Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 12

Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Framkvæmdir ganga að mestu vel í Grafarholtshverfí Morgunblaðið/Kristinn Unnið er hörðum höndum með stórvirkum vinnutækjum að uppbyggingu Grafarholts og eru fyrstu lóðir orðnar byggingar- hæfar. Fyrstu ldðir orðnar byggingarhæfar Morgunblaðið/Kristinn Marga metra af símalinum þarf í nýtt hverfi, en alls er gert ráð fyrir 1.500 ibúðum í Grafarholtshverfinu. Grafarholt FRAMKVÆMDIR við Graf- arholt ganga að mestu sam- kvæmt áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar hjá gatnamála- stjóra. Senn líður að því að fyrsta og öðrum áfanga ljúki. Stefnt er að því að þriðja áfanga sé lokið 1. september og hinum fjórða I. október. Að sögn Árna Vals Garðarssonar, framkvæmda- stjóra Valar, hefur fyrsti áfangi verksins gengið vel að frátöldum nokkrum töfum síðastliðinn vetur. Búið er að malbika allar götur. Nú er unnið að frárennslislögnum fyrir utan lóðir. Lóðir fyrsta áfangans eru því orðnar bygg- ingarhæfar, segir Ami. 4.500 íbúar í hverfinu Grafarhoitshverfið er fyrsta íbúðarsvæðið í borginni austan Vesturlandsvegar. Alls er gert ráð fyrir 1.500 íbúðum í hverfmu fyrir um 4.500 íbúa. Uppbyggingin hefst í vest- urhluta hverfisins en þar munu rísa einbýlishús, fjöl- býlishús, raðhús, keðjuhús, tvíbýlishús og þyrpingar, alls um 600 íbúðir. Áætlað er að lóðir í austurhlutanum verði tilbúnar undir framkvæmdir árið 2002 og 2003. Höfundar heildarskipulags fyrir Grafarholt eru arkitekt- arnii' Hörður Harðarson og Þorsteinn Helgason á teikni- stofunni Arcus. Urðu þeir hlutskarpastir í samkeppni um skipulagið sem borgaiyf- irvöld efndu til um skipulagið á sínum tíma. Auk þess taka höfundar tillagna sem hrepptu annað og þriðja sætið í samkeppninni, Kanon arki- tektar ehf. og Arkitektaþjón- ustan, þátt í deiliskipulagi ákveðinna hluta hverfisins. Tveir þriðju hlutar Qölbýli Samkvæmt deiliskipulagi verða um tveir þriðju hlutar íbúðanna í fjölbýli, 32% í ein- býlis-, rað og keðjuhúsum en um 6% í tvíbýlishúsum. Fjöl- býlishúsin verða tvær til þrjár hæðir. Minnstu fjölbýlishús- unum fylgja ekki bílskýli. Raðhúsin verða flest á tveim- ur hæðum með innbyggðum bílageymslum að hluta eða öllu leyti. Keðjuhús, sem standa þrjú til fimm saman á lóð, verða á einni hæð með innbyggðum bílageymslum. Parhús verða tveggja hæða með innbyggðri bílageymslu. Tvíbýlishús, þrjú til fimm saman á lóð, verða á tveimur til þremur hæðum. Bíla- geymslur verða innbyggðar. Einbýlishús verða tvær hæðir með innbyggðum bílageymsl- um. Kristnitökunnar minnst Götuheiti Grafarholtshverf- is voru valin til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku hériendis. Göt- urnar kallast Grænlandsleið, Guðríðarstígur, Gvendar- geisli, Kirkjustétt, Kristni- braut, Jónsgeisli, Maríubaug- ur, Ólafsgeisli, Vínlandsleið, Þjóðhildarstígur, Þorláks- geisli og Þúsöld. Torgin í hverfinu bera heitin Kross- torg, Sólartorg og Þórðar- sveigur. Hugmynd um svæði fyrir ökukennslu í Gufunesi Gufunes BORGARSKIPULAG hefur lagt fram tillögu um að af- mörkuð verði lóð fyrir Öku- kennarafélag Islands í Gufu- nesi, þar sem ráðgert er að koma upp svæði til aksturs- kennslu. Guðbrandur Boga- son, formaður Ökukennara- félags Islands, segir að félagið eigi úthlutað landi undir slíkt svæði í Smálönd- um, á horni Vesturlandsveg- ar og Suðurlandsvegar, og að borgaryfirvöld séu í samningum við Ökukennara- félagið um lóðaskipti. „Við teljum að okkur sé ekkert verr borgið á þessum stað. Ef það er vilji borgar- innar viljum við að sjálf- sögðu leysa það og vonum að sem flestir komi til sam- starfs við okkur, en þetta er nokkuð dýrt fyrirtæki. En það er líka fljótt að skila sér ef við getum dregið úr slys- um og aukið skilning fólks á beitingu tækjanna." Að sögn Guðbrands er ætlunin að byggja upp svæð- ið til aksturskennslu að er- Iendri fyrirmynd, þar sem m.a. verður hægt að kenna meðhöndlun ökutækja við ýmsar aðstæður, sem ekki er hægt að sýna ökunem- endum við eðlilegar aðstæð- ur á götunum. Allt að þriðjungur umferð- aróhappa á Miklubraut er rakinn til aftanákeyrslu, sem verður vegna þess að öku- menn misreikna bilið á milli ökutækjanna. Guðbrandur segir að á slíku svæði til ökukennslu væri m.a. hægt að kenna ökumönnum að reikna út rétt bil, og komast að því hvað þarf langa vega- lengd til að stöðva bílinn. Guðbrandur segir að nám á slíku svæði sé skyldubund- ið á öllum Norðurlöndunum í dag og að Danir hafi lagt fram kannanir sem sýni að slík kennsla hafi dregið úr alvarlegum umferðaróhöpp- Kæli- geymsla Mjólkur- samsölunn- ar stækkuð HAFIST hefur verið handa við að stækka kæligeymslu Mjólkursamsölunnar við Bitruháls. Að sögn Guð- mundar Kr. Guðmunds- sonar, hönnuðar viðbygging- arinnar, nemur stækkunin 900 fermetrum. Hann segir viðbygginguna framhald á því sem fyrir er. Aðeins sé verið að stækka kæligeymsl- una í austur. Stefnt er að því að nýi hluti kæligeymslunnar verði kominn í gagnið í desember næstkomandi. Upplýsinga- stjóri ráðinn hjá Garðabæ Garðabær RÁÐINN hefur verið nýr starfskraftur í stöðu upplýs- ingastjóra hjá Garðabæ, en slík staða hefur ekki verið fyr- ir hendi áður. Guðfinna B. Kristjánsdóttir var ráðin í starfið, en hún er 32 ára göm- ul og starfaði hjá upplýsinga- og kynningardeild Lands- símans. Meðal verkefna upp- lýsingastjóra er að ritstýra heimasíðu bæjarins, annast útgáfu á fréttablaði Garða- bæjar, samræma útgáfumál á vegum bæjarins og móta stefnu og samhæfa upplýs- ingaflæði innan bæjarskrif- stofa og annarra stofnana bæjarins, að því er fram kem- ur á heimasíðu Garðabæjar. íbúar í norðurhiuta Hafnarfjarðar mótmæla Vilja loka Skjólvangi við Herjólfsbraut Hafnarfjörður Morgunblaðið/Árni Sæberg fbúar við Skjólvang telja umferð um götuna vera alltof mikla og að slysahætta við hana sé mikil. ÍBÚAR við Skjólvang, Sæ- vang og Vesturvang í norður- hluta Hafnarfjarðar hafa sent bæjaryfirvöldum í Hafn- arfirði bréf þar sem óskað er úrbóta vegna hraðaksturs og umferðarþunga á Skjólvangi. Ibúarnir vilja að götunni verði lokað við Herjólfsbraut, þannig að umferð í gegnum hverflð minnki. „Þetta er algjör martröð þetta ástand hjá okkur,“ sagði Regin Grímsson, sem búið hefur við Skjólvang í 18 ár. „Það er hreinlega hættu- legt að búa hérna því hér er mjög mikil og hröð umferð, enda eru allir íbúarnir sam- mála um að loka þurfi göt- unni við Heijólfsbrautina.“ í bréfi íbúanna til bæjaryf- irvalda segir: „Við íbúar við Skjólvang höfum margítrek- að farið þess á leit við bæjar- yfirvöld að ráðstafanir sem duga verði gerðar til að koma í veg fyrir þann hraðakstur og umferðarþunga sem við- gengst í götunni." Regin sagði að líklega hefðu íbúar við Skjólvang fyrst kvartað undan ástand- inu fyrir 10 árum. Hann sagði að bæjaryfirvöld hefðu lofað að mæta óskum íbúanna, en að aldrei hefði neitt verið gert. Þá hefðu þau einnig lof- að að hafa samstarf við íbúana, en að ekki hefði verið talað við einn einasta mann. „Það mátti litlu muna að dóttir mín yrði fyrir flutningabfl“ Samkvæmt gildandi skipu- lagi er Skjólvangur húsagata en samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi á svæðinu er gert ráð fyrir að gatan verði tengibraut og mótmæla íbúarnir þeirri tillögu ein- dregið og benda á að gatan sé þröng og hafi einungis gangstíg öðrum megin. Regin sagði að gatan hefði í raun þjónað sem tengibraut í mörg ár og að öll umferð úr Hafnarfirði til Hrafnistu og út á Álftanes færi um götuna. „Gatan flytur á engan hátt þetta umferðarmagn, en um 3.000 bílar fara um hana á dag,“ sagði Regin. „Nú standa yfir byggingarfram- kvæmdir við Hrafnistu og er- um við sérstaklega hrædd við flutningabílana sem aka um götuna. Um daginn mátti litlu muna að dóttir mín yrði fyrir flutningabíl, en hann rétt náði að hemla, þannig að það rauk úr dekkjunum. Það er í raun mikil mildi að það hafi ekki orðið stórslys hérna." Erindinu vísað til skipu- lags- og umferðarnefnd- ar Bæjarráð Hafnarfjarðar tók erindi íbúanna fyrir á síð- asta fundi og lítur á það sem athugasemd við deiliskipulag sem er í auglýsingu og vísar því til skipulags- og umferð- amefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.