Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 14

Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hátt mastur Landssímans veldur deilum Oánægju- raddir íbúa í nágrenninu Nýlega hefur rísið 30 metra hátt mastur við Fjölnisgötu á vegum Landssímans. Mastrið er GSM-fjar- skiptamastur og er að sögn Olafs Stephensen, Landssím- anum, reist til að bæta GSM-samband í Síðuhverfinu og -------------------------7--------- bæta afköst GSM-kerfísins á Akureyri. Ibúar í nálægum götum telja það hins vegar hið mesta umhverfíslýti. Ekki fengið svör við athugaseradum Bendikt Guðmundsson segir að aðeins þau hús sem hafi legið næst lóðinni sem mastrið var reist á, hafi fengið svokallaða grenndar- kynningu og tækifæri til athugasemda. „Þeir eru ansi óánægðir margir héma í kringum mig því að þeir fengu enga grenndarkynningu. Ég var einn af fáum sem fékk slíka kynningu og gerði athugasemdir," sagði Guðmundur. Hann segist hafa gert athugasemdir við það að í bréfi frá bænum hafi eingöngu verið sagt að um fjarskiptamastur var að ræða en ekki sagt hvers konar. „Einnig var ekki gerð grein fyrir sendistyrk, úr hvaða átt bylgjurnar kæmu eða neitt þessháttar. Umfram allt voru ekki gefnir neinir aðrir valkostir um staðsetningu mast- ursins á lóðinni. Ég kvartaði yfir þessu, sér- staklega yfir staðsetningunni, en mastrið er skammt frá eldhúsglugganum hjá mér,“ sagði Benedikt. Hann segir að þetta hafi engan árangur bor- ið og segist ekki muna til þess að hafa fengið svar frá bænum við bréfi sínu. „Maður veltir því fyrir sér til hvers svona grenndarkynning er ef maður fær ekki svör við athugasemdun- um.“ Benedikt segir mastrið vera umhverfis- lýti og telur að grenndarkynning sé ekki nóg fyrir mannvirki af slíkri stærð. „Maður veltir því fyrir sér hvort svona mastur, sem reist er :: i I: Morgunblaðið/Kristján Benedikt Guðmundsson fyrir framan íbúð sína. I baksýn má sjá mastrið sem óánægja ríkir um hjá íbúum nærliggjandi húsa. nánast í miðri íbúðabyggð, þurfi ekki að gang- ast undir umhverfismat," segir Benedikt. Finnst þurfa umhverfísmat Benedikt segir að sér skiljist að dýrara hefði reynst að reisa mastrið annars staðar vegna nálægðar við stöðvarhús þar sem það er núna. „Mér finnst hins vegar að fyrirtæki sem er að leggja um fimm milljarða í ríkissjóð á næstu árum vegna hagnaðar á undanförnum árum, hefði ekki átt að verða skotaskuld úr að byggja við þetta mastur svo að hægt væri að hafa það fjarri íbúðabyggðsagði Guðmundur. Hann segir einnig að enginn viti í raun hvaða lang- tímaáhrif mastrið geti haft varðandi bylgjur og geislun. Alla vega hef ég ekki séð neitt slíkt mat.“ Um það hvort Benedikt hyggist mót- mæla þessu mastri frekar, sagðist hann hafa í hyggju að hafa samband við Skipulagsstofnun ríkisins. „Mig langar að spyrjast fyrii- hvort á þessum dögum umhverfisvitundar þurfi svona mannvirki ekki að gangast undir umhverfis- mat. Það hljóta einhverjar reglugerðir að vera til um það,“ sagði Benedikt. Mastrið valdi sem minnstri röskun Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála Landssímans, sagði að strax við hönnun mastursins hefði verið tekið mið af að það væri í þéttbýli og því reynt að gera það eins lítið áberandi eins og kostur væri. „Við sóttum um byggingarleyfi fyrir mastrið til Byggingar- og skipulagsnefndar Akureyr- arbæjar. Eftir að þetta var kynnt fyrir nefnd- inni var hugmyndin send í grenndarkynningu í þremur nærliggjandi götum,“ sagði Ólafur. Hann sagði að eftir grenndarkynningu hefði aðeins ein athugasemd borist og að hún hefði fjallað um hugsanlega geislun frá mastrinu. „Eftir að við höfðum sent ítarleg svör við fyrir- spurnum nefndarinnar um þau efni sá hún ekki ástæðu til að gera neinar athugasemdir og veitti okkur byggingarleyfi," sagði Ólafur. Engin hætta af rafsegulsviði Hann sagði að í reglum um slík mastur væri kveðið á um að þau yrðu að vera lengra en sex metra frá hýbýlum manna. „Við uppfyllum þá reglu og vel það. Hættan af rafsegulsviði er engin og aldrei hefur verið sýnt fram á hættu af rafsegulsviði í kringum slík GSM-möstur. Það eru til ákveðin ákveðin mörk um leyfilegt rafsegulsvið og í kringum mastrið er sviðsstyrkurinn einungis um 3% af leyfilegum mörkum," sagði Ólafur. Hann segir að til þess að tryggja GSM-sam- band í borgum og bæjum verði að reisa mastur í þéttbýli og mastrið við Fjölnisgötu sé til að bæta samband og tryggja sístækkandi hópi viðskiptavina á Akureyri góða þjónustu. „Sím- inn reynir alltaf að fara leiðir sem spilla sem minnst ásýnd umhverfis eða útsýni hjá fólki og það var einnig þannig í þessu tilfelli," sagði Ólafur. Mikið eignatjón í fimm umferðar- ðhöppum um helgina Bflbelti björguðu mannslífum Morgunblaðið/Kristján Hlutavelta SLYS í umferðinni voru tíð í um- dæmi lögreglunnar á Akureyri um nýliðna helgi, ökumenn og farþegar í nokkrum óhappanna voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og eignatjón varð um- talsvert en færa þurfti ökutæki gjörónýt af vettvangi með kranabíl. Ökumaður og farþegar í bíl sem ekið var eftir þjóðveginum í Öxna- dal, rétt við Bægisá, voru fluttir á slysadeild eftir óhapp sem þar varð. Ökumaður bílsins hugðist aka fram úr bíl sem þá var beygt inn á veginn inn í Hörgárdal en við það rákust bílarnir saman. Aftari bíll- inn hentist fram af 5 metra hárri vegöxl og stakkst inn í moldarbarð. Þá sem voru í fremri bílnum sakaði ekki. Mesta mildi þykir að ekki fór verr í þessu slysi og telur lögregla að þar hafi notkun bílbelta bjargað mannslífum. Annað óhapp varð við framúr- akstur á þjóðveginum um Sval- barðsströnd, rétt við Sigluvík, en þar var bíl ekið fram úr öðrum með þeim afleiðingum að hann lenti á jeppa sem kom á móti. Hann valt þversum á veginum og lokaði hon- um um tíma. Að sögn lögreglu bera vitni að um ofsaakstur hafi verið að ræða og er leitt að því getum að bíllinn hafi verið á um 150 til 160 kílómetra hraða. Rann bíllinn um 150 metra út af veginum vinstra megin, afturhjól hans brotnuðu undan honum þannig að hann rann stjórnlaust eftir veginum og utan hans. Ökumaður og farþegi bílsins sem valt voru flutt á slysadeild en meiðsl þeirra reyndust minniháttar að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Að mati lögreglu björg- uðu bílbelti og líknarbelgir því að ekki varð banaslys. Báðir bílarnir skemmdust mjög mikið. Þrír leituðu aðstoðar á slysadeild eftir að bíl hafði verið ekið á hálfs metra háan steyptan vegg á bíla- stæði við Melasíðu, en ökumaður kvaðst hafa blindast af sól. Ökumaður sem var að fara fram úr kranabíl við eyðibílið Fagranes í Öxnadal, skammt frá Engimýri, lenti í heldur kröppum dansi, en að sögn lögreglu virðist hann hafa beygt heldur snemma inn á hægri akreinina aftur. Hægra afturhorn bílsins rakst á vinstra framhornið á krananum, en við það snerist fólks- bíllinn þversum fyrir framan kran- ann og ýttist á undan honum allt að 50 metra leið. Bíllinn stórskemmd- ist en ökumann sakaði ekki. Þá má nefna að aftanákeyrsla varð á Hlíðarbraut á móts við Merkigil síðdegis á sunnudag og var ökumaður aftari bflsins fluttur á slysadeild. Bílarnir skemmdust báðir mikið. ÞESSIR dugmiklu krakkar héldu á dögunum hlutaveltu. Ágóðinn var 8.809 krónur og rann það til Rauða krossins. Krakkarnir heita Róbert Örn Guðmundsson, Þuríður Helga Ingvarsdóttir, Davíð Orri Guð- mundsson, Auður Anna Jónsdóttir og Guðrún Margrét Jónsdóttir. Yinnings- hafar ÁFENGIS- og vímuvarnanefnd Ak- ureyrar gaf út blað í maímánuði sem nefndist Án vímu. í blaðinu var getraun sem fjölskyldur voru hvatt- ar til að taka þátt í. Þátttakan var mjög góð og dró bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, úr réttum svörum þann 21. júlí síðastliðinn. Vinningshafar voru: Fjölskyldan Ásabyggð 4, austan og hlaut hún 30.000 krónur. Fjölskyldan Hamragerði 29, sem fékk helgardvöl að Ytri-Vík. Fjölskyldan Kiistnesi 9, Eyja- fjarðarsveit, en hún fékk sundmiða fyrir alla í Sundlaug Akureyrar. ------------------ Fagursöngur fellur niður FAGURSÖNGUR sem átti að vera í Deiglunni Kaupvangsstræti 23 á vegum Listasumars á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 1. ágúst, með Sigríði Elliðadóttur fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Slökkvilið Akureyrar Akureyrarbær segir upp samn- ingi við Brunavarnir Eyjafjarðar AKUREYRARBÆR hefur sagt upp samningi við Brunavarnir Eyjafjarðar um rekstur og umsjón slökkviliðsbíls á svæði Brunavarna Eyjafjarðar, með sex mánaða fyrirvara. Forsvarsmenn Akur- eyrarbæjar eru þó reiðubúnir að taka upp við- ræður um nýjan samning, en bent er á í því sam- bandi að auknar skyldur hafa verið lagðar á sveitarfélög í brunavörnum og eftirliti. Brunavarnir Eyjafjarðar hafa yfir að ráða ein- um slökkvibíl, sem staðsettur er á Slökkvistöð Akureyrar, mannaður þaðan og getur slökkviliðið notaðan hann eftir þörfum. Tómas Búi Böðvars- son, slökkviliðsstjóri á Akureyri, sagði umrædd- an samning frá árinu 1966 og því barn síns tíma. Þurfum að sameinast „Við höfum fengið margar athugasemdir frá Brunamálastofnun vegna samningsins, að hann uppfylli ekki kröfur, enda nær hann einungis til slökkviþáttarins en ekki til ábyrgðar og forvarn- arstarfs. Hólmgeir Karlsson, oddviti Eyjafjarðarsveitar, var rétt búinn að fá bréfið um uppsögn samnings- ins í hendur er Morgunblaðið hafði samband við hann og hafði því ekki kynnt sér nákvæmlega hvað lægi þarna að baki. „Ég sé þó fyrir mér að við þurfum að sameina Brunavarnir Eyjafjarðar og Slökkvilið Akureyrar. Það á bara að vera til eitt slökkvilið sem þjónar útkalli, hvort sem það er úr sveitunum hér í kring eða í bænum. Tómas Búi sagði að tveir möguleikar væru í stöðunni, annars vegar að Slökkvilið Akureyi'ar tæki þessa þætti að sér í verktöku eða að um sam- einingu við Brunavarnir Eyjafjarðar yrði að ræða. Brunavörnum hefur verið sinnt innan sveit- ar í Eyjafjarðarsveit og að hafa þeir hlutir verið í ágætu lagi, að sögn Hólmgeirs. „Hins vegar er engin spurning að það væri miklu betra að hafa þá vinnu á sama stað. Hættan er sú að slökkvilið sem kallað er út hafi ekki nýjustu upplýsingai', t.d. til að rata um byggingar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.