Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 9

Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 9 Islandsmeistaramótið í svifflugi Hálf öld á milli yngsta og elsta keppanda Theodór Bl. Einarsson, flugstjóri hjá Flugleiðum og Islandsmeistari í svifflugi árið 2000. ÍSLANDSMEISTARI í svifflugi ár- ið 2000 er Theodór Bl. Einarsson með 2549 stig, í öðru sæti varð Stefán Sigurðsson með 2169 stig og í þriðja saeti varð Kristján Svein- bjömsson með 1832 stig. íslands- mótið í svifflugi var haldið á Hellu- flugvelli dagana 1. til 9. júní s.l. Islandsmeistaramót í svifflugi hafa verið haldin á Helluflugvelli annað hvert ár frá árinu 1958. Keppni í svifflugi snýst um að fljúga ákveðnar vegalengdir á sem skemmstum tíma en verkefnin eru ákveðin af mótstjóm í byrjum hvers keppnisdags. Keppt er um fimm verðlaunagripi. Jóhannes Hagan bikar sem var gefinn árið 1958 af þeim Arnóri Hjálmarssyni, Asbimi Magnússyni, Guðmundi Bjamasyni og Helga Fil- ippussyni til minningar um Jóhann- es Hagan, sem var meðal fmmherja í sviffugu hér á landi, en hann lést af slysförum í Kanada árið 1942. Bikar- inn er farandbikar og hann hlýtur Islandsmeistari í svifflugi. Atlanta-bikar, geflnn af hjónunum Arngrími Jóhannssyni og Þóm Guð- mundsdóttur, eigendum Atlanta, til eflingar svifflugs á íslandi. Bikarinn er eignarbikar og hann hlýtur ís- landsmeistari í svifflugi. Ráðherrabikar gefinn af Ingólfi Jónssyni samgönguráðherra árið 1963, en þann bikar, sem er farand- bikar, hlýtur sá keppandi sem nær bestum árangri í markflugi fram og til baka. Pfaff-skál, gefin af versluninni Pfaff hf, Reykjavík, árið 1969. Pfaff- skálin er farandgripur sem sá hlýtur sem nær bestum árangri í 100 km þríhyrningsflugi. Olís-bikar, gefinn af Olís árið 1992. Bikarinn er farandbikar og hlýtur sá sem nær bestum árangri í POST- flugi. Svifflug mjög háð veðri Svifflug er mjög háð veðurskilyrð- um og til þess að fljúga lengri vega- lengdir þarf öflugt hitauppstreymi sem verður til á sólríkum sumardög- um þegar hitastigið nær 18-25 gráð- um. Til að íslandsmót sé gilt þarf að ná tveimur gildum keppnisdögum, en keppnisdagur telst gildur ef 20% keppenda ná að fljúga ákveðna lágmarksvegalengd. Þrír gildir keppnisdagar náðust á mótinu nú og var unnið til allra ofangreindra verð- launa nema OLÍS-bikarsins sem ekki náðist að keppa um þar sem að- eins náðust þrír gildir dagar. Níu keppendur tóku þátt í mótinu: Einar Bjömsson, Hafsteinn Jónas- son, Kristján Sveinbjömsson, Magn- ús Ingi Óskarsson, Sigmundur And- résson, Stefán Sigurðsson, Steinþór Skúlason, Theodór Bl. Einarsson og Þórður Hafliðason. Til gamans má geta þess að yngsti keppandinn var 18 ára en sá elsti 68 ára. Islandsmeistari í svifflugi árið 200 er Theodór Bl. Einarsson með 2549 stig, í öðra sæti varð Stefán Sigurðs- son með 2169 stig og í þriðja sæti varð Kristján Sveinbjömsson með 1832 stig. Bestum árangri í fram og til baka flugi náði Theodór Bl. Ein- arsson og bestum árangri í 100 km þríhyrningsflugi náði Steinþór Skúlason. Hingað til hafa keppendur þurft að sanna flug sitt og staðsetningu við hornpunkta með myndatöku, en nú var sú nýbreytni tekin upp að GPS staðsetningartækjum með feril- skráningu var komið fyrir í öllum svifflugum og því hægt að sjá feril hvers og eins keppanda á íslands- korti á tölvuskjá eftir hvert flug. „Það auðveldaði vinnu mótstjómar- innar í alla staði, flýtti fyrir úr- vinnslu gagna og tryggði nákvæmni. Áður varð að senda myndir í fram- köllun eftir hvern keppnisdag og oft reyndist erfiðleikum háð að greina staðsetningu eftir ljósmyndum sem teknar vora í mikilli hæð. Hugbúnaðinn, forrit og GPS tæk- in lánaði R. Sigmundsson. Olís hefur verið styrktaraðili Islandsmóts í svifflugi til fjölda ára. Einnig hefur flugfélagið Átlanta verið traustur bakhjarl mótstjómar. Öllum þessum aðilum þakkar Svifflugdeild Fmí ómetanlega aðstoð og stuðning. I mótstjórn vora Bragi Snædal mótstjóri, Þórður ívarsson, sem sá um tölvuvinnslu, Skúli Sigurðsson tímavörður og Ólafur Gíslason start- stjóri. Undirbúningur og fram- kvæmd vora í höndum Baldurs Jóns- sonar formanns Svifflugdeildar Flugmálafélags íslands,“ segir í fréttatilkynningu frá mótsstjóm. Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar 1800 cc 112 i 2 • • • Hnakkapúðar 5 Hatalarar 4 Lengd 4,60 m Breidd 1,77 m Verð frá 1.659.000 kr. Peugeot 406 er aðlaðandi bifreið hvernig sem á hana er litið. Sumir heillast af frábærum aksturseiginleikum, aðriraf fágaðri útlitshönnuninni og öryggi bílsins er í margra augum það sem skiptir mestu máli. Peugeot 406 er stór bíll á verði smábíls, - kjörgripur á hjólum. Gunnar Bernhard ehf. Vatnagöróum 24 • s. 520 1100 Sýnmgar og prufubilar eru einnig á eftirtöidum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bilasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800. PEUGEOT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.