Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Fannar Sverrir Armannsson og Svnnn Magnus Eriksson í þungum þönkum á Hótel Örk. Spennandi keppni í Hveragerði BRIDS 1161 e I Ö r k NORÐURLANDAMÓT Norðuriandamótið í brids verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 27. júní til 1. jiili. Heima- síða mótsins er www.bridge.is ÍSLENDINGAR eru í 3. sæti í opn- um flokki eftir fyrri umferðina á Norðurlandamótinu í brids, sem nú er haldið í Hveragerði. Þrjú lið skera sig úr í þessum flokki, Svíar, Norðmenn og Islendingar, og bend- ir allt til þess að þau muni berjast hart um Norðurlandameistaratitil- inn.I kvennaflokki hafa Finnar óvænt tekið forustuna en íslenska liðið er í 5. sæti. ísland gerði jafntefli, 15-15, við Svíþjóð í 4. umferð í opnum flokki á miðvikudag og vann síðan Dani, 22-8, í þeirri fimmtu. Staðan eftir fimm umferðir er sú að Svíar hafa 102,5 stig, Norðmenn 91,5, stig, ís- lendingar 85, Danir 63,5 stig, Fær- eyingar 60 stig og Finnar 43,5. í kvennaflokki töpuðu íslending- ar 12-18 fyrir Svíum í 4. umferð en unnu Dani 16-14 í 5. umferð. Finnar hafa 108 stig, Danir 86, Svíar 79, Norðmenn 75, íslendingar 61 og Færeyingar 33. Þrír leikir verða á dagskrá í dag og mæta íslensku liðin þeim fær- eysku, norsku og finnsku. Ekkert að víkja Leikur íslendinga við Dani á mið- vikudagskvöld var vel spilaður af hálfu íslenska liðsins. í fyrri hálfleik sögðu Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Armannsson fast í þessu spili og uppskáru geimsveiflu: Norður gefur, allir á hættu með drottningu og skipti nú í hjarta en þegar tígullinn lá 3-3 gat Aðal- steinn hent hjarta í fjórða tígulinn ogvannsittspil. Vörnin virðist geta hnekkt spilinu ef austur skiptir í hjarta í öðrum slag og austur spilar tígli þegar hann kemst inn á hjartakóng. Ef tígli er ekki spilað frá austri getur sagnhafi þvingað vestur með 4-litinn í hjarta og tíguldrottningu. Eftir leikinn sagði einhver við Sverri að hann hefði sloppið vel frá þessari djörfu sögn þar sem Aðal- steinn átti KGx í tígli en ekki í laufi. „Hann hefði líka getað átt opnun,“ svaraði Sverrir þá að bragði. Við hitt borðið spiluðu Danirnir 3 spaða og unnu slétt. Aðeins eitt ann- að par sagði og vann 4 spaða, Svíarn- ir Peter Strömberg og Frederik Ny- ström. Hrekkjóttar heilladísir Miklar sveiflur voru í leik Islend- inga og Svía í opnum flokki. Þeir Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson fóru þá m.a. í tvær slemmur þar sem þurfti að finna drottningu og töpuðu þeim báðum. Þeir voru hins vegar ekki alveg af- skiptir af heilladísunum eins og sést í þessu spili frá leiknum: Suður gefur, allir á hættu Norður * 10 ¥ D5 ♦ D98652 ♦ 9865 Austur * ÁK842 v KG987 ♦ 74 + 3 Suður 4.D653 ¥ Á2 ♦ ÁG103 + Á72 Vestur + G97 * 10643 ♦ K + KDG104 Norður * 10873 » A987 ♦ A842 + 3 Vestur Austur * Á6 * 42 » DG54 » K62 * D106 ♦ 975 * KG106 * ÁD742 Suður * KDG94 ¥ 103 ♦ KG3 + 985 Norður og austur byrjuðu á að passa og Aðalsteinn í suður ákvað þá að opna á 1 spaða í þriðju hönd. Vestur doblaði til úttektar og Sverr- ir stökk í 4 spaða með norðurspilin. Austur doblaði og það varð loka- sögn. Vestur byrjaði á spaðaás til að skoða blindan. Hann spilaði áfram spaða sem Aðalsteinn drap í borði á tíu og svínaði tígulgosa. Vestur tók Þröstur í suður opnaði á 1 grandi, sem lofaði 14-16 punktum og eftir pass vesturs stökk Magnús í 3 tígla til hindrunar og austur doblaði til út- tektar. Þröstur átti óvenju góðan tígul- stuðning miðað við sagnir og sterk spil og ákvað því að freista gæfunnar í 3 gröndum, e.t.v. með það í huga að flýja í 4 tígla ef einhver doblaði; en allir sögðu pass. Vestur spilaði eðlilega út laufa- kóng og Þröstur drap með ás. Það var engin innkoma í blindan til að svína tígli og því varð Þröstur að leggja niður tígulás. Kóngurinn kom siglandi og 9 slagir voru mættir. Við hitt borðið fengu Svíamir að sj)ila 3 tígla sem unnust slétt en Island græddi 11 stig. Eins og sést má vinna 4 hjörtu á opnu borði, og það tókst einu pari í mótinu, Svíunum Strömberg og Nyström. Guðm. Sv. Hermannsson 1 ___J Súrefnisvönir Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Vestur-íslendingar leita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net vi:n\k\rvm Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Starfíð í Heiðmörk ÞESS hefur verið minnzt að 50 ár eru liðin frá því að Heiðmörk var gerð að úti- svæði handa Reykvíking- um. Um þetta hefur verið fjallað á myndarlegan hátt í Morgunblaðinu, en þá hefði mátt jafnframt geta þess, að það var ritstjóri þess, Valtýr Stefánsson, sem átti hugmyndina að því að út- deila landsspildum til félaga og stofnana. Harðskeytt andstaða var við skógrækt á þessum árum og því var þetta liður í þvi að kynna fólki starf skógræktar- manna. Hiti og þungi starfsins á Heiðmörk hvíldi þó á einum manni umfram aðra í fjölda ára, Einari G. E. Sæmundsen, skógar- verði og framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykja- víkur. Einar var hamhleypa til allra verka og tók hann miklu ástfóstri við Heið- mörk. Það er fyrst og fremst árangur verka hans sem nú sér stað í þessum unaðsreit Reykvíkinga. Vitaskuld komu margir aðr- ir við sögu á þessum árum, en það er á engan hallað, þó að nafni Einars sé á lofti haldið, en það virðist hafa gleymzt í allri umfjöllun. Fyrir því tel ég rétt, að þetta komi fram hér. Ágúst H. Bjarnason. Skríll í menningar- borg - fertugar ellikerlingar ÉG rölti niður í miðbæ um síðustu helgi og ætlaði að fá mér ís og njóta þess að sólin skein glatt, en ég var ekki fyrr komin þangað en það veittist að mér illa drukkin kona, skítug og illa lykt- andi. Hún heimtaði af mér peninga. Þegar ég ansaði henni ekki, hrópaði hún ókvæðisorðum á eftir mér. Kona sagði mér að hún hefði farið með dóttur sína í bæinn til þess að fá sér ís. Þær voru ekki fyrr sestar í sólina með ísinn, en það veittist að þeim drukkinn maður og heimtaði peninga, því að hann væri svo svang- ur. Þær urðu að fara því dóttirin var alveg skelfingu lostin. Á Austurvelli vora menn að rífast og slást. Ég gekk því næst niður á Tjöm og hélt að þar væri friður, en það var nú ekki. Þar var líka drukkið fólk. Hvergi sá ég lögreglu. Eru þessar dýru eftirlitsmyndavélar gagns- lausar? Það er hart að geta ekki notið þess að ganga um miðbæinn. Þetta ástand hefur mikið versnað síðan tími öldurhúsanna var lengdur. Það er sífellt verið að fjölga öldurhúsunum í miðbænum, en þjónustufyr- irtækjunum fækkar. Það eru ekki allir á bílum. Það er meiri bensínkostnaður og keyrsla og aukinn um- ferðaþungi að þurfa að sækja þjónustu út um allan bæ. Ég vil skora á yfirvöld að gera eitthvað í málinu. Ég hef séð útlendinga standa og horfa á þetta og þetta er léleg landkynning. Verði ekkert að gert verður miðbærinn að einu róna- bæli og fólk hræðist þetta ástand og hættir að koma þangað. Ég var hissa og hneyksl- uð þegar ég heyrði í fréttum Ríkisútvarpsins miðviku- daginn 28. júní sl. að konum á aldrinum 40-45 ára væri sagt upp störfum vegna þess að fyrirtækin hérlend- is væru að yngja upp og bæta ásýnd fyrirtækjanna. Þetta er ljóta kvenfyrirlitn- ingin og hömlulaus ung- dómadýrkun. Ég hringdi í fyrirtæki um daginn, þar sem ung stúlka svaraði í síma. Hún vissi ekkert hvert hún ætti að gefa mér samband og virtist hafa ósköp lítinn áhuga á starfi sínu. Kostaði þetta mig margar símhringingar og erfiði. Verslanir og sjoppur, sem opnar eru á kvöldin og um helgar, þar sem ungt fólk er við vinnu, hangir allt í kringum það annað ungt fólk sem lætur illa og trufl- ar viðskiptavinina. Ég vil þó taka skýrt fram að það er líka til ungt fólk sem stend- ur sig með prýði og veitir góða þjónustu en samt er meira af hinu, oft vegna þroskaleysis. Konur um fertugt eru enn í blóma lífs- ins og miklu eldri konur líka. Tímamir eru breyttir. Þessar konur hafa ekki orð- ið elli kerlingu að bráð. Þær hafa meiri þroska og ábyrgð til að bera. Svo er það líka staðreynd að eldri borgarar hafa gott af því að vinna áfram, ef þeir hafa heilsu til. Með því að taka fólk úr störfum á besta aldri sýna fyrirtækin mjög lélega ásýnd og fólk ætti að hætta viðskiptum við slík fyrir- tæki. Þetta gæti orðið sam- félaginu ansi dýrt því þessa konur fara á atvinnuleysis- bætur og ef ekkert gerist í vinnumálum fara þær á framfærslu félagsþjónust- unnar. Þetta ætti að vekja fólk í stjómmálageiranum til umhugsunar. Ég vil hvetja aðrar konur til þess að láta í sér heyra. Sigrún. Þakkirtil Morgunblaðsins KARÍTAS hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til Morgunblaðsins fyrir aukablöðin um jarðskjálft- ana. Hún var einnig mjög ánægð með aldamótablaðið sem henni fannst alveg frá- bært. Hún er búin að kaupa blaðið í mörg ár og er í alla staði ákaflega ánægð með Morgunblaðið og finnst að blaðið hugsi vel um sína við- skiptavini. Sendir hún blað- inu sinar bestu þakkir fyrir. Fyrst hann kom með beinið til mín, skal ég veðja að hann er búinn að grafa inniskóna mina einhvers staðar. SKÁK Umsjón Helgi Áss (irétarsson NÝVERIÐ lauk mikilli at- skákhátíð í Frankfurt í Þýskalandi. Eins og svo oft áður tóku margir af sterk- ustu skákmönnum heims þátt og lét meira að segja sjálfur Kasparov sig ekki vanta. Staðan er frá opna mótinu en sigurvegari þar var rússneski stórmeist- arinn Sergei Rublevsky. Kollegi og landi hans Alexey Dreev (2.680) var með svart gegn Rudolf Bonnaire (2.096) 21.... Rxf2! 22. Kxf2 g3+ Svartur verður nú drottningu yfir en þrátt fyr- ir það var hvítur ekkert að flýta sér að gefast upp! 23. Kxg3 Bxdl 24. Hxdl Bf6 25. Hel Bxe5+ 26. Hxe5 Hf6 27. b4 Hg6+ 28. Kh2 Dg5 Svartur á leik. 29. Ha2 Df4+ og hvítur gafst upp saddur lífdaga. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er einn af mörgum sem leggja leið sína í Heiðmörk á sumrin og íinnst ómetanlegt að ekki þurfl nema bregða sér rétt út fyrir borgina til að geta notið margbreyti- legrar og heillandi náttúru. Hann hef- ur reynt að finna berjalautir en ekki verið sérlega heppinn, hins vegar eru víða ágætir staðir til sveppatínslu á svæðinu. Svo stórt er svæðið að hægt er að fara í langar gönguferðir og uppgötva eitthvað nýtt um hveija helgi. En svo má ekki gleyma því að hægt er að nota tækifærið til að slaka á, liggja makindalega í grasinu, hlusta á fuglasöng og virða fyrir sér himinblámann á góðviðrisdegi. Víkveiji las af athygli grein í blað- inu um útivistarsvæðið og grundvöll- inn sem Gunnar Thoroddsen, þáver- andi borgarstjóri, lagði fyrir réttum 50 árum. Áður höfðu merkir frum- kvöðlar fengið hugmyndir sem þurftu sinn tíma til að þróast en framsýnin sem einkenndi þær er aðdáunarverð. Ekki síst ber að hafa í huga, eins og bent er á í greininni, að Heiðmörk var á þessum árum mun lengra frá sjálfri borginni sem nú teygir sig að útjaðri svæðisins. Bflar voru mun færri og því fannst mörgum að fjarlægðin væri veruleg upp í óbyggðimar. Myndu nokkrir nenna að prfla þarna upp eftir? Reynslan hefur orðið önnur, þús- undir manna eiga unaðsstundir í Heiðmörkinni á hverju ári. Eitt af því sem Víkverja fannst at- hyglisvert var lýsing umsjónarmanns Heiðmerkur, Vignis Sigurðssonar, og annarra á ræktunarstarfinu sem stundað hefur verið og hlutverki lúp- ínunnar. „Þegar má sjá svæði sem voru gróðurlaus en lúpínan fór yfir en er að hopa og skilur eftir sig gróinn völl,“ segir Vignir. „Menn hafa haft af því áhyggjur að lúpínan yfirtæki íslensk- an gróður og jafnvel eyddi honum en þessar áhyggjur eru ástæðulausar." Svo mörg voru þau orð. Víkverji dagsins finnst Alaskalúpínan hið mesta þarfaþing og undarlegt að sumir amist við henni á þeirri for- sendu að hún sé aðskotahlutur í nátt- úru landsins. Þegar grannt er skoðað eru fjölmargar jurtir aðskotahlutir hér, hafa borist á umliðnum öldum og árþúsundum hingað með ýmsum hætti. Hvað þarf árafjöldinn að vera mikill til að jurt fái þegnrétt í land- inu? Fagurbláar lúpínubrekkur sem víða sjást nú í Reykjavík piýða borg- ina meira en klappir og kargaþýfi, þar sem fáeinir óttaslegnir njólar reyna að hokra. xxx VÍKVERJI heyrði merkilega frá- sögn fyrir skömmu. Kunningja- kona hans hafði keypt sér farmiða hjá Flugleiðum til Þýskalands og með brottför til Keflavíkur tveim vikum síðar frá Dússeldorf. Er hún náði í miðann var henni tjáð að brottforin ætti ekki að vera 20.15, eins og stóð á miðanum, heldur klukkan 20:50. Var reyndar búið að breyta tímasetning- unni með penna. Á tilsettum degi fór kunningjakon- an út á flugvöll og fyrir tilviljun var hún komin á staðinn mun fyrr en þörf var á. Það hélt hún að minnsta kosti en reyndin varð önnur. Vélin fór nefnilega klukkan 20:15! íslensk kona sem hún hitti í flughöfninni sagðist hafa hringt í upplýsingasíma Flug- leiða fyrr um daginn og fengið þær upplýsingar að brottfor væri eins og áður hefði verið greint frá, 20:50. Ekki er þetta glæsilegt til afspum- ar og hvað skyldu margir hafa misst af vélinni? Öllu verra er að karlmað- ur, sem kunningjakonan áðurnefnda þekkir, var þama á ferð viku síðar og nákvæmlega sama staða kom upp með þeim mikilvæga mun að hann kom of seint, missti af vélinni. Hann var svo heppinn að komast til Islands seinna um kvöldið með vél frá öðm flugfélagi. Þegar hann kvartaði hér heima var honum tjáð að vélin hefði farið klukk- an 20:50. Hafi hann fengið aðrar upp- lýsingar hjá Lufthansa-fólkinu, sem sá um innritun í Dússeldorf, hafi verið um mistök þess að ræða. Hann hyggst nú kanna málið betur með því að hringja í fulltrúa Lufthansa og verður fróðlegt að heyra skýringam- ar þar á bæ. En vandinn er sá að fólk þarf sem sagt ekki bara að gera ráð fyrir að flugferð geti seinkað heldur einnig að henni sé flýtt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.