Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 24

Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ fflÁLIfllfSABUERSLAIflR Verð á lítra Hörpusilki, miðað við 10 lítra dós og hvíta liti HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFBA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVÍK. Sími 421 4790 __________VIÐSKiPTI______ V öruskiptaj öfnuð- urinn óhagstæður um 18,5 milljarða VORUSKIPH VIÐÚTLÖND Verðmæti innflutnings og útflutmngs jan. - júní 1999 og 2000 (fob virði í milljónum króna) 1999 jan.-júní 2000 jan.-júní Breyting á föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 72.595,5 71.031,6 +2,2% Sjávarafurðir 50.902,7 47.135,7 -3,3% Landbúnaðarafurðir 1.071,1 1.159,2 +13,0% Iðnaðarvörur 16.543,4 21.168,4 +33,6% Ál 10.273,5 13.555,0 +37,8% Kísiljárn 1.431,1 1.736,7 +26,7% Aðrar vörur 4.078,3 1.568,3 -59,8% Skip og flugvélar 3.492,7 621,8 -81,4% Innflutningur alls (fob) 83.357,7 89.568,7 +12,2% Matvörur og drykkjarvörur 7.228,0 7.409,8 +7,1% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 19.001,8 19.669,4 +8,1% Óunnar 768,7 932,9 +26,7% Unnar 18.233,1 18.736,6 +7,3% Eldsneyti og smurolíur 3.481,8 7.732,7 +131,9% Óunnið eldsneyti 99,0 217,3 +129,2% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 700,0 1.736,1 +159,0% Annað unnið eldsn. og smurolíur 2.682,8 5.779,3 +125,0% Fjárfestingarvörur 20.922,4 20.643,7 +3,0% Flutningatæki 17.633,8 17.984,3 +6,5% Fólksbílar 7.379,6 6.744,0 -4,6% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv. 1.790,8 2.680,2 +56,3% Skip 2.863,7 1.975,5 -28,0% Flugvélar 3.391,8 3.929,9 +21,0% Neysiuvörur ót.a. 14.976,2 16.040,7 +11,8% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 113,7 88,1 -19,1% Vöruskiptajöfnuður 10.762,2 -18.537,1 - * Miðað er við meðalgengi ávöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-júní 2000 4,2% lægra en árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var óhagstæður um 18,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins en var 10,7 milljarðar fyrstu sex mánuðina j fyrra, miðað við gengi hvors árs. Á föstu gengi reynist hallinn vera um 8,2 milljörðum meiri en í fyrra. Verðmæti vöruútflutningsins á tímabilinu nam liðlega 71 milljarði og jókst útflutningurinn um 2,2% á föstu gengi. Aukin hlutdeild iðnaðarvara Utflutningur á sjávarfangi skilaði 47,1 milljarði króna en það er 3,3% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Utflutningur á iðnaðarvörum skilaði 21,2 milljörðum króna eða lið- lega þriðjungi meira en í fyrra og munar þar langmest um aukinn út- flutning á áli. Hlutdeild sjávarafurða í vöruútflutningnum var 66,4% fyrstu sex mánuði ársins en var rúm 70% á sama tíma í fyrra. Hlutdeild iðnaðarvara í útflutningnum var 29,8% á móti 22,8% í fyrra. Útflutn- ingur á áli jókst um tæp 39% og skil- aði 21,2 milljörðum króna. Útflutn- ingur á landbúnaðarvörum mælist aðeins 1,63% af heild. Munar mest um hækkun á eldsneyti Alls voru fluttar inn vörur fyrir 89,6 milljarða á fyrri helmingi ársins og jókst innflutningurinn um 12,2% á föstu gengi og munar þar Iangmest um hækkun á eldsneyti. Alls var flutt inn eldsneyti og olíur fyrir 7,7 millj- arða króna á móti tæpum 3,5 millj- örðum í fyrra, á gengi hvors árs, og nemur aukning þegar leiðrétt hefur verið vegna gengisbreytinga tæpum 132%. Rösklega þriðjung af aukning- unni í innflutningi má rekja til hækk- unar á eldsneyti en að öðru leyti er um að ræða aukinn innflutning á hrávörum, rekstrai’vörum, flutn- ingatækjum og neysluvörum. Verðmæti innfluttrar mat- og drykkjarvöru jókst um 7,1% á föstu gengi, innflutningur á flutningatækj- um óx heldur meira eða um 6,5%. At- hygli vekur að innflutningur á fólks- bifreiðum dróst saman um 4,6%. Uppboð á leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma í Þýskalandi Bitist um stærsta markað Evrópu Financial Tiines, BBC UPPBOÐ á leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma hófst í Þýskalandi í gær. Þýski farsímamarkaðurinn er sá stærsti í Evrópu. I landinu búa um 80 milljónir manna og var fjöldi GSM símnotenda um síðustu ára- mót um 23,5 milljónir. Áætlað er að notendum fjölgi mikið á þessu ári og að þeir verði orðnir um 48 millj- ónir í árslok. Einungis sjö af upphaflegum tólf bjóðendum í farsímaleyfin í Þýska- landi eru enn með í samkeppninni um þau en það eru: T-Mobil, Mann- esmann Mobilfunk, E-Plus, Viag Interkom, MobilCom, Debitel og 3G Group. Mannesmann og T- Mobil eru hvort fyrir sig með um 40% af GSMsímamarkaðnum í Þýskalandi og er gert ráð fyrir að þau séu best í stakk búin til að bjóða hæst í uppboðinu þar sem þau geti byggt á því skipulagi sem núverandi símkerfi þeirra byggja á. Vodafone AirTouch býður í gegnum Mannesmann og Deutsche Telekom í gegnum T-Mobil. Bakhjarlar E- Plus, sem er þriðja stærsta GSM símafyrirtækið í Þýskalandi, njóta þess að fjársterk fyrirtæki standa að baki því en það eru KPN í Hol- landi og Hutchison Whampoa í Hong Kong. Ovissa um fjölda leyfa Ríkisstjórnin býður upp á fjögur til sex farsímaleyfi í uppboðinu. Óvissan um fjölda leyfa stafar af því hvernig uppboðið fer fram. Bjóðendur keppa um tólf bil í tíðni- sviðinu, með annaðhvort tvö eða þrjú bil fyrir hvert leyfi. Ef niður- staða uppboðsins verður á þá leið að fjórir bjóðendur fá þrjú bil hver verða leyfin fjögur. Fjöldi leyfanna verður hins vegar sex ef jafnmargir bjóðendur tryggja sér tvö bil hver. Samkvæmt Financial Times gera flestir sérfræðingar ráð fyrir að fjöldi leyfa verði fjögur eða fimm og að næsta víst sé að Mannesmann og T-Mobil endi með þrjú bil hvort. Meiri samkeppni en í Hollandi Reiknað er með að meiri sam- keppni verði um farsímaleyfin í Þýskalandi en var í Hollandi fyrir skemmstu er sex símafyrirtæki kepptu um fimm farsímaleyfi. Bæði kemur þar til hvað Þýskaland er stór markaður og svo hvernig fyrir- komulag uppboðsins er. Financial Times segir að mikið muni ráðast af því hvort E-Plus leiti eftir tveimur bilum eða þremur. Ef E-Plus sæk- ist eftir þremur bilum og spár ræt- ast um að Mannesmann og T-Mobil geri það einnig verður einungis eitt þriggja bila leyfi eftir fyrir hin fjög- ur fyrirtækin til að keppa um. Þá megi reikna með mikilli samkeppni um farsímaleyfin. Spár manna um hve mikla fjár- muni Hans Eichel íjármálaráð- herra Þýskalands megi reikna með að fá í uppboðinu eru allt frá því að vera um 28 milljarðar Bandaríkjala, sem jafngildir um 2.200 milljörðum íslenskra króna eins og nefnt er í fréttum frá BBC, og upp í um 42 milljarða Bandaríkjadala, eða um 3.300 milljarða íslenskra króna, eins og fram kemur í fréttum Financial Times. Lægri niðurstað- an nægir til að þurrka út allan íjár- lagahalla þýsku ríkissjórnarinnar í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.