Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islensk börn geta vænst lengri skólagöngu en innan OECD FIMM ÁRA bam á íslandi getur vænst þess að sækja skóla í 17,7 ár en meðaltal í OECD-ríkjunum er 16,4 ár. Þar af mun íslenska barnið að meðaltali sækja skóla á fram- haldsskólastigi í tæp fimm ár og skóla á háskólastigi í tvö ár. I OECD-löndunum tekur fólk á aldr- inum 25-64 ára að meðaltali þátt í símenntun í eitt ár yfir starfsævina. Þetta kemur fram í ritinu Educat- ion at a Glance sem OECD gefur út. Útskriftarhlutfall íslenskra nem- enda á framhaldsskólastigi er með því hæsta sem gerist innan OECD- ríkja en útskriftarhlutfall er reikn- að þannig að 1 fjölda útskrifaðra er deilt með fjölda í dæmigerðum ald- ursárgangi. Á íslandi er reiknað hlutfall af 20 ára aldurshópnum til að reikna útskriftarhlutfall fyrir framhaldsskólastigið. Útskriftar- hlutfallið á íslandi er 92% en með- altal OECD-ríkja er 79%. „Þetta háa útskriftarhlutfall ís- lenskra framhaldsskólanema má m.a. skýra með því að margir nem- endanna eru eldri en tvítugir þegar þeir útskrifast. Að auki bjóða sumir íslensku framhaldsskólanna upp á útskriftir eftir styttra nám en fjög- ur ár sem einnig hækkar fjölda út- skrifaðra," segir í Fréttum Hag- stofu íslands þar sem greint er frá upplýsingum í ritinu. Minnst útgjöld hér til háskólastigsins Þar kemur einnig fram að út- skriftarhlutfall fyrir fyrstu háskóla- gráðu var 25% á íslandi en 23% inn- an OECD-landa að meðaltalið skólaárið 1997-1998. Útgjöld íslendinga til mennta- mála námu um 5,7% af landsfram- leiðslu árið 1997 sem er nærri með- altali OECD-ríkja. Útgjöld íslands til grunnskóla og framhaldsskóla er einnig nálægt meðaltali OECD- ríkja. Eingöngu 0,7% af landsfram- leiðslu íslands fer til háskólastigs- ins en meðaltal OECD-ríkja er 1,3%. Menntunarstaða íslensku þjóðar- innar er nærri meðaltali OECD- ríkja. Þannig höfðu árið 1998 63% karla og 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára lokið námi á framhalds- skólastigi sem veitir aðgang að há- skólastigi. Meðaltal OECD-ríkja var 64% fyrir karla og 58% fyrir konur. Munurinn milli kynjanna stafar af kynjamun í elstu aldurs- flokkunum þar sem lítill munur er á mUli kynja í aldurshópnum 25-34 ára. Sama ár höfðu 17% íslenskra karla og 15% kvenna á aldrinum 25-64 ára lokið háskólaprófi en meðaltal OECD-ríkja var 15% fyrir karla og 12% fyrir konur. Atvinnuþátttaka á íslandi er sú mesta sem gerist í OECD-ríkjum en hún er minna háð menntun en í flestum öðrum aðildarlöndum OECD. Eins og í öðrum OECD- löndum er atvinnuþátttaka á Is- landi mest meðal þeirra sem lengsta skólagöngu hafa að baki. Einnig er atvinnuleysi minnst með- al þeirra mest menntuðu. Geysir skvett- ir líklega ekki meira úr sér í bili GEYSIR, sem hefur nokkuð látið á sér kræla síðan jarðskjálftahrin- an hófst hinn 17. júní, mun að öll- um líkindum ekki skvetta meira úr sér í bili. Rauf sem fyrir all- löngu var gerð í skál Geysis var stífluð í gær með torfi og sandpoka. Vatnsborð í Geysi hækkar með þessu um 30 til 40 cm en hærra vatnsborð í skálinni veldur því að Geysir gýs síður. Þórir Sigurðsson, umsjónarmaður svæðisins, segir að þetta sé gert til að koma í veg fyrir slys á ferðamönnum ef ske kynni að Geysir myndi skyndilega gjósa, en fólk sem stendur nálægt Geysis- gosi getur brennst talsvert. Nokk- uð hefur bætt í rennsli á hvera- svæðinu undanfarið en Helgi Torfason hjá Orkustofnun segir aukninguna þó ekki mikla. Er KRISTNI KOM Á ÍSLAND Er kristni kom á Island í tilefni Rristnihátíðar sem haldin verður á Þingvöllum um helgina fylgir Morgunblaðinu í dag 16 síðna blaðauki þar sem rakinn er aðdragandi kristnitök- unnar og sagt frá kristnitökunni sjálfri. Eru fomar heimildir látnar tala sem mest og þannig leitast við að skapa meiri nálægð við þá atburði sem um ræðir. í forystugrein Morgunblaðsins í dag segir m.a.: ,Að þetta skuli vera hægt, að geta birt lesend- um á tölvuöld orðrétt mörg hundruð ára gamla texta og boð- ið þeim vel að njóta, er að öllum líkindum einstakt í heiminum og er í raun og veru það sem gerir Islendinga að því sem þeir eru.“ Fundi frestað RÍKISSÁTTASEMJARI frestaði fundi samninganefnda Samtaka at- vinnulífsins og Bifreiðastjórafélags- ins Sleipnis skömmu fyrir miðnætti í gær. Ánnar fundur er boðaður kl. 16 í dag. Viðræður stóðu allan dag- inn og sagði Þórir Einarsson sátta- semjari að menn hefðu skoðað ýms- ar leiðir til lausnar en ekki væri hægt að tala um að árangur hefði náðst að öðru leyti en því að við- ræður héldu áfram. Deilan væri mjög erfið. Góðar veð- urhorfur á Kristnihátíð ÚTLIT er fyrir að veður verði gott á Suðvesturland um helgina, en þá fer fram Kristnihátíð á Þingvöllum. Samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar eru horfur á hægri breytilegri átt og mjög hlýju veðri; 15-18 stiga hita. Viss hætta er á síðdegisskúrum á stöku stað. Útlitið fyrir sunnudag- inn er enn betra en fyrir laugardag- inn, en þá snýst vindur í norðaust- læga átt. Veðurstofan segir að sú vindátt þýði jafnan mjög hlýtt og gott veður suðvestanlands. í gær gaf Veðurstofan út svohljóð- andi veðurspá fyrir landið allt. „Fram í miðja næstu viku lítur út fyrir fremur hæga breytilega átt. Skýjað með köflum, en hætt við þokulofti úti við sjóinn. Síðdegis- skúrir á stöku stað. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast til lands- ins.“ Morgunblaðið/Júlíus Ferðamenn virða fyrir sér Geysi í blíðunni á Suðurlandi í gær. Afram skelfur á Hestfjalls- sprungunni EINN jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Richter-kvarða reið yfir Suðurland í gærmorgun, en að öðru leyti var dag- urinn tiltölulega rólegur á skjálfta- vakt Veðurstofunnar. Upptök skjálftans voru við Skeiðavegamót á svipuðum slóðum og eftirskjálftarnir þrír sem urðu í fyrradag og voru af stærðinni 3-3,3. Mest skjálftavirkni hefur verið á Hestfjallssprungunni þar sem stóri skjálftinn 21. júní átti upptök sín. Talsverð virkni er einnig á sprungu í Holtunum. Ennfremur hafa komið skjálftar með upptök miðja vegu milli Selfoss og Hest- fjalls. Allt hafa þetta verið litlir skjálftar, þ.e.a.s. undir 2 á Richter. Vakt verður á jarðskjálftadeild Veðurstofunnar um helgina, en eftir helgi verður tekin afstaða til þess hvort eitthvað verður dregið úr við- búnaði á deildinni. Á kortinu, sem fengið er af vef Veðurstofu íslands, tákna dökk- rauðu punktamir nýjustu jarð- skjálftana, en dökkbláu punktarnir tákna skjálfta sem urðu fyrir meira en sólarhring. Skjálftar merktir með grænum stjörnum tákna skjálfta stærri en 3 á Richter-kvarða. Sérblöð í da BIOBLAÐIÐ k FÖSTUDÖGUM Örvhent skytta til Eyja/Bl Sjö ára bið Fram á enda/B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.