Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 12
12 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Lifað í
skugga
alnæmis
Alnæmi veldur fleiri dauðsföllum en nokkur
annar smitsjúkdómur og er fjórða algeng-
asta dánarorsökin á heimsvísu. Hröð út-
breiðsla veirunnar á undanförnum árum
þykir fela í sér margvíslega hættu. Efna-
hagur þjóða kann að hrynja og heil kynslóð
barna að alast upp munaðarlaus á meðan
heilbrigðiskerfí kikna undan fjölda sýktra
einstaklinga.
Reuters
Hinn níu ára gamli Aaron Lee tekur hér þátt í minningarathöfn um þá sem látist hafa úr alnæmi. f Singapore
tíðkast að brenna lfk þeirra sem deyja úr alnæmi innan súlahrings frá andláti og er því ættingjum boðið upp á
slíkar minningarathafnir í staðinn.
o
LÍKT þeim sem deyja
úr hjartasjúkdómum,
hjartaáföllum og önd-
unarerfiðleikum,
þremur algengustu
dánarorsökunum, er það unga fólkið
sem oftast greinist með alnæmi,
enda berst alnæmisveiran gjarnan
milli manna við kynmök. í dag er
talið að um 34,3 milljónir manna í
heiminum öllum beri veiruna og hef-
ur alnæmissmituðum fjölgað örar
en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.
Milli 11 og 16 milljónir manna eru
þegar taldar hafa dáið úr alnæmi.
Erfitt er að áætla nákvæmlega
fjölda þeirra sem veiruna bera því
samkvæmt nýlegri skýrslu UNA-
IDS, sem fer með alnæmismál fyrir
Sameinuðu þjóðimar, virðist smit-
uðum nú fjölga hraðar í dreifbýli en
þéttbýli. Lakara aðgengi að heil-
brigðisþjónustu og aukinn þekking-
arskortur í sveitum Indlands, þar
sem alnæmissmituðum fjölgar nú
ört, þýðir að erfitt er að segja fyrir
um hver þróunin verður. Alnæmi er
þó enn í huga flestra tengt þéttbýli
og eru það Afríkuríkin suður af Sa-
hara-eyðimörkinni sem hvað verst
hafa orðið úti. Að sögn Sameinuðu
þjóðanna kom alnæmi við sögu í
fimmta hverju dánartilfelli í álfunni
á síðasta ári.
Yfir 70% þeirra sem greinst hafa
með alnæmisveiruna eru búsettir í
þessum hluta Afríku 24,5 milljónir
manna. í Botswana er talið að þriðji
hver íbúi beri veiruna, fjórði hver í
Svasílandi, Zimbabve og Lesótó og
einn af hveijum fimm í Suður-Af-
ríku, Zambíu og Namibíu. Fleiri
hafa þó greinst með alnæmisveiruna
í Suður-Afríku en nokkru öðru ríki
og var áætlað við lok síðasta árs að
4,2 milljónir Suður-Afríkubúa væru
sýktar af veirunni. Alls smitast um
1.500 manns af alnæmisveirunni þar
í landi á hverjum degi og nýleg
skýrsla, sem ING Barings fjárfest-
ingabankinn framkvæmdi fyrir
stofnun sem kannar samskipti kyn-
þáttanna í Suður-Afríku, bendir til
þess að 250.000 muni deyja úr sjúk-
dóminum fyrir árslok. Og þá hafi
fjöldi smitaðra náð sex milljónum.
Forvarnir skilað miklu
í Uganda
Þegar fyrst fór að bera á út-
breiðslu alnæmis fyrir um 20 árum
voru það íbúar ríkjanna í miðhluta
Afríku - Úganda, Tansaníu,
Rúanda, Búrúndí, og Lýðveldsins
Kongó sem féllu í röðum. í Úganda
hefur baráttan gegn alnæmi nú skil-
að góðum árangri. Forvamastarf
hefur verið mikið og íbúar, sem
flestir eru múslímar, verið hvattir til
að nota smokka.
í fyrra voru 8% fullvaxta íbúa Úg-
AP
Húpur mútmælenda, ActUp, krefst þess hér að Vesturveldin gefi þrúun-
arríkjum eftir skuldir sínar þannig að veita megi þeim sem greinst hafa
með alnæmi betri umönnun. I dag eyða mörg ríki um fjúrum sinnum
hærri upphæð til greiðslu erlendra lána, en til heilbrigðismála.
AP
Alnæmissmitað barn tekur lyf sín á King Edward-sjúkrahúsinu í Suður-
Afríku. Um helmingur sjúklinga sjúkrahússins hefur greinst með al-
næmisveiruna.
anda smitaðir, en við upphaf tíunda
áratugarins báru 14% veiruna.
Margir hafa þó látist af völdum al-
næmis frá því veirunnar varð fyrst
vart líkt og rúm milljón munaðar-
lausra barna er til vitnis um. Paul-
ina Namayanja, sjötug kona, missti
sjö barna sinna úr alnæmi og baslar
nú sjálf við að ala upp 13 bamabörn.
Við upphaf 21. aldarinnar er al-
næmisveiran algengust í suðurhluta
Afríku og er fáfræði almennings, að-
gerðarleysi ríkisstjórna og þjóðfé-
lagsumróti gjarnan kennt um.
Botswana hefur lengi verið talin
var fyrirmynd annarra Afríkuríkja
vegna góðs efnahags og stöðugleika
í landinu. Búast má nú við að lífslík-
ur íbúa fari hríðlækkandi á næstu
árum og varaði Festus Mogae, for-
seti Botswana, á 13. alþjóða alnæm-
isráðstefnunni við því að íbúar ættu
á hættu að deyja út. Talið er að
35,8% landsmanna greinist nú með
alnæmisveiruna og að tveir þriðju
15 ára drengja í Botswana eigi eftir
að deyja úr sjúkdóminum.
Rússnesk rúlletta
I Franeistown, annarri stærstu
borg Botswana, bera 43-50% íbúa
alnæmisveiruna. Borgin er aðalán-
ingarstaður vörubflstjóra á leiðinni
suður frá Zambíu og Zimbabve.
Francistown á sinn þátt í útbreiðslu
alnæmisveirunnar, en bflstjórar
safnast gjarnan saman á börum og
næturklúbbum borgarinnar í leit að
skemmtun. „Maður fær sér nokkra
bjóra og gleymir," sagði Pula Masi-
megha, hermaður í Francistown.
„Maður kemur hingað, hittir stelpu
og fer með hana heim, ijósin
slokkna og maður gleymir. Við verð-
um bara að krossa puttana.“
Að krossa puttana í Francistown
virðist hins vegar álíka hættulegt og
rússnesk rúlletta. Að sögn Abedni-
ko Chinoi, eins vörubílstjórnanna,
er mörgum bflstjóranna kunnugt
um að þeir beri veiruna, en þeir líti
svo á að þeir séu þegar dauðir.
„Þeim er því alveg sama og halda
bara áfram eins og áður,“ sagði
Chinoi.
í Zimbabwe, nágrannaríki
Botswana, er fjórði hver íbúi smit-
aður og útlit fyrir að alnæmi kunni
að hafa alvarleg áhrif á efnahag
landsins vegna skorts á vinnufæru
fólki. Lítið fór fyrir hins vegar fyrir
umræðu um alnæmisvandann fyrir
síðustu þingkosningar þó þjóðin sé
að verða samsett af eldra fólki og
börnum. Heil kynslóð virðist hafa
horfið þar á milli, en um 12-14%
barna í landinu eru nú munaðarlaus
og er búist við að sú tala nái 30% á
næstu 20 árum.
Æ algengara er nú að eldri börnin
berjist við að halda saman fjölskyld-
unni eftir lát foreldranna og svipað
ástand ríkir í Zambíu. Þar hefur
hins vegar verið hafist handa við
auka skilning þeirra sem búa í dreif-
býli á þeim mikla vágesti sem al-
næmi er.
Hjálpræðisherinn í Chikinkata, í
suðurhluta Zambíu, hefur til að
mynda tekið upp á því að fá þorps-
og ættflokkahöfðingja til að sitja í
forvarnarnefnd þar sem vonlítið er
talið að sannfæra megi íbúa án að-
stoðar þeirra. Rótgrónar hefðir hafa
þurft að víkja fyrir forvamarstarf-
inu, en áður tíðkaðist t.d. að kona
skyldi gefin bróður manns síns við
lát hans. Sú hefð hefur nú verið lögð
niður vegna smithættu.
Miklar væntingar
í Suður-Afríku
Við upphaf tíunda áratugarins var
aðskilnaðarstefnan enn í fullu gildi í
Suður-Afríku og var landið meðal
þeirra ríkja heimsálfunnar þar sem
tiltölulega lítið bar á alnæmi. Þús-
undir suður-afrískra útlaga bjuggu í
Zambíu, Tansaníu og Úganda og sú
einangrun sem aðskilnaðarstefn-
unni fylgdi veitti sína vernd gegn
sjúkdóminum. 1993, ári áður en
fyrstu lýðræðislegu kosningarnar
fóru fram í Suður-Afríku, gerðu for-
svarsmenn Afríska þjóðaráðsins sér
þó fulla grein fyrir þeirri vá sem al-
næmi fylgdi.
Boðað var því til fundar og áætl-
un mótuð um hvernig best mætti
hindra útbreiðslu veirunnar. Vænt-
ingar flokksfélaga voru miklar þrátt
fyrir bágan fjárhag og litið var svo á
að gæti eitthvert þróunarríkjanna
reynst öðrum fyrirmynd í því hvern-
ig verjast mætti alnæmi þá væri það
sannarlega Suður-Afríka.
í árslok 1999 var talið að 4,2 mil-
ljónir Suður-Afríkubúa, eða einn
fimmti landsmanna, væri smitaður
alnæmisveirunni. Talan er hærri en
fyrir nokkurt annað ríki og alnæm-
isveiran útbreiddari en á Indlandi,
mun fjölmennara ríki, þar sem 3,7
milljónir bera veiruna. Ljóst má því
vera að áætlanir Afríska þjóðaráðs-
ins gengu ekki eftir og má án efa að
nokkru rekja hraða útbreiðslu al-
næmis í Suður-Afríku til þeirra sára
sem aðskilnaðarstefnan skildi eftir
sig.
Sex árum eftir að Afríska þjóðar-
ráðið tók við stjórn er þjakandi
kostnaður við umönnun alnæmis-
sjúkra, deyjandi og munaðarleys-
ingja að reynast ríkinu ofviða. „Eg
held ekki að það sé til nein ein ein-
föld skýring á því afhverju áætlanir
okkar gegn alnæmi brugðust,“ sagði
Morna Cornell, framkvæmdastjóri
alnæmisfélagsins í Suður-Afríku.
„En kjmþáttamálefnið hafði sitt að
segja.“
A níunda áratugnum voru flestir
þeir sem greindust með veiruna
samkynhneigðir, hvítir karlmenn.
Við upphaf tíunda áratugarins, á
sama tíma og kosningasigur Afríska
þjóðarráðsins var í sjónmáli, greind-
ist veiran orðið oftar hjá gagnkyn-
hneigðum blökkumönnum. „Þetta
var tvöfaldur smánarblettur," sagði
Mark Gevisser, suður-afrískur
blaðamaður. „Sjúkdómurinn breytt-
ist úr „plágu samkynhneigðra“ í
„svarta dauða,“ og það ýtti undir
staðnaða ímynd af hinum kynferðis-