Morgunblaðið - 16.07.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 16.07.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 23 Ljósmynd/Amþór Ragnarsson Morgunblaðið/Þorkell Áhöfn Bestu sem sigldi skútunni til íslands. Ljósmynd/Arnþór Ragnarsson Land fyrir stafni. Þegar nær íslandi dró varð bjart allan sólarhringinn. Sólin kemur upp á síðasta degi á leið til Reykjavíkur. Ljósmynd/Sjöfn Evertsdóttir Áhöfnin sem sigldi til Frakklands í Paimpol. Áhöfnin stillir sér upp í miðbæ Paimpol. í baksýn Restaurant L’Islandais. Friðrik Ingi, Baldvin Björgvinsson skipstjóri, Jóhannes B. Bjarnason Emil Pétursson, Am- þór Ragnarsson, Efri röð frá vinstri Magdalena Ásgeirsdóttir, Ragnar Hilmarsson, Áskeil Fannberg, og tílfur Hróbjartsson. Ljósmynd/Amþór Ragnarsson Brunað í átt að Frakklandsströndum. Frá vinstri Ingvar (greinarhöfundur), Magnús, Baldvin skipstjóri á stýrinu, Friðrik Ingi, og fremst Jói B. hagstæðum vindi vorum við fljót að ná þeim og komast einum 130 mílum fram úr. Við vorum vel útbúin, vorum með gervihnattasíma og tölvu og gátum tengst netinu í gegnum Radíó- miðun og fengið allar nýjustu veðurspámar. Þessar upplýsingar voru settar inn í siglingar- forritið Max Sea og þannig unnt að sigla sem hagstæðasta leið með tilliti til veðurs, vinds og strauma. Einnig var sjálfvirkur staðsetningar- búnaður um borð í öllum skútunum. Búnaður- inn sendi staðarákvaðnir til keppnisstjórnar, sem gat þannig fylgst með skútunum allan tím- ann og birti jafnóðum á Netinu. Við fréttum að ein skútan hefði neyðst til að hætta keppni og snúa til írlands með brotið stýri eftir átökin við Norður-Atlantshafið. Land fyrir stafni! Það var stórkostlegt þegar við sigldum upp að landinu aðfaranótt mánudagsins 26. júní eft- ir 8 sólarhringa í hafi. Það var bjart alla nóttina og himinn fagur rauður. Sólin lyfti sér yfir land- ið, höfrungar syntu með bátnum og súlur, máv- ar og lundar þöndu vængi í kappi við skútuna. Það var ekki dansað á dekki en spennan og kátínan um borð var ósvikin, þetta eru þær stundir sem lifa í hugum okkar. Vosbúðin og barningurinn að baki - nú ríkti sigurgleðin ein. Við höfðum alltaf ætlað að auka forskotið þegar á heimavöllinn væri komið - stinga Frakkana endanlega af á Faxaflóanum sem er okkar leik- völlur í siglingum. En enn einu sinni kom hið óútreiknanlega íslenska veðui’ á óvart - við lentum í logni! Þokuðumst að vísu aðeins nær - óþarflega nærri Akranesi á tímabili en síðan löturhægt í átt að Reykjavík. Úti við sjóndeildarhringinn birtist segl - franskt segl á skútunni Gravlinga sem við viss- um að væri næst á eftir okkur. Þeir voru greini- lega í góðum byr og geystust áfram. Fljótlega fengum við þennan byr einnig í okkar segl og tókum endasprettinn. Móttökurnar voru stór- kostlegar - fullt af fólki um allar fjörur og mannfjöldi á hafnarbakkanum. Það var ekki laust við að upp tæki sig meðfædd feimni. Okk- ur hafði tekist það sem við ætluðum okkur; að vera fyrst í mark. Til baka til Paimpol Það var tilkomumikið þegar keppendur voru ræstir frá Reykjavík hinn 5 júlí. Eg reikna með að það hafi verið púðurskot í fallbyssunni sem var notuð en henni var miðað út á sundin og nægur var hávaðinn. Það var frekar léttur vind- ur á móti, Besta er best undan vindi en ekki eins góð á beitingunni. Það var því Gravlinga sem tók forystuna. Eftir að við komum fyrir Reykjanesið var vindurinn í bakið alla leið til Frakklands! Fljót- lega fórum við framúr Gravlinga og jukum síð- an forskotið jafn og þétt alla leið til Frakklands. Framan af var léttur hliðarvindur og við sigld- um á 8-10 sjómílna hraða. Á aðeins tveimur sól- arhringum vorum við komnir tæpar 400 mílur. Við Rockall gátum við síðan farið að sigla beggja skauta byi’, vindhraðinn jókst og við þurftum að rifa seglin. Á tímabili var stórseglið með fjórrifað og stormfokka uppi, vindhraðinn var 30 til 40 hnútar og við flugum áfram á 12-16 sjómflna hraða og skútan planaði eins og sagt er þegar loft myndast undir henni og hún lyftist að stórum hluta upp úr sjónum. Oldumar lyftu einnig undir bátinn, það er stórkostleg tilfinn- ing að renna (sörfa) á öldunum, mesti hraði var 22,3 sjómflur, þá stóð áhöfnin öskrandi af gleði aftast í stýrisrýminu. Tveir síðustu sólarhringar reyndu á áhöfn- ina, svona sigling tekur sinn toll. Ein vindhvið- an keyrði bómuna í sjóinn svo festingar slitn- uðu. Eftir það feyktist bóman þvert yfir „kúventist" og auka afturstag (runner), slitn- aði. Ef einhver hefði orðið fyrir bómunni hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, svona atvik hafa kostað mannslíf. Einnig er algengt að mastrið eða bóman hreinlega brotni við slíkar aðstæður. En sem betur fer sluppum við með skrekkinn og eftir smálagfæringar og með að- eins minni segl uppi brunuðum við áfram í svarta myrkri í átt að lokamarkinu. En Ægir konungur minnti enn einu sinni á sig þegar hann sendi stórt brot yfir bátinn. Stýrisrýmið aftast fylltist af sjó allir sem þar voru stóðu í sjó upp að hnjám. Stýrimaðurinn keyrðist upp að stýrinu en slapp án meiðsla. Sem betur fer komst ekkert vatn niður í káetu, en byrði aftast í bátnum gaf sig og rýmið undir stýrisrýminu fylltist af sjó. Allar lensidælur í skútunni voru rafknúnar nema þessi eina og urðum við að handdæla stanslaust úr því allt þar til keppninni lauk. Komið í mark Það voru þreyttir en stoltir Islendingar sem stóðu í stafni þegar við nálguðumst mai-kið. Á móti okkur kom lijörgunarbátur, sem var ekki kominn til að bjarga okkur heldur flutti fjöl- miðlafólk að mai-klínunni. Yann vinur okkar úr keppnisstjórninni og fleira fólk var komið til að fagna okkur. Það er mjög mikið fjallað um sigl- ingar í Frakklandi og þessi keppni vakti greini- lega mikla athygli. Það var skrifað um komu okkar í blöðunum og viðtöl í útvarpi og sjón- varpi. Talað var um að við hefðum sett hraða- met og til að finna sambærilegan árangur þarf að leita til ársins 1985. Það var í hinni heims- þekktu Whitbread-keppni kringum jörðina sem ein skútan fór hraðar en Islendingarnir gerðu í þetta sinn. Gleði okkar var ósvikin og reyndar ákveðinn feginleiki líka. Töfraorðin þrjú; rúm, sturta og steik og lífið brosir við manni. Við höfum ekki bara tekið þátt í siglingar- keppni heldur höfum við öll sem þátt höfum tekið í þessu ævintýri upplifað eitthvað miklu meira og stærra. Fyrirfram vissum við ekki hvað við vorum að fara út í - kannski verður upplifunin enn sterkari fyrir bragðið. Ég hafði reyndar heyrt um franska sjómenn á íslands- miðum, franska spítalann, Frakkastíg o.s.frv. en nú hef ég upphfað þessa sögu af eigin raun. í sland hefur verið mikill örlagavaldur í lífi fólks á þessu svæði eins og kemur fram í Fransí Biskví, bók Elínar Pálmadóttur: „Þó hafa skapast viss tilfinningatengsl fólks- ins í litlu fiskiþorpunum á norðurströnd Frakk- lands, sem gerðu út til íslands, til þessa lands norður í höfum. Þar höfðu orðið eftir og horfið á Íslandstímanum um fjögur hundruð skip. Og um 4.000 franskir fiskimenn höfðu hlotið þar vota gröf eða hvíldu í litlum kirkjugarði hjá þessu fólki, sem þama bjó, eða í skriðu við ein- hvern fjörðinn. Þrátt fyrir sorgir og harðræði, átti það sína á eða við ísland. Sú taug er enn ekki slitin í bæjum Islandsfaranna, hjá afkom- endum þessara fiskimanna. Og er nú farið að rækta þau tengsl með ýmsu móti, gagnkvæm- um heimsóknum og upprifjun á kynningarsýn- ingum og í bókum.“ Við höfum svo sannarlega fundið fyrir þess- um tilfinningatengslum hér í Paimpol. Við er- um stolt og ánægð með að hafa lagt okkar af mörkum til að rækta þau. Daginn fyrir upphaf keppninnar var haldið upp á sautjánda júní í Paimpol með mikilli salt- fisk- og sfldarveislu í stórum tjöldum á hafnar- bakkanum. Hvarvetna blakti íslenski fáninn við hún og þjóðin átti sína fulltrúa á staðnum. Það stendur til að halda þessa keppni aftur eftir þrjú ár og við erum ákveðin í að taka þátt í henni. Vonandi verða fleiri áhafnir frá íslandi þá með. ■ Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu skútunnar á Netinu, en slóðin er www.besta.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.