Morgunblaðið - 16.07.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 15
Myndir í trú þjóðar
Sýning á nótum, textum
og myndum úr íslensk-
um handritum stendur
nú yfír í Skálholtsskóla.
Pétur Pétursson fjallar
hér um sýninguna sem
lýkur 2. ágúst.
UNDANFARIN fjögur ár hefur far-
ið fram umfangsmikil skráning á
tónlistarhandritum á vegum Colleg-
ium Musicum sem eru samtök um
tónlistarstarf í Skálholti. Við upphaf
sumartónleikanna í Skálholtskirkju
um seinustu helgi var efnt til ráð-
stefnu í Skálholtsskóla um þann tón-
listararf sem dreginn hefur verið
fram á ný. Þar fluttu innlendir og er-
lendir sérfræðingar á sviði handrita-
fræði og kirkjutónlistar merk erindi
sem sýna að á grundvelli þeirrar
skráningar og frumrannsókna sem
þegar liggja fyrir verður að endur-
meta tónlistarsögu þjóðarinnar - og
einnig myndlistarsögu. Við athugun á
handritunum kom í ljós að þau hafa
sum hver verið skrifuð af tónlistar-
menntuðum mönnum og einnig
myndlistarmönnum. Nótur og sálm-
ar eru listavel skrifaðir og handritin
skreytt og lýst myndum sem oftast
hafa beina trúarlega skírskotun. Á
vegum Collegium Musicum er hafin
skráning á myndlist í handritum sem
lítill eða enginn gaumur hefur verið
gefinn og Ijóst er að sú vinna á eftir
að skipta sköpum varðandi skilning á
hlut myndlistar í íslenskri menningu
og trúarhefð.
Ein myndanna á sýningunni í Skálholtsskóla.
Afrakstur fjögurra ára vinnu Coll-
egium Musicum undir stjórn Kára
Bjamasonar handritasérfræðings
var afhentur Landsbókasafni-Há-
skólabókasafni og Rannsóknarstofn-
un í helgisiðafræðum í Skálholti við
hátíðlega athöf í lok málþingsins.
Daginn eftir opnaði Einar Sigurðs-
son landsbókavörður sýningu í Skál-
holtsskóla á nótum, textum, skreyt-
ingum og myndum úr íslenskum
handritum frá ýmsum tímum. Sýn-
ingin ber yfirslaTft'fha: Myndir í trú
þjóðar. Ljósmyndirnar hafa verið
stækkaðar og hannaðar með bestu
fáanlegri tækni og gefa góða sýn í
þann myndræna fjársjóð sem hand-
ritin hafa að geyma. Hönnuður sýn-
ingarinnar er Ásrún Kristjánsdóttir
myndlistarmaður sem notið hefur
dyggs stuðnings tæknimanna frá fyr-
irtækinu Hans Petersen.
Rannsóknarstofnun f Helgisiða-
fræðum í Skálholti á nokkrar myndir
af nótnahandritum sem við hæfi þótti
að tengja þessari sýningu og prýða
þau veggi ráðstefnusalar skólans.
Tvær myndir sem skólinn hefur að
láni frá Listasafni Akureyrar til-
heyra einnig þessari sýningu.
Ekki eingöngu bundin
við orðið
Tjáning kristinnar trúar
er ekki eingöngu bundin við
orðið, sönginn og helgisiði.
Hún er um leið myndræn og
það er alvarlegur misskiln-
ingur þegar því er haldið
fram að þessi þáttur kristi-
legrar boðunar og guðrækni
hafi rofnað með siðbreyting-
unni. Það sýnir og sannar
þessi sýning svo ekki verður
um villst. Tjáning trúar og
trúarreynslu tekur á sig
ýmsar myndir og Ijóst er að
þeir sem rituðu umrædd
sálma- og nótnahandrit túlk-
uðu trú sína, trúarhug-
myndir og reynslu í mynd-
um. Þar má sjá samspil
hinnar lærðu hefðar og
táknmáls kirkjunnar sem
stofnunar og handbragð og
hugmyndir alþýðunnar.
Skrifaramir og myndlistar-
mennimir koma bæði úr
röðum lærðra og leikra.
Sýningin ber þess merki að
útfærsla og túlkun táknheims kristn-
innar í landinu var bæði fjölbreyttari
og litríkari en menn hafa hingað til
gert sér grein fyrir. í hinn myndræna
táknheim sem sýningin í Skálholts-
skóla opnar á kirkjan eftir að sækja
markvíst til að kanna eigin hefð sér
til endumæringar og endumýjunar
og myndlistarmenn geta sótt þangað
innblástur og efnivið um ókomin ár.
Höfundur er prófessor {kenni-
mannslegri guðfræði og rektor
Skálholtsskóla.
Tvær sitjandi
konur og
áhorfandi
MAÐUR nokkur virðir hér fyrir sér
eitt málverka spænska listamanns-
ins Pablos Picassos Tvær sitjandi
konur. Verkið sem er frá 1920 er á
sýningunni „Meistaraverk frá
Picasso til Beuys“ sem stendur
þessa dagana yfir í ríkislistasafninu í
Dússeldorf. Á sýningunni er einung-
is að finna 20. aldar verk.
-------------
Sýning
framlengd
SAMSÝNING Guðbjargar Lindar
Jónsdóttur og Valgarðs Gunnarsson-
ar i Listasalnum Man, Skólavörðu-
stíg 14, hefur verið framlengd til
laugardagsins 22. júlí næstkomandi.
Listasalurinn Man er opinn frá kl.
10-18 á virkum dögum en til 14 síð-
asta sýningardaginn, næstkomandi
laugardag.
34