Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 41
FRETTIR
Búnaðarbankinn úthlut-
ar tólf námsstyrkjum
Á myndinni eru styrkþegar og aðstandendur þeirra sem ekki gátu
mætt, ásamt dómncfndarmönnum.
NÝLEGA afhenti Búnaðarbanki ís-
lands tólf námsstyrki til félaga í
Námsmannalínu Búnaðarbankans.
Þetta var í tíunda sinn sem Búnaðar-
bankinn veitir slíka styrki og að
þessu sinni var hver styrkur að upp-
hæð 150.000 kr.
Námsstyrkirnir skiptust þannig
að fjórir fóru til stúdenta við Há-
skóla Islands sem útskriftarstyrkir,
einn útskriftarstyrkur til nemenda í
íslenskum sérskólum og sjö styrkir
til námsmanna erlendis.
Þeir sem hlutu styi-ki að þessu
sinnivoru:
Brynhildur Heiðardóttir Omars-
dóttir hefur stundað nám í
bókmenntafræði við Háskóla Islands
frá haustinu 1997.
Eva Hlín Dereksdóttir lauk C.Sc.
prófi í vé]a- og iðnaðarverkfræði frá
Háskóla Islands nú í vor.
Flóki Halldórsson hefur lokið
B.A.-prófi í hagfræði við Háskóla ís-
lands.
Snævar Sigurðsson útskrifast nú í
sumar með B.S.-próf í lífefnafræði
við Háskóla íslands.
Birta Flókadóttir útskrifaðist í
tölvunarfræði með viðskiptafræði
sem aukagrein frá Háskólanum í
Reykjavík nú í vor.
Aslaug Ásgeirsdóttir stundar nú
doktorsnám í stjórnmálafræði við
Washington University í St. Louis í
Bandaríkjunum með alþjóðlega
stjórnmálahagfræði og samanburð-
arstjórnmálafræði sem sérsvið.
Edda Hrund Harðardóttir er á
öðru ári af fjórum í B.S. námi við The
Royal Academy of Music.
Erla Sigríður Grétarsdóttir legg-
ur nú stund á doktorsnám í klínískri
öldrunarsálfræði í University of
Louisville, Kentucky, Bandaríkjun-
um.
Erlendur Smári Þorsteinsson
stundar doktorsnám í reikniritum,
fléttufræði og bestun (Algorithms,
Combinatorics and Optimization) við
Carnegie Mellon University í
Bandaríkjunum.
Hrafnhildur Sigurðardóttir hefur
undanfarin tvö ár stundað fram-
haldsnám í skúlptúr við University
of Colorado í Boulder í Bandaríkjun-
um og lauk námi nú í vor með sæmd.
Hörður G. Kristinsson stundar nú
doktorsnám í matvælalífefnafræði
við University of Massachusetts í
Bandaríkjunum.
Jóna Finndís Jónsdóttir er við
meistaranám við University of Texas
í Austin, Bandaríkjunum og nemur
þar umhverfis- og vatnaverkfræði.
f styrkveitingarnefnd þetta árið
voru: Sveinbjörn Bjömsson fyrrver-
andi háskólarektor, Eiríkur Jónsson
formaður Stúdentaráðs Háskóla ís-
lands, Ólafur Sörli Kristinsson for-
maður Samtaka íslenskra náms-
manna erlendis, Jóhann Kristinn
Jóhannesson formaður Bandalags
íslenskra sérskólanema og af hálfu
Búnaðarbankans Jón Adólf Guðjóns-
son bankastjóri.
ICELANDAIR H(5tELS
Reykjavík • Keflavík • Flúðir • Höfn • Hérað • Kirkjubœjarklaustur
Kassi sem skiptir sköpum!
Neyðarkassinn sem er viðurkenndur af Kanadiska
heilbrigðiskerfinu hefur reynst einstaklega vel i Norður-
Ameríku. Hægt er að sníða kassann að þínum óskum,
hvort sem er við snjóflóða-, jarðskjáLfta- eða önnur svæði.
ALlar upplýsingar og sala í síma
rrri«i455Q
GJAiDFKJÁiST í> JGHXJSTUlíÚMEE
-■-t
darlausnir í áfalla
os neyðartilfellum
á óskalista
brúðhjónatm
mest selda heimilisvélin í 60 ár!
• 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu,
rauðu, guiu eða grænu.
• Fjöldi aukahluta
• íslensk handbók með uppskriftum fylgir
8 • Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir
§|| • Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón
fá glæsilega svuntu með ísaumuðum
nöftium sínum og brúðkaupsdegi.
Þú gefur ekki gagnlegri gjöf!
KitchenAid einkaumboð á Isiandi
Einar Farestveit &Co.hf.
BORGARTUN 28 - S: 562 2900 & 562 2901