Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. JUNI2000 Aðalvinningurinn verður dreginn út föstudaginn 7. júlí hjá Hvata og félögum á FM 95,7! Skráðu þig á mbl.is dagana 30. júní til 7. júlí og taktu þátt í laufléttum netleik. Hver veit nema þú hafir heppnina með þér? Aðalvinningur: • Vandað Colt Oceane Breitling úr frá Leonard - ásamt miðum fyrir tvo á myndina The Skulls Aðrir vinningar: • Skulls-derhúfur og -bolir • Miðar fyrir tvo á The Skulls NVI/t Spennumyndin Leynifélagið The Skulls verður frum- sýnd 7. júlí næstkomandi og fjallar hún uni metn- aðarfullan strák í framhaldsskóla sem boðið er að ganga í leynileg samtök innan skólans, The Skulls. Þegar inn er komið fara furðulegir atburðir að eiga sér stað. Með aðalhlutverk í myndinni fara Joshua Jackson úr Dawson’s Creek, Paul Walker úr Varsity Blues og Christopher McDonald úr The Faculty. LÉTTUR NETLEIKUR Á mbl.ÍS HESTAR Landsmót hestamanna í Víðidal f Reykjavfk Fjöldi knapa o g hrossa skráður til leiks Skráningar í keppni á Landsmóti hesta- manna sem hefst 1 Víðidal í Reykjavík á jriðjudaginn eru heldur fleiri en á lands- mótinu á Melgerðismelum 1998 og kynbóta- hrossin mun fleiri. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði tölurnar. KEPPENDUR verða heldur fleiri í öllum greinum á Landsmóti 2000 í Reykjavík en voru á landsmótinu á Melgerðismelum í Eyjafirði árið 1998. Þrátt fyrir að keppendum í barna- og unglingaflokki fjölgi ná þeir ekki þeim fjölda sem keppti á Gaddstaðaflötum á landsmótinu árið 1994. Mikil þátttaka í öllum keppnisgreinum Keppendum í tölti á landsmóti fjölgar jaftit og þétt. Þeir verða nú 68, en voru 61 á Melgerðismelum og 46 á Gaddstaðaflötum. í A-flokki gæðinga keppa 90 en voru 79 síðast og í B-flokki gæðinga keppa 89 en voru einnig 79 á síðasta landsmóti. Á Gaddstaðaflötum árið 1994 kepptu 84 í A-flokki og 86 í B-flokki. í bamaflokki eru 68 keppendur skráðir til leiks á móti 62 síðast, í unglingaflokki 69 á móti 54 og í ung- mennaflokki 61 á móti 51 á síðasta landsmóti. Á Gaddstaðaflötum 1994 kepptu 70 börn og 72 unglingar, en þá var ekki keppt í ungmennaflokki. Flest hestamannafélög senda full- skipað lið til keppni á landsmótinu þó eitthvað vanti upp á hjá minnstu fé- lögunum samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Landssambands hesta- mannafélaga. Morgunblaðið/Asdls Haraldsdóttir Ungir knapar æfa sig fyrir utan hina nýju 1000 fermetra reiðskemmu á Gauksmýri. Hestamiðstöðin á Gauksmýri opnuð formlega HJÓNIN Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir keyptu jörðina Gauksmýri árið 1997. Á opnunar- hátíðinni sagði Jóhann meðal ann- ars að fljótlega hefðu þau farið að velta því fyrir sér hvemig þau ættu að nýta allar þær byggingar sem voru á jörðinni. Þegar hugmyndin um hestamiðstöð hafi verið orðin að veruleika varð fljótlega ljóst að byggingarnar væm of litlar. Ráðist hefur verið í ýmsar fram- kvæmdir á jörðinni. Til að mynda var fjósinu breytt í hesthús og er nú rúm fyrir 60 hross í tveggja hesta stíum. Stærsta framkvæmdin er bygging 1000 m2 reiðhallar sem byggð var við hesthúsið. í reiðhöll- inni er 800 m2 reiðsalur, áhorfenda- svæði, snyrtingar og veitingarými. Auk þessara bygginga era tvö tamningagerði fyrir utan reiðhöll- ina, annað hringgerði en hitt venju- legt reiðgerði. Hestamiðstöðin hefur nú starfað í um það bil ár. Boðið hefur verið upp á ýmsa þjónustu við hesta- menn, en aðaláhersla er lögð á tamningar og kennslu í hesta- mennsku. Aðalkennari er Magnús Lárasson sem byggir kennsluna á aðferðum sem hann hefur þróað og kallað „Samspil manns og hests“. Öll námskeiðin sem boðið er upp á á Gauksmýri byggjast á þessu við- horfi, svo sem námskeið í framtamningu, almenn reiðkennsla, mat og meðhöndlun ásetnings- gripa. Nýlega hóf Svanhild- ur Hall störf á Gauks- mýri, en hún og Magnús hafa bæði háskólapróf í hestafræðum frá Banda- ríkjunum. Auk þeirra og Jóhanns og Sigríðar starfa þeir Eiríkur Steinarsson og Knútur Berndsen við tamningar á Gauksmýri. Á opnunarhátíðinni var boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í reið- hölhnni og gestum síðan boðið að skoða aðstöð- una. í máli gesta, fé- lagsmálaráðherra, sveit- arstjórnarmanna og talsmanna hestamanna á svæðinu, kom fram mikil ánægja með starfsemi hesta- miðstöðvarinnar og aðstöðuna alla og að miklar vonir stæðu til þess að þetta framtak yrði hestamennsk- unni á svæðinu mikil lyftistöng. Að lokum fluttu þau Sigríður Lárasdóttir og Magnús Lárasson föður sínum, Lárasi Þ. Valdimars- syni, Ijóð, en það var hann sem lét reisa reiðhöllina. Svanhildur Hall teymir undir ungum stúlk- um sem sýndu fimi sína á hestbaki. Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson á tali við Lárus Valdimarsson í nýju reiðhöll- inni á Gauksmýri sem hann lét reisa. Svan- hildur Hall og Magnús Lárusson til hægri. Milli manns og hests... ... er nSTUHD flSTUHDarhnakkur FREMSTIR FYRIR GÆQI Hulda hættir HULDA G. Geirsdóttir mark- aðsfulltrúi Félags hrossa- bænda hefur sagt upp störfum. Hulda hefur ráðið sig til GSP Almannatengsla og mun hefja störf þar 1. október nk. Hún mun vinna þangað til hjá Fé- lagi hrossabænda. Kristinn Guðnason formað- ur Félags hrossabænda sagði að ekki yrði auglýst eftir nýj- um markaðsfulltrúa að sinni. Ástæðan væri meðal annars óvissa um hvernig fjármagna ætti starfið. Þá hafa einnig ver- ið uppi hugmyndir um að sam- eina félagskerfi hestamennsk- unnar undir einn hatt en þær viðræður væra þó varla hafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.