Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 42
*42 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
EG FRETTI Ab PU HAFIR SVARIt)
AFPÉR FREKARA SJÓNVARPSGLÁP
'ZS&L
JU, EG ER
BYRJAÐUR AÐ
LESAAFTUR! J
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329
Mann-
réttindabrot
Opið bréf til sjávarútvegsráðherra
og yfirmanna hans
Frá Sigurði Vilhjálmssyni:
STERK hefð er í minni ætt fyrir út-
gerð smábáta á handfæraveiðum.
Sá réttur minn að sækja lífsbjörg-
ina í sjóinn mér og mínum til fram-
færslu hefur ranglega verið af mér
tekinn og öllum mínum afkomendum
um ókomna tíð. Eftir meira en 1000
ára hefð fyrir handfæraveiðum án
þess að nokkum tíma hafi til ofveiði
komið er það gert með þeim rökum
að skammta þurfi rétt manna til
handfæraveiða, annars séu fiski-
stofnamir í stórútrýmingarhættu og
ýmsum öðmm falsrökum svo sem
því að kvóta þurfi á handfærabáta
eins og á skuttogara sem reyndar
voru kallaðir ryksuguskip áður en
við íslendingar fóram að nota þau og
tel ég það vera rétt nafn á þessi skip.
Reynslan hefur sýnt það að engir
fiskibankar í heiminum þola þau til
lengdar, enda era þau þurftafrekar
risaeðlur og munu deyja út. Eg er
mjög ósáttur við þessa þróun fisk-
veiðimála og vil benda á rétt minn til
fiskiveiða með handfæram í atvinnu-
skyni í gegnum þá hefð sem skapast
hefur í gegnum mína ættarsögu.
Þorsteinn Gíslason langafi minn frá
Meiðastöðum í Garði keypti sér sex
manna far í atvinnuskyni. Afi minn
Halldór Þorsteinsson frá Vörum í
Garði réri þessum bát þegar það
hentaði og fisk var að fá. Það gerði
faðir minn Vilhjálmur Halldórsson
frá Brekku í Garði líka. Ég, Sigurð-
ur Vilhjálmsson, réri þessum bát
síðastur til fiskveiða. Þessi sjósókn
mín og minna langfeðra var til þess
gerð að sækja lífsbjörgina í sjóinn
þegar hún gafst og þörf var fyrir.
Þessi bátur er enn til en ég má ekki
róa honum til fiskveiða í atvinnu-
skyni, heldur aðeins til að fiska í soð-
ið fyrir mína fjölskyldu.
Það er ekki fullnægjandi fyrir
hinn venjulega vinnandi mann, því
það kostar orðið mikla peninga að
eiga bát, það opinbera sér til þess.
Ég vil skora á Árna Mathiesen að
leyfa hándfæraveiðar á allt að sex
tonna bátum nú þegar og án allra
takmarkana af
hálfu stjómvalda,
náttúra og veður
sjá um það, og
hætta þessari
valdníðslu og
mannréttinda-
brotum strax. Ég
veit að útgerðar-
menn og þá sér-
staklega verk-
Sigurður smiðjuskipa
Vilhjálmsson munu mæla móti
þessu og gengur þeim það helst til
að missa ekki írá sér hæfa sjómenn
sem era orðnir langþreyttir á mikl-
um fjarverum frá sínum fjölskyldum
og geta ekki unnt þessum starfs-
mönnum sínu þess hlutskiptis að
hafa hugsanlega gott kaup á litlum
bát og lifa heilbrigðu fjölskyldulífi.
Þessi þáttur í fiskveiðistjórnkerfinu
hefur orðið útundan í umræðunni
um kvótann enda hefur sú umræða
snúist mest um blindan kapítalisma
og hann er ekki mannvænn. Skora
ég því á stjórnvöld að sjá að sér í
kvótamálum og í þessari misnotuðu
frjálshyggju sem nú tröllríður þjóð-
félaginu.
Blindur kapítalismi á ekki að ráða
lögum á Islandi, stefnum heldur að
betra mannlífi og jafnari efnahags-
legum kjöram fólks og munum að
við eram allir íslendingar og eigum
að vera jafnir fyrir lögum. Þeir sem
era sama sinnis og ég í þessum efn-
um, látið í ykkur heyra á opinberam
vetvangi eða sendið mér bréf eða
póstkort með nafni, kennitölu og
heimilisfangi. Það ræðst af samstöðu
okkar hvert framhaldið verður. Með
þeirri ósk og kveðju að frelsi og jafn-
rétti verði staðreynd fyrir alla ís-
lendinga.
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON,
Holtsgötu 42, Njarðvík
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Brúðhjón
Allur boröbiínaöur - Glæsilcg gjafavara - Briiöhjönalistar
r> VERSLUNIN
Lnngavegi 52, s. 562 4244.