Morgunblaðið - 12.07.2000, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Kóreuríki
ekki sam-
einuð í bráð
KIM Dae-jung, forseti Suður-
Kóreu, sagði í fyrradag, að
ólíklegt væri, að Kóreuríki
sameinuðust næstu tvo ára-
tugina. Nauðsynlegt væri að
samtvinna efnahagslíf beggja
ríkjanna áður en til sameining-
ar kæmi en þau yrðu hins veg-
ar að vinna að því að ná fullum
sáttum strax. Sagði Kim, að
efnahagslífið í Norður-Kóreu
væri í molum og sameinuðust
ríkin undir þeim kringum-
stæðum, myndi það aðeins
valda óánægju og erfiðleikum.
Vísaði hann til reynslunnar af
sameiningu Vestur- og Aust-
ur-Pýskalands í því sambandi.
Ríflegur
afgangur
í Svíþjóð
BÚIST er við, að afgangur á
fjárlögum sænsku stjórnarinn-
ar verði allt að 783 milljarðar
ísl. kr. á þessu ári og upp undir
435 milljarðar kr. á þvi næsta.
Verður ríkisreksturinn á
næsta ári betri en áður hafði
verið spáð. Sænska ríkið hefur
einnig hagnast vel á því að
bjóða út hlutabréf í fjarskipta-
fyrirtækinu Telia eða um 530
milijarða ísl. kr.
Dýr mistök
í prentun
MISTÖK við prentun valda
því, að auðveldara verður en
ella að falsa nýja 100-evra seð-
ilinn. Skýrði þýska blaðið
Frankfurter Allgemeine Zeit-
ung frá því í gær. Mistökin
geta þýtt það, að prentvinna í
hálft ár og rúmlega 2,3 millj-
arðar ísl. kr. hafi farið í súg-
inn. Varða þau svokallaða
Omron-tækni, sem þróuð var í
Japan, en hún kemur í veg fyr-
ir, að unnt sé að ljósrita seðl-
ana. Evran tekur við sem
gjaldmiðill 1. janúar árið 2002
og talsmaður þýska seðla-
bankans sagði í gær, að þá
færu aðeins í umferð seðlar,
sem væru fullkomlega öruggir.
Bashar fékk
97,29%
atkvæða
BASHAR al-Assad var sam-
þykktur sem '16. forseti Sýr-
lands í þjóðaratkvæðagreiðslu
í fyrradag og fékk hann
97,29% atkvæða. Mohammed
Harbah, innanríkisráðherra
Sýrlands, greindi frá þessu í
gær og sagði, að nærri níu
milljónir manna hefðu komið á
kjörstað en það svaraði til
94,59% allra kjósenda. 22.439
manns voru andvígir Bashar,
sem er 34 ára að aldri og tekur
við af föður sínum, Hafez
heitnum al-Assad.
Skjálfti í
Alaska
ÖFLUGUR jarðskjálfti, 6,5 á
Richter, varð í Alaska í gær og
eru upptökin talin hafa verið
nálægt Kodiak-eyju, 470 km
suðvestur af Anchorage, höf-
uðstað ríkisins. Ekki er vitað
til, að skjálftinn hafi valdið
nokkrum skemmdum. Mikil
útgerð er frá Kodiak-eyju og
þar búa nærri 14.000 manns.
AP
Þessar svissnesku kýr voru í gær á beit í haga í Splugenskarði í Sviss, rétt við ítölsku landamærin, þar sem hitastigið hafði lækkað verulega og snjólín-
an færst niður í 1.400 metra. Margir vegir á þessum slóðum voru ekki færir nema bflum á vetrardekkjum.
Kæfandi hiti, votviðri og
sni ókoma í E vrópu
Aþenu. Reuters.
ÞÚSUNDIR hektara af skógiendi
og ræktarlandi og hundruð heim-
ila hafa brunnið upp í miklum
skógareldum á Balkanskaga, ít-
alíu, Tyrklandi og víðar í Suður-
og Suðaustur-Evrópu. Þar hafa
verið óskaplegir hitar að undan-
fórnu en á sama tíma hefur verið
kalt og vætusamt í norðanverðri
álfunni. Sem dæmi um það má
nefna, að miklum snjó kyngdi nið-
ur í Alpafjöllum í gær.
Aðeins í Grikklandi hafa um
150 eldar eyðilagt 10.000 hektara
og á eynni Samos er um þriðjung-
ur alls lands ein rjúkandi rúst.
Þar brann inni nærri tíræð kona
en eldarnir og hitarnir hafa kost-
að tugi manna lífið á Balkan-
skaga og í Tyrklandi. Hefur hit-
inn verið yfir 40 gráður í meira
en viku og horfur eru á nýrri
hitabylgju í Tyrklandi.
Annars staðar er kaidur loft-
massi norðan úr Evrópu að binda
enda á hitasvækjuna og svo mikil
eru umskiptin, að í gær var farið
að snjóa í Alpafjöllum, á Ítalíu og
í Sviss. I Þýskalandi var júnímán-
uður óvanalega heitur en það sem
af er júlí hefur verið þar mjög
vætusamt og kalt og einnig í
norðanverðu Frakklandi og víðar.
5-6 gráðum undir meðallagi
Sem dæmi má nefna, að í París
hefur hitinn verið fimm til sex
gráðum undir meðallagi síðustu
daga.
I austanverðri Evrópu, Rúmen-
íu og Búlgaríu, er hitasvækjan
heldur á undanhaldi og í fyrr-
nefnda landinu er nú spáð rign-
ingu í fyrsta sinn í langan tíma.
Þessar veðuröfgar eru ekki bara
bundnar við Evrópu því að í Arg-
entinu gerði óvanalegt kuldakast
í Cordoba-héraði í fyrradag og
setti þá niður allmikinn snjó. Þar
hafði ekki snjóað í mörg ár.
Reuters
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda um 100 km frá Aþenu.
Sjúklingar á Flórída höfða mál gegn bandarískum tóbaksfyrirtækjum
Krefjast 12.000 milljarða
króna í skaðabætur
Miami. AFP.
STEFNENDUR í málaferlum á
Flórída gegn bandarískum tóbaks-
fyrirtækjum hafa krafist þess að
þau verði dæmd til að greiða sjúkl-
ingum alls 154 milljarða dala, and-
virði tæpra 12.000 milljarða króna,
í skaðabætur vegna sjúkdóma sem
tengjast reykingum.
„Aldrei hafa jafn fáir valdið jafn
mörgum svo miklum skaða á svo
löngum tíma,“ sagði Stanley Ros-
enblatt, lögmaður sækjendanna,
þegar hann lauk málflutningi sín-
um á mánudag. Hann bætti við að
af þessum „mjög hófsömu" skaða-
bótum ætti eitt tóbaksfyrirtækj-
anna, Philip Morris, að greiða 75-
118 milljarða dala, andvirði 5.700-
9.000 milljarða króna.
Stefnt fyrir hönd sjúkra
reykingamanna
Málið var höfðað fyrir hönd allt
að hálfrar milljónar reykinga-
manna á Flórída er hafa fengið
sjúkdóma sem tengjast reykingum.
Dómarinn í málinu hafnaði í vik-
unni sem leið beiðni verjenda
tóbaksfyrirtækjanna um að skaða-
bæturnar yrðu takmarkaðar við 15
milljarða dala, andvirði 1.100 millj-
arða króna. Sett hafa verið lög á
Flórída sem kveða á um að ekki
megi dæma fyrirtæki til að greiða
svo miklar skaðabætur að þau
verði gjaldþrota. Búist er við að
dómur verði kveðinn upp í málinu
fyrir lok mánaðarins.
Tóbaksfyrirtækin höfðu áður
samþykkt að greiða ríkjum Banda-
ríkjanna 246 milljarða dala, tæpa
19.000 milljarða króna, vegna
kostnaðar ríkjanna af sjúkdómum
sem tengjast reykingum. Fyrir-
tækin samþykktu einnig árið 1998
að veita 100 milljónir dala, andvirði
tæpra sjö milljarða króna, í að-
gerðir til að stemma stigu við reyk-
ingum ungmenna. Rosenblatt benti
á að á sama tíma og fyrirtækin
veittu 100 milljónir dala í forvarnir
eyddu þau sex milljörðum dala, 460
milljörðum króna, í auglýsingar.
Hann gagnrýndi einnig forstjóra
fyrirtækjanna fyrir að hafa aldrei
beðist afsökunar á því að framleiða
og selja vörur sem yllu alvarlegum
sjúkdómum og neita því að þær
væru skaðlegar heilsunni. „Þeir
vissu 100% að afleiðingar blekkj-
andi athæfis þeirra voru sjúkdóm-
ar og dauði,“ sagði lögmaðurinn og
bætti við að gróði fyrirtækjanna
væri nú meiri en nokkru sinni fyrr.