Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 59 HESTAR Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Hárprúð og faxprúður á leið á landsmót. Sonja Líndal Þórisdóttir frá Lækjarmóti sem keppa mun í unglingaflokki á landsmótinu heldur í Kalman frá Lækjarmóti sem hlotið hefur 10 í einkunn fyrir prúðleika. Búist við að um 220 kynbóta- hross mæti til Ieiks Gífurleg fjölgun er í þátttöku kyn- bótahrossa á Landsmótinu. Alls hafa 248 hross náð lágmarkseinkunnum inn á mótið og hefur þurft að endur- skoða dagskrá mótsins vegna þess. Einnig hefur fjölda ferða sem hvert hross má fara í sýningunni verið fækkað úr 10 í hámark 8 og úr 6 í 5 á yfirlitssýningu þar sem 3 hross verða inni á vellinum í einu. Þá verður fet ekki sýnt í kynbótasýningum og ein- kunn úr forkeppni látin standa. Á heimasíðu Bændasamtakanna hvetur Ágúst Sigurðsson hrossa- ræktarráðunautur sýnendur til að láta sýningarnar ganga snurðulaust fyrir sig og láta vita helst fyrir mót ef hross mun ekki mæta til kynbóta- dóms. Hann gerir ráð fyrir að um 220 af þessum 248 mæti til dóms. Þess má geta að 102 kynbótahross voru sýnd sem einstaklingar á síðasta Iandsmóti á Melgerðismelum. Spennandi afkvæmahross Auk þessara hrossa verða mörg kynbótahross sýnd með afkvæmum. Fyrsta skal nefna heiðursverðlauna- stóðhestana Orra frá Þúfu og Kol- finn frá Kjarnholtum. Orri er með 135 stig í kynbótamati fyrir afkvæmi og Kolfinnur 121 stig. Hver um sig mætir með 12 afkvæmum á lands- mótið. Af nógu er að taka því hjá Orra eru skráð 7 varahross og meðal þeirra eru þeir Ormur frá Dallandi og Markús frá Langholtsparti. Þá mæta til leiks stóðhestar með 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Þeir eru Gustur frá Hóli með 126 stig, Óður frá Brún með 125 stig, Þorri frá Þúfu með 121 stig, Galdur frá Laugar- vatni með 120 stig, Kveikur frá Mið- sitju með 117 stig og Piltur frá Sperðli með 116 stig. Margir bíða ekki síður spenntir að fylgjast með heiðursverðlaunahryss- unum og afkvæmum þeirra sem mæta til leiks. Þær eru Þrá frá Hól- um með 129 stig, Ósk frá Brún með 122 stig, Gola frá Brekkum með 121 stig og Hugmynd frá Ketilsstöðum með 120 stig. Innbundin mótsskrá Eins og vænta má verður móts- skráin stór í sniðum. Ákveðið hefur verið að vanda vel til útgáfu hennar í alla staði og verður hún bundin inn að þessu sinni, meðal annars vegna stærðarinnar. Ekki fengust upplýs- ingar um hvað ritið muni kosta. Það er ljóst að margt ber fyrir augu í þéttskipaðri dagskrá LM 2000 sem fram fer á Hvammsvelli, Brekkuvelli, Brekkubraut og á skeiðvellinum. Hún hefst kl. 9.00 þriðjudaginn 4. júlí og lýkur kl. 18.00 sunnudaginn 9. júlí. Nánari upplýsingar um kynbóta- hross á landsmótinu má finna á heimasíðu Bændasamtaka íslands www.bondi.is og smella á Landsmót hestamanna á næsta leiti. Á heima- síðu Landssambands hestamannafé- laga www.lhhestar.is má finna röðun keppenda í tölti, gæðingakeppni og bama-, unglinga- og ungmenna- flokkum. Á þessum heimasíðum er einnig dagskrá mótsins. Viltu látaþérlíða vel I fótunum? Við höfum lausnina! Barnastærðir 30-35 aðeins: 399, Kvenstærðir 35-41 aðeins: 599, Herrastærðir 40-45 aðeins: 599, Barnastígvél st. 21-35 Verð aðeins: 790,- úsi3 í^gjíawlS "lÚÍlflH >ilíS§|4íUsUSgji. ékn Gegn Kálfsxíqum Sírno Ddfl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.