Morgunblaðið - 16.07.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 16.07.2000, Síða 56
Jl www.varda.is Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankin n MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNU, 103REYKJAVÍK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3010, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 16. JULI2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Joseph E. Stiglitz, fyrrverandi ráðgjafi Clintons Oþarfur ótti við verðbólgu JOSEPH E. Stiglitz, fyrrverandi að- stoðarbankastjóri Alþjóðabankans og aðalhagfræðiráðgjafi Clintons Bandaríkjaforseta, segir að almennt talað hafi væg verðbólga ekki slæm áhrif á hagvöxt. Hægt sé að hleypa verðbólgu lítillega upp og ná henni niður aftur þegar aðstæður leyfi. „Við, sem störfuðum í stjóm Clin- tons, sannfærðumst um að hagfræði- ^hega er ekki hægt að réttlæta það að einblína á verðbólguna og við sann- færðumst einnig um að það er þess virði að taka þá áhættu að verðbólga aukist ef það er til þess gert að draga úr atvinnuleysi. í ljós kom að þetta var rétt skoðun og við komumst að þeirri niðurstöðu að sá mikli ótti sem er við verðbólguna sé alveg óþarfur," segir hann. Stiglitz segir að nánast sé aiger samstaða meðal hagfræðinga um að verðbólga undir tíu prósentum hafi .^.engin slæm efnahagsleg áhrif. Hann segir að það sem máli skipti sé hversu vel stofnanir þjóðfélagsins séu í stakk búnar til að laga sig að verðbólgunni. Háir vextir draga ekki endilega úr verðbólgu Stiglitz segir að háir vextir einir og sér, án reglna á fjármálamarkaði, slái ekki endilega á verðbólgu þar sem þeir dragi meira fjármagn inn í landið. Meira fjármagn geti örvað hagkerfið og sú örvun sem stafi af umfram- eftirspum sem valdi verðbólgunni. Hann segir þó að vaxtahækkun hafi nokkur áhrif, þar sem hækkun gengis vinni gegn verðbólgu. Háir vextir dragi ekki endilega úr heildareftir- spum innanlands sé fjármagni leyft •^að flæða afskiptalaust inn í landið. ■ Hófleg verðbólga/10 Morgunblaðið/Golli Leyndardómar Snæfellsjökuls EINIJ sinni datt mönnum ekki f hug að klífa fjöll. í dag láta menn sig ekki muna um að setjast upp á vélsleða og bruna upp um fjöll og fimindi. Vin- sælt er til dæmis að bregða sér upp á Snæfellsjökul og er næsta auðvelt að ná tindinum á vélknúnum farartækjum. Spumingin er bara hvort það er eins skemmtilegt eftir á og hvort menn verða þá af leyndardémum Snæ- fellsjökuls. Þrír menn í varðhald vegna lögreglurannsóknar á innflutningi amfetamíns Mesta magn efna sem náðst hefur í einu ÞRÍR rúmlega tvítugir menn vom úrskurðaðir í mánaðar gæsluvarð- hald að kröfu fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík í gær vegna rannsóknar á innflutningi rúmlega 8 kílóa af amfetamíni í hraðsendingu hingað til lands í vikunni. Aldrei hef- ur meira magn náðst í einu lagi og mest hefur verið lagt hald á 6,1 kíló „ Fjöldi gesta fagnar Islendingi í Brattahlíð Brattahlíð. Morgunblaðið. HÁTÍÐARHÖLDIN á Grænlandi vegna iandafúndaafmælis hófúst í Brattahlfð um miðjan dag í gær með því að víkingaskipið Islendingur kom til Brattahlíðar. Skipinu og áhöfn þess var vel fagnað af fjölda •^fgesta sem dreif að úr nágrannabæj- um og nágrannalöndum, bæði vest- an hafs og austan. Meðal gesta vora Margrét Þór- hildur Danadrottning og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands. Grænlendingar á kajökum og Umi- ak-skinnbátum tóku á móti íslend- ingi á Eiríksfírði og fylgdu honum siðasta spölinn. í gær hófst víkinga- inúítahátíð í Narsarsuaq og afsteypa af Leifsstyttu var afhjúpuð í Bratta- hlíð. Taka 45 víkingar frá átta lönd- um þátt í víkingahátíðinni undir sfjóm Jóhannesar Viðars Bjama- sonar, veitingamanns í Fjörukránni. í dag verða Þjóðhildarkirkja og bær Eiríks rauða f Brattahlíð tekin formlega í notkun og á morgun verður kristnitökuhátíð í Görðum. amfetamíns á einu og sama árinu. Tollgæslan uppgötvaði á fímmtu- dag að í hraðsendingu, sem kom frá Þýskalandi, hefði verið komið fyrir amfetamíni. Fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík handtók síðan þrjá menn um tvítugt. Hafði einn þeiira komið til landsins frá Kaup- mannahöfn í vikunni. Lögreglan krafðist í Héraðsdómi Reykjavíkur gæsluvarðhalds yfir mönnunum til 10. ágúst nk. og samþykkti héraðs- dómari það. Ómar Smári Armannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði lögregluna í Reykjavík hafa við rannsókn þessa máls notið góðs sam- starfs við tollgæsluna og lögregluna í Hafnarfirði. Ómar Smári sagði að svo virtist sem lítið hefði verið til af amfetamíni hér á landi að undanförnu. Það litla sem til hefði verið hefði verið mikið blandað og því hefði verðið ekki hækkað þrátt fyrir skortinn. Aætlað væri að amfetamín þetta hefði mátt tvöfalda til þrefalda í magni áður en það færi í umferð hér á landi. Hann sagði að mesta magn amfetamíns, sem lagt hefði verið hald á fram að þessu síðan efnið sást fyrst hér á landi árið 1975, hefði verið 6,1 kíló samtals allt árið 1996, 5,5 kíló allt ár- ið 1999 og 5,1 kíló allt árið 1995. Ekki hefði því áður verið lagt hald á jafn mikið magn amfetamíns hér á landi, hvað þá í einni sendingu. 10 kíló amfetamíns á árinu Það sem af er þessu ári hafa toll- gæsla og lögregla lagt hald á tæp- lega 10 kíló af amfetamíni. Auk þessa, og þess sem lagt hefur verið hald á vegna afskipta lögreglu af fólki, var eitt og hálft kíló af amfeta- míni tekið af manni og konu þegar þau komu hingað í gegnum Leifsstöð skömmu fyrir páska. í framhaldi af því voru þrír aðrir handteknir. „Framundan er ein mesta útisam- komuhelgi ársins. Lögregla og toll- gæsla eru þá jafnan á varðbergi því reynslan hefur sýnt að þá er reynt að nýta aðstæður til að koma efnum sem þessum á framfæri. Yfirvöld munu gera sem fyrr það sem þau geta til að spoma við innflutningi eit- urlyfja og halda uppi eftirliti en komi til þess að einhverjum verði boðin eiturlyf er rétt að minna á að þá gefst þeim tækifæri til að hafna slíkum efnum og draga þannig úr áhuga manna á að flytja þau til landsins." Tveir menn slasast í spreng- ingu og eldsvoða í Njarðvík Samferða í 70 ár ®BÚNAÐARBANKINN Trwntur banki 170 tr SPRENGING varð og eldsvoði í Bílaréttingu Sævars Péturssonar við Fitjabakka í Njarðvík laust fyrir há- degi í gær. Tveir menn slösuðust og voru fyrst fluttir í Sjúkrahús Suður- nesja en síðan á Landspítalann við Hringbraut í Reykjavík. Tilkynnt var um slysið klukkan 11:50 til slökkviliðs Reykjanesbæjar og var allt tiltækt lið sent á vettvang en verkstæðið er í iðngörðum aust- ast í Njarðvíkum. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins er óljóst hvað sprengingunni olli en vinna var í gangi í verkstæðinu þeg- ar slysið varð. Slökkvistarfi lauk klukkan 12 en eldur breiddist ekki út í önnur fyrirtæki í húsinu og er það þakkað því að þau eru vel einangruð hvert frá öðru. Morgunblaðið/Júlíus Miklar skemindir urðu á verkstæðinu við sprenginguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.