Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM Mogwai er vinsælasta sfðrokksveit samtímans Hljómsveitin Mogwai var gestgjafi tónlistarhátíðarinnar. Tónlistin tekin alvarlega HÓGVÆRÐ og nærri því undarlegt ónæmi fyrir frægðinni einkennir Mogwai. Þrátt fyrir að vera ein virt- asta og vinsælasta sveit síns geira virðist það skipta þá litlu máli. Með- limir sveitarinnar eru reyndar svo miklir „strákar“ að það var ógjörn- ingur fyrir blaðamann að greina þá frá gestum og gangandi á hátíðinni. Þeir litu meira út fyrir að vera ein- hverjar fótboltabullur. Vinkona blaðamanns benti honum sem betur fer á fálkalegan náunga með alskegg og sagði að það væri bassaleikari sveitarinnar. Fundur var ákveðinn í einu af gistiherbergi Mogwai, sem var stað- sett á hinu vinsæla forboðna svæði, en þar voru allar hljómsveitimar hýstar, en snápum hins vegar úthýst. Einn yndislegan laugardagseftirmið- dag viku skraufþurrar skylduviðtals- tilfinningar fyrir vinalegri og af- slappaðri stemmningu. Dominic var krúttlega óöruggur út viðtalið og það var meira eins og sveitin væri að taka þátt í Músíktilraunum í fyrsta sinn fremur en hún væri aðalnúmerið á þriggja daga tónlistarhátíð ásamt hljómsveitum eins og Sonic Youth, Super Furry Animals og Stereolab. Síðrokk er ekki til „Ætlar þú að spyija erfiðra spum- inga?“ gellur í Dominic. „Nei,“ svar- ar blaðamaður. „Bara auðveldar spumingar. Létt spjall.“ „Svalt,“ heyrist í Dominic og hon- um er auðsjáanlega létt. Skoski f .EIKFELAG ÍSLWDS 552 3000 Sjeikspír eins og hann leggur sig fös. 30/6 kl. 20 nokkur sæti iaus Siðasta sýning í sumar 530 3O3O Hádegisleikhús með stuðningi Símans — BJÖRNINN fös. 30/6 kl. 12 laus sæti fim. 6/7 kl. 12 laus sæti lau. 8/7 kl. 12 nokkur sæti laus Miðasalan er opin frá kl. 12-18 alla virka daga, kl. 14-18 laugartfaga og fram að sýningu sýningar- daga. Miðar óskast sóttir í viðkomandi leikhús (Loftkastalinn/lðnó). Ml Ósóttar parrtanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Ungliðarnir í Mogwai gáfu út sína fyrstu tveggja laga plötu árið 1996 og hefur vegurinn verið beinn og breiður upp á við 7 síðan. A dögunum var hljómsveitin gest- gjafí og aðalsveit á tónlistarhátíðinni AIl Tomorrows Parties. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við bassaleikara sveitarinnar, Dominic Aitchison. hreimurinn er allsvakalegur og blaðamaður átti oft fullt í fangi með að ná því sem hann var að segja. „Það er best að ég bendi þér á það núna að ég er síðasti maðurinn í hljómsveitinni sem ætti að taka við- tal við.“ Allir hlæja dátt. Spennulos- un lokið. Hví eru Mogwai gestgjafar hátíð- arinnar? „Umm, ég veit það eiginlega ekki. Gaurinn sem skipulagði síðustu hátíð [hátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra en þá var hljómsveitin Belle and Sebastian gestgjafar] átti hug- myndina og talaði við okkur. Við vor- um stoltir af þessu boði en ég veit nú ekki af hverju hann talaði við okkur.“ Nú eru hljómsveitir eins og þið, Sigur Rós og Godspeed You Black Emperor! kallaðar síðrokksveitir (e. post-rock) af blaðamönnum og popp- fræðingum. Hvað fínnst þér um þessa skilgreiningu? Dominic kinkar kolli hummandi og sveiflar sér fram og aftur á tauga- veiklaðan hátt á veikbyggðum plast- Miðasala S. 555 2222 The Hammer of Thor A mythological action-comedy Sun. 2/7 kl. 20 Em. 6/7 kl. 20 uppselt Fös. 7/7 kl. 20 Sýningarb'mi 50 mínútur. Nceturqalirm simi 587 6080 í kvöld stórsöngvarinn Ari Jónsson ásamt Úlfari Sigmarssyni. Ath.: Frítt inn til kl. 23.30! stóli með állöppum. Stóllinn á eftir að hrynja. „Það er ekkert vit í þessari skilgreiningu að mínu mati,“ segir Dominic, en svona svara allir popp- arar þessari spurningu. „Við byrjuð- um sem rokkhljómsveit og ég viður- kenni fúslega að við höfum vaxið svolítið frá hreinni rokktónlist. En, skrambakomið, það er ekkert til sem heitir síðrokk. Þetta er heimskuleg skilgreining. Við erum bara rokk- hljómsveit þó að við spilum róleg og „hljóð“ lög.“ Skyndilega sótti mikill þorsti að blaðamanni. Löngun í nýkreistan ávaxtasafa varð yfirþymandi. Hann spurði Dominic hvort hann ætti nokkuð safa. Hann játti því og skenkti blaðamanni sem yljaði um hjartarætur og hélt ótrauður áfram. Indæll piltur hann Dominic. Strákarnir Bróðir minn hitti ykkur á Hróar- skeldu og lýsti ykkur sem strákling- um sem töluðu bara um fótbolta... „Það er laukrétt hjá honum,“ segir Dommi og hlær miklum hrossahlátri. Á hvaða hljóðfæri spiiar þú? spurði blaðamaður [eins og sést var hann búinn að stunda miklar for- rannsóknir fyrir þetta viðtalj. „Ég spila á bassann." I þann mund vindur hengilmænu- legur strákur sér inn í herbergið, klæddur í íþróttagalla. Blaðamaður hugsaði með sér hvaða nörd þetta væri nú. í ljós kom að þetta var gítar- leikari sveitarinnar, John. Ég var að segja vini mínum frá því að ég væri að reyna að stunda blaða- mannastörf hérna en það væri ekki smuga fyrirmigaðþekkja aðalband- ið, Mogwai, af því að þeir væru svo venjulegir, svo miklir „strákar". Þið eruð svona „lads“ (gaur). „Við erum „the lads“. Það er alveg rétt“ samþykkir Dominic. Ég fór eitt sinn íferðalag til Skot- lands og heillaðist af landi og þjóð. Þykir þér vænt um heimahagana? „Það er ekkert að Skotlandi. Mér líkar vel við Skotland. Auðvitað er ýmislegt ömurlegt á seyði þar en John og Dominic bregða á leik. þetta er mitt heimaland, ég hef búið þar alla mína hundstíð og finnst að allir ættu að heimsækja það,“ segir Dominic og hækkar nú róminn á spaugkenndan hátt, „Ég er stoltur af því að vera Skoti. Ég elska það!“ AC/DC Það er eftirtektarvert hversu góð- ar hljómsveitir hafa komið frá Skot- landi undanfarið. Hvernig stendur á þessari skosku bylgju sem hefur tröllriðið jaðartónlistinni undanfar- ið? „Mér dettur helst í hug að það sé vegna þess að við erum laus við þrýstinginn sem fylgir því -að starfa nálægt London," segir Dominic hugsi. „Hún er eðlilega höfuðstaður iðnaðarins sem fylgir þessu. í Glasgow er hægt að einbeita sér að tónlistinni, það þarf ekkert að remb- astvið það að þykjast vera stjama.“ Ég minnist eldri sveita eins og Big Country og Runrig, sem gerðu vit- andi eða óafvitandi út á það að vera skoskar... Dominic grípur inn í, stoltur: „Frægasta skoska hljómsveitin er þó AC/DC. Allir fæddir í Skotlandi.“ Það vekur athygli að mikill meiri- hluti þeirra hljómsveita sem þið völduð að fá til að spila kemur frá Bandaríkjunum og spilar lágfítlslegt (e. lo-fí) og tilraunakennt síðrokk. Meðal þeirra sveita eru tvær hljóm- sveitir sem eru afsprengi hinna goð- umlíku Slint sem gáfu út meistara- verkið „Spiderland“ árið 1991. Sú plata hefur verið mörgum sveitum innblástur en mörg laga ykkar minna nokkuð á Shnt. Hvað segir þú um þetta? „Eg dreg ekki dul á það að við er- um allir miklir Slint-aðdáendur og það hefur örugglega einhver áhrif á okkar tónlist. En munurinn á okkur og þeim er að Slint voru afar færir hljóðfæraleikarar og sömdu flókin lög á meðan við semjum fremur ein- föld lög. En það var ekki viljandi gert að ætla að hljóma eins og Slint.“ Hvað fínnst þér um þessa hátíð? „Frábært. Staðsetningin er meiri- háttar, [hátíðin var haldin í enskum smábæ við Ermasund] þú getur skellt þér í sjóinn og eldað þér morg- unmat. Mér líkar þetta vel.“ Fullt af ókeypis dóti Eruð þið í Mogwai að höndla frægðina? [Mikill hlátur] „Við fáum fullt af ókeypis dóti.“ „Mig hryllir við því að fólk sé að hlusta á okkur og búist við því að við séum alvarlegir ungir menn,“ segir Dominic og leitar inn á við. „Það er ofsalega gaman að vera í þessari hljómsveit og við skemmtum okkur konunglega. En það eina sem við tökum virkilega alvarlega er tónlist- in. Allt hitt sem fylgir þessu er bara grín og við reynum bara að njóta þess á meðan það varir. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta á eftir að endast lengi. Kannski tvö ár, kannski fjögur, kannski bara nokkra mánuði í viðbót. Eins gott að nýta þennan tíma í botn áður en maður neyðist til að fá sér alvöru vinnu.“ Hverjir eru nú helstu áhrifavaldar sveitarinnar? „Ja ... Slint, Joy Divison, My Bloody Valentine. En það er samt ein hljómsveit sem okkur fannst al- veg æðisleg og hafði mikil áhrif á okkur. The God Machine [löngu gleymt neðanjarðarband frá Eng- landi]. Okkur langaði mikið til að vera eins og þeir.“ Og þar með brotnaði stóllinn und- an Dominic. Farið var að bisa við að rétta hann og að lokum er hann kom- inn í skikkanlegt lag. Viðtalið gat því blessunarlega haldið áfram. Hvað ert þú sjálfur aðhlustaá? „Ég hlusta ekkert sérstaklega mikið á tónlist líka þeirri sem við spilum. Ég hlusta mikið á þungarokk Þar með var fjandinn laus. Upp- hófust miklar umræður um þunga- rokk, vangaveltur um tímamótaplöt- ur og nöfnum eins og Slayer, Exodus og Kreator var kastað á milli í gríð og erg. Að þeim umræðum loknum fannst blaðamanni orðið tímabært að binda enda á þetta annars farsæla viðtal. Eru Mogwai á krossferð? „Tja, nei... við reynum bara að búa til góða tónlist og hafa gaman af því um leið. Persónulega vil ég fá meiri hóvaða inn í þetta aftur. Mig langar til að troða bárujárnsrótunum mín- um inn. Á næstu plötu verðum við allir í leðri frá toppi til táar.“ Attu meiri ávaxtasafa? „Já var það ekki, er það það eina sem þér er umhugað um, ávaxta- safi!?“ Létt spaug hjá Dominic og að sjálfsögðu færði hann blaðamanni ávaxtasafann. sem kvaddi hann og konu hans með virktum og forðaði sér í burtu frá forboðna svæðinu á vit fleiri ævintýra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.