Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUfi 30. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Unnið að endurskoðun reglna um útboð verðbréfa
Stuðlað að
því að félög
fari í útboð
Lög og reglur um útboð verðbréfa eru
nokkuð mismunandi eftir því til hvaða
landa er litið. I samantekt Jóns Sigurðs-
sonar kemur fram að ráðgert er að leggja
fram lagafrumvarp um breytingar á út-
boðsreglum á Alþingi nú í haust. Helsta
markmið þeirrar nefndar sem vinnur að
samningu frumvarpsins er að koma í veg
fyrir að bréf sem seld eru í lokuðu útboði
verði seld til almennra fjárfesta.
Morgunblaðió/Brynjar Gauti
í viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að samningu frumvarps til breytinga
á lagaákvæðum um útboð verðbréfa.
UM þessar mundir vinnur
nefnd á vegum við-
skiptaráðuneytisins að
endurskoðun reglna um
útboð verðbréfa. Meirihluti efna-
hags- og viðskiptanefndar Aiþingis
taldi sig ekki geta mælt með því í
vor, við meðferð frumvarps til
breytinga á lögum um verðbréfa-
viðskipti, að viðskiptaráðherra yrði
gefin víðtæk heimiid til setningar
útboðsreglugerðar. í stað þess var
mælst til þess að lagt yrði fram á
Alþingi lagafrumvarp þar sem fram
kæmu meginmarkmið útboðs-
reglna og að auki heimild til handa
ráðherra til setningar reglugerðar.
Helstu ákvæði um útboð verð-
bréfa er að finna í reglugerð nr.
505/1993 um almennt útboð verð-
bréfa. „Útboð samkynja verðbréfa
sem boðin eru almenningi til kaups
með almennri og opinberri auglýs-
ingu eða kynningu með öðrum
hætti sem jafna má til opinberrar
auglýsingar." Svo hljóðar skilgrein-
ingin á almennu útboði.
Upptalið er í nokkrum hðum í
reglugerðinni hvenær ekki er um
almennt útboð að ræða. Meðal
þeirra tilvika er það þegar verðbréf
eru boðin tilgreindum afmörkuðum
hópi aðila, án auglýsingar eða
kynningar, enda sé hópurinn ekki
stærri en 25 aðilar, og þegar bréf
eru seld á 5 milljónir króna eða
hæira til fjárfesta.
Engin ákvæði eru hins vegar til
um lokuð útboð verðbréfa, sem
mætti útfæra sem sölu verðbréfa
sem boðin eru afmörkuðum hópi
einstaklinga til kaups í fyrsta sinn
án almennrar og opinberrar
auglýsingar eða kynningar sem
jafna má til opinberrar auglýsing-
ar. Hafa margir orðið til þess að
gagnrýna skort á því að skýr grein-
armunur væri gerður á almennum
og lokuðum útboðum í lögum og
reglum.
Skýrar reglur
í Bandarikjunum
í Bandaríkjunum gilda skýrar
reglur um sölu óskráðra bréfa til al-
mennings. Þar er einungis heimilt
að setja verðbréf í almenna sölu
sem uppfylla skilyrði um almennt
útboð. Eina aðra leiðin fyrir fyrir-
tæki í verðbréfaþjónustu til þess að
selja slík bréf er með því að standa
fyrir lokuðu útboði og selja þau þá
til fagfjárfesta, en þá þarf að
tryggja að kaupendur séu ekki al-
mennir fjárfestar. Jafnframt þarf
að tryggja að fagfjárfestar geti ekki
selt slík bréf áfram til almennra
fjárfesta.
Með öðrum orðum geta engin
markaðsviðskipti farið fram með
verðbréf sem seld eru í lokuðu
útboði fyrr en að almennu útboði
kemur. Til að skýra þetta með
dæmi þá hefði íslensku bönkunum
sem keyptu hluti í deCODE
Genetics í lokuðu útboði vestanhafs
í fyrra verið óheimilt að endurselja
bréfin til almennra fjárfesta í
Bandaríkjunum, líkt og þeir gerðu
hér á landi.
Ekki vandamál með sölu
óskráðra bréfa ■ Danmörku
En hvernig er þessum málum
háttað í nágrannalöndunum? Sam-
kvæmt upplýsingum sem Morgun-
blaðið aflaði hjá danska fjármála-
eftirlitinu gilda ekki neinar
sérstakar reglur í Danmörku sem
takmarka sölu óskráðra hlutabréfa
til almennra fjárfesta. Eftir því sem
næst verður komist er þessu eins
farið annars staðar á Norðurlönd-
unum.
Munurinn á útboðsreglunum í
Danmörku og á íslandi felst í því að
í Danmörku geta hiutafélög valið
um þrenns konar útboðsform:
1. Aimennt útboð með þeim
reglum sem um það gilda.
2. Lokað útboð fyrir valinn hóp,
t.d. starfsmenn o.fl., sem eru færri
en 15. Þá eru engar kröfur um birt-
ingu útboðslýsingar (Prospekt).
3. Lokað útboð fyrir fleiri en 15.
Þá er gerð krafa um útboðslýsingu
sem fjármálaeftirlitið verður að
samþykkja.
Að sögn veldur sala á óskráðum
hlutabréfum ekki sérstökum
vandamálum í Danmörku þar sem
ekki er mikill áhugi fyrir þeim, ólíkt
því sem gerist á íslenskum hluta-
bréfamarkaði. Nóg virðist vera til
þar af spennandi fjárfestingarkost-
um í skráðum bréfum, sem njóta
meiri vinsælda meðal fjárfesta. Auk
þess veldur stærð danska hluta-
bréfamarkaðsins, eðlileg verð-
myndun á honum, upplýsingaflæði
og fjölbreytt framboð því að ósenni-
legt er að mikill æsingur myndist
vegna sölu á einstökum hlutabréf, í
líkingu við það sem gerðist hérlend-
is með bréf deCODE.
Verður því vart annað séð en að á
meðan sala óskráðra bréfa tii hins
almenna fjárfestis viðgengst á jafn
litlum markaði og hér á landi, hvfli
ótvíræð ábyrgð á fyrirtækjum í
verðbréfaþjónustu fyrir því að fjár-
festar fái rétt mat og nauðsynlegar
upplýsingar um þau óskráðu hluta-
bréf sem þeim eru boðin til sölu.
Neytendaverndin efld
Formaður nefndarinnar sem
kemur að endurskoðun útboðs-
reglnanna er Benedikt Ámason hjá
viðskiptaráðuneytinu. „Hlutverk
nefndarinnar er fyrst og fremst að
koma í veg fyrir að bréf sem seld
hafa verið í lokuðu útboði séu seld
til aðila sem ekki hafa faglega þekk-
ingu eða reynslu tíl að meta áhættu
af viðskiptunum."
Þar á Benedikt við það þegar
verðbréf sem boðin hafa verið út í
lokuðu útboði, án útboðslýsingar,
hafa verið seld til almennra fjár-
festa á hinum svonefnda gráa
markaði. Hann segir mörg brögð
hafi verið að því á undanfömum ár-
um.
„Raunin hefur verið sú að lítill
hvati hefur verið fyrir félög að fara í
almennt útboð. Okkur hefur þótt
athyglisvert að félög hafa nánast
ekkert farið út í almennt útboð á
bréfum nema ef sótt hefur verið
samtímis um skráningu á Verð-
bréfaþingi," segir Benedikt.
Kaupréttarsamningar skil-
greindir sem lokuð útboð?
Að hans sögn er markmiðið að
stuðla að því að félög fari í útboð í
þeim tilgangi að efla neytenda-
vemdina. Ekki verði unnt með
neinum hætti að selja verðbréf til
almennings nema að undangengnu
útboðsferli með birtingu útboðslýs-
ingar.
„Nefndin er að velta upp skil-
greiningum á almennum fjárfestum
og fagfjárfestum. Jafnframt yrði
lokað útboð skilgreint í lögunum og
það hvaða undanþágur eigi að vera
frá meginreglunni að fara verði í al-
mennt útboð,“ segir Benedikt.
Samkvæmt núgildandi reglugerð
um almennt útboð verðbréfa em
verðbréf sem vinnuveitandi eða fyr-
irtæki tengt honum býður eingöngu
núverandi eða fyrrverandi fast-
ráðnum starfsmönnum sínum und-
anþegin ákvæðum um almennt út-
boð.
í viðtali við Morgunblaðið í maí-
mánuði sl. sagði dr. Daniel Levin,
sérfræðingui’ á bandaríska fjár-
málamarkaðnum, að eðlilegt væri
að settar yrðu sérstakar útboðs-
reglur um kaupréttarsamninga
starfsmanna hlutafélaga. Hann
lagði áherslu á að vinnuveitendur
yrðu að gera sér grein fyrir því að
slíkir samningar féllu undir skil-
greiningu á lokuðu útboði.
Aðspurður segir Benedikt Arna-
son að nefndin hafi ekki rætt sér-
staklega um hvort taka eigi gild-
andi undanþágu út úr reglugerðinni
og skilgreina kaupréttarsamninga
sem lokuð útboð.
Benedikt var ennfremur spurður
að því hvort yfirlesning útboðslýs-
inga yrði áfram í höndum Verð-
bréfaþings Islands eða hvort
stjórnvöld myndu taka yfir þann
þátt, líkt og erlendis. „Nefndin á
eftir að ræða það, en eitt af verk-
efnum hennar er að skoða verka-
skiptingu milli Fjármálaeftirlits og
Verðbréfaþings hvað þetta varðar.
Það sem mæhr gegn því að Verð-
bréfaþing hafi þetta víðtæka hlut-
verk áfram er að nú er það orðið að
einkareknu hlutafélagi og þá
kannski ekki eðlilegt að það hafi
með höndum verk sem lúta að út-
boðum fyrirtækja sem ekki eru
skráð á þinginu.“
Efni reglugerðanna
útlistað í greinargerð
Starf nefndar viðskiptaráðuneyt-
isins hefur gengið vel, að sögn
Benedikts, en hún tók til starfa í
aprfl sl. og er ætlað að ljúka störf-
um fyrir byrjun septembermánað-
ar. í nefndinni eiga þeir aðilar sæti
sem mestra hagsmuna hafa að
gæta við samningu útboðsreglna,
en meðal þeirra eru viðskiptaráðu-
neytið, Fjármálaeftirlitið, Seðla-
banki íslands, Verðbréfaþing og
fjármálafyrirtækin.
Aðspurður segist Benedikt ekki
eiga von á því að sérlög verði sett
um útboð verðbréfa, heldur verði
frumvarp lagt fram um breytingar
á verðbréfaviðskiptalögunum.
Hversu viðamiklar breytingarnar
verði liggi hins vegar ekld fyrir.
„Þetta mál er þannig vaxið að
einfaldast væri auðvitað að breyta
útboðsreglum í reglugerð. En í
staðinn verður heildarramminn
sniðinn í verðbréfaviðskiptalögum
og væntanlega verður í greinargerð
með ákvæðunum útlistað hvað
æskilegt sé að fram komi í þeim
reglugerðum sem ráðherra yrði
heimilað að setja,“ segir Benedikt.
Priceline.com fyrirtæki
mánaðarins hjá SPH
Ráðinn rekstr-
arstjóri Skag-
strendings hf.
á Seyðisfirði
ÓMAR Bogason hefur verið ráðinn
rekstrarstjóri Skagstrendings hf. á
Seyðisfirði.
Ömar er fæddur þann 30. júní
1960 á Djúpavogi þar sem hann ólst
upp. Hann lauk verslunarprófi frá
AÍþýðuskólanum á Eiðum 1978.
Ómar gegndi ýmsum störfum hjá
Búlandstindi hf. á árunum 1990-
1998, síðast starfi skrifstofustjóra.
Hann var oddviti Djúpavogshrepps
1992-1998. Undanfarin tvö ár hefur
Ómar starfað sem fulltrúi hjá Lög-
mönnum Austurlands ehf. og sam-
hliða stundað nám í viðskipta- og
rekstrarfræði við Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands. Ómar er
kvæntur Margréti Urði Snorradótt-
ur og eiga þau fjögur böm. Ómar
tekur við starfinu þann 1. ágúst.
SPH-Fyrirtæki og fjárfestar hafa
valið priceline.com sem fyrirtæki
mánaðarins. Priceline.com er með
einkaleyfi á svokölluðu öfugu
uppboðskerfi (C2B, consumer-to-
business) þar sem neytendur gera
tilboð í vörur og þjónustu sem fyrir-
tæki veita.
Að mati sérfræðinga hjá SPH er
priceline.com i oddastöðu til að verða
ráðandi fyrirtæki á veraldarvefnum í
kaupvenjum neytenda sem hafa
hingað til verið óþekktar. Jafnvel
enn rneiri tækifæri gætu legið í því
að veita fyrirtækjum tækifæri til að
fá vörur og þjónustu frá öðrum fyrir-
tækjum (B2B, business-to-business)
í gegnum priceline.com.
Helsta áhætta í rekstri fyrirtækis-
ins eru þeir möguleikar að komist
verði í kringum viðskiptahugmynd
og einkaleyfi priceline.com sem eru
til staðar. Ný hugsun við notkun ver-
aldarvefsins auk nýrrar tækni gæti
skapað slíkar aðstæður.
Fjárfesting í priceline.com er
áhættufjárfesting enda er ekki gert
ráð fyrir að fyrirtækið skili hagnaði
fyrr en á næsta ári. Þar sem áreiðan-
legar forsendur eru oftast ekki til
staðar varðandi verðmat á fyrirtækj-
um tengdum veraldarvefnum, er
mat oft frekar tengt tilfinningum og
væntingum tengdum viðskiptahug-
myndum frekar en beinhörðum út-
reikningum. Því treysta sérfræðing-
ar SPH sér ekki til að veita vænt
gengi eins og venja er á fyrirtæki
mánaðarins. Ljóst er þó að gengið
getur hæglega margfaldast eða verið
örfáir dalir á sama tíma ánæsta ári.
Á miðvikudaginn tilkynnti price-
line.com stofnun nýs fyiirtækis,
priceline.com Europe (TM) sem
stefnir að því að hefja starfsemi á
fjórða fjórðungi þessa árs. Yfirmað-
ur nýja fyrirtækisins verður Dennis
Malamatinas, framkvæmdastjóri
Burger King hamborgarakeðjunnar.
Priceline.com veitir nýja fyrirtækinu
bæði þjónustu hvað varðar tækni og
markaðssetningu í Evrópu auk leyfis
til þess að nota viðskiptahugmynd
sína. Á móti greiðir priceline.com
Europe árlegt gjald. Auk þess hafa
verið gerðir langir framvirkir samn-
ingar (warrant) sem veita priceline.-
com möguleika á því að kaupa meiri-
hluta í priceline.com Europe sam-
kvæmt ákveðnum ákvæðum.
Tvö ný leyfi
fyrir rekstur
farsímaneta
PÓST- og fjarskiptastofnun hefur
veitt fyrirtækjunum Línu.net ehf. og
IMC ísland ehf. leyfi til reksturs
farsímaneta og í 1800 Mhz tíðnisvið-
inu.
Hmm umsóknir
bárust
Samkvæmt upplýsingum frá Póst-
og fjarskiptastofnun var ákveðið að
auglýsa eftir umsóknum um leyfi í
1800 Mhz tíðnisviðinu vegna um-
sóknar Islandssíma um úthlutun á
farsímaleyfi.
Fimm umsóknir bárust en ein
þeirra var dregin til baka. Halló
fijáls fjarskipti hf. og Islandssími
GSM hf. fengu leyfi 5. júní síðastlið-
inn, en áður höfðu Landssími Islands
hf. og Tal hf. leyfi fyrir far-
símaþjónustu á þessu tíðnisviði.