Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Var Njáll
hommi?
*
Mesta athygli vekur sú kenning í grein Ar-
manns Jakobssonar, að Njáll sé settur fram
•• >
sem hommi í sögunni, segir Orn Olafsson,
og samband hans við Gunnar Hámundarson
sé ástasamband, þótt raunar sé ekkert full-
yrt um kynmök þeirra í millum í greininni.
Reuters
Faith og einka-
spæjarinn
ÖLDUM saman hafa lesendur Njáls-
sögu undrast lýsingu Unnar Marðar-
dóttur á kynlífsvanda þeirra Hrúts:
„Þegar hann kemr við mik, þá er hor-
und hans svá mikit at hann má ekki
eptirlæti hafa við mik.“
Augljóslega er þessi prentaði texti
Njálu fráleitur náttúrufræðilega. Er
kunnugt um svo digran sköndul, að
ekki komist inn í op, sem bamshaus
og -axlir komast út um - að visu með
nokkrum harmkvælum?
Fyrir nokkrum árum heyrði ég dr.
Arna Björnsson setja fram þá til-
gátu, að „mikit“ sé misritun á:
„miukt“ þá verðr horund hans svá
miukt“ o.s.frv. Þetta finnst mér mjög
sennileg tilgáta, því allir kannast við,
að við þessar aðstæður dugir ekki
mýktin ein, það er einfaldlega getu-
leysi. - Því má nú auðvitað til svara,
að þótt þetta sé vitlaust, þá gæti höf-
undur Njálu vel hafa trúað vitleys-
unni, enda er þetta á sviði töfra, álög,
sem hrína aðeins á Hrúti þegar hann
er með Unni, en ekki, væri hann með
öðrum konum. Og vissulega er nokk-
ur stíll yfir þeirri þversögn, að aukin
karlmennska upphefji sjálfa sig, eins
og Ármann Jakobsson bendir á í
grein í nýjasta hefti Skímis („Ekki
kosta munur“).
Náin vinátta þeirra félaga
Mesta athygli vekur sú kenning í
grein Armanns, að Njáll sé settur
fram sem hommi í sögunni, og sam-
band hans við Gunnar Hámundarson
sé ástasamband, þótt raunar sé ekk-
ert fullyrt um kynmök þeirra í mill-
um í greininni. Þessi kenning birtist
meira að segja í íslenskum frétta-
texta í danska ríkissjónvarpinu í
sumar. Á hverju byggist nú þessi
kenning Armanns? I fyrst lagi á aug-
ljóslega náinni vináttu þeirra félaga,
en í öðm lagi á því, að Njáll sé kven-
legur. En við þetta verður að gera at-
hugasemdir. Það er í fyrsta lagi frá-
leitt að setja samasemmerki milli
þessa tvenns. Þeir hommar, sem ég
hefi kynnst, hafa verið jafnmargvís-
legir og aðrir karlmenn, og síst kven-
legri, almennt talað. En þetta er að
vísu algengur fordómur og hví skyldi
hann ekki birtast í Njálu eða í öðrum
íslenskum fomsögum? Því er til að
svara, að þess sjást engin merki í
sögunum, heldur ekki í Njálu, og
ekki bendir Armann á neitt slíkt. I
Njálu eru tveir karlmenn sem bein-
línis eru bornir samkynhneigð (Guð-
mundur ríki og Flosi), og virðist
hvorugur neitt kvenlegur. Raunar er
alltof einfalt að flokka karlpersónur
fornsagnanna í tvennt: hetjur eða
homma. Ármann leggur mikið upp úr
(bls. 40 o.áfr.) að Flosi sé berskjald-
aður fyrir brigslum um samkyn-
hneigð, þar sem hann sé einhleypur.
En þegar hann er kynntur til Njáls-
sögu, segir (93. k.): „Flosi átti Stein-
vöru, dóttur Halls á Síðu“ o.s.frv.
í öðru lagi sakna ég þess mjög, að
Ármann skuli ekki íhuga aðra túlk-
unarmöguleika á lýsingu Njáls, en þá
sem hann heldur fram. Ein röksemd
hans er (bls. 31-2), að Njáll beri „tap-
aröxi", sem sé nánast skopstæling á
Rimmugýgi Skarphéðins sonar hans.
En hvenær varð taparöx kvenna-
vopn? Hún er virðingarvottur, gjöf
Hákonar jarls til íslenskra höfðingja
(m.a. Guðmundar ríka!) í Ljósvetn-
ingasögu (2. k.). Konur bera ekki
vopn í fomsögunum, það er helst að
telja, að systir Gísla Súrssonar reyn-
ir að stinga Þorbjöm með hnífi, líkt
og húsfreyja lagði til Hvamm-Sturlu.
Taparöxin - sem Mtilfjörleg eftirlík-
ing Rimmugýgjar - á ólíkt betur við
aðra túlkun á lýsingu Njáls, og sam-
ræmist öðmm ókarlmannlegum
einkennum hans sem Armann telur
upp (tv.st.), kenningu sinni til stuðn-
ings. Það er skeggleysið, að Njáll er
borinn inn í hús, og loks vitringshlut-
verk hans og forspá. Njáll er einfald-
lega öldungur, það er staðlað hlut-
verk í heimsbókmenntunum og hefur
verið það öldum saman. Að vísu er al-
gengust mynd öldunga að þeir séu
síðskeggjaðir, en ekki finnst mér það
eins afgerandi og önnur einkenni
Njáls. Og það er ekkert einstakt við
þetta öldungshlutverk í íslenskum
fornsögum heldur, ekki einu sinni í
Njálu, það kemur meira að segja
fram hjá Armanni að Mörður gígja
og Siðu-Hallur hafa svipað hlutverk
- og lýsingu. Það íylgir og þessu
hlutverki lögvitringsins aldna, að
reyna að tryggja frið í ófriðsömu
samfélaginu. Eg sé engan losta í
sambandi Njáls við Gunnar, og ekki
bendir Armann á neitt slíkt. Virðist
raunar augljóst að afstaða Njáls til
Gunnars er líkust föðurlegri um-
hyggju.
Armann nefnir annað dæmi um
kvenlegan karlmann; þegar Þórhall-
ur Ásgrímsson fréttir lát Njáls, þá
líður yfir hann. Það kallar Þórhaliur
sjálfur síðan „lítilmannlegt“, en ekki
kvenlegt. Armanni verður þetta hins
vegar tilefni til að tala um líkamlega
ummyndun karls í konu - af því að
bólga hljóp í fótlegg Þórhalls, svo
hann varð digur- „sem konulær“.
Hvað merkir
orðið kvenlegur
En þá vaknar spumingin um hvað
orðið kvenlegur merki. Augljóslega
er það allmismunandi eftir samfélög-
um á ýmsum tímum. En Armann
virðist skilja þetta samkvæmt hefð-
armeyjahugsjón 19. aldar, frekar en
út frá kvenmynd íslenskra fom-
sagna. Því hann (bls. 25) tekur undir
með Helgu Kress um að „í hug-
myndaheimi Njálssögu telst ókven-
legt að standa í vígaferlum eins og
Hallgerður gerir“. Þetta em hrein
öfugmæli, því Hallgerður ber aldrei
vopn á nokkum mann, hins vegar
eggjar hún karlmenn til vígaferla, og
sé eitthvað stöðluð hegðun kvenna í
fomsögunum, þá er það einmitt að
etja körlum fram á blóðvöllinn. Einn-
ig í Njálu gengur t.d. Hildigunnur
mun freklegar fram í þvi en Hall-
gerður, og ekki lét Bergþóra sitt eftir
liggja í húskarlavígunum. Endalaust
mætti tilfæra fleiri dæmi þessarar
hegðunar kvenna í fornsögunum, en
allir lesendur þeirra muna dæmin.
Ekki er hér rúm fyrir fleiri at-
hugasemdir, enda ættu þessar að
nægja til að sýna að Ármann er á
miklum villigötum með aðferð. Ég
skrifa þetta ekki til að gera lítið úr
honum, hann er atorkusamur og
efnilegur fræðimaður. Þessar at-
hugasemdir em fram settar, vegna
þess að mér blöskrar sú tíska sem
um hríð hefur spillt íslenskum fræð-
um og bókmenntaumræðu á Islandi
og víðar, að setja fram persónulegar
og huglægar túlkanir - án þess að
huga að öðrum túlkunarmöguleikum,
hvað þá að rökstyðja hvers vegna ein
túlkunin sé annarri betri. En það er
lágmarkskrafa til fræðimennsku, án
þess verða allar þessar túlkanir vind-
högg og það er sorglegt að sjá hæfi-
leikafólk eyða tíma sínum - og les-
enda - í slíkt.
ERLEIVDAR
BÆKUR
Spennnsaga
„SAVING FAITH“
Eftir David Baldacci. Pocket Books
2000.451 síða.
EINN af nýju spennusagnahöf-
undunum í Bandaríkjunum heitir
David Baldacci. Hann hefur á und-
anförnum nokkrum árum sent frá
sér eina fimm þykka doðranta um
samsæri og morð en nýjasta sagan
hans heitir „Saving Faith“ og kom
út fyrir skemmstu í vasabroti hjá
Pocket Books-útgáfunni. Hún er
nokkuð dæmigerð fyrir verk Bald-
accis. Stórkostlegt samsæri er
bruggað í Washington sem verður
til þess að ung kona leggur á flótta.
Höfundurinn gerir úr þvi langhund
mikinn og tekst með orðavaðli að
kæfa þá litlu spennu sem var að
hafa í upphafi sögunnar.
Ófrumlegt
David Baldacci vakti strax at-
hygli með sinni fyrstu bók, „Ab-
solute Power“, sem þegar var kvik-
mynduð með Clint Eastwood í
aðalhlutverki og var það ekki ein af
hans bestu myndum. Þar var einn-
ig um að ræða ábúðarmikinn sam-
særistrylli frá Washington, sem
hafði í raun ekki mikið fram að
færa þegar upp var staðið. í kjöl-
farið fylgdu spennusögumar „Total
Control", „The Winner" og „The
Simple Truth“, sem allar hafa feng-
ist hér í vasabroti.
Baldacci þessi er fertugur í ár.
Síðasta
sýningar-
helgi
SÝNINGU Salome Guðmunds-
dóttur á myndvefnaði og Stein-
unnar Guðmundsdóttur á
myndum máluðum með akrýl
og olíu á ýsuroð í Listasetrinu,
Kirkjuhvoli, Akranesi lýkur
sunnudaginn 2. júlí nk.
Sýningin er samstarfsverk-
efni við Reykjavík M2000.
Listasetrið er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 15-18.
Hann er menntaður í stjórnmála-
fræði og lögfræði en hætti lög-
fræðiiðkun og sneri sér alfarið að
spennusagnagerð. Hann skrifar í
nýjustu sögunni út frá þeirri gömlu
formúlu bandarískra spennubók-
mennta og kvikmynda að innan
leyniþjónustustofnana Bandaríkj-
anna séu lævís ómenni sem vilja
tryggja sér völd og áhrif með
ómerkilegum brögðum. Honum
tekst ekki að finna neinn nýjan flöt
á því máli og þess vegna virkar
sagan hans ekki aðeins sem lang-
hundur heldur einnig sem ófrum-
legt og útjaskað samsærisstagl.
Aðalpersónurnar eru einkum
fjórar. Ein þeirra er mannvinurinn
Danny Buchanan, einn fremsti bar-
áttumaður áhrifamikilla hagsmuna-
afla í Washington eða lobbíisti eins
og það er kallað á vondri íslensku.
Auður hans er með miklum ódæm-
um og hefur að mestu farið í að fá
þingmenn til þess að taka upp bar-
áttu fyrir fátækustu ríki heims því
hann hefur ferðast um heiminn og
séð fátæktina og vill gera eitthvað í
málinu.
Faith
Lockhart
Sérlegur aðstoðarmaður hans er
Faith Lockhart, sem grunar að
Danny hafi farið út af sporinu og sé
farinn að múta þingmönnum. Hún
vill koma upp um hann en það er
skotið á hana í gæslu FBI-manna
og hún leggur á flótta með einka-
spæjaranum Lee Adams. Fjórða
aðalpersónan er svo ómennið
Robert Thornhill, einn af yfirmönn-
um CIA, sem helst vildi útmá ofan-
greinda aðila af yfirborði jarðar.
Þetta eru allt persónur sem eiga
kannski fremur heima í sápuóperu
en spennutrylli. Faith Lockhart er
forkunnarfögur og Lee Adams ekki
síður fallegur á fæti og einhvers
staðar um miðbikið týnist tryllirinn
í ástarsögu þessara tveggja, sem er
vægast sagt dregin á langinn í
fjallakofa fjarri heimsins glaumi. Á
meðan vinnur FBI að rannsókn
málsins og það er sífellt verið að
endurtaka það sem lesandinn veit
og áður er komið fram; í staðinn
fyrir drífandi frásögn og æsispenn-
andi eltingaleik við flóttaparið
koðnar sagan niður í endalausar
samræður um eitthvað sem við vit-
um nú þegar.
Spurning hvort Baldacci ætti
ekki fremur að leggja fyrir sig
dagsápuskrif.
Arnaldur Indriðason
I kjafti
dýrsins
CRAIG Miller, átta ára gamall
drengur, skoðar hér ítarlega eftir-
mynd af beinagrind stærstu kjöt-
ætu sem fundist hefur. Risaeðlur á
borð við þessa hafa verið nefndar
giganotosaurus og var þessi beina-
grind til sýnis í náttúrugripasafn-
inu í Atlanta.
Risaeðlan var 45 fet á lengd og
fundust beinin sem eftirmyndin
byggist á í Argentínu.
Þorps-
myndir á
Eyrabakka
í SAMKOMUHÚSINU Stað á
Eyrarbakka verður opnuð sýn-
ing sem hefur yfirskriftina
Þorpsmyndir laugardaginn 1.
júlí kl. 14. Á sýningunni eru yf-
ir 60 verk eftir um 30 mynd-
listarmenn, lærða og leika,
málverk, teikningar og vatns-
litamyndir frá Eyrarbakka
gerðar á þessari öld. Eyrar-
bakki hefur verið einn af
áfangastöðum myndlistar-
manna og ljósmyndara í meira
en hundrað ár og hafa þeir fært
sýn sína á þorpið yfir á striga
og pappír.
Eftir að fer að líða á 20. öld-
ina og byggð tekur að þéttast
við sjávarsíðuna verður þorpið
og þorpslífið æ vinsælla mynd-
efni og tekur að nokkru leyti
við af fjöllum og ósnertu lands-
lagi, sem var eitt aðalyrkisefni
myndlistarmanna meðan á
sjálfstæðisbaráttu okkar stóð.
í síðari heimsstyrjöldinni,
samfara auknu raunsæi, er það
orðið þéttbýlið sem dregur að
sér athygli margra málara.
Húsaþyrpingar, einstök hús,
útlínur byggðar og götumyndir
öðlast nýtt líf í þessum verkum.
Sýningin Þorpsmyndir er
haldin að frumkvæði heima-
manna á Eyrarbakka á menn-
ingarárinu 2000 með tilstyrk
Listasafns Ámesinga til að
draga fram fjölbreytileik þess-
ara verka. Víða hefur verið leit-
að fanga. Þar er bæði að finna
hin eiginlegu þorpsmálverk í
raunsæisanda en einnig róm-
antískari útfærslur, þegar
Eyrarbakki er orðinn hluti af
landslaginu á nýjan leik. Sýn-
ingin er opin fimmtudaga og
föstudaga frá kl. 20-22 og laug-
ardaga og sunnudaga frá kl.
13-18 og stendur til 16. júlí.