Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 76

Morgunblaðið - 30.06.2000, Page 76
Reiknaðu með MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Formaður Framsóknarflokksins um samstarfíð iniiaii Reykjavíkurlistans - Höfum ekki notið þess eins og við teldum eðlilegt HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarílokks- ins, segir að það sé ekki sjálfgefið að flokkurinn verði þátttakandi í framboði Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjómarkosningum. Hann segir einnig að *^>að sé framsóknarfélaganna í Reykjavík að taka ákvörðun um það. „Þetta samstarf hefur gengið vel og ég tel að Framsóknarflokkurinn hafi átt mikinn þátt í því að þetta samstarf hefur verið farsælt. Hins vegar er okkur það ljóst í flokkn- um að við höfum ekki notið þess eins og við teldum eðlilegt. Það tengist því að sjálfsögðu að starfið fer ekki fram í nægilega miklum mæli í nafni flokksins en það gerir það þó ekki heldur að því er varðar —aðra flokka," sagði Halldór er hann var spurður hvort hann væri sam- mála Alfreð Þorsteinssyni borgar- fulltrúa um að Framsóknarflokkur- inn verði aðili að Reykjavíkur- listanum í næstu borgarstjórnar- kosningum. Halldór sagði að síðan til sam- starfsins í Reykjavíkurlistanum var stofnað hefðu orðið breytingar á vinstri væng stjórnmálanna. „Ég veit að framsóknarfélögin í Reykjavík munu fjalla um það í því ljósi og þar verða menn að meta hvernig menn geta best komið áhugamálum Framsóknarflokksins í framkvæmd og hvernig menn geta styrkt stöðu flokksins hér á höfuðborgarsvæðinu," sagði Hall- dór. Best að Framsóknarflokkur- inn bjóði fram sem víðast Aðspurður sagði Halldór að það hefði aldrei verið sjálfgefið að Framsóknarflokkurinn tæki þátt í framboði Reykjavíkurlistans. „Það hlýtur að fara eftir því hvernig til tekst og hvernig menn ná saman um framhaldið en það er fyrst oog fremst málefni framsóknarfélag- anna í Reykjavík að taka um það ákvörðun. Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í kosningum til sveitarstjórna með ýmsum hætti og samstarfið í Reykjavík er ekki einsdæmi en almennt séð hefur það verið mín skoðun að það sé best og eðlilegast fyrir Framsóknarflokk- inn að bjóða fram sem víðast. En ég viðurkenni vissulega að starfið innan Reykjavíkurlistans hefur gengið vel og það verðum við að sjálfsögðu að hafa í huga við end- urmat á þessu máli,“ sagði Halldór. Morgunblaðið/Þorkell Ktoss fluttur í Öxarárfoss ÞYRLA flutti í gær kross í Öxar- árfoss á Þingvöllum, en krossinn er hluti af útilistaverki sem er unnið af 14 listamönnum. Sýning listamannanna nefnist Dyggðirn- ar sjö að fornu og nýju og stend- ur til 1. september. Listamennirn- ir fengu Gallup til aðstoðar til að finna út hverjar dyggðir samtím- ans væru. Krossinn, sem Guðjón Bjarnason myndlistarmaður gerði, táknar dyggðina heilsu. Hann er sex metra hár og vegur 600 kíló. Umhverfisráðu- neytið kærir einn úr áhöfn Islendings Fangaði hrafns- unga Umhverfisráðuneytið hefur lagt fram kæru á hendur ein- um úr áhöfn víkingaskipsins íslendings fyrir brot á lögum um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum en maðurinn mun hafa fangað tvo hrafnsunga úr hreiðri og alið upp undir súð íslendings. Lögreglan í Grundarfirði tók skýrslu af áhafnarmanninum i gær en þá hafði áhöfn íslendings reyndar þegar sent hrafnsungana tvo suður og munu þeir nú vera komnir í Húsdýragarðinn í Reykjavík. Málið hjá sýslumanni Víkingaskipið íslendingur er nú í höfn Ólafsvikur og bíður þess að geta haldið til Græn- lands en mikill hafís þar við land hefur valdið ferðalöngun- um nokkrum töfum. Hrafns- ungamál þessi ku hafa komið fyrst upp í Búðardal, þar sem Islendingur lá við bryggju áð- ur en haldið var til Ólafsvíkur, en að sögn lögreglunnar í Grundarfirði verður málið nú sent fulltrúa sýslumanns í Stykkishólmi sem mun kveða upp úr um framhald þess. Sem kunnugt er segir sagan að Hrafna-Flóki hafi haft hrafna um borð á ferðalagi sínu til íslands fyrir röskum 1.100 árum. ** Vísarábug gagnrýni á fiskeldi VIGFÚS Jóhannsson, formaður Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva á íslandi (LFH) og for- maður Alþjóðasambands laxeldis- framleiðenda, vísar á bug fullyrð- ingum vísindamanna sem fram koma í breska tímaritinu Nature, og sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, þess efnis að fiskeldi hafi skelfileg áhrif á umhverfið og villta fiskstofna. Segir hann greinina vera hræðslu- járóður sem ætlað sé að tryggja vafa- sömum umhverfíssamtökum fjár- magn til áframhaldandi rannsókna. ■ Hræðsluáróður/30 BJÖRK Guðmundsdóttir mun ekki taka þátt í tónleikaferð kórsins Radd- ir Evrópu sem skipulögð er í sam- vinnu hinna niu menningarborga Evrópu árið 2000. Kórinn mun þó halda óbreyttri áætlun á tónleikaför sinni um Evrópu. I fréttatilkynningu frá Reykjavík - menningarborg segir: „Ráðgert var að Björk kæmi fram með kórnum á tónleikaferðalagi hans, sem hefst hér í Reykjavík 26. og 27. ágúst nk. og syngi þijú laga sinna í sérstakri kór- útfærslu Atla Heimis Sveinssonar. Það hefur hins vegar verið vaxandi áhyggjuefni Bjarkar og forráða- manna Reykjavíkur - menningar- borgar að erlendir fjölmiðlar og nokkrir einstakir skipuleggjendur er- lendis hafa lagt óeðlilega mikla áherslu á þátttöku hennar í verkefninu og þar með hefur hinn raunverulegi tilgangur þess og markmið mjög fallið í skuggann. Á vordögum var Björk útnefnd sem besta leikkonan á kvik- myndahátíðinni í Cann- es og í kjölfar þess hefur kastljós og ágangur er- lendra fjölmiðla beinst að henni með stóraukn- um krafti. Þegar Björk kom til liðs við verkefnið Raddir Evrópu var það á þeim forsendum að hún myndi ferðast með kómum, búa á sömu stöðum og að tónleikamir yrðu haldnir í tónleika- sölum og kirkjum. í ljósi hins gríðar- lega ágangs sem Björk verður nú íyr- ir af aðdáendum og fjölmiðlum í Evrópu er nú komið á daginn að óframkvæmanlegt mun verða að halda upphaflegu skipulagi. Fremur en eiga það á hættu að þátttaka hennar yfir- skyggi með öllu verk- efnið hefur Björk nú tekið þá ákvörðun að draga sig út úr tón- leikaförinni." Kórinn Raddir Evrópu samanstendur af 90 ungmennum fró öllum níu menningar- borgunum og syngja þau á níu tungumálum á ferð sinni um Evrópu. Kórinn kom fyrst fram í Reykjavík um áramótin 1999/2000 auk þess sem kórinn og Björk tóku þátt í umfangsmikilli sjónvarpsútsendingu 2000 Today á gamlárskvöld. Aðalstjómandi Radda Evrópu er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi menningarborgarinnar, segir ljóst að þar sem kvikmyndin Dancer in the Dark verði í kynningu um alla Evrópu á sama tíma og tónleikaferðin stendur yfir myndi Björk verða fyrir slíkum ágangi að það væri hvorki á hana né eða aðra nálægt henni leggjandi auk þess sem tilgangurinn með tónleika- ferðinni myndi algjörlega drukkna í athyglinni sem öll beindist að Björk. Gengur í gegnum mikið fjölmiölafár „Hún er að ganga í gegnum þvílíkt fjölmiðlafár að ég held að íslendingar geri sér alls ekki grein fyrir því. Við sýnum þessari ákvörðun hennar skilning og þetta er allt gert í góðu samkomulagi og að vandlega athug- uðu máli. Björk hefur nú þegar unnið rnjög gott starf með kómum. I raun má segja að mikilvægasti hluti þátt- töku hennar hafi verið að baki, sem var þátttakan í stóra sjónvarpsút- sendingunni og tónleikarnir í Perl- unni um áramótin þar sem megnið af hennar efni var frumflutt. Þáttur Bjarkar í kynningunni á þessu verk- efni var gríðarlega mikilvægur," segir Þórunn. „Framlag Bjarkar á tónleikunum var aðeins ráðgert um 10 mínútur af tæplega tveggja klukkustunda dag- skrá með margvíslegri tónlist frá öll- um löndunum og nýju verki eftir Arvo Párt sem sérstaklega er samið fyrir kórinn. Þrátt fyrir þessa ským fjöl- þjóðlegu vídd og metnaðarfulla áherslu á fjölbreytta tónlist frá ýms- um tímum hafa evrópskir fjölmiðlar verið ófáanlegir til að fjalla um við- burðinn með öðmm hætti en fyrst og fremst sem tónleika Bjarkar," segir í fréttatilkynningu. STOMP f^VlaBgiBHpr ll % Þau eru að koma 4.-9. júli i Háskólabíói Björk Guðmundsdóttir hefur hætt við þátttöku í Röddum Evrópu Gríðarlegur ágangur aðdá- enda og fjölmiðla Björk Guðmundsdúttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.