Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 59

Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 59 HESTAR Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Hárprúð og faxprúður á leið á landsmót. Sonja Líndal Þórisdóttir frá Lækjarmóti sem keppa mun í unglingaflokki á landsmótinu heldur í Kalman frá Lækjarmóti sem hlotið hefur 10 í einkunn fyrir prúðleika. Búist við að um 220 kynbóta- hross mæti til Ieiks Gífurleg fjölgun er í þátttöku kyn- bótahrossa á Landsmótinu. Alls hafa 248 hross náð lágmarkseinkunnum inn á mótið og hefur þurft að endur- skoða dagskrá mótsins vegna þess. Einnig hefur fjölda ferða sem hvert hross má fara í sýningunni verið fækkað úr 10 í hámark 8 og úr 6 í 5 á yfirlitssýningu þar sem 3 hross verða inni á vellinum í einu. Þá verður fet ekki sýnt í kynbótasýningum og ein- kunn úr forkeppni látin standa. Á heimasíðu Bændasamtakanna hvetur Ágúst Sigurðsson hrossa- ræktarráðunautur sýnendur til að láta sýningarnar ganga snurðulaust fyrir sig og láta vita helst fyrir mót ef hross mun ekki mæta til kynbóta- dóms. Hann gerir ráð fyrir að um 220 af þessum 248 mæti til dóms. Þess má geta að 102 kynbótahross voru sýnd sem einstaklingar á síðasta Iandsmóti á Melgerðismelum. Spennandi afkvæmahross Auk þessara hrossa verða mörg kynbótahross sýnd með afkvæmum. Fyrsta skal nefna heiðursverðlauna- stóðhestana Orra frá Þúfu og Kol- finn frá Kjarnholtum. Orri er með 135 stig í kynbótamati fyrir afkvæmi og Kolfinnur 121 stig. Hver um sig mætir með 12 afkvæmum á lands- mótið. Af nógu er að taka því hjá Orra eru skráð 7 varahross og meðal þeirra eru þeir Ormur frá Dallandi og Markús frá Langholtsparti. Þá mæta til leiks stóðhestar með 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Þeir eru Gustur frá Hóli með 126 stig, Óður frá Brún með 125 stig, Þorri frá Þúfu með 121 stig, Galdur frá Laugar- vatni með 120 stig, Kveikur frá Mið- sitju með 117 stig og Piltur frá Sperðli með 116 stig. Margir bíða ekki síður spenntir að fylgjast með heiðursverðlaunahryss- unum og afkvæmum þeirra sem mæta til leiks. Þær eru Þrá frá Hól- um með 129 stig, Ósk frá Brún með 122 stig, Gola frá Brekkum með 121 stig og Hugmynd frá Ketilsstöðum með 120 stig. Innbundin mótsskrá Eins og vænta má verður móts- skráin stór í sniðum. Ákveðið hefur verið að vanda vel til útgáfu hennar í alla staði og verður hún bundin inn að þessu sinni, meðal annars vegna stærðarinnar. Ekki fengust upplýs- ingar um hvað ritið muni kosta. Það er ljóst að margt ber fyrir augu í þéttskipaðri dagskrá LM 2000 sem fram fer á Hvammsvelli, Brekkuvelli, Brekkubraut og á skeiðvellinum. Hún hefst kl. 9.00 þriðjudaginn 4. júlí og lýkur kl. 18.00 sunnudaginn 9. júlí. Nánari upplýsingar um kynbóta- hross á landsmótinu má finna á heimasíðu Bændasamtaka íslands www.bondi.is og smella á Landsmót hestamanna á næsta leiti. Á heima- síðu Landssambands hestamannafé- laga www.lhhestar.is má finna röðun keppenda í tölti, gæðingakeppni og bama-, unglinga- og ungmenna- flokkum. Á þessum heimasíðum er einnig dagskrá mótsins. Viltu látaþérlíða vel I fótunum? Við höfum lausnina! Barnastærðir 30-35 aðeins: 399, Kvenstærðir 35-41 aðeins: 599, Herrastærðir 40-45 aðeins: 599, Barnastígvél st. 21-35 Verð aðeins: 790,- úsi3 í^gjíawlS "lÚÍlflH >ilíS§|4íUsUSgji. ékn Gegn Kálfsxíqum Sírno Ddfl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.