Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 2

Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alagning tekjuskatts og útsvars nemur 85,6 milljörðum kr. Tekjuskattstofn einstaklinga hækkaði um 34 milljarða SAMANLÖGÐ álagning tekjuskatts og útsvars fyrir árið 2000 nemur 85,6 milljörðum króna og skiptist því sem næst jafnt milli ríkis og sveitarfé- laga. Tölur um álagningu opinberra gjalda á ein- staklinga og þá sem reka fyrirtæki í eigin nafni fyrir árið 2000 liggja nú fyrir og munu álagningar- seðlar berast landsmönnum á næstu dögum. Á seðlunum koma fram upplýsingar um álögð gjöld vegna síðasta árs, þær bætur sem framtelj- endur eiga rétt á, vangreidd gjöld og endur- greiðslur vegna ofgreiddrar staðgreiðslu 1999. Framteljendur ríflega 217 þúsund Helstu niðurstöður skattaálagningar eru þær að tekjuskattstofn einstaklinga hækkaði um 34 milljarða, eða liðlega 10% milli ára, úr 321 millj- arði 1998 í tæpa 355 milljarða 1999. Framteljend- ur voru 217.327 að þessu sinni og fjölgaði um 1,7% milli ára. Álagðir tekjuskattar einstaklinga nema 42,6 milljörðum kr. og hækka um 15% frá fyrra ári. í frétt frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að þessi hækkun endurspegli fyrst og fremst mikla hækk- un tekna einstaklinga á síðasta ári. Hér er um að ræða almennan tekjuskatt, sérstakan tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt til ríkisins. Álagt útsvar til sveitarfélaga nemur 43 milljörð- um og hækkar um 5 milljarða milli ára. Sérstakur tekjuskattur hækkar um tæplega fjórðung; úr ein- um milljarði á síðasta ári í um 1,2 milljarða nú. Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nem- ur 2,5 milljörðum kr. borið saman við 1,5 milljarða í fyrra. Hækkunin milli ára nemur um 70% og end- urspeglar mjög aukin umsvif á fjármálamarkaði á síðasta ári. Til að mynda hækkaði fjármagnstekju- skattur af arði og söluhagnaði hlutabréfa um 530 milljónir kr. milli ára. Eignarskattur hækkar verulega í kjölfar mikillar hækkunar fasteignaverðs að undanfömu, sem aftur leiddi til hækkunar á fast- eignamati á árinu, hækkar álagður eignarskattur verulega milli ára, eða um ríflega 40%, og fer úr 2,1 milljarði kr. 1998 í 2,9 milljarða 1999. Eignir heimilanna hafa hækkað um tæplega 139 milljarða kr., eða 13,4% milli ára. Þessa hækkun má að langstærstum hluta rekja til fasteigna, eða um 103 milljarða. Á sama tímabili hafa skuldir heimilanna aukist um tæpa 50 milljarða, eða 13,7%. Skuldir heimilanna sem hlutfall af eignum hafa því lækkað lítillega milli ára. Greiðslur vegna vaxta- og barnabóta nema 7,5 milljörðum kr., þar af koma 3,8 milljarðar til greiðslu nú um mánaðamótin. Þetta eru svipaðar fjárhæðir og greiddar voru út í fyrra. Vaxtabætur hækka nokkuð, eða um 300 milljónir, og fara úr 3,7 milljörðum í fyrra í tæplega 4 milljarða kr. í ár og gætir þar einkum áhrifa aukinna umsvifa á fast- eignamarkaði. Barnabætur lækkuðu um 200 milljónir kr. Barnabætur lækkuðu hins vegar um tæpar 200 milljónir, úr 3,8 milljörðum í 3,6 milljarða, en það má fyrst og fremst rekja til áhrifa hækkunar tekna heimilanna, að því er fram kemur í frétt ráðuneytisins. Þar segir einnig að frádráttur frá tekjuskatts- stofni vegna hlutabréfakaupa hafi aukist lítillega milli ára og hafi numið um 2,2 milljörðum kr. á síð- asta ári. Samkvæmt þessu megi ætla að skattaaf- sláttur vegna hlutabréfakaupa sé á bilinu 800-900 milljónir kr., eða svipað og tvö síðustu ár. Niðurstöður álagningarinnar eru að mestu í takt við áætlanir, skv. frétt ráðuneytisins. Eignar- skattar og fjármagnstekjuskattur eru þó heldur umfram áætlanir og það mun, að óbreyttu, skila sér í betri afkomu ríkissjóðs en reiknað er með í fjárlögum yfirstandandi árs. ■ Guðni/11 Ljósmynd/Gunnþór Ægir Malar- flutninga- bíll valt á hringtorgi MALARFLUTNINGABÍLL með fullan vagn af möl valt á hringtorg- inu við Rafstöðvarveg og Sævar- höfða snemma í gærmorgun. Við óhappið dreifðist mölin um götuna og loka varð hringtorginu í a.m.k. klukkustund. Vélskófla var fengin til að moka mölinni í burtu. Eftir að mölinni hafði verið mokað burt og gatan þrifin var unnt að opna fyrir umferð á nýjan leik. Umferðartafír í nágrenni Reykjavíkur á sunnudaginn Langar bílalestir TALSVERÐAR umferðartafir urðu á Suðurlands- og Vesturlandsvegi í nágrenni Reykjavíkur á sunnudag- inn og mynduðust langar bílalestir. Umferðin gekk þó slysalaust og lítið um hraðakstur. Umferðin byrjaði að þyngjast eftir hádegi og náði hámarki um kl. 18. Umferðarteljari Vegagerðarinnar við Sandskeið sýnir að þegar um- ferðin var hvað þyngst fóru um 1.200 bílar um Suðprlandsveg á klukku- stund. Bjöm Ólafsson, forstöðumað- ur þjónustudeildar Vegagerðarinn- ar, segir að slíkar tölur sjáist afar sjaldan. Meðalfjöldi bifreiða á þess- um vegarkafla er um 8.000 bílar á sólarhring að sumarlagi. Ef umferð- in væri eins mikil allan sólarhringinn og þegar hún varð hvað mest á sunnudaginn jafngildir það því að sólarhringsumferð hafi verið um 26.000 bílar. Björn segir að vegirnir séu einfaldlega ekki byggðir til að anna slíkum fjölda bifreiða enda varla réttlætanlegt þar sem umferð- arþunginn verði sjaldan svo mikill. Því hljóti ætíð að verða einhverjar tafir á mestu álagstímum. Björn bendir fólki á að hægt er að fá upplýsingar um umferðarþunga á þjóðvegum, veður og færð á heima- síðu Vegagerðarinnar. Einnig er hægt að hringja í síma 1779. Umferð bí Fjöldi bíla hverjar 10 rr Qnn . . _. a frá laugardegi til ínútur mánudags... Heimild: Vegagerðin, vefsíða Lai 2í oíýD igarc I. júl i. Stinnudagt 30. júlí jr Mánuda 31i. júlí 9 onn á Sandskeic i—jk 150 -j Jj 1 lllij 100ltf Kjalarn esi v uL Wi ,f. % m * Ukl.18 21 0 9 12 15 18 21 0 3 9 12 15 Grunuð um að hafa valdið dauða Hallgríms GÆSLUVARÐHALD yfir konu, sem úrskurðað var til 24. júlí vegna rannsóknar á láti Hallgríms Elís- sonar á Leifsgötu 10, rann út í gær. Að kröfu lögreglunnar hefur gæsluvarðhald yfir henni verið framlengt til 5. september næst- komandi. Konan er grunuð um að hafa valdið dauða Hallgríms. Ekki var talin ástæða til að gera kröfu um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem einnig sat í gæslu- varðhaldi 24.-31. júlí vegna sama máls. Hallgrímur er talinn hafa látist eftir hádegi sunnudaginn 23. júlí sk af völdum áverka sem hann hlaut á hálsi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni miðar rannsókn málsins vel. Eftir er þó að yfir- heyra fólk um einstaka efnisþætti rannsóknarinnar og er því ekki á þessari stundu hægt að upplýsa nánar um málsatvik. ------------- Fjármála- ráðuneytið skuldajafnar FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skuldajafnað vaxtabótum á móti af- borgunum af gjaldföllnum íbúðalán- um íbúðalánasjóðs. Miðað er við gjalddagann 15. júní 2000 og eldri gjalddaga sem voru ógreiddir 5. júlí 2000. íbúðalánasjóður mun endurgreiða þeim sem greiddu gjaldfallnar af- borganir íbúðalána sinna vegna fyiT- greindra gjalddaga eftir 5. júlí en fyrir 30. júlí í fyrstu viku ágústmán- aðar. í frétt frá íbúðalánasjóði segir: „Skuldajöfnun þessi er nú fram- kvæmd í annað sinn og byggist a ákvæðum reglugerðar nr. 64/1999 um greiðslu vaxtabóta. Ki'öfur íbúðalánasjóðs eru 14. í röð þeirra krafna sem heimilt er að draga frá vaxtabótum." Hættir sem dómari við Hæstarétt ARNLJÓTI Björnssyni hefur verið veitt lausn frá störfum dómara við Hæstarétt íslands frá og með 1. september næst- komandi að eigin ósk, sam- kvæmt upplýsingum sem feng- ust í forsætisráðuneytinu. Arnljótur er fæddur 31. júlí Í934. Arnljótur var um árabil pro- fessor við lagadeild Háskóla Is- lands og kenndi m.a. skaða- bótarétt. Hann var forseti lagadeildar Háskóla íslands í tvígang. Arnljótur var skipaður dómari við Hæstarétt árið 1995. Fylkir gefur ekkert eftir i meistarabaráttu / B3 Barrichello fagnaði sigri í Hockenheim / B3 12! Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.