Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 36

Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 .*&Jmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORDIS VIKTORSDÓTTIR + Þórdís Viktors- dóttir fæddist á Akureyri 24. apríl 1954. Hún lést í Reykjavík 30. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. júlí. Mig langar til að minnast kærrar vin- konu minnar og mág- ■’ikonu tO margra ára Þórdísar Viktorsdóttur. Ég kynntist Dísu fyrir tæpum 30 árum síðan þegar hún kom með Ragga bróður mínum til okkai- Péturs til að passa fyrir okkur elsta bamið okkar eina kvöldstund. Þá var hún aðeins sextán ára gömul. Mér líkaði strax vel við Dísu enda hafði hún einstaklega sterkan persónuleika og mikla út- geislun, sem engum duldist sem kynntist henni, enda laðaðist fólk að henni og átti hún óskaplega marga vini sem þótti vænt um hana. Sam- band okkar þróaðist síðan í það, að hún varð kær vinkona mín ekki síður en mágkona. Fyrsta íbúð þeirra .Jfagga og Dísu var við Tjarnargötu þar sem ávallt var opið hús fyrir gesti og gangandi og þar sem þau bjuggu svona miðsvæðis var gestagangurinn oft svo mikdl að manni var stundum um og ó en aldrei fann maður þó ann- að en að allir væru jafnvelkomnir enda var hún einstakur gestgjafi og góð heim að sækja. Augasteinninn hennar, sonurinn Halli, fæddist síðan í júní 1975 og var henni vart hugað líf á eftir vegna lifrarsjúkdóms sem kom í Ijós við fæðinguna. Þá var stutt á mdli lífs og dauða og gleymist mér *seint sólarhringamir á eftir þegar við biðum á milli vonar og ótta á hvorn veginn þetta færi en með vdjastyrk þínum Dísa mín, sem síðar átti eftir að koma betur í ljós og hjálp ensks læknamiðils, sem þú hélst sambandi við alla tíð síðan, varðstu nánast al- bata á einni nóttu. Dísa var einstak- lega gjafmild jafnt á blíðu og verald- lega hluti og mátti aldrei aumt sjá eða vita og fór fjölskylda mín og minna ekki varhluta af því. Hún var alltaf komin óbeðin til að hjálpa ef á þurfti að halda. Hún kynntist eftirlifandi manni sínum Þorsteini Þorsteinssyni um það bil ári eftir að Raggi og hún SÖLSTEINAR við Nýbýlaveg, Kðpavogi Sími 564 4566 Blómabúðin (^arðskom v/ Possvogskii*kjw9ai*ð 5ími: 554 0500 .NRAR,S OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AOAI.STRÆl'i -ÍII • 101 RKYKJAVÍK DavíÖ higcv Ohtfnv Útftirmstj. Útfarmstj. Útfnrmstj. LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR slitu samvistir. Þar var ég viss um að hún væri búin að finna góðan mann. Þau fluttu síðan til Finnlands þar sem þau bjuggu í nokkur ár eða til 1995 þegar hún greinist með sjaldgæft krabbamein, síðan hef- ur hún barist hetjulegri baráttu við sjúkdóminn. Það liðu þó aldrei nema örfáar vikur frá því að einni geislameðferðinni lauk þar td hefja þurfti nýja, þar sem ný æxli höfðu komið í Ijós, en aldrei kvartaði hún og var alltaf jafn- jákvæð og dugleg og viss um að bat- inn væri á næsta leiti og þetta væri bara eitt verkefnið enn til að sigrast á, þetta væri ekkert svo slæmt, eða eins og hún tók til orða „það gæti ver- ið verra“. Já, hún Dísa var algjör hetja sem hugsaði fyrst og fremst um aðra. Hún bar mikla virðingu fyrir Höddu systur sinni sem hún dáði og þótti óskaplega vænt um og var henn- ar stoð og stytta en foreldrar þeirra eru bæði látin. Henni hefði ekki getað þótt vænna um bömin þeirra Höddu og Palla þótt þau væru hennar eigin. Hún átti alltaf góð ráð til þeirra sem voru lasnir eða slappir en hún var búin að lesa adt það sem hún komst yfir um lyf og lækningar á krabba- meini og öðrum sjúkdómum sem hún fór mikið eftir og vann úr eftir því hvað hentaði henni. Dísa kenndi mér að staldra við og þakka fyrir hvem dag og meta lífið á annan hátt en ég hafði gert hingað td. Það var ekki allt jafnsjálfsagt og áður. Þótt leiðir þeirra Ragga hafi skdið þá var ada tíð mjög gott á mdli þeirra og var það ekki síst mökum þeirra að þakka. Dísa mín, ég, Imba systir og fjöl- skyldur okkar emm mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Við vottum Þorsteini, Halla, Höddu, Palla, bömum þeirra og öðr- um aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Hulda Haraldsdóttir. Þegar við í Búnaðarbanka íslands hf. fögnuðum 70 ára afmæli bankans þann 30. júní sl. barst okkur sú sorg- arfregn að Þórdís Viktorsdóttir, eig- inkona samstarfsmanns okkar Þor- steins Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra Verðbréfasviðs Búnaðar- bankans, hefði látist þá um nóttina. Það verður ekki sagt að dánarfregnin hafi komið okkur félögum Þorsteins í bankanum á óvart. Við höfðum fylgst með hetjulegri baráttu Þórdísar við hinn banvæna sjúkdóm, krabbamein- ið, um nokkurra ára skeið. Ég kynntist ekki Þórdísi fyrr en fyrir örfáum ámm síðan þegar þau hjónin fluttu heim til íslands eftir 10 ára dvöl í Finnlandi þar sem Þor- steinn hafði starfað við margvísleg ábyrgðarstörf hjá Norræna fjárfest- ingarbankanum en kom heimkominn til starfa hjá Búnaðarbankanum við að setja á stofn verðbréfasvið bank- ans. Sú viðkynning varð því miður styttri en ég hefði viljað en samt við- kynning sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég minnist með þakklæti samverustunda með þeim hjónum á ferðalögum bæði innanlands og utan. Þessar samverustundir voru gefandi fyrir ferðafélagana. En ferðalögin voru án efa erfiðari Þórdísi en hún lét í veðri vaka. Ég hygg að sú hetjulund, æðruleysi og lífsvilji sem Þórdís ávallt sýndi í veikindum sínum séu einstæð. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. að hafa fengið að kynnast Þórdísi Viktorsdóttur. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd Búnaðarbanka íslands hf. votta ég Þorsteini, eiginmanni Þórdísar, og fjölskyldunni allri inni- legustu samúð. Sólon R. Sigurðsson. Besta vinkona mín er dáin. Ár af von og ótta eru liðin. Hugurinn leitar út í Ijósið. Hugsunin hverfur til minn- inganna um stórkostlegar upplifanir og ævintýra sem við áttum saman. Það er eins og ómurinn af rödd henn- ar berist til mín, þar sem ég sit við skrifborðið og leita að einhverjum upphafspunkti í minningargrein. „Ó blessuð vertu, þú getur þetta alveg, maður á ekki að gefast upp.“ Þórdís gafst aldrei upp og hún stappaði stál- inu í alla í kringum sig. Upphaf okkar kynna byggðist á tilfinningunni fyrir djúpum kærleika og vinskap. Fyrsta myndin sem upp kemur í hugann er frá páskum 1986. Við bjuggum þá báðar í Finnlandi með fjölskyldum okkar. Astkær systir mín var nýlátin. Umvafin hlýju ættingja og vina á ís- landi fyldi ég henni til grafar. Eftir sorgarferlið, kistulagningu og jai'ðar- för, tók við hversdagsleikinn í öðru landi, handan hafsins, þar sem sorgin og söknuðurinn helltist yfir af mikl- um þunga og erfíðir dagar fóru í hönd. En þá kom Þórdís. Þá kynntist ég fyrir alvöru þeim sanna hlýleika, samkennd og væntumþykju og þeirri jákvæðu sýn sem þú opnaðir í kring- um þig. Þú komst til mín á hverjum morgni, uppörvandi og hvetjandi. Með gönguskíðin í farteskinu dreifst þú okkur af stað í að minnsta kosti tíu km skíðagöngu á hverjum morgni. Við voi'um svo tímanlega á ferðinni að karlamir sem tróðu skorimar klukk- an átta voru ekki meira en tíu metra á undan okkur, og við fórum ekki alltaf auðveldustu leiðina. Við lögðum í brekkurnar þó að varað væri við þeim „Denna backe kan vara livsfarlig" (Þessar brekkur geta verið lífshættu- legar). Stoltar vorum við eftir hverja sigraða brekku og báðar hlökkuðum við til að segja bamabörnunum frá af- rekum okkar í fmnskum skíðabrekk- um þegar á elliheimilið væri komið heima á Islandi. Og brekkumar stækkuðu og urðu sífellt hærri og ægilegri í minningunni. Það sem þú varst mér, Þórdís, og fjölskyldu minni á þessum ámm var okkur svo ómetanlegt. Þú varst eina mannekjan sem ég gat leitað til með Pétur minn, aðeins þriggja ára, og þú varst eina manneskjan sem hann gat hugsað sér að gista hjá. Eftir aðeins nokkurra daga dvöl hjá ykkur Þorsteini og Halla var Pétur með það á hreinu að þjónusta ætti hann í rúmið með ný- pressaðan appelsínusafa. Síðan tóku leikirnir við, ýmis ævintýri og jafnvel frumskógaferðir til Afríku. Það var alltaf svo erfitt að ná upp í þennan klassa hennar Þórdísar þegar heim var komið. Arið 1988 skildi leiðir um stundar- sakir, en tveimur ánim síðar var að- eins vík milli vina. Ég og fjölskylda í Uppsölum, Þú og Þorsteinn enn í Helsinki. En nú hittumst við oft á ný. Liseleje á Sjálandi varð unaðsreitur engu líkur eftir að svipbragði þínu var komið á staðinn. Éinnig skíða- ferðir til Kungsberget. En brekkurn- ar þar voru ekkert á við afrekin í Finnlandi. En svo kom sorgin og vonin. Árum saman sveifluðumst við milli sigra og ósigra, milli vonar og ótta. Alltaf varð trúin á vonina öllu yfirsterkari. Það var ekki fyrr en síðustu mánuðina sem við vissum báðar hvert stefndi. En við héldum áfram að tala um lífið og það sem á eftir kæmi. í maí fórum við í langan bfltúr saman, til hennar Grétu frænku þinnar. Dagurinn var unaðsfagur. Við nutum saman hverr- ar mínútu í veðurblíðunni. Það var eins og við gætum snert lífið, tekið það í fangið, verið inni í allri tilver- unni. Tíminn hætti að skipta máli. Leiðin hætti að vera vegalengd. Allt þaut áfram, myndimar runnu hjá fyr- ir utan bflrúðuna og við nutum þess að bara vera til. Þessi stund á aldrei eftir að líða mér úr minni. Ég er sann- færð um að við eigum eftir að fara margar ferðir saman síðar. Þorsteini, Halla, Halldóru systur og öllum ættingjum og vinum send- um við Borgþór, Sólveig Fríða og Pétur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Vinarböndin halda um ókomin ár. Sólveig Pétursdóttir. Það er með trega en hugann fullan af Ijúfum minningum sem við kveðj- um nú æskuvinkonu okkar. Við höf- um þekkt Dísu lengi frá því í barn- æsku í HKðunum þar sem við í sameiningu bjuggum okkur undir líf- ið. Þannig stunduðum við saman Tónabæ, lærðum á lífið og drukkum í okkur siði fullorðins fólks. Félags- skapur okkar var svo stofnaður í formi saumaklúbbs sumaiið 1969 en þar skyldi framtíðin skipulögð og undirbúin. Snerist umræðan fyrst einkum um stráka en eftir því sem reynslan jókst í þeim efnum laut hún meira að giftingum, börnum og bleium. Dísa kynntist ung Ragga, fyrri eiginmanni sínum, og eignuðust þau saman soninn Halla sem var með fyrstu bömum sem fæddust innan hópsins. Alla tíð sýndi hún málefnum fjölskyldna okkar og sérstaklega bamanna mikinn áhuga. Hún var alltaf tilbúin að gefa sér tíma til að ræða við þau sem áttu í henni traust- an vin. Þegar við vorum svo farnar að búa var ávallt hægt að leita í smiðju hennar Disu um hvemig skyldi skapa hlý og góð heimili þar sem hug- myndaflugið fékk svo sannarlega að njóta sín en heimili hennar einkennd- ust ávallt af glæsileik og hlýju. Reglulega hefur saumaklúbburinn hist þótt lítið hafi farið fyrir sauma- skapnum á síðari áram. Þó gat Dísa ekki mætt á mánaðarlegar kjafta- samkomur okkar þar sem hún flutti ásamt Þorsteini, seinni eiginmanni sinum, og Halla til Finnlands 1986 en hún kom engu að síður reglulega heim þar sem slegið var upp átveisl- um! Eftirminnilegasta samvera okk- ar i saumaklúbbnum er þó án efa þeg- ar við ákváðum að gefa okkur sjálfum utanlandsferð í fertugsafmælisgjöf og heimsóttum Dísu, Þorstein og Halla til Finnlands sumarið 1994. Flugum við þá til Stokkhólms þar sem Dísa tók á móti okkur en þaðan var ferðinni heitið með feiju til Hels- inki. í siglingunni höguðum við okkur eins og unglingsstelpur frekar en mæður og ömmur. Til að mynda kenndi Dísa okkur að versla áfengi eftir útliti en ekki innihaldi þegar hún valdi flöskurnar eftir því hvernig þær litu út í vínskápnum! Það er ekki á færi allra að geta tekið á móti þvflíkri hersingu kvenna eins og móttökum- ar voru á heimili Dísu og Þorsteins þegar til Finnlands var komið. Þar tóku á móti okkur Þorsteinn og Halli og okkar biðu uppábúin rúm, enda- lausar kræsingar og ógleymanlegir dagar. Dísa sýndi okkur meðal ann- ars hversu vel hún hafði lagað sig að siðum innfæddra þegar hún fór með okkur í finnskt bað, þar syntum við allsberar í ísköldu vatni en á eftir barði hún okkur með hríslum í gufu- baði! Hún sýndi okkur hvflíkur heimsborgari hún var orðin þegar hún leiddi okkur milli veitingahúsa og djassklúbba höfuðborgar Finnlands. Einnig fengum við tækifæri til að njóta einstakrar eldamennsku henn- ar, sem einkenndist í senn af sígildri matai'gerð og djörfung, en vinnan í eldhúsinu var sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Nú er svo komið að við kveðjum Dísu vinkonu okkar allt of snemma. Eftir stendur að við höfum átt ógleymanlegar stundir með þess- ari sterku og kjörkuðu konu sem án efa hefur kennt okkur sitthvað um líf- ið og það sem því fylgir og fyrir það erum við þakklátar. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Þorsteins, Halla, Höddu og fjölskyldna þeirra. Megi guð varðveita ykkur og styrkja. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“(Kahil Gibran.) Saumaklúbburinn. Okkur systkinin langar til að minn- ast Þórdísar vinkonu okkar. Við kynntumst Þórdísi og fjöl- skyldu hennar fyrst er við bjuggum ásamt foreldrum okkar í Helsinki í Finnlandi, en þai- höfðu faðir okkar og Þorsteinn eiginmaður Þórdísar mikil samskipti vegna vinnu, þar sem þeir störfuðu á svipuðum vettvangi. Fljótlega myndaðist sterkur vin- skapur milli þessara tveggja fjöÞ skyldna sem haldist hefur síðan. í Finnlandi hrifumst við strax af þess- ari geislandi, skemmtilegu og lífs- glöðu konu sem alltaf var tilbúin að gera eitthvað fyrir okkm- systkinin og láta okkur líða vel í ókunnugu landi. Að flytja til annars lands getur verið erfitt fyrir sextán og þrettán ára unglinga. En þegar jafn yndisleg manneskja og hún Þórdís bjó í næsta nágrenni var auðveldara að sjá björtu hliðamar á lífinu og allt þyrfti ekki að vera eins ómögulegt og það leit út fyrir að vera, því bjarta hHð átti Þór- dís auðvelt með að finna á öllum mál- um. Við, ásamt foreldrum okkar, vor- um tíðir gestir heima hjá Þórdísi, Þorsteini og Halla syni hennar. Þór- dís var meistarakokkur og oftar en ekki borðuðum við dýrindis máltíðir hjá þeim, sem hún reiddi fram á sinn einstaka hátt. Minnisstæðast er þeg- ar við systkinin, sem höfðum ekki borðað kjúkling svo árum skipti sök- um þess hve okkur þótti hann bragð- vondur, komum í mat til Þórdísar og á boðstólum var kjúklingaréttur. Við litum hvort á annað og leist alls ekki á blikuna. Fyrir kurteisis sakir ákváð- um við að smakka og viti menn; kjúkl- ingur varð okkar uppáhaldsmatur eftir þetta og Þórdís í enn meira uppáhaldi. Við systkinin metum það mikils í lífi okkar að hafa fengið að kynnast Þórdísi. Þær eru fjölmargar gleðistundh-n- ar sem við og reyndar fjölskyldan öll áttum með henni. Þær stundir mun- um við geyma og aldrei gleyma. Elsku Þorsteinn og Halli. Megi Guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Minning okkar um einstaka konu mun ávallt lifa. Bergljót Þorsteinsdóttir, Þór- hallur Eggert Þorsteinsson. Hvað getur maður sagt þegar ynd- isleg kona fellur frá í blóma lífsins? Huggunarorð til handa eiginmanni og syni eru lítils megnug. En góðar minningar munu lifa. Þórdís Viktorsdóttir kvaddi þenn- an heim að morgni föstudagsins 30. júní eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þar hafði hver omistan rekið aðra og Dísa barist hetjulega og fór ávallt með sigur af hólmi, þar tfl nú. Við sem eftir sitjum hnípin eigum samt erfitt með að líta á Dísu sem sigraða, svo mikið sem hún kenndi okkur um æðruleysi og trú á erfiðum tímum. I okkar augum mun hún alltaf vera hetja. Hún ræddi sjúkdóm sinn af hisp- ursleysi, leit svo á að lækning væri til við hverju meini og hikaði ekki við að leita sér þekkingar jafnt í óhefðbund- inni sem hefðbundinni læknisfræði. Hún gat slegið á létta strengi, státað af íslandsmeti í geislameðferð og iðu- lega gat hún fengið okkur til að skelli- hlæja, þegar hún, með allan sinn húmor, lýsti á spaugilegan hátt þeim hremmingum sem hún var að ganga í gegnum. Kynni okkar Dísu spanna yfii' langt tímabil. Við kynntumst þegar við vorum að skríða yfir á táningsald- urinn og sprelluðum í gegnum tán- ingsárin saman. Disu lá á að verða fullorðin og byijaði ung í sambúð með æskuástinni, Ragnari Haraldssyni, fyrrverandi eiginmanni sínum, og fljótlega fæddist sólargeislinn henn- ar, einkasonurinn Haraldur. Hélst ávallt góð vinátta með þeim Dísu og Ragnari. Dísa varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast efirlifandi eiginmanni sín- um, Þorsteini Þorsteinssyni, núver- andi framkvæmdastjóra Búnaðar- bankans Verðbréfa. Heimili þeirra var í mörg ár í Finnlandi þar sem Þorsteinn gegndi mikilli ábyrgðarstöðu og undu þau hag sínum hið besta þar. Samsldpti voru stopul á þessum árum, þau í Finnlandi og við í Danmörku. Þótt langur tími liði stundum milli endur- funda var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Hjónaband Dísu og Þorsteins var afar fai'sælt, þar ríkti gagnkvæm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.