Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000
MORGUNELAÐIÐ
FRÉTTIR
Veðrið lék við Norðlendinga í gær
og ísmn
ÓHÆTT er að segja að veðrið hafi
leikið við Norðlendinga í gær og var
sannkölluð sólarlandastenunning á
Akureyri. Fólk gerði allt hvað það
gat til að njóta sólarinnar og sumir
reyndu að kæla sig niður í mesta
hitanum sem fór í allt að 23 gráður.
f Kjamaskógi voru margir að
baða sig í sólinni og þar rakst ljós-
myndari á þijá unga drengi sem
voru að baða sig í Brunná sem er
lækur er rennur í gegnum skóginn.
Steinþóri, Atla og KBlmi leið vel í
hitanum en voru á einu máli um að
betra væri að vera létt klæddur og
kæla sig svo öðru hvoru í svalandi
Iæknum.
Mikið fjör var í Sundlaug Akur-
eyrar og sagði starfsstúlka þar að
þetta væri með betri dögum sum-
arsins. Að hennar sögn var jafn
straumur fólks frá því laugin opn-
aði fimmtán minútur yfir sjö en svo
kom mikill kippur um tíuleytið og
laugin var að heita pakkfull si'ðan.
I ísbúðinni Brynju fengust þær
upplýsingar að ísinn rokseldist og
ekkert lát væri á ísþyrstum gestum,
jafnt heimamönnum og ferðafólki.
Blaðamaður gat ekki betur séð á
rölti sínu um miðbæinn en að sömu
sögu væri að segja af ísbúðum þar.
Á Ráðhústorginu og í göngugöt-
unni var mikil sólarstemmning, fólk
rölti um og naut sólarinnar. Engum
virtist liggja á enda ástæða til að
njóta veðursins til hins ýtrasta með
náunganum þar sem sumarið er
stutt á norðlægum slóðum. Eins og
ávallt segja þó myndimar meira en
mörg orð.
Steinþór, Atli og Hilmir baða sig í Brunná í Kjarnaskógi,
Morgunblaðið/ Rúnar Pór
Fólk dvaldi meðal blóma í blíðunni í göngugötunni.
Þessum krökkum leiddist ekki í Sundlaug Akureyrar í góða veðrinu í
gær en fólk flykktist í laugarnar í hitanum.
Fyrri hluta prestastefnu lokið
Morgunblaðið/Jim Smart
Prestastefnan var sett í fyrrakvöld og í gær voru fundir hennar haldnir
í hátíðasal Háskólans. I dag eru prestar á Þingvöllum að æfa fyrir hátíð-
armessu þar á sunnudag.
Samið við Háskóla
*
Islands um starfs-
þiálfun presta
BISKUP íslands, Karl Sigurbjöms-
son, sagði í setningarræðu sinni á
prestastefnu í gær að unnið væri nú
að gerð samnings milli guðfræðideild-
ar og biskupsstofu varðandi nám í
litúrgískum fræðum og starfsþjálfun
prestsefna. Hann sagði kiríjunni
mikið í mun að menntun presta og
djákna væri sem traustust og sagði
kröfur fara vaxandi um endurmennt-
un presta og annars starfsfólks
kirkjunnar.
í ræðu sinni sagði biskup ennfrem-
ur að komnar væru fram nýjar hug-
myndir Um skipulag náms við guð-
fræðideild í kjölfar nýrrar reglugerðar
um Háskóla Islands. Auk yfirlitsræðu
biskups og ávarps Sólveigar Péturs-
dóttur kirkjumálaráðherra voru flutt
nokkur erindi á prestastefnu í gær,
um efiiin „um veröld víða“, , j túninu
heima“ og „sem þjónar Krists“. í dag
verða prestar á Rngvöllum og æfa
íyrir hátíðarmessuna á Kristnihátíð á
sunnudag en prestastefnan rennur inn
í hátíðina. Verður borin upp ályktun á
Lögbergi sem biskup sagði að væri
fyrst og fremst jiakkarávarp til gjaf-
ara allra góðra hluta og hvatning um
samstöðu þjóðar og kirkju um arfinn
frá kristnitöku.
Biskup gerði Kristnihátíð á Þing-
völlum að umtalsefni og sagði þar
áreiðanlega verða mikla veislu fyrir
augu og eyru og margvíslega upplif-
un. Hann sagði vissulega dýrt að taka
á móti mannfjölda og fagna hátíð en
hann sagði þjóðina verða auðugri fyr-
ir vikið og að hátíðin myndi leysa úr
læðingi afl samkenndar, afl og áhrifa-
mátt samstöðu um reynslu, minningu,
grunn lífsgOda og framtíðarsýn. „Og
þess þörfnumst við áreiðanlega,"
sagði biskup.
Lágmarksstærð íslenska gjaldeyrisforðans 34 milljarðar
Seðlabankinn áfram
á varðbergi gagnvart
spákaupmennsku
LÁGMARKSSTÆRÐ íslenska
gjaldeyrisforðans er nú 34 milljarð-
ar króna og byggist á reglu um með-
altal fimm síðustu ára af verðmæti
innfluttrar vöru á þriggja mánaða
tímabili. Birgir Isleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri segir að þessi
lágmarksstærð sé endurkoðuð á
hverju ári og á ekki von á sérstakri
breytingu á þeim aðferðum í kjölfar
aðfarar þeirrar sem gerð var að ís-
lensku krónunni á mánudag og
greint hefur verið frá í Morgunblað-
inu. Hann segir hins vegar að vel
komi til greina að tækifærið verði
nýtt til að fara rækilega ofan í
samninga Seðlabankans við hinar
ýmsu fjármálastofnanir erlendis í
því skyni að styrkja stöðu bankans.
Spákaupmenn seldu mikið af
krónum sl. mánudag í því skyni að
hagnast á lækkun krónunnar.
Námu viðskipti með krónur á gjald-
eyrismarkaði 19,3 milljörðum þann
dag, en svo mikil viðskipti hafa
aldrei áður farið fram á einum degi.
Greip Seðlabankinn til þess ráðs að
kaupa krónur fyrir 2,3 milljarða og
hækkaði gengið um 0,9%. Birgfi- ís-
leifur sagðist telja að aðgerðir bank-
ans hefðu skilað tilætluðum árangri.
Tryggja frjáls viðskipti
við útlönd
í lögum um Seðlabanka íslands
segir að hlutverk hans sé m.a. að
varðveita og efla gjaldeyrisvarasjóð
er nægi til þess að tryggja frjáls við-
skipti við útlönd og fjárhagslegt ör-
yggi þjóðarinnar út á við. Gjaldeyr-
isforði gegnir m.a. því hlutverki að
draga úr líkum á að skyndilegt út-
streymi fjármagns leiði til óhóflega
mikillar gengislækkunar. Leitast
Seðlabankinn því við að halda gjald-
eyrisforðanum yfir ákveðinni lág-
marksstærð. Hefur forðinn á und-
anförnum árum verið á bilinu
13-18% af innflutningi vöru og þjón-
ustu og á bilinu 18-25% af vöruinn-
flutningi, að því er fram kom í Pen-
ingamálum, riti Seðlabankans frá í
febrúar sl.
Þar kemur einnig fram að í nú-
tímahagkerfi megi gjaldeyrisforði
einn og sér sín lítils gegn því fjár-
magni sem streymt geti úr landi á
skömmum tíma, bresti traust mark-
aðsaðila á peninga- og gengisstefnu
stjórnvalda. Því sé gengisstöðug-
leiki í slíku hagkerfi e.t.v. fremur
háður getu seðlabanka til að við-
halda trausti á peningastefnuna og
pólitísku og lagalegu svigrúmi til
þess að beita þeim úrræðum sem
þeir hafa yfir að ráða.
Gjaldeyrisforðinn er varðveittur í
tryggum og auðseljanlegum verð-
bréfum eða innlánum og gjaldeyri
sem nota má til greiðslu hvar sem
er. Þó er þorri forðans bundinn í
eignum til lengri tíma en eins árs,
en hluta hans er hægt að leysa út
með allt að tveggja daga fyrirvara,
eftir því sem fram kemur í árs-
skýrslu Seðlabankans fyrir síðasta
ár. Þar segir ennfremur að meðal-
binditími verðbréfa og innstæðna í
gjaldeyrisforða skuli ekki vera
lengri en tvö ár.
Hluti gjaldeyrisforðans felst í
gulli og nam sú eign bankans um 59
þúsund únsum í árslok 1999. Er
gullið varðveitt í Englandsbanka og
er lánað út gegn vöxtum í gulli.
Lánasamningar við fjölmargar
erlendar stofnanir
Birgir ísleifur segir að Seðla-
banki íslands hafi gert samninga
við fjölmargar erlendar fjármála-
stofnanir um lánsheimildir til að
grípa til þegar treysta þarf gjald-
eyrisforðann af einhverjum sökum.
Slíkar lánsheimildir bankans nema
nú fjárhæð sem svarar til um 500
milljóna Bandaríkjadala.
„Segja má að þessi spákaup-
mennska hafi verið mikil reynsla
fyrir okkur, enda var þetta í fyrsta
sinn sem atburður af þessu tagi
varð hér á landi eftir að fjármagns-
flutningar voru gefnir frjálsir hér á
landi og gjaldeyrismarkaður settur
á fót. Við áttum hins vegar alltaf von
á að svona nokkuð myndi gerast og
vorum því viðbúin,“ segir hann og
bætti við að bankinn verði áfram á
varðbergi í þessum efnum enda séu
möguleikar á spákaupmennsku af
þessu tagi ávallt fyrir hendi.
Seðlabankastjóri segir alvarleg-
ast vera að í þessu tilfelli hafi aðilar
í skjóli fjármagns reynt að knýja
fram aðra niðurstöðu á markaði en
markaðsaðstæður gæfu tilefni til.
Þannig vildu þeir ná að uppfylla ein-
hverjar væntingar sem þeir hefðu
sjálfir haft um horfur á markaði.
„Þessir aðilar reyna að draga
ýmsa fleiri með sér í fallinu og það
viljum við ekki sjá,“ sagði Birgir ís-
leifur Gunnarsson.