Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 21 ÚTIHÁTÍÐIR UM VERSLUNARMANNAHELGINA Siglufjörður Lónkot Skagafjörður Borgarfjörður eystri knafjörður Mývatn Staðarféll Neskaupsstaður Brekkubær Hellnar ^Vatnaskógur Uthlíð / Árnes /—AGaltalækur irkjubæjar- klaustur Kirkjulækjarkot Múlakot Vestmannaeyjar ars mætir Brúðubfllinn á svæðið, haldin verður söngvarakeppni, fim- leikasýning og margt fleira. Áðgangs- eyrir er 7.500 krónur fyrir 13 ára og eldri en frítt er fyrir böm og ellilífeyr- isþega. Kotmót 2000 í Fljótshlíðinni Hvítasunnumenn hafa haldið hátíð við Kirkjulækjarkot síðan árið 1948 og að sögn Fjalars Freys Einarsson- ar upplýsingafulltrúa hefur aðsókn aukist jafnt og þétt á hátíðina síðustu ár. „Þetta byggist á kristnum grunni og dagskráin er í takt við það,“ segir Fjalar en hann segir alla velkomna á hátíðina. Samkomur verða haldnar alla dagana og fleira verður í boði en mikill og líflegur söngur einkennir samverustundimar að sögn Fjalars. Margt verður í boði íyrir börnin og alla dagana verður dagskrá í ætt við sunnudagaskólann. Bömunum verð- ur skipt í hópa eftir aldri og hver ald- ur fær efni við sitt hæfi. Boðið er upp á bamapössun á meðan dagskrá íyrir fullorðna stendur yfir. Algjört bann er við áfengi á svæðinu og reykingar em aðeins leyfðar á bílastæðum. Ekk- ert kostar inn á svæðið en barnagæsla alla helgina kostar 2.600 krónur. Bindindismótið í Galtalæk 40 ára Bindindismótið í Galtalæk á 40 ára afmæli í ár en fyrsta útihátíðin sem Bindindishreyfingin hélt á íslandi var á Húsafelli árið 1960. Dagskráin á af- mælisárinu verður óvenju fjölbreytt og skemmtileg og verða bömin sett í fyrirrúm hjá mótshöldurum í Galta- læk. Sérstakt leiktækjasvæði verður sett upp fyrir krakkana auk þess sem farið verður í ýmiss konar leiki með þeim og mikil skemmtidagskrá verð- ur í boði, meðal annars bamadans- leikir. „Hátíðin snýst um bömin. Ef börnin em ánægð em foreldramir ánægðir og dagskráin miðast við að öll fjölskyldan geti skemmt sér sam- an,“ segir Ingibergur Jóhannsson upplýsingafulltrúi mótsins. Sem fyrr er lögð áhersla á að fjölskyldan komi saman um þessa helgi og skemmti sér án áfengis og mikil og góð gæsla verð- ur á svæðinu að sögn Ingibergs. Hljómsveitimar 200.000 naglbítar og Undyrð em meðal þeima sem munu skemmta gestum um helgina. Fleira verður í boði í Galtalæk. Má þar nefna gönguferð á Heklu, hestaleigu og golf en mótshaldarai' hafa komið upp að- stöðu fyrir kylfinga á svæðinu. Miða- verð er 5.000 krónur fyrir fullorðna og 4.000 fyrir 13 til 15 ára gamla. Börn og ellilífeyrisþegar fá frían aðgang. Mótsvæðið opnar fimmtudaginn 3. ágúst. Flugmannahátíð í Múlakot i í Múlakoti í Fljótshlíð munu flug- áhugamenn koma saman og skemmta sér með fjölskyldum sínum um helgi- na. Meðal annars verður boðið upp á útsýnisflug og keppni í lendingum. Leikir verða skipulagðir fyrir bömin. Á hátíðinni verða engin skipulögð skemmtiatriði en grillað verður og sungið og hver skemmtir öðmm. Ekkert kostar inn á hátíðina en gestir greiða fyrir tjaldstæði og grillveisl- una. Rokkkóngagleði í Úthh'ð í Úthlíð verður rokkhátíð um helgi- na. Geirmundur Valtýsson mun skemmta á fimmtudags- og föstu- dagskvöld og Rúnai- Júlíusson á laug- ardags- og sunnudagskvöld. Auk þess verður brenna og flugeldasýning á laugardagskvöldið. Að öðra leyti er dagskráin ekki skipulögð en mikið er í boði fyrir alla fjölskylduna í Úthh'ð, góð aðstaða til gistingar, sundlaug og hestaleiga svo eitthvað sé nefnt. Bamahátið í Árnesi Mikil bamahátíð verður haldin í Amesi í Gnúpverjahreppi um versl- unarmannahelgina. Dagskráin verð- ur fyrst og fremst sniðin að þörfum barnanna og verður heilmargt í boði fyrir þau. Meðal þeirra sem koma fram era Ávaxtakarfan, Pétur pókus, prúðir trúðar og Guðrún Helgadóttir sem les sögur fyrir bömin. Skátar sjá um leiki og Svanborg Jónsdóttir föndrar með bömunum. Boðið verður upp á ferðir í þjóðveldisbæinn og Búr- fellsvirkun þar sem meðal annars verður gróðursett í boði I.andsvirkj- unar. Grillað verður á kvöldin og haldnir grímudansleikir og dýradans- leikir en hijómsveitin Fjörkarlamh- mun leika fyrir dansi og spila lög sem krakkamir kunna að meta. Að sögn aðstandenda er aðstaða í Amesi til fyrirmyndar og meðal annars er ný sundlaug á svæðinu. Lögð er áhersla á að krakkamir njóti sín og aðstand- endur segja þetta kjörið tækifæri fyr- ir foreldra til þess að eiga góða sam- verastund með bömunum sínum í fallegu umhverfi. Krökkunum ætti því ekki að leiðast í Árnesi um helgi- na. Böm greiða aðgangseyri að svæð- inu en fullorðnir fá fn'tt. Sæludagar í Vatnaskógi í Vatnaskógi í Svínadal verða Sæludagar á vegum Skógannanna KFUM um helgina. Þar verður heil- margt í boði fyrir fjölskylduna. Meðal annars verða leiktæki á staðnum og farið verður í ævintýraferð með böm- in. í Vatnaskógi verða harmónikku- tónleikar, kaffihús verður opið og flugeldasýning haldin svo eitthvað sé nefnt. Á laugardagskvöldið verða haldnir gospeltónleikar og á sunnu- dag verður djassmessa þar sem séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknar- prestur á Hvammstanga, mun messa. Aðgangseyrir er 2.500 krónur en hver fjölskylda greiðir ekki hærra gjald en 5.000 krónur. Dagsgjald er 1.500 krónur. Skátar á Úlfljótsvatni Skátar verða með fjölskylduhátíð um helgina á tjaldsvæði útilífsmið- stöðvar skáta við Úlfljótsvatn. Að sögn aðstandenda verður mikil skemmtun í boði fyrir böm og full- orðna og er aðstaða öll til fyrirmynd- ar þar sem mikið var gert fyrir svæðið í fyrra í tengslum við landsmót skáta. Leikja- og kvöldvökudagskrá verður fyrir bömin á laugardag og sunnudag og geta krakkarnir meðal annars spreytt sig á þrautabraut og vatna- safarí undir handleiðslu skáta. I ná- grenninu er golfvöllur og fjölbreyttar gönguleiðh- era í kringum svæðið, hægt verður að kaupa veiðileyfi í vatninu, leigja sér bát og fara í sund svo fátt eitt sé nefnt. Diskótek verður í tjaldi fyiir unglingana um helgina. Ekkert kostar inn á hátíðina fyrir ut- an að greitt er fyrir einhverja dag- skrárliði og tjaldstæði. Mannrækt undir Jökli Samkomuhald á Brekkubæ á Hellnum verður með nokkuð öðra sniði í ár en undanfarið. Tveir erlend- ir leiðbeinendur verða með námskeið um helgina. Það eru Ken Cohen, sem er Qigong-meistari og býður upp á námskeið í heilunaraðferðum Qigong, og Patrice Noli sem er leiðbeinanda- miðill og mun kenna leiðir til þess að efla og styrkja viljann. Að sögn Guð- rúnar Bergmann, annars aðstand- enda, hefur orðið áherslubreyting í ár. „Það verður minna um fyrirlestra og kennslu og við munum leggja meiri áherslu á að fólk geti notið staðarins og skoðað svæðið,“ segir Guðrún. Meðal annars verður boðið upp á gönguferðir, grasatínsluferðir, hug- leiðslu og umræðuhópa. „Hér hefur myndast alveg frábær stemmning og náin tengsl meðal fólks," segir Guð- rún. Ekkert mun kosta inn á svæðið að þessu sinni en þeir sem sækja námskeið greiða fyrir þau. Iþróttaálfurinn á Mjólkurgleði Vímuefnalaus skemmtun verður að Staðarfelli í Dölum um helgina á veg- um SÁÁ. Þetta er í þriðja skiptið sem hátíðin er haldin og að sögn Tómasar Jónssonar, eins skipuleggjenda, er hér fyrst og fremst um bama- og fjöl- skylduhátíð að ræða. Iþróttaálfurinn er meðal þeirra sem munu sjá um að skemmta krökk- unum en skipulagðir leikir verða alla helgina auk þess sem leiktæki verða á staðnum. Á daginn verða haldin barna- og fjölskylduböll undir beram himni. Hljómsveitin Karma mun spiia fyr- ir dansi öll kvöld og Nikkólina, har- monikkuhljómsveit úr sveitinni, leik- ur gömul íslensk lög við varðeldinn en að sögn Tómasar er þetta mikii stemmningshljómsveit. Áðgangseyr- ir fyrir fullorðna er 4.000 krónur en frítt er fyrir bömin. U ngl ingala ndsmót á Tálknafírði Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal um verslunarmannahelgina. Að sögn Valdimars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra mótsins, verður þetta sambland af íþróttamóti og úti- hátíð. „Við erum með allt sem piýðir útihátíð, hljómsveitir og alls konar uppákomur," segir Valdimar. Þetta er í fyrsta skipti sem landsmótið er haldið um verslunarmannahelgi en að sögn Valdimars vildu skipuleggjend- ur vera með uppbyggilegt starf um þessa helgi, bjóða foreldram og að- standendum með krökkunum á mótið og gera meira úr mótinu en venju- lega. Alþjóðlegt stangarstökksmót verð- ur á Tálknafirði um helgina þar sem Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elís- dóttir og erlendar stjórstjömur munu keppa. Meðal nýjunga á mótinu er keppni í hafnarbolta en skilyrði er að foreldrar keppi með. Keppendur borga keppnisgjald en ftítt verður fyrir aðra á svæðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.