Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 58

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. JUNI2000 Aðalvinningurinn verður dreginn út föstudaginn 7. júlí hjá Hvata og félögum á FM 95,7! Skráðu þig á mbl.is dagana 30. júní til 7. júlí og taktu þátt í laufléttum netleik. Hver veit nema þú hafir heppnina með þér? Aðalvinningur: • Vandað Colt Oceane Breitling úr frá Leonard - ásamt miðum fyrir tvo á myndina The Skulls Aðrir vinningar: • Skulls-derhúfur og -bolir • Miðar fyrir tvo á The Skulls NVI/t Spennumyndin Leynifélagið The Skulls verður frum- sýnd 7. júlí næstkomandi og fjallar hún uni metn- aðarfullan strák í framhaldsskóla sem boðið er að ganga í leynileg samtök innan skólans, The Skulls. Þegar inn er komið fara furðulegir atburðir að eiga sér stað. Með aðalhlutverk í myndinni fara Joshua Jackson úr Dawson’s Creek, Paul Walker úr Varsity Blues og Christopher McDonald úr The Faculty. LÉTTUR NETLEIKUR Á mbl.ÍS HESTAR Landsmót hestamanna í Víðidal f Reykjavfk Fjöldi knapa o g hrossa skráður til leiks Skráningar í keppni á Landsmóti hesta- manna sem hefst 1 Víðidal í Reykjavík á jriðjudaginn eru heldur fleiri en á lands- mótinu á Melgerðismelum 1998 og kynbóta- hrossin mun fleiri. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði tölurnar. KEPPENDUR verða heldur fleiri í öllum greinum á Landsmóti 2000 í Reykjavík en voru á landsmótinu á Melgerðismelum í Eyjafirði árið 1998. Þrátt fyrir að keppendum í barna- og unglingaflokki fjölgi ná þeir ekki þeim fjölda sem keppti á Gaddstaðaflötum á landsmótinu árið 1994. Mikil þátttaka í öllum keppnisgreinum Keppendum í tölti á landsmóti fjölgar jaftit og þétt. Þeir verða nú 68, en voru 61 á Melgerðismelum og 46 á Gaddstaðaflötum. í A-flokki gæðinga keppa 90 en voru 79 síðast og í B-flokki gæðinga keppa 89 en voru einnig 79 á síðasta landsmóti. Á Gaddstaðaflötum árið 1994 kepptu 84 í A-flokki og 86 í B-flokki. í bamaflokki eru 68 keppendur skráðir til leiks á móti 62 síðast, í unglingaflokki 69 á móti 54 og í ung- mennaflokki 61 á móti 51 á síðasta landsmóti. Á Gaddstaðaflötum 1994 kepptu 70 börn og 72 unglingar, en þá var ekki keppt í ungmennaflokki. Flest hestamannafélög senda full- skipað lið til keppni á landsmótinu þó eitthvað vanti upp á hjá minnstu fé- lögunum samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Landssambands hesta- mannafélaga. Morgunblaðið/Asdls Haraldsdóttir Ungir knapar æfa sig fyrir utan hina nýju 1000 fermetra reiðskemmu á Gauksmýri. Hestamiðstöðin á Gauksmýri opnuð formlega HJÓNIN Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir keyptu jörðina Gauksmýri árið 1997. Á opnunar- hátíðinni sagði Jóhann meðal ann- ars að fljótlega hefðu þau farið að velta því fyrir sér hvemig þau ættu að nýta allar þær byggingar sem voru á jörðinni. Þegar hugmyndin um hestamiðstöð hafi verið orðin að veruleika varð fljótlega ljóst að byggingarnar væm of litlar. Ráðist hefur verið í ýmsar fram- kvæmdir á jörðinni. Til að mynda var fjósinu breytt í hesthús og er nú rúm fyrir 60 hross í tveggja hesta stíum. Stærsta framkvæmdin er bygging 1000 m2 reiðhallar sem byggð var við hesthúsið. í reiðhöll- inni er 800 m2 reiðsalur, áhorfenda- svæði, snyrtingar og veitingarými. Auk þessara bygginga era tvö tamningagerði fyrir utan reiðhöll- ina, annað hringgerði en hitt venju- legt reiðgerði. Hestamiðstöðin hefur nú starfað í um það bil ár. Boðið hefur verið upp á ýmsa þjónustu við hesta- menn, en aðaláhersla er lögð á tamningar og kennslu í hesta- mennsku. Aðalkennari er Magnús Lárasson sem byggir kennsluna á aðferðum sem hann hefur þróað og kallað „Samspil manns og hests“. Öll námskeiðin sem boðið er upp á á Gauksmýri byggjast á þessu við- horfi, svo sem námskeið í framtamningu, almenn reiðkennsla, mat og meðhöndlun ásetnings- gripa. Nýlega hóf Svanhild- ur Hall störf á Gauks- mýri, en hún og Magnús hafa bæði háskólapróf í hestafræðum frá Banda- ríkjunum. Auk þeirra og Jóhanns og Sigríðar starfa þeir Eiríkur Steinarsson og Knútur Berndsen við tamningar á Gauksmýri. Á opnunarhátíðinni var boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í reið- hölhnni og gestum síðan boðið að skoða aðstöð- una. í máli gesta, fé- lagsmálaráðherra, sveit- arstjórnarmanna og talsmanna hestamanna á svæðinu, kom fram mikil ánægja með starfsemi hesta- miðstöðvarinnar og aðstöðuna alla og að miklar vonir stæðu til þess að þetta framtak yrði hestamennsk- unni á svæðinu mikil lyftistöng. Að lokum fluttu þau Sigríður Lárasdóttir og Magnús Lárasson föður sínum, Lárasi Þ. Valdimars- syni, Ijóð, en það var hann sem lét reisa reiðhöllina. Svanhildur Hall teymir undir ungum stúlk- um sem sýndu fimi sína á hestbaki. Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson á tali við Lárus Valdimarsson í nýju reiðhöll- inni á Gauksmýri sem hann lét reisa. Svan- hildur Hall og Magnús Lárusson til hægri. Milli manns og hests... ... er nSTUHD flSTUHDarhnakkur FREMSTIR FYRIR GÆQI Hulda hættir HULDA G. Geirsdóttir mark- aðsfulltrúi Félags hrossa- bænda hefur sagt upp störfum. Hulda hefur ráðið sig til GSP Almannatengsla og mun hefja störf þar 1. október nk. Hún mun vinna þangað til hjá Fé- lagi hrossabænda. Kristinn Guðnason formað- ur Félags hrossabænda sagði að ekki yrði auglýst eftir nýj- um markaðsfulltrúa að sinni. Ástæðan væri meðal annars óvissa um hvernig fjármagna ætti starfið. Þá hafa einnig ver- ið uppi hugmyndir um að sam- eina félagskerfi hestamennsk- unnar undir einn hatt en þær viðræður væra þó varla hafnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.