Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 76
Reiknaðu með MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Formaður Framsóknarflokksins um samstarfíð iniiaii Reykjavíkurlistans - Höfum ekki notið þess eins og við teldum eðlilegt HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarílokks- ins, segir að það sé ekki sjálfgefið að flokkurinn verði þátttakandi í framboði Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjómarkosningum. Hann segir einnig að *^>að sé framsóknarfélaganna í Reykjavík að taka ákvörðun um það. „Þetta samstarf hefur gengið vel og ég tel að Framsóknarflokkurinn hafi átt mikinn þátt í því að þetta samstarf hefur verið farsælt. Hins vegar er okkur það ljóst í flokkn- um að við höfum ekki notið þess eins og við teldum eðlilegt. Það tengist því að sjálfsögðu að starfið fer ekki fram í nægilega miklum mæli í nafni flokksins en það gerir það þó ekki heldur að því er varðar —aðra flokka," sagði Halldór er hann var spurður hvort hann væri sam- mála Alfreð Þorsteinssyni borgar- fulltrúa um að Framsóknarflokkur- inn verði aðili að Reykjavíkur- listanum í næstu borgarstjórnar- kosningum. Halldór sagði að síðan til sam- starfsins í Reykjavíkurlistanum var stofnað hefðu orðið breytingar á vinstri væng stjórnmálanna. „Ég veit að framsóknarfélögin í Reykjavík munu fjalla um það í því ljósi og þar verða menn að meta hvernig menn geta best komið áhugamálum Framsóknarflokksins í framkvæmd og hvernig menn geta styrkt stöðu flokksins hér á höfuðborgarsvæðinu," sagði Hall- dór. Best að Framsóknarflokkur- inn bjóði fram sem víðast Aðspurður sagði Halldór að það hefði aldrei verið sjálfgefið að Framsóknarflokkurinn tæki þátt í framboði Reykjavíkurlistans. „Það hlýtur að fara eftir því hvernig til tekst og hvernig menn ná saman um framhaldið en það er fyrst oog fremst málefni framsóknarfélag- anna í Reykjavík að taka um það ákvörðun. Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í kosningum til sveitarstjórna með ýmsum hætti og samstarfið í Reykjavík er ekki einsdæmi en almennt séð hefur það verið mín skoðun að það sé best og eðlilegast fyrir Framsóknarflokk- inn að bjóða fram sem víðast. En ég viðurkenni vissulega að starfið innan Reykjavíkurlistans hefur gengið vel og það verðum við að sjálfsögðu að hafa í huga við end- urmat á þessu máli,“ sagði Halldór. Morgunblaðið/Þorkell Ktoss fluttur í Öxarárfoss ÞYRLA flutti í gær kross í Öxar- árfoss á Þingvöllum, en krossinn er hluti af útilistaverki sem er unnið af 14 listamönnum. Sýning listamannanna nefnist Dyggðirn- ar sjö að fornu og nýju og stend- ur til 1. september. Listamennirn- ir fengu Gallup til aðstoðar til að finna út hverjar dyggðir samtím- ans væru. Krossinn, sem Guðjón Bjarnason myndlistarmaður gerði, táknar dyggðina heilsu. Hann er sex metra hár og vegur 600 kíló. Umhverfisráðu- neytið kærir einn úr áhöfn Islendings Fangaði hrafns- unga Umhverfisráðuneytið hefur lagt fram kæru á hendur ein- um úr áhöfn víkingaskipsins íslendings fyrir brot á lögum um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum en maðurinn mun hafa fangað tvo hrafnsunga úr hreiðri og alið upp undir súð íslendings. Lögreglan í Grundarfirði tók skýrslu af áhafnarmanninum i gær en þá hafði áhöfn íslendings reyndar þegar sent hrafnsungana tvo suður og munu þeir nú vera komnir í Húsdýragarðinn í Reykjavík. Málið hjá sýslumanni Víkingaskipið íslendingur er nú í höfn Ólafsvikur og bíður þess að geta haldið til Græn- lands en mikill hafís þar við land hefur valdið ferðalöngun- um nokkrum töfum. Hrafns- ungamál þessi ku hafa komið fyrst upp í Búðardal, þar sem Islendingur lá við bryggju áð- ur en haldið var til Ólafsvíkur, en að sögn lögreglunnar í Grundarfirði verður málið nú sent fulltrúa sýslumanns í Stykkishólmi sem mun kveða upp úr um framhald þess. Sem kunnugt er segir sagan að Hrafna-Flóki hafi haft hrafna um borð á ferðalagi sínu til íslands fyrir röskum 1.100 árum. ** Vísarábug gagnrýni á fiskeldi VIGFÚS Jóhannsson, formaður Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva á íslandi (LFH) og for- maður Alþjóðasambands laxeldis- framleiðenda, vísar á bug fullyrð- ingum vísindamanna sem fram koma í breska tímaritinu Nature, og sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, þess efnis að fiskeldi hafi skelfileg áhrif á umhverfið og villta fiskstofna. Segir hann greinina vera hræðslu- járóður sem ætlað sé að tryggja vafa- sömum umhverfíssamtökum fjár- magn til áframhaldandi rannsókna. ■ Hræðsluáróður/30 BJÖRK Guðmundsdóttir mun ekki taka þátt í tónleikaferð kórsins Radd- ir Evrópu sem skipulögð er í sam- vinnu hinna niu menningarborga Evrópu árið 2000. Kórinn mun þó halda óbreyttri áætlun á tónleikaför sinni um Evrópu. I fréttatilkynningu frá Reykjavík - menningarborg segir: „Ráðgert var að Björk kæmi fram með kórnum á tónleikaferðalagi hans, sem hefst hér í Reykjavík 26. og 27. ágúst nk. og syngi þijú laga sinna í sérstakri kór- útfærslu Atla Heimis Sveinssonar. Það hefur hins vegar verið vaxandi áhyggjuefni Bjarkar og forráða- manna Reykjavíkur - menningar- borgar að erlendir fjölmiðlar og nokkrir einstakir skipuleggjendur er- lendis hafa lagt óeðlilega mikla áherslu á þátttöku hennar í verkefninu og þar með hefur hinn raunverulegi tilgangur þess og markmið mjög fallið í skuggann. Á vordögum var Björk útnefnd sem besta leikkonan á kvik- myndahátíðinni í Cann- es og í kjölfar þess hefur kastljós og ágangur er- lendra fjölmiðla beinst að henni með stóraukn- um krafti. Þegar Björk kom til liðs við verkefnið Raddir Evrópu var það á þeim forsendum að hún myndi ferðast með kómum, búa á sömu stöðum og að tónleikamir yrðu haldnir í tónleika- sölum og kirkjum. í ljósi hins gríðar- lega ágangs sem Björk verður nú íyr- ir af aðdáendum og fjölmiðlum í Evrópu er nú komið á daginn að óframkvæmanlegt mun verða að halda upphaflegu skipulagi. Fremur en eiga það á hættu að þátttaka hennar yfir- skyggi með öllu verk- efnið hefur Björk nú tekið þá ákvörðun að draga sig út úr tón- leikaförinni." Kórinn Raddir Evrópu samanstendur af 90 ungmennum fró öllum níu menningar- borgunum og syngja þau á níu tungumálum á ferð sinni um Evrópu. Kórinn kom fyrst fram í Reykjavík um áramótin 1999/2000 auk þess sem kórinn og Björk tóku þátt í umfangsmikilli sjónvarpsútsendingu 2000 Today á gamlárskvöld. Aðalstjómandi Radda Evrópu er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi menningarborgarinnar, segir ljóst að þar sem kvikmyndin Dancer in the Dark verði í kynningu um alla Evrópu á sama tíma og tónleikaferðin stendur yfir myndi Björk verða fyrir slíkum ágangi að það væri hvorki á hana né eða aðra nálægt henni leggjandi auk þess sem tilgangurinn með tónleika- ferðinni myndi algjörlega drukkna í athyglinni sem öll beindist að Björk. Gengur í gegnum mikið fjölmiölafár „Hún er að ganga í gegnum þvílíkt fjölmiðlafár að ég held að íslendingar geri sér alls ekki grein fyrir því. Við sýnum þessari ákvörðun hennar skilning og þetta er allt gert í góðu samkomulagi og að vandlega athug- uðu máli. Björk hefur nú þegar unnið rnjög gott starf með kómum. I raun má segja að mikilvægasti hluti þátt- töku hennar hafi verið að baki, sem var þátttakan í stóra sjónvarpsút- sendingunni og tónleikarnir í Perl- unni um áramótin þar sem megnið af hennar efni var frumflutt. Þáttur Bjarkar í kynningunni á þessu verk- efni var gríðarlega mikilvægur," segir Þórunn. „Framlag Bjarkar á tónleikunum var aðeins ráðgert um 10 mínútur af tæplega tveggja klukkustunda dag- skrá með margvíslegri tónlist frá öll- um löndunum og nýju verki eftir Arvo Párt sem sérstaklega er samið fyrir kórinn. Þrátt fyrir þessa ským fjöl- þjóðlegu vídd og metnaðarfulla áherslu á fjölbreytta tónlist frá ýms- um tímum hafa evrópskir fjölmiðlar verið ófáanlegir til að fjalla um við- burðinn með öðmm hætti en fyrst og fremst sem tónleika Bjarkar," segir í fréttatilkynningu. STOMP f^VlaBgiBHpr ll % Þau eru að koma 4.-9. júli i Háskólabíói Björk Guðmundsdóttir hefur hætt við þátttöku í Röddum Evrópu Gríðarlegur ágangur aðdá- enda og fjölmiðla Björk Guðmundsdúttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.