Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 49 - anlega betri en enginn gegnum tíðina. Jakobína trúði á manndóm ein- staklingsins í anda hinna gömlu gilda. Þannig vann hún sjálf af trúmennsku, heilindum og dugnaði að þeim ótal- mörgu góðu málum sem hún lagði lið um ævina. Jakobína hafði mannrækt að leið- arljósi og nutu afkomendur hennar og nákomnir þess í ríkum mæli. Þá mun hún hafa reynst þeim best er mest á reyndi. Sjálf varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa eldri dóttur sína Soffíu í blóma lífsins frá þremur ungum bömum og níu árum síðar mátti hún sjá á bak Jóni eiginmanni sínum. Við hjónin kynntumst þeim Jak- obínu og Jóni Mathiesen í Rótary- starfi í Hafnarfirði fyrir þremur ára- tugum. Vináttan við Jakobínu hefur haldist æ síðan, ekki síst eftir að dótt- ursonur hennar kvæntist dóttur okk- ar. Við heimsóttum Jakobínu alloft á Hrafnistu í Hafnarfirði og komum jafnan glaðari í sinni af fundi hennar. Hún átti alltaf svo auðvelt með að sjá björtu hliðamar á tilvemnni. Afkomendur Jakobínu em orðnir margir og vinahópurinn því stór og þegar fagnað var tímamótum eða stóráfongum var sérstakt að sjá hvemig bömin drógust að ömmu sinni og langömmu sem lét ástúð sína í Ijósi með hlýlegum, uppörvandi orð- um eða klappi á kollinn. Öll kunnum við að meta slíkt viðmót hversu göm- ul sem við emm. Hún fylgdist með sigrum afkomenda sinna og taldi í þá kjark þegar á þurfti að halda. Hvar sem Jakobína fór bar hún með sér höfðingsskapinn í klæða- burði og öllu fasi. Við hana gæti átt erindi úr kvæði Bjarna Thorarensen um aðra hafnfirska konu: Kurteisin kom að innan, -súkurteisinsanna, sið-dekriölluæðri aföðrumsemlærist Það er lán að eignast slíka sam- ferðamenn. Við kveðjum Jakobínu með virðingu og þökk fyrir samfylgd- ina með síðustu hendingum úr eftir- mælum Jónasar um vin sin Tómas Sæmundsson: Flýt þér vinur í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Hólmfríður og Hörður. Langri lífsgöngu Jakobínu Mat- hiesen er lokið. Ég var svo lánsöm að fá að ganga hluta leiðarinnar með henni og víst er að fáir munu verða mér eftirminnilegri. Jakobína var aldamótabam, fædd í Keflavík árið 1900. Margt bar við á langri ævi. Tvær heimsstyijaldir geis- uðu, kreppan reið yfir og miklar þjóð- félagsbreytingar urðu með fólksflutn- ingum firá sveitum til bæja, að ótöldum gríðarlegum tækniframfór- um. Þá horfði Jakobína á eftir ástvin- um, Jón eiginmaður hennar lést árið 1973 og dóttir hennar Soffia árið 1964, aðeins 33 ára að aldri. Jakobína bar harm sinn í hþ'óði og með þeirri reisn sem einkenndi líf hennar allt. Hjá henni áttu böm Soffiu, Laura, Hrund og Jón, ávallt ömggt skjól á uppvaxt- arárunum. Hið sama er að segja um fóður þeirra Davíð, sem Jakobína hafði löngu tekið í sonar stað. Jakobína var leiftrandi greind kona. Hún var víðlesin og hafði víða farið. Hún hafði frá mörgu skemmti- legu að segja, sem á daga hennar hafði drifið. Frásagnargáfa hennar var einstök og kímnin aldrei langt undan. Kímnigáfan var reyndar ríkur þáttur í fari hennar. Þó var meinfýsi í garð annarra henni fjarri og yfirleitt skopaðist hún mest að sjálfri sér. Hún var hreinskilin og fór ekki í graf- götur með álit sitt ef henni mislíkaði. Hún vissi þó sem var að aðgát skal höfð í nærvem sálar og þeir sem nærri henni stóðu nutu kærleika hennar og hjartahlýju. Tryggð henn- ar við ástvinina var algjör og þeim gat hún fyrirgefið glappaskot. Á heimili Jakobínu var uppi Ijós- mynd, sem mér hefur alltaf þótt lýsa henni vel. Myndina tók Jón Mathie- sen við Hvítárvatn, nálægt árinu 1930. Á henni sést Jakobína sitja á ísjaka úti á vatninu og horfa eins og svolítið ögrandi í fjarskann. Þau höfðu verið þama á hestaferðalagi og hún ekki látið sig muna um að sund- ríða út í jakann. Fyrir mér er þessi mynd táknræn fyrir hugrekld þess- arar konu, sem þræddi ekki alltaf troðnar slóðir. Jakobína fylgdist ávallt vel með þjóðfélagsmálum og hafði skýrar skoðanir á því hvemig þeim myndi best háttað. Hún var óforbetranlegt félagsmálatröll og einlæg í trú sinni á Sjálfstæðisflokkinn. Ófá trúnaðar- störf tók hún að sér fyrir flokkinn og vafalaust er að hún hefði orðið einn af stjórmálaleiðtogum þjóðarinnar, hefði hún fæðst karlmaður. Hún þreyttist ekki á því að breiða út sjálf- stæðisboðskapinn og færðist öll í aukana er leið að kosningum. Það mætti segja mér að kjósendum flokksins hafi fjölgað til muna á Hrafnistu eftir að hún fluttist þang- að. Ef einhver í fjölskyldunni hafði hug á að kjósa annan flokk fór hann leyntmeð það nærri Jakobínu. í huga hennar skiptust stjómmálamenn í tvo hópa, sjálfstæðismenn og „bolsa“. Hún var sannur góðtemplari og lá ekki á þeirri staðreynd að áfengi hefði aldrei komið inn fyrir hennar varir. Þá var hún mikill jafnréttis- sinni og gladdist yfir batnandi kjör- um kvenna og auknum þjóðfélags- áhrifum þeirra. Það er táknrænt að hún skyldi kveðja hinn 19. júní, á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja Jakobínu Mathiesen og eiga hana að vini. Systkinin Vera og Ari kveðja langömmu sína með sökn- uði. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Harðardóttir. Kveðja frá Inner Wheel Hafnarfirði Látin er Jakobína Mathiesen. Hún var einn af stofnfélögum Inner Wheel-klúbbs Hafnarfjarðar 1976 og heiðursfélagi frá 1996. Jakobína var virkur félagi í klúbbnum meðan heils- an leyfði og setti þá svip sinn á félags- starfið með þátttöku sinni í fundar- störfum og umræðum. Skemmtileg frásagnargáfa hennar er í minnum höfð í klúbbnum. Hún hafði sterka nærveru og það sópaði ávallt að henni hvar sem hún fór. í félagsskap sem hefur vináttu og mannleg samskipti að markmiði átti Jakobína vel heima. Jakobína varð 100 ára en hún varð aldrei gömul. Hún bauð ellinni birg- inn og hélt glæsilegu útliti og reisn svo af bar enda boðaði hún mikilvægi heilsuræktar á undan flestum öðrum. Síðasti fundur hennar verður okkur félögum hennar ógleymanlegur, en þá flutti hún þakkarávarp orðin 99 ára gömul. Inner Wheel-félagar kveðja Jakobínu með þakklæti og virðingu og senda fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Kristín Guðmundsdóttir. Kveðja frá Sjálfstæðiskvenna- félaginu Vorboða Látin er í Hafnarfirði fiú Jakobína Mathiesen, fyrrverandi formaður og heiðursfélagi Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Vorboða. Frú Jakobína var eirraf stofnendum félagsins og for- maður þess í 26 ár. Þá starfaði hún sem fulltrúi félagsins í Landssam- bandi sjálfstæðiskvenna til margra ára og gegndi jafnframt mörgum öðr- um trúnaðarstörfum fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Hún var ötull formaður og vildi hag Vorboða sem mestan. Hún vann sjálfstæðisstefnunni fylgi með bar- áttuanda og harðfylgi sem á sér varla hliðstæðu í hafnfirskum stjómmál- um. Frú Jakobína var glæsilegur full- trúi sjálfstæðiskvenna, bar höfuðið hátt og það gustaði af henni þegar hún hvatti konur til starfa fyrir flokk- inn. í Vorboðaherberginu í Sjálfstæðis- húsinu er andrúmsloft árdaga Vor- boðans og þeirra kvenna sem stofn- uðu félagið af hugsjón og áræði, til að verða sá bakhjarl sem Sjálfstæðis- flokkurinn í Hafnarfirði hefur alltaf getað treyst. Þar er saga félagsins skráð í fund- argerðarbækur og gestabækur lið- inna ára og þar er hlutur frú Jak- obínu stór. Sú saga verður vonandi gefin út á bók í minningu frumherj- anna og verður merk heimild úr sögu Sjálfstæðisflokksins. Frú Jakobína sótti félagsfundi Vorboða langt fram á tíræðisaldur og hvatti konur til dáða, flokknum til framdráttar. Hún fylgdist alltaf með félaginu, gerði sér grein fyrir breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og líkaði miður áhuga- leysi kvenna á stjómmálum í dag. Við 100 ára afmæli hennar í mars sl. bað hún fyrir kveðjur til Vorboðakvenna með þeim hvatningarhug sem ein- kenndi öll hennar störf í þágu félags- ins. Vorboðakonur kveðja fyrrverandi formann sinn og heiðursfélaga með djúpri virðingu og þökk, um leið og fjölskyldu hennar eru færðar innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Jakobínu Mathiesen. Guðlaug H. Konráðsdóttir, formaður. Þeim fækkar óðum fulltrúum alda- mótakynslóðarinnar sem núlifendur eiga kost á að að kynnast og fræðast af. Heiðurskonan Jakobína Mathie- sen, sem við nú kveðjum, var sannar- lega glæsilegur fulltrúi þeirra. Þegar okkar kynni hófust var hún komin á áttræðisaldur, þó að mér finnist sem hún alltaf hafa verið tengd fjölskyldu minni og að kynnin hljóti að hafa ver- ið lengri. Þá var hún þegar orðin ekkja, búin að missa sinn góða mann sem hún hafði átt mjög gott líf með svo vart verður á betra kosið. Vissulega höfðu þau fengið sinn skerf af sorg við fráfall elskaðrar dóttur í blóma lífsins. Sorgina hefur hún borið með reisn og beint kröftum sínum og ástríki að bamabömunum móðurlausu og síðar til þeirra barna. Ekki eru árin mörg síðan hún lét sig ekki muna um að skjótast upp á fjórðu hæð hjá dóttur- dóttur til að baka pönnukökur lianda syninum unga á heimilinu sem hún vissi að var einn heima hluta dagsins. Börnin sem á eftir komu fóru heldur ekki varhluta af elskusemi hennar. Undanfarin ár höfum við átt sam- an áramót hjá sameiginlegri fjöl- skyldu okkar og víst er að ég mun ævinlega minnast Jakobínu sérstak- lega þegar ég heyri „Nú árið er liðið“. Við Ingi færum öllum hennar ástvin- um hugheilar samúðarkveðjur og eins og ungur sonarsonur okkar sagði, „ekki bara maðurinn hennar tekur á móti henni heldur stelpan hennar líka“. Ulja Gunnarsdóttir. • Fleirí minningargreinar uni Jakobínu Mathiesen bíða birtingar ogmunu birtast i blaðinu nœstu daga. t Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NIELS K. SVANE, Akralandi 3, lést á heimili sínu 28. júní. Bergþóra Eiríksdóttir, Eiríkur og Jónína, Margret og Bjarni, Una og Haukur, Þorgeir og Sigrún, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir minn, KARL REYNIR ÓLAFSSON, Múlakoti, Fljótshlfð, lést á Sjúkrahúsi Selfoss að morgni fimmtudagsins 29. júní. Guðný Fjóla Ólafsdóttir. + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir og vinur, MARGRÉT HARALDSDÓTTIR, Krummahólum 8, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 3. júlí kl. 13.30. Björn Sigurðsson, Kristín Dís Sigurðardóttir, Haraldur Brynjar Sigurðsson, Þórunn Elfa Ævarsdóttir, Sigurður Frímann Björnsson. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts okk- ar ástkæra, ANDRA MÁS GUÐMUNDSSONAR, Vesturgötu 46, Akranesi. Minningarnar um góðan dreng munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Guðmundur Már Þórisson, Marfa Edda Sverrisdóttir, Sverrir Ormsson, Dadda Sigríður Árnadóttir, Þórir Þorsteinsson, Amdís Halla Guðmundsdóttir, Marfanna Sigurðardóttir, Sverrir Þór Guðmundsson, Guðrún Pétursdóttir, Arndfs Halla Guðmundsdóttir, Hjalti Helgason. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Árskógum 6, Reykjavík. Bjami Bjömsson, Bjöm Bjarnason, Kristfn Helgadóttir, Brynjólfur Bjarnason, Þorbjörg K. Jónsdóttir, Bjarni Bjarnason, Emilfa Ólafsdóttir, Birgir Bjarnason, Guðbjörg Sigmundsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát sonar okkar og bróður, SIGURÐAR ÞENGILS HJALTESTED, Hjarðarhaga 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við senda öllu starfs- fólki á Barnadeild Hringsins. Sigríður Guðsteinsdóttir, Geir Harðarson, Sigurður Kr. Hjaltested, Þórunn Ósk Rafnsdóttir, Rósa Birgitta, Guðsteinn Þór, Nfna Björk, ívar Rósinkrans, Dagbjört Ylfa og Lína Rós. + Þökkum innilega samúð, hlýhug of vinátti andlát og útför GUÐRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Mýrdal, Kolbeinsstaðahreppi. Þórður Gíslason, Guðjón Gíslason, Ingólfur Gíslason, Jón NorðfjÖrð Gíslason, Margrét Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.