Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNELAÐIÐ FRÉTTIR Veðrið lék við Norðlendinga í gær og ísmn ÓHÆTT er að segja að veðrið hafi leikið við Norðlendinga í gær og var sannkölluð sólarlandastenunning á Akureyri. Fólk gerði allt hvað það gat til að njóta sólarinnar og sumir reyndu að kæla sig niður í mesta hitanum sem fór í allt að 23 gráður. f Kjamaskógi voru margir að baða sig í sólinni og þar rakst ljós- myndari á þijá unga drengi sem voru að baða sig í Brunná sem er lækur er rennur í gegnum skóginn. Steinþóri, Atla og KBlmi leið vel í hitanum en voru á einu máli um að betra væri að vera létt klæddur og kæla sig svo öðru hvoru í svalandi Iæknum. Mikið fjör var í Sundlaug Akur- eyrar og sagði starfsstúlka þar að þetta væri með betri dögum sum- arsins. Að hennar sögn var jafn straumur fólks frá því laugin opn- aði fimmtán minútur yfir sjö en svo kom mikill kippur um tíuleytið og laugin var að heita pakkfull si'ðan. I ísbúðinni Brynju fengust þær upplýsingar að ísinn rokseldist og ekkert lát væri á ísþyrstum gestum, jafnt heimamönnum og ferðafólki. Blaðamaður gat ekki betur séð á rölti sínu um miðbæinn en að sömu sögu væri að segja af ísbúðum þar. Á Ráðhústorginu og í göngugöt- unni var mikil sólarstemmning, fólk rölti um og naut sólarinnar. Engum virtist liggja á enda ástæða til að njóta veðursins til hins ýtrasta með náunganum þar sem sumarið er stutt á norðlægum slóðum. Eins og ávallt segja þó myndimar meira en mörg orð. Steinþór, Atli og Hilmir baða sig í Brunná í Kjarnaskógi, Morgunblaðið/ Rúnar Pór Fólk dvaldi meðal blóma í blíðunni í göngugötunni. Þessum krökkum leiddist ekki í Sundlaug Akureyrar í góða veðrinu í gær en fólk flykktist í laugarnar í hitanum. Fyrri hluta prestastefnu lokið Morgunblaðið/Jim Smart Prestastefnan var sett í fyrrakvöld og í gær voru fundir hennar haldnir í hátíðasal Háskólans. I dag eru prestar á Þingvöllum að æfa fyrir hátíð- armessu þar á sunnudag. Samið við Háskóla * Islands um starfs- þiálfun presta BISKUP íslands, Karl Sigurbjöms- son, sagði í setningarræðu sinni á prestastefnu í gær að unnið væri nú að gerð samnings milli guðfræðideild- ar og biskupsstofu varðandi nám í litúrgískum fræðum og starfsþjálfun prestsefna. Hann sagði kiríjunni mikið í mun að menntun presta og djákna væri sem traustust og sagði kröfur fara vaxandi um endurmennt- un presta og annars starfsfólks kirkjunnar. í ræðu sinni sagði biskup ennfrem- ur að komnar væru fram nýjar hug- myndir Um skipulag náms við guð- fræðideild í kjölfar nýrrar reglugerðar um Háskóla Islands. Auk yfirlitsræðu biskups og ávarps Sólveigar Péturs- dóttur kirkjumálaráðherra voru flutt nokkur erindi á prestastefnu í gær, um efiiin „um veröld víða“, , j túninu heima“ og „sem þjónar Krists“. í dag verða prestar á Rngvöllum og æfa íyrir hátíðarmessuna á Kristnihátíð á sunnudag en prestastefnan rennur inn í hátíðina. Verður borin upp ályktun á Lögbergi sem biskup sagði að væri fyrst og fremst jiakkarávarp til gjaf- ara allra góðra hluta og hvatning um samstöðu þjóðar og kirkju um arfinn frá kristnitöku. Biskup gerði Kristnihátíð á Þing- völlum að umtalsefni og sagði þar áreiðanlega verða mikla veislu fyrir augu og eyru og margvíslega upplif- un. Hann sagði vissulega dýrt að taka á móti mannfjölda og fagna hátíð en hann sagði þjóðina verða auðugri fyr- ir vikið og að hátíðin myndi leysa úr læðingi afl samkenndar, afl og áhrifa- mátt samstöðu um reynslu, minningu, grunn lífsgOda og framtíðarsýn. „Og þess þörfnumst við áreiðanlega," sagði biskup. Lágmarksstærð íslenska gjaldeyrisforðans 34 milljarðar Seðlabankinn áfram á varðbergi gagnvart spákaupmennsku LÁGMARKSSTÆRÐ íslenska gjaldeyrisforðans er nú 34 milljarð- ar króna og byggist á reglu um með- altal fimm síðustu ára af verðmæti innfluttrar vöru á þriggja mánaða tímabili. Birgir Isleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að þessi lágmarksstærð sé endurkoðuð á hverju ári og á ekki von á sérstakri breytingu á þeim aðferðum í kjölfar aðfarar þeirrar sem gerð var að ís- lensku krónunni á mánudag og greint hefur verið frá í Morgunblað- inu. Hann segir hins vegar að vel komi til greina að tækifærið verði nýtt til að fara rækilega ofan í samninga Seðlabankans við hinar ýmsu fjármálastofnanir erlendis í því skyni að styrkja stöðu bankans. Spákaupmenn seldu mikið af krónum sl. mánudag í því skyni að hagnast á lækkun krónunnar. Námu viðskipti með krónur á gjald- eyrismarkaði 19,3 milljörðum þann dag, en svo mikil viðskipti hafa aldrei áður farið fram á einum degi. Greip Seðlabankinn til þess ráðs að kaupa krónur fyrir 2,3 milljarða og hækkaði gengið um 0,9%. Birgfi- ís- leifur sagðist telja að aðgerðir bank- ans hefðu skilað tilætluðum árangri. Tryggja frjáls viðskipti við útlönd í lögum um Seðlabanka íslands segir að hlutverk hans sé m.a. að varðveita og efla gjaldeyrisvarasjóð er nægi til þess að tryggja frjáls við- skipti við útlönd og fjárhagslegt ör- yggi þjóðarinnar út á við. Gjaldeyr- isforði gegnir m.a. því hlutverki að draga úr líkum á að skyndilegt út- streymi fjármagns leiði til óhóflega mikillar gengislækkunar. Leitast Seðlabankinn því við að halda gjald- eyrisforðanum yfir ákveðinni lág- marksstærð. Hefur forðinn á und- anförnum árum verið á bilinu 13-18% af innflutningi vöru og þjón- ustu og á bilinu 18-25% af vöruinn- flutningi, að því er fram kom í Pen- ingamálum, riti Seðlabankans frá í febrúar sl. Þar kemur einnig fram að í nú- tímahagkerfi megi gjaldeyrisforði einn og sér sín lítils gegn því fjár- magni sem streymt geti úr landi á skömmum tíma, bresti traust mark- aðsaðila á peninga- og gengisstefnu stjórnvalda. Því sé gengisstöðug- leiki í slíku hagkerfi e.t.v. fremur háður getu seðlabanka til að við- halda trausti á peningastefnuna og pólitísku og lagalegu svigrúmi til þess að beita þeim úrræðum sem þeir hafa yfir að ráða. Gjaldeyrisforðinn er varðveittur í tryggum og auðseljanlegum verð- bréfum eða innlánum og gjaldeyri sem nota má til greiðslu hvar sem er. Þó er þorri forðans bundinn í eignum til lengri tíma en eins árs, en hluta hans er hægt að leysa út með allt að tveggja daga fyrirvara, eftir því sem fram kemur í árs- skýrslu Seðlabankans fyrir síðasta ár. Þar segir ennfremur að meðal- binditími verðbréfa og innstæðna í gjaldeyrisforða skuli ekki vera lengri en tvö ár. Hluti gjaldeyrisforðans felst í gulli og nam sú eign bankans um 59 þúsund únsum í árslok 1999. Er gullið varðveitt í Englandsbanka og er lánað út gegn vöxtum í gulli. Lánasamningar við fjölmargar erlendar stofnanir Birgir ísleifur segir að Seðla- banki íslands hafi gert samninga við fjölmargar erlendar fjármála- stofnanir um lánsheimildir til að grípa til þegar treysta þarf gjald- eyrisforðann af einhverjum sökum. Slíkar lánsheimildir bankans nema nú fjárhæð sem svarar til um 500 milljóna Bandaríkjadala. „Segja má að þessi spákaup- mennska hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, enda var þetta í fyrsta sinn sem atburður af þessu tagi varð hér á landi eftir að fjármagns- flutningar voru gefnir frjálsir hér á landi og gjaldeyrismarkaður settur á fót. Við áttum hins vegar alltaf von á að svona nokkuð myndi gerast og vorum því viðbúin,“ segir hann og bætti við að bankinn verði áfram á varðbergi í þessum efnum enda séu möguleikar á spákaupmennsku af þessu tagi ávallt fyrir hendi. Seðlabankastjóri segir alvarleg- ast vera að í þessu tilfelli hafi aðilar í skjóli fjármagns reynt að knýja fram aðra niðurstöðu á markaði en markaðsaðstæður gæfu tilefni til. Þannig vildu þeir ná að uppfylla ein- hverjar væntingar sem þeir hefðu sjálfir haft um horfur á markaði. „Þessir aðilar reyna að draga ýmsa fleiri með sér í fallinu og það viljum við ekki sjá,“ sagði Birgir ís- leifur Gunnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.