
47,4% árið 1978 og vinstri menn
komust að. Sjálfstæðisflokkur-
inn hlaut 52,5% ár-
ið 1982. Hann fékk
52,7% árið 1986.
Flokkurinn fékk
60,4% árið 1990.
Alfreð Þorsteins-
son þarf að fara 30
ár aftur í tímann
til að finna önnur
dæmi, svo augljóst
er að R-listinn
kemur þarna
hvergi við sögu. R-
listinn hefur aldrei
fengið annan eins
stuðning Reykvík-
inga og Sjálfstæð-
isflokkurinn fékk
t.d. árin 1974 og
1990. Ég býst við að lesendum
þyki ekki ofsagt þótt ég segi að
nokkurrar ónákvæmni gæti í
skrifum Alfreðs Þorsteinssonar,
þegar hann fjallar um það sem
hann kallar staðreyndir.
Davíð Oddsson.
Skjálftasvæðin á Suðurlandi
Ibúar fá bráða-
birgðahúsnæði
NÚ hefur verið lokið við að útvega
bráðabirgðahúsnæði á sex sveita-
bæjum á Suðurlandi.
Marinó Már Marinósson, deildar-
stjóri hjá Rauða krossi íslands segir
að með þessu sé búið að leysa úr
brýnustu húsnæðisvandræðum
vegna jarðskjálftanna. Þó megi
búast við því að fleiri þurfi á aðstoð
að halda þegar lokið verður við að
meta skemmdir á íbúðarhúsnæði.
Bráðabirgðahúsnæðið er aðallega
vegavinnuhús og sérútbúnir gámar
sem auðvelt er að færa til. Marinó
segist gera ráð fyrir því að þörf verði
fyrir húsin í um þrjá mánuði. Ymis
fyrirtæki hafa stutt Rauða krossinn
við þetta verkefni.
Geta flutt úr tjaldinu
Heimilisfólkið á Syðri-Hömrum í
Ásahreppi var ánægt með nýju hi-
býlin sem það fékk í gær. Heimilis-
fólkið hafði sofið í tjaldi og jeppabif-
reið í húsgarðinum en talsverðar
skemmdir urðu á íbúðarhúsinu í
jarðskjálftanum þann 21. júní.
Gólfplatan í húsinu seig talsvert
þannig að bil myndaðist á milli
veggja og gólfs. Bjöm Guðjónsson,
bóndi á Syðri-Hömrum, telur húsið
þó ekki ónýtt og hyggur á viðgerðir
um leið og færi gefst. „Ég vil helst
byrja strax á morgun," sagði Bjöm
en þar sem viðlagatryggingar eiga
eftir að meta tjónið telur Björn að
talsverð bið geti orðið á því að hann
fái leyfi til viðgerða. Vigdís Þor-
steinsdóttir húsfreyja var ánægð
með að geta nú flutt úr tjaldinu.
„Mér finnst þetta mjög gott miðað
við aðstæður og ég vil þakka öllum
sem hafa komið að því að flvtja þessi
hús hingað,“ sagði Vigdís. A Syðri-
Hömmm er félagsbú en hitt íbúðar-
húsið skemmdist ekki í skjálftanum.
Björn segir það mikilvægt að þurfa
ekki að flytja því það sé afar óhentr
ugt fyrir bændur að þurfa að dvelja
fjairi skepnum sínum.
Börnin snúa heim
Ingimundur Bjarnason, bóndi í
Borgarkoti í Skeiðahreppi, var
sömuleiðis ánægður og átti von á því
að nú myndu böm sín snúa aftur
heim en þau hafa dvalið á Selfossi frá
því seinni skjálftinn reið yfir. íbúð-
arhúsið að Borgarkoti stórskemmd-
ist, við skjálftann sprangu útveggir
talsvert og ofnar féllu af veggjum.
Ingimundur segir það miklu skipta
að fá bráðabirgðahúsnæðið að Borg-
arkoti því að öðrum kosti hefði hann
þurft að aka langar vegalengdir til
að geta sinnt búskapnum.
Bjöm Guðjónsson og Vigdís Þorsteinssdóttir voru sátt við nýju híbýlin. Með þeim á myndinni eru (f.v.) Stein-
unn Bima, Margrét Harpa og Þuríður Marín Jónsdætur.
Ingimundur Bjarnason átti von á því að böm hans myndu nú snúa heim en þau hafa gist á Selfossi síðan
seinni skjálftinn reið yfir.