Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 51
f
JVIUKG U X tí L A±)lí)
UMRÆÐAN
Sumargjöf?
ÞAÐ HEFUR lengi
tíðkast á íslandi að gefa
surnargjaflr. Þeim hef-
ur verið ætlað að gleðja
fólk og fagna sumri. Því
er ekki að heilsa með
tvær nýjar reglugerðir
sem heilbrigðis- og
tryggingamálaráð-
herra, Ingibjörg Pálma-
dóttir, gaf út hinn 14.
þessa mánaðar.
Fyrri reglugerðin fel-
ur í sér að endurgreiðsl-
um vegna læknis-, lyija-
og þjálfunarkostnaðar
er breytt og sú seinni Kristján L.
felur í sér enn eina Möller
hækkun á hlut notenda í
kostnaði vegna lyfseðilsskyldra lyija.
Sennilega er Ingibjörg duglegasti
ráðherrann við að gefa út reglugerðir,
sem snúast að meira eða minna leyti
um að stórhækka útgjöld þeirra sem
sístmegaviðþví.
Fram hefur komið í fréttum að
megintilgangurinn með þessum
breytingum sé að sækja 1 milijarð í
vasa þeirra sem þurfa á lyfjum að
halda og færa þennan milijarð í ríkis-
sjóð.
Þessi síðasta breyting þýðir meðal
annars:
Sjúkratryggður almenningur
greiðir í svokölluðum B-merktum
lyfjum: 1.550 kr. í stað 1.200 kr. áður.
Hækkun fyrir hveija lyfjaávísun 350
kr. eða rúm 29%.
Greiðsluhlutdeild almennings af
smásöluverði hækkar úr 60% í 65%.
Hámarksgreiðsla
hækkar í 3.100 kr. úr
2.400 kr. Hækkun um
700 kr. á hverja lyfja-
ávísun eða 29%.
Hluti elli- og örorku-
lífeyrisþega hækkar
enn frekar. Breiðu bök-
in fundin enn einu sinni.
Þeir greiða nú fyrir
hverja lyfjaávísun 550
kr. í stað 400 kr. áður.
Hækkun er 150 kr. eða
37,5%. Greiðsluhlut-
deild þeirra af smá-
söluverði hækkar úr
30% af verði umfram
400 kr. í 50%.
Álögur
Þessar reglugerðir,
segir Krislján L.
Möller, snúast að
meira eða minna leyti
um að stórhækka
útgjöld þeirra sem
síst mega við því.
Hámarksgreiðsla hækkar í 950 kr.
úr 800 kr. Hækkun um 150 kr. eða
tæp 19%.
Þetta finnst Ingibjörgu e.t.v. ekki
mikil hækkun og 150 kr. eru smáaur-
ar í hennar vasa, en þegar tekið er
dæmi lítur þetta svona út:
Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega
sem notai- maga- og geðlyf verður
hækkunin 7.200 kr. á ári.
Ef þessi sami aðili er nú svo óhepp-
inn að þurfa einnig að nota sveppalyf
hækka lyfjaútgjöld hans úr 3.300 kr. í
u.þ.b. 33.000 kr. á ári við þessa sumar-
kveðju heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra.
Til samanburðar má geta þess að
ríkisstjómin skammtaði þessum
þjóðfélagsþegnum 157 kr. hækkun á
mánuði í grunnlífeyri, eða 1.884 kr. á
ári, og 270 kr. á mánuði fyrir fulla
telqutryggingu, eða 3.240 kr. á ári, og
það er ekki allt búið, heldur fengu
þeir líka 129 kr. hækkun á mánuði í
óskerta heimilisuppbót eða 1.548 kr. á
ári!
Já, hún er rausnarleg ríkisstjómin
í garð elli- og örorkulífeyrisþega!
Samtals er bótahækkun á ári til
þessara þjóðfélagshópa 6.672 kr. sem
með þessum nýjum hækkunum á
lyfjakostnaði, er tekin með hinni
hendinni, í einni og sömu sveiflunni.
Meðan heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra smíðar þessa reglu-
gerð og hækkar álögur á sjúklinga er
fjármálaráðherrann í mesta basli, að
eigin sögn, vegna þess að hann veit
ekkert hvað hann á að gera við tekju-
afgang ríkissjóðs.
Já, það er margt skrýtið í kýr-
hausnum.
Höfundur er alþingismaður Sam-
fylkingarinnar á Norðurlandi vestra.
Enn til verndar
laxinum
AHUGAMENN um
fiskeldi ætla ekki að
gefast upp á að sann-
færa yfirvöld og al-
menning um ágæti
kvíaeldis á laxi af er-
lendum uppruna fyrir
íslenskt atvinnulíf.
Nýlegar birtar greinar
um slíkt em talandi
dæmi um þennan
þankagang. Okkar
hlutverk má ekki vera
að skapa skilyrði fyrir
útþenslu norsks kvía-
eldis á laxi þegar þeir
hafa, að sagt er, nú Sigurður
nýtt allt hagkvæmt Helgason
rými við strendur
landsins og leita því fanga annars-
staðai’. Með kviaeldi stofnum við í
hættu villtum laxastofnum hér á
landi.
Hætturnar af slíkri starfsemi fyr-
ir hinn villta íslenska laxastofn er
verulegur - stofn sem í dag er ein-
eldislaxi en eitt árið
nam ganga eldislax í
árnar 4 af hverjum 10
löxum sem í ána
gengu. Þetta var lax
sem slapp úr kvíum og
leitaði til hrygningar í
Elliðaánum.
Burtséð frá hætt-
unni af eldislaxi hefur
ekki tekist að sýna
fram á möguleika á
arðbæram rekstri
kvíaeldis. Menn muna
milljarðatap á þessum
rekstri hér á árum áð-
ur - mest skattpening-
um almennings. Hita-
stig sjávar er of lágt
hér, misjafnt veðurfar olli stórfelld-
um skemmdum á kvíum og á því
hefur engin breyting orðið.
Veiðar á villtum laxi er hags-
munamál yfir 1.800 býla á landinu.
Landbúnaður stendur höllum fæti
og enga áhættu má taka sem leiða
kynni til eyðileggingar villtra laxa-
stofna hér á landi með þeim alvar-
legu afleiðingum fyrir alla hags-
munaaðila tengda villta laxinum
sem fyrirsjáanlegar eru.
Ekki þarf að leita langt til að færa
frekari rök fyrir framangreindu. Er
mönnum bent á að lesa afar fróð-
lega og ítarlega grein um þetta efni
í síðasta hefti (júní) Veiðimannsins,
riti Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
Grein þessi er rituð af fimm virt-
um sérfræðingum Veiðimálastofn-
unar sem búa sameiginlega yfir
meiri reynslu og þekkingu um þessi
mál en aðrir hérlendis. Niðurstaða
þeirra er sú að vara eindregið við
kvíaeldi við strendur landsins vegna
sjúkdóma og hættu á erfðablöndun
við hinn villta íslenska laxastofn.
Sterkari rök fyrir þessari skoðun
hafa ekki birst áður.
Vítin ættu að vera okkur til varn-
aðar. Karakúlkpestin (innflutt er-
lent sauðfé) kostaði á sínum tíma ís-
lenskan landbúnað milljarða króna.
Við megum ekki falla í sömu gryfju
aftur - skylda okkar er að varðveita
íslenska laxastofna.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri og
áhugamaður um íslenska laxinn.
Laxastofninn
Með kvíaeldi, segir Sig-
urður Helgason, stofn-
um við í hættu villtum
laxastofnum hér á landi.
stæður. ísland er eina ríkið (utan
Kólaskagans) þar sem villti laxinn
hefur haldið velli - í öllum öðrum
löndum fer hann halloka af margvís-
legum ástæðum. Kvíaeldi á laxi er
einn mesti bölvaldurinn - vegna
sjúkdóma og erfðamengunar sem
sannanlega hefur valdið miklum
skaða. Benda má á eftirgreint fram-
angi-eindu til stuðnings:
Kvíaeldi hefur leitt af sér stór-
felldan skaða villtra laxa og silungs í
Irlandi, Skotlandi og Kanada. Þar
hefur orðið mikill samdráttur í
heimtum á þessum fiski í þarlend-
um ám.
Líffræðingar hér telja að hugsan-
lega megi rekja hnignandi stöðu
Elliðaánna til erfðamengunar frá
f
Sértilboð
Síðustu sætin í júli
19.900,-
Ekki innifalið: Fögt aukagjöld - fullorðnir 2.525 kr., börn 1.840 kr.
Barcelona
Floglð er þann 12. eða 19. Júlí
Floglð heim þann 19. eða 26. Júli
Floglð í belnu dagflugl. Úrval hótela i Barcelona og íslenskur fararstjóri
TERRA
NOVA
-Spennandi valkostur-
Stangarhyl 3A • 110 Reykjavík
Simi: 587 1919 ■ Fax: 587 0035
info@terranova.is ■ terranova.is
ÁÐUR FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS
FÖSTiUDAGUR,30. JÚNÍ 20UU 51
SUMAR-
TILBOÐ
Á ÚTIMÁLNINGU
IM
HÖHPÚ
.SlLKlJ
Verð á lítra
Hörpusilki, miðað við 10 lítra dós og hvíta liti
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI.
Sími 544 4411
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK.
Sími 568 7878
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
STÓRHÖFBA 44, REYKJAVÍK.
Sími 567 4400
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
DROPANUM, KEFLAVÍK.
Sími 421 4790
MÓLKinQARUERSLAIIIR