Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 1

Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 172. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR1. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Landsþing Repúblikanaflokksins sett í Ffladelfíu Forskot Bush á Gore fer minnkandi SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var í gær, hefur AI Gore, for- setaefni demókrata í bandarísku kosningunum í nóvember, saxað á forskot George W. Bush, forsetaefn- is repúblikana. 42% aðspurðra sögð- ust ætla að kjósa Bush og 38% Gore. Könnunin náði aðeins til fólks sem er líklegt til að neyta atkvæðisréttar síns í kosningunum. Munurinn er meiri í könnunum sem ná til allra skráðra kjósenda. John Zoby, sem stjórnaði könnun- inni, sagði hana benda til þess að kosningabaráttan hefði lítið breyst við það að Bush valdi Dick Cheney, fyrrverandi vamarmálaráðherra, sem varaforsetaefni sitt. Landsþing repúblikana var sett með pomp og prakt í Fíladelfíu í gær og Bush var þá formlega útnefndur forsetaefni flokksins. Ennfremur var samþykkt stefnuskrá fyrir kosning- amar í nóvember. Er þar tekin hóf- söm afstaða í nokkmm málum en flokkurinn heldur þeÚTÍ afstöðu sinni að banna eigi allar fóstureyð- ingar, jafnvel þegar líf bamshafandi kvenna er í hættu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti gagnrýndi Repúblikanaflokkinn í gær og sagði hann fela „slæm stefnu- mál“ í fögmm umbúðum landsþings- ins. ■ Reynt að milda/27 Frambjóð- andinn George W. Bush, sem í gær var formlega útnefndur forsetafram- bjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandarfkjunum, heilsar stuðnings- mönnum sfnum í Dayton í Ohio-ríki. I gær ávarpaði hann samkomu í Há- skólanum í Dayton, þar sem hann ítrekaði boðskap sinn undir slag- orðunum: „Við getum gert betur“. Bush var ekki viðstaddur setningu landsþings repúblikana í Fíladelfiu í gær, þar sem útnefning hans var formlega staðfest, en eiginkona hans, Laura, hélt til þingsins og flutti þar ávarp í gærkvöldi. Sagði hún meðal annars að hvorki niður- stöður skoðanakannana né svipti- vindar stjórnmálanna myndu hafa áhrif á grundvallarviðhorf eigin- manns síns. Rússland Aukinn hag- vöxtur Moskvu. AP. UM 7% aukning mældist á hagvexti í Rússlandi fyrstu sex mánuði ársins að því er Viktor Khristenkó, fyrsti að- stoðarforsætisráðherra landsins, greindi frá á vikulegum fundi ríkis- stjórnarinnar í gær. Yfírlýsing Khristenkó er talin slá á ótta Rússa um minnkandi hagvöxt þó vissrar svartsýni gæti meðal nokk- urra ráðherra stjórnarinnar. Að sögn Khristenkó mældist verðbólga ekki yfir 1% í júlí og kvað hann enn fremur verðbólgu í ár mælast 18-20% sam- kvæmt nýlegri spá í stað 35% líkt og gert hafði verið ráð fyrir eftir verð- hækkanirí júní. Hagvöxtur í Rússlandi hefur aukist undanfarið ár eftir efnahagshrunið 1998 en það átti sér stað í kjölfar minnkandi hagvaxtar síðastliðins áratugar. Hátt olíuverð og lágt gengi rúblunnar hafa átt sinn þátt í þessari þróun enda Rússar með stærri olíuút- flytjendum. Undanfarið hefur rúblan hins vegar hækkað gagnvart banda- ríska dollaranum og vara sérfræðing- ar nú við því að verð á olíu muni falla. German Gref, ráðherra viðskipta og verslunar, sagði til að mynda í við- tali í gær að hagvöxtur árið 2001 myndi mælast minni en í ár. „Breyt- ingar á hagvexti undanfarinna mán- aða neyða okkur nú til að endurskoða jöfnukerfíð sem notað er við mælingu á verðbólgu hvers árs, hagvexti og gengi rúblunnar fyrir fjárlög ársins 2001,“ sagði Gref í viðtali við dagblað- ið Vedomosti. Ráðgjöf betri en lyf London. Reuters. HJÓNARÁÐGJÖF er árangurs- ríkari og ódýrari leið en lyfja- meðferð til að takast á við þung- lyndi, sainkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, er birtar eru í dag. Maki, eiginmaður eða eigin- kona þess sem á við þunglyndi að stríða getur veitt sjúklingnum betri hjálp við að komast upp úr þunglyndi og forðast frekari köst en hefðbundin þunglyndislyf. „Markmið ráðgjafarinnar er að færa þungamiðjuna frá hinum þunglynda og leggja áherslu á sambandið," sagði prófessor Jul- ian Leff, við Geðlæknamiðstöðina í London. „Hugmyndin er sú, að ef sam- bandið batnar og makinn veitir stuðning er líklegt að sjúklingn- um fari að líða mun betur.“ Niðurstöðurnar eru birtar í nýjasta hefti British Journal of Psychiatry. Samkvæmt þeim skiptir hvorki máli hvors kyns þunglyndissjúklingurinn er né hversu alvarlegt þunglyndið er. Barak stóð naumlega af sér vantrauststillögu Jerúsalem. Reuters. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, stóð í gær naumlega af sér vantrauststillögu sem borin var upp gegn stjórn hans af stærsta stjórnar- andstöðuflokknum, Likud. Greiddu 50 þingmenn atkvæði gegn tillög- unni og jafnmargir með henni. Atta sátu hjá. Sextíu og eitt atkvæði hefði þurft til að fá tillöguna samþykkta, en 120 sæti eru á þinginu, Rnesset. Hefði tillagan verið samþykkt hefði ríkisstjórnin fallið og efna hefði þurft til kosninga, og möguleikar Baraks á að gera friðarsamkomulag við Palestínumenn hefðu orðið að nánast engu. Þetta var síðasta tæki- færið sem þingið hafði til að greiða atkvæði um vantrauststillögu áður en það fer í sumarfrí sjötta ágúst. Fréttaskýrendur telja að Barak muni nota tímann þangað til til þess að halda friðarumleitunum áfram og tryggja stöðu samsteypustjórnar sinnar. Aður en atkvæðagreiðslan fór fram síðdegis í gær fór Barak þess á leit við þingheim að hann legði pólitísk bitbein til hhðar og samein- aðist að baki stjórninni til þess að tryggja frið og öryggi í landinu. Moshe Katsav, nýkjörinn forseti ísraels. En leiðtogi Likud, Ariel Sharon, svaraði því til, að Barak hefði brugð- ist. Hann hefði snúið tómhentur heim frá friðarviðræðum við Palest- ínumenn í Bandaríkjunum og gefið hættulegt fordæmi fyrir framtíð Israels. Katsav kjörinn forseti Vantrauststillagan var borin upp skömmu eftir að þingmenn höfðu kjörið Moshe Katsav, frambjóðanda Likud, forseta ísraels, en frambjóð- andi stjórnarflokksins, Shimon Per- es, varð undir. Peres er friðarverð- launahafi Nóbels og fyrrverandi forsætisráðherra í Israel. Hann er ákafur stuðningsmaður friðarsamn- inga við Palestínumenn. Utanríkisráðherrann í stjórn Bar- aks, David Levy, hafði hótað að segja af sér nema Barak myndaði þjóð- stjórn með hægrimönnum, en hótan- ir hans urðu öllu veigaminni í gær þegar hann gekkst inn á að greiða ekki atkvæði með vantrauststillög- unni. Hefur hann frestað því til morguns að ákveða hvort hann segir af sér ráðherraembætti, en þá mun þingið taka fyrir tillögu um að boða til kosninga. Levy sat hjá í atkvæðagreiðslunni um vantrauststillöguna í gær, og nokkrir fyrrverandi meðlimir í stjórn Baraks, fulltrúar Shas-flokks bókstafstrúaðra, mættu ekki til þingfundar þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Barak hefur ekki útilokað mögu- leikann á þjóðstjórn með þátttöku Likud, en slíkt myndi tryggja að hann yrði áfram forsætisráðherra. En Likud-flokkurinn er andvígur miklum tilslökunum í samningum við Palestínumenn, og því myndi þjóð- stjóm gera Barak erfíðara um vik að ná friðarsamningum. ■ Nýr forseti/28 MORGUNBLAÐHE) 1. ÁGÚST 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.