Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 70
Gæði á Netto verði.. 70 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ r* Nakamichi FOLKI FRETTUM Hönnun og gæði 0 Hljómtæki á vegginn! muómsfm Armúla 38,108 Reykjavik, Simi: 588-5D1D Love gefur hluta af Kurt Cobain NettoL^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Stuttur afgrei&slufrestur | Frifform | HÁTLINI6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 SÖNGKONAN Courtney Love gaf í gær á heimasíðu hljómsveitar sinnar Hole út áður óútgefna út- gáfu af laginu „Asking for it“ þar sem látinn eiginmaður hennar, Kurt Cobain, ljær hljómsveitinni rödd sína og gítarslátt. Lagið er að fínna á slóðinni: www.holemusic,- com/audio/a3.h tml. Pó svo að lagið sé ekki í bestu gæðum sem sögur fara af þykir þetta vera enn eitt merkið um hvað Netið er mikil bylting fyrir tónlist- ariðnaðinn. Einnig gerir Courtney þarna lítið úr opinberri skoðun Kurt Cobain plötufyrirtækis síns á dreifingu tónlistar á Netinu. Eins og margir vita hefur fyrirtækið Napster hrist allverulega upp í tónlistariðnaðin- um með samnefndu forriti sem gef- ur notendum þess færi að deila tónlist á milli sín án endurgjalds. Par er afar auðvelt að nálgast tón- list allra þekktustu listamanna heims auk þess sem óþekktar hljómsveitir eru iðnar við að nota forritið til þess að koma sér á framfæri. Hljómsveitin Metallica hef- ur meðal annara kært fyrir- tækið íyrir að borga sér ekki höfundarlaun, en tónlist þeirra er afar vinsæl skiptivara í gegnum forritið. A meðan eru margir tónlistarmenn sem hafa lýst yfir stuðningi sínum við for- ritið og segja að hér sé komin af- ar góð leið til þess að koma tónlist sinni á framfæri til þeirra sem ekki heimsækja plötubúðir reglulega. Deilan snýst því aðallega um það hvort forritið auki plötusölu tónlist- armanna eða dragi úr henni. Á heimasíðu hljómsveitarinnar Hole er að finna mörg lög sem Netnotendum er boðið upp á að vista og því er greinilegt að hljóm- sveitin er ein þeirra sem styðja þessa framsæknustu þróun tón- listarmarkaðarins fyrr og síðar. i I fr T Ef þú vilt tandurhreinan þvott- þá notar þú ...og mynda áhrifaríkt hreinsilöður MYNDBÖND Magnaður táningatregi Árans Ámál (Fucking Ámál) D r a m a ★★★% Leikstjórn og handrit: Lukos Moodysson. Aðalhlutverk: Rebecca Liljaberg, Alexandra Dahlström og Erica Carlson. (89 nn'n.) Svíþjóð 1998. Háskólabió. Bönnuð innan 12 ára. UNGLINGAMYNDIR gefa sjaldnastraunsannamynd af lífiungl- inga og hefur kvikmyndaiðnaðurinn heldur verið upp- tekinn við að taka fremur létt, spaugi- lega og á nostalgísk- an máta á þessu annars tilfinninga- næma skeiði í lífi flestra. Vissulega getur hið æsilega og áhyggjulausa líf virkað freistandi og eftii’sóknarvert í minningunni en á meðan það varir á margur ungling- urinn æði erfitt með að koma auga á bjartar hliðar lífsins. Kvikmynda- gerðarmenn frá Norðurlöndum hafa öðrum fremur leitt hugann að þessum staðreyndum lífsins og hafa Danir verið hvað iðnastir við að gera þeim skil. Sænska myndin Árans Ámál er einfaldlega ein besta og sannasta lýs- ing á skini og skúrum unglingsáranna sem komið hefur íram á sjónarsviðið. Hún tekur á einkar varfæmislegan máta á viðkvæmu viðfangsefni af trú- verðugleika og áhuga en þó aldrei á þann veg að um predikun sé að ræða. Það er myndinni jafnframt til fram- dráttar að leikstjórinn hafði vit á að draga fram gráglettnar hliðar „ungl- ingaveikinnar" svokölluðu sem gerir hana ennþá áhugaverðari og skemmtilegri. Rúsínan í pylsuendan- um er síðan aldeilis frábær frammi- staða hjá leikurunum ungu, einkum aðalleikkvennanna tveggja sem vinna kláran leiksigur. Skarphéðinn Guðmundsson Heimur óperettunnar (Topsy-Turvy) Dans- og söngvamynd ★★★ Leiksljóm og handrit: Mike Leigh. Aðalhlutverk: Jim Broadbent, Allan Corduner. (160 mín.) Bretland, 1999. Góðar stundir. ÓUum leyfð. BRESKI leikstjórinn Mike Leigh ávann sér virðingu og aðdáun í kvik- myndaheiminum með „Secrets & Lies“ sem lýsti uppgjöri í lífi venjulegs fólks. Hér vendir hann al- deilis kvæði sínu í kross og galdrar fram litríka dans- og söngvamynd sem á sér stað í heimi óperettunnar í Lundúnum á 19. öld. Ringulreið segir frá tímabili í samstarfi Arthurs Sullivan og Willi- ams Gilbert en þeir sömdu margar frægar óperettur á árunum 1871 til 1896. Segir hér frá einkalífi þeirra og samstarfsörðugleikum sem lýkur með uppsetningu óperunnar Mikado. Öll umgjörð myndarinnar er ákaf- lega vönduð og traustir breskir leik- arar og söngvarar skipa hlutverkin. Þetta er löng og ítarleg samblöndun á skáldskap og sögulegum stað- reyndum en ætla má að skemmtigildi myndarinnar takmarkist dálítið við það hvort áhorfendur hafa gaman af umfjöllunarefninu, þ.e. óperettum. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.