Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 37 ftt'i \ Erfíðara að fá þýðingar erlendra bókmennta til að berá sig Danska stjórnin á að marka skýra þýðingastefnu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HVERNIG fer með þýðingar fag- urbókmennta þegar æ fleiri lesa ensku? Og er nóg að hið opinbera leggi fram meira fé til slíkra þýð- inga? Ymis dönsk bókaforlög hafa fundið fyrir að sala á þýddum bók- um hefur minnkað. Astæðuna álíta þau vera þá að þeir sem hafi á ann- að borð áhuga á að lesa þær hafi oft þegar lesið þær á ensku. Spurn- ingin er þá hvert stefni. I viðtali við Berlingske Tidende nýlega segir Merete Ries útgefandi að hið opinbera verði að gera upp við sig hvað gera beri í þessu efn- um. Það verði að marka ákveðnari stefnu varðandi þýðingarstyrki. Metsölubækur á ensku ryðja öðru efni út Þegar Merete Ries liggur eitt- hvað á brjósti er hlustað í Dan- mörku. Hún stofnaði á sínum tíma forlagið Rosinante sem hefur gefið út fjöldamargar danskar og þýddar bækur. Hjá henni hafa höfundar eins og Peter Hoeg fengið bækur sínar gefnar út og hún þykir sinna rithöfundum sínum vel, styrkja þá með ráðum og dáð og gefa þeim góðar leiðbeiningar og uppbyggi- legar athugasemdir. Þó að danska menningarráðu- neytið hafi nýlega tvöfaldað styrki sína til þýðinga á erlendum fagur- bókmenntum álítur Ries það öld- ungis ekki nóg. Að hennar mati verða stjórnvöld að gera upp við sig hvers konar bókum Danir eigi að eiga aðgang að. Hvort það sé nóg að láta það ráðast af metsölu- bókum og öðrum tímabólum eða hvort sjá eigi til þess að á dönsku séu til helstu bókmenntir á hverju tíma. Af útgefendum hefur Ries engar áhyggjur. Þeir læri að aðlaga sig að markaðnum og þeir sem geri það ekki hverfi af sjónarsviðinu. Það eru því ekki hagsmunir bóka- útgefendasem Ries lætur sig skipta heldur að til sé sem fjöl- breyttast úrval fagurbókmennta á dönsku. I þeim efnum verði menn að átta sig á að lögmál markaðar- ins geti ekki átt við um allt á öllum sviðum og þá einmitt ekki um bók- menntir. Eins og málin horfa við núna segir Ries að sökum þess að út- gefendur leitist eðlilega við að gefa út bækur sem seljist sé tilhneiging- in til að gefa aðeins út metsölu- bækur á ensku. Reynslan sýni að Danir kaupi annars vegar slíkar bækur, hins vegar danskar bækur. Fagurbókmenntir þýddar af öðrum málum verða fyrstar fyrir barðinu á samdrætti að sögn Ries. Ekki nóg að líta á bókmenntir sem útflutningsiðnað Það er þessi skekkja sem Ries vill að hið opinbera leiðrétti. Ekki af því að forlögin þurfi á hjálp að halda heldur af því að ella verði ekkert þýtt nema bókmenntalegt léttmeti. Hið opinbera eigi mark- visst að styrkja þýðingar á bók- menntum sem höfði ekki til fjöld- ans því þannig sé fjölbreytninni haldið á lofti. Danska bókmenntaráðið hefur nýlega sent frá sér skýrslu þar sem kemur fram að mikið hefur verið um umsóknir til útgáfu fagurbók- mennta en ráðið fjallar um þær umsóknir. Styrkir til erlendra bók- mennta hafa verið hækkaðir úr 600 þúsund dönskum krónum í 1,2 mil- ljónir eða tólf milljónir íslenskra króna. Um fjörutíu prósent þeirrar upp- hæðar fer í að þýða bækur á dönsku en sextíu prósent fara í að þýða danskar bókmenntir á önnur tungumál. Evrópusambandið veitir styrki til þýðinga á bókmenntum land- anna en Ries bendir á að undan- farin ár hafi þessir styrkir farið lækkandi því fé hafi verið veitt í aðra menningarstarfsemi á kostnað bókmennta. Þetta stafi af því að æ meira fé fari í margvíslegar menn- ingarlegar uppákomur sem dragi að sér athygli meðan bókmenntirn- ar lifi kyrrlátu lífi og bjóði sjaldn- ast upp á neinar flugeldasýningar. Heima fyrir hafa fjárveitingar til að vekja athygli á verkum danskra höfunda erlendis farið hækkandi. Ries segir að því beri að fagna en þar sem sú starfsemi sé nánast nokkurs konar útflutningsiðnaður gagnist það ekki dönskum lesend- um. Allt beri því að sama brunni. Danskir lesendur eigi ekki að vera afskiptir heldur eiga kost á því besta sem bókmenntir heimsins hafi upp á að bjóða. Þá viðleitni eigi hið opinbera að styrkja. VAUDC A. tiöld CvaupC^ primusar gðnguskor cmspi Italskir gæðagönguskór bakpokar) m sm 50 lítra Bakpokar frá: imm I svefn okar Á' (VAUD€) Faxafeni 12 Söluaðilar um allt land Fuglalífíð á Tjörninni kveikir hugmyndir ERNA G. Sigurðardóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti, á laugardag, kl. 14. Erna stundaði nám í MHÍ 1985 og við The Slade School of Fine Aart í London 1990-92. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. „Útskomir fuglar sem pabbi minn, Sigurður Einarsson, hefur skorið út og ég hef síðan málað, eru uppspretta af þeim hugmynd- um sem ég er að vinna að í listinni núna. Ég er að skoða manneskj- una og mannlífið innávið og útávið og leik mér með margræðni hug- mynda, myndflatar og tákna. Það sem virðist er ekki endilega það sem er. Ég mála eftir fyrirmynd- um, tek þær úr samhengi og læt þær í nýtt. Fuglalífið á Tjöminni í Reykja- vík er uppspretta hugmynda minna. Ég sé fuglalífið þar sem microcosmo-macrocosmo af því mannlífi og umhverfi sem ég lifi í,“ segir Erna um sýningu sína. Sýningin stendur til 20. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.