Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 13 Reykvískt heimili sýnt í Arbæjar- safni Arbær OPNUÐ hefur verið í Árbæjarsafni sýning á innanstokksmunum Vigfiís- ar Guðmundssonar, fræðimanns frá Engey, úr húsi hans á Laufásvegi 43. Húsið á Laufásvegi 43 er talið ein- stakt. Það var reist á lóðinni 1903 og var flutt inn tilhöggvið frá Noregi af Jóni Eiríkssyni steinsmið. Húsið komst í eigu Vigfúsar árið 1916 og bjó hann þar allt til dánardags árið 1953 og sonur hans, Halldór, eftir það til síns dánardags 19. júní 1994. Vigfús Guðmundsson, sonarsonur alnafna síns sem bjó lengst í húsinu og einn af erfingjum hússins, segir að Reykjavíkurborg hafi keypt húsið á átta milljónir kr. snemma árs 1995 og gáfu erfingjamir innbúið með því skilyrði að húsið yrði gert að safni. I greinargerð Margrétar Hall- grímsdóttur, þáverandi borgar- minjavarðar, til menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar árið 1994, segir að mikil menningarverð- mæti felist í Laufásvegi 43. Húsið sjálft hafi mikið byggingarsögulegt gildi og hið ósundraða heimili sem þar sé varðveitt óbreytt að mestu frá fyrstu áratugum 20. aldar sé ein- stakt. Frá menningarsögulegu sjón- arhorni sé afar mikilvægt að skoðað- ir verði möguleikar á því að kaupa húsið með það fyrir augum að varð- veita það og heimilið ósundrað. Hér sé um einstakt tækifæri að ræða þar sem varðveist hafi heimili reykvískr- ar fjölskyldu nær óbreytt frá fyrstu áratugum aldarinnar. Slíkt sé eins- dæmi. Arbæjarsafn mælir í greinar- gerðinni eindregið með því að leitað verði leiða til þess að bjarga menn- ingarverðmætunum sem felast í hús- inu og heimilinu. Þótt Reykjavíkurborg hafi keypt húsið árið 1995 varð ekkert úr áformum um að varðveita það og sýna. Húsið seldi Reykjavíkurborg nokkru síðar fyrir 14 milljónir króna og hefur innbúinu nú verið komið fyrir í Árbæjarsafni þar sem það er sýnt. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Súrefnisvörur Karin Herzog v Vl * Oxygen face Möguleikar líferfðatækninnar á nýrri öld The Growing Field of Genomics Málþing í boðl Urðar, Verðandl, Skutdar Þingið verður haldið í dag 12. júlí firá kl. 13.00 - 17.00 á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og fer fram á ensku. Þátttaka er öllum opin án endurgjalds. Markmiðið með málþinginu er að stuðla að breiðri og upplýstri umræðu um líftækni og erfðavísindi. Það er ekki einungis ætlað vísindamönnum, heldur öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér möguleika líferfðatækninnar á nýrri öld. Dagskrá: Aðfaraorð Introduction Bemhard Pálsson, stjórnarformaður Urðar, Verðandi, Skuldar og prófessor í lífverkffæði við Kaliforníuháskólann í San Diego, opnar þingið. Líferfðatæknin, bylting á nýrri öld Genomics and the Revolution in Medicine of the 2is' Century Leroy Hood, prófessor í líftækni við Washingtonháskóla og stofnandi fjölda fyrirtækja á sviði líftækni. Upplýsingabyltingin f tfffræði The Information Revolution in Biology Shankar Subramaniam, prófessor í lífupplýsingatækni við Kaliforníuháskóla og Supercomputer Center í San Diego og stofnandi Biological Workbench á Veraldarvefnum. Hagnýting ofurgreiningartækni f tífvísindum High Throughput Experimental Technology and the Birth of Discovery Science Glen A. Evans, stofhandi nokkurra líftæknifyrirtækja. Þar á meðal Nanogen sem stendur einna fremst í DNA ftögutækni í dag. Kaffihlé Krabbamefn: Frá samefndum til tækninga Cancer: From Molecules to Medicine Nick Short, fyrrverandi ritstjóri líffræðideitdar vísindatímaritsins Nature. Hann er kunnur ráðgjafi á sviði líftækni. Giidi öftugra ættfræðiupplýsinga Why Large and Very Deep Pedigrees Are So Important Bruce Walsh, prófessor við háskólann í Arizona. Hann er líftölfræðingur og skrifaði eina helstu kennslubók sem til er á því sviði. Hagnýting hugverka á tfrnum tfftækninnar Intellectual Property in the Genomic Age: Gold Rush or Land Grab? Cathryn Campbell, lögfræðingur og sérfræðingur í einkaleyfalögum. Þroskaferflt tfftæknifyrirtækja Birth, Upbringing and Adulthood for a Biotech Company: The Corporate Attorney's Viewpoint M. Wainwright Fishburn Jr. J.D. sem er kunnur lögmaður á sviði hlutafélagalaga og fyrirtækjarekstrar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 525 3600 eða með tölvupósti til uvs@uvs.is. & tfi i uvs imOUM V£K£)AND* »KUU> ÍGElrAtíú GZMMW# (UfHt'OHArHM í|róttir á Netinu <g> mbUs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.