Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 25
MÓRGUNBLAÐIÍ) MIÐVIKUDAGUR 12. JÍÍLÍ 2000 25 LISTIR Á leið í fyrstu deild tæru og hægferðugt líðandi út- setningu Elínar tandurhreint og af kyrrlátri yflrvegun. Eftir þessa litlu en áhrifamiWu tónsmíð, er skein ekW sízt í krafti þeirrar þroskuðu sjálfsafneitunar sem einkum karlkyns tónsmíðastallar höfundar á fyrri tónleikum dagsins hefðu stöku sinni getað lært af, kom álíka einföW og stílhrein kóralútsetning Báru Grímsdóttur fyrir blandaðan kór, Forgefíns muntu mér við þýðingu Jóns Ein- arssonar úr latínu, þar sem ómfríð en ónefnd stúlka úr sópran söng ein miðerindið af þremur milli „tutti“-sunginna úterinda. Jakob heitinn Hallgrímsson út- setti 1982 fallegt lag Ingibjargar Bergþórsdóttur við ljóð Matthías- ar Jochumssonar, Sýn mér, sólar- faðir, í hómófónískum kóralstíl. Vakti þar athygli vel úthugsuð dýnamísk mótun kórstjórans, sem ekW síður í næsta lagi - og raunar út í gegn - bar vott um miWð og markvisst starf í hinum unga kammerkór frá þvi er undirritaður heyrði síðast til hans í fyrrasumar. Ég byrja reisu mína, í senn hug- vitssamleg og látlaus útsetning Smára Ólasonar frá 1975 á ís- lenzku þjóðlagi við sálm Hallgríms Péturssonar, fór eigi varhluta af natinni ástundun kórsins að held- ur, og áberandi var hvað söngurinn var orðinn fágaður í inntónun, raddjafnvægi og almennri sam- hæfingu yfirleitt á aðeins tveim misserum. Hafi æfingar fyrir geisladisk kórsins, sem út kom sama dag, orðið þyngstar á metum þegar brýna átti dug og metnað söng- manna hefur það keppikefli greini- lega verið betra en ekkert. A.m.k. virtist augljóst, að taWst kómum að halda sama gæðadampi mun nýr meðlimur innan tíðar bætast í fyrstu deild íslenzkra kammer- kóra. Ríkarður Ö. Pálsson / Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT TOIVLIST Skálhol tskirkja SUMARTÓNLEIKAR Söngvar úr islenzkum handritum í útsetningum eftir Elínu Gunn- laugsdóttur, Báru Grímsdóttur, Jakob Hallgrímsson og Smára Ólason. Kammerkór Suðurlands u. stj. Hilmars Amar Agnarsson- ar. Sunnudaginn 9. júlí kl. 16:40. SEINNI sumartónleikar sunnu- dagsins í Skálholti voru óvenju- stuttir og mynduðu n.k. inngang að Hátíðarmessu í Wrkjmmi þar á eft- ir. Kammerkór Suðurlands undir stjóm Hilmars Amar Agnarsson- ar flutti þar án undirleiks fjórar kórútsetningar eftir jafnmai'ga höfunda á lögum úr íslenzkum handritum. Útsetjarar héldu sig að þessu sinni öllu meir „á mottunni", ef svo skyldi kalla, en á fyrri tón- leikum dagsins, þar sem farið var vítt og um vítt í tóntaW og sálma- lagið foma jafnvel í sumum tilvik- um orðið næsta óþekkjanlegt. Þó að útsetningar seinni tónleik- anna bæra óhjákvæmilega einhver mörk af samtíð útsetjaranna fengu upphaflegu laglínumar fomu nú meira að njóta sín eins og þær komu af skepnunni. Enda hvort tveggja mikilvægt, varðveizla og lífræn endurgerð. Og vonandi móðgast enginn við þá frómu ósk manns að beztu lögin rati sem allra víðast, t.a.m. einnig í metnaðarfull- um djass- og rokkútsetningum. Að maður tali ekW um söng barna og ungmenna í kómm og grunnskóla. Elín Gunnlaugsdóttir átti heið- urinn af fyrstu útsetningunni, Sál mín, elskaðu ekki heitt, fyrir kvennaraddir við texta sr. Sigurð- ar Jónssonar frá Presthólum. Fríðari hluti Kammerkórs Suður- lands hlaut þar sérstakt dömufrí og söng hina þétt skrifuðu en samt Gergíev áfram í Rotterdam FÍLHARMÓNÍUHLJÓMSVEIT Rotterdam hefur endurráðið aðal- hljómsveitarstjóra sinn, Valeríj Ger- gíev, til næstu fimm ára. Hefur hann gegnt starfinu frá árinu 1995 en á ámnum 1989 til 1992 kom hann reglulega fram sem gestastjórnandi í Rotterdam. Pá hefur Rob Óverman tekið við starfi framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar en þeir Gergíev hafa margsinnis unnið saman að um- fangsmiklum óperusýningum og tónleikum. Rotterdamfílharmónían er ný- komin úr velheppnaðri tónleikaferð um Japan og á Hollandsdeginum á Heimssýningunni í Hannover flutti hljómsveitin Aðra sinfóníu Mahlers að viðstaddri Beatrix drottningu. Þá vöktu tónleikar fílharmóníunnar við lok Evrópumóts landsliða í knatt- spyrnu, sem haldið var í Belgíu og Hollandi, athygli. Næstu stórverk- efni hljómsveitarinnar em tvennir tónleikar á BBC Proms í Lundúnum í ágúst og Gergíev-hátíðin, sem haldin er ár hvert í september, auk þess sem hljómsveitin verður í lykil- hlutverki á næsta ári þegar Rotter- dam verður menningarborg Evrópu. sparar... — og kominn í heimsmetabókina! Á tímum síhækkandi bensínverðs skiptir eyðslan bíleigendur gríðarlegu máli, sérstaklega þegar Ijóst er að lítraverðið fer í 100 krónur. Það er vandfundinn bíll sem eyðir minna bensíni en Daewoo Matiz. Nýlega komst hann í Heimsmetabók Guinness fyrir litla bensíneyðslu, þegar honum var ekið 3.899 km.á aðeins 122 lítrum -geri aðrir betur! Ef þú sérð brosandi bíleiganda á bensínstöð, þá er hann eflaust á Matiz! Nýr Matiz fyrir 457 krónur á dag!: Verð: Matiz S kr. 829.000,- Matiz SE kr. 899.000,- MatizSE-X kr. 966.666,- * Matiz S, útborgun kr. 165.800,- eftirstöðvar til 72 mánaða. Miðað við bílasamning og verðbólguspá. Gamli bíllinn þinn getur líka verið útborgun. Bílabúð Benna 'Vagnhöfða 23 og Kringlunni • Sími 587-0-587 • www.benni.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.