Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 25

Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 25 NEYTENDUR Spurt og svarað um neytendamál Notkun reiðhjálma ábdtavant hjá öllum aldurshópum Sælumjólk Er hætt að framleiða sælumjólk- ina? Sælumjólkin er ennþá bæði í framleiðslu og til sölu að sögn Ein- ars Matthíassonar, markaðs- og þróunarstjóra Mjólkursamsölunn- ar. „Þannig er mál með vexti að verslanir velja úr úrvali okkar og því ekki víst að allir sölustaðir séu með þessa vöru í kælinum hjá sér því hún tilheyrir ekki þessum stóra vöruflokki.“ Að sögn Einars á varan engu síð- ur að vera til í flestum stórmörkuð- um og ætti því að vera aðgengileg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rangar verð- merkingar Viðskiptavinur skóverslunarinnar Gallerí 17 í Kringlunni sagðist hafa keypt skó fyrir útsölumar á 3900 krónur, nú væm þeir seldir á 3500 krónur en verðmerktir eins og þeir hafi verið á 4900 krónur fyrir út- söluna. Hver er skýringin á þessu? ,ÁUs hafa fjórar sendingar af þessum skóm komið í verslun okkar á þessu ári og í þremur tilfellum voru þeir verðlagðir á 4.900 krónm- sem er rétta verðið á skónum,“ segir Svava Johansen, eigandi verslunar- innar Gallerí 17. „Fyrir mistök var ein skósendingin sett á rangt vöru- númer eða á 3.900 krónur sem er verðið á annarri skótegund. Þessi mistök komu samdægurs í ljós og verðbreyting var gerð í verslun okk- ar á Laugavegi og á lager. Það fórst því miður fyrir hjá verslunarstjóra að gera þessa verðbreytingu Kringlunni. Við leggjum metnað í að svona hlutir komi ekki fyrir í okkar verslun og hörmum að viðskiptavin- ur okkar skuli hafa þurft að verða fyrir barðinu á þessum mistökum.“ Barnabílstólar í leigubílum Em til reglur um barnabílstóla í leigubflum? Er einhvers staðar boðið upp á slíkt hér á landi? „Hér á landi em engar reglur sem skylda leigubílstjóra til að hafa barnastóla í bflunum en nokkrar leigubflastöðvar bjóða upp á slíka þjónustu sé þess óskað,“ segir Ást- geir Þorsteinsson formaður Frama, stéttarfélags leigubflstjóra. Nýtt Rískökur KOMNAR eru á markað tvær teg- undir af Big Rice- rískökum frá Granko. í fréttatil- kynningu frá Kex- verksmiðjunni Frón segir að önn- ur tegundin sé án salts en hin sé fjölkorna. Rískökurnar em seldar í 200 gramma umbúðum. Sjúkrapoki ÍSGEL hefur sett á markað gelpoka sem hægt er að nota sem kæli- og hitagjafa. í fréttatilkynn- ingu segir að þetta séu margnota sjúkrapokar og að þá megi hita í heitu vatni eða ör- bylgjuofni og kæla í ísskáp. Pokinn fæst í meðal annars í Lyfju, Intersport og KÁ-verslununum og Nýkaupi. Fíkjusulta Kexverksmiðjan Frón hefur hafið sölu á fíkju: sultu frá St. Dalfour. í fréttatilkynningu segir að sultan sé unnin úr ávöxtum og að engum sykri, litar- eða rot- vamarefnum sé bætt í hana. Fyrir era á markaðnum tólf tegundir af sultu frá sama framleiðanda. Sultan er seld í mat- vömverslunum og í Heilsuhúsinu. Börn noti ekki reið- hjólahjálma á hestbaki Morgunblaðið/Árni Sæberg Reiðhjálmar eru hafðir djúpir til að vernda höfuðið ef hestamaðurinn dregst með skepnunni. ÖLLU hestafólki er nauðsynlegt að nota hjálm því það getur skipt sköpum ef slys verður. Hjá Ár- vekni, átaksverkefni um slysavam- ir barna og unglinga, vflja menn minna hestafólk á að nota reið- hjálma undantekningarlaust. „Það er álit þeirra sem til þekkja í hesta- mennskunni að það séu sveiflur í notkun hjálma, það er alltaf aukin notkun þegar fréttir af slysum ber- ast en svo slaknar á þessu eftir nokkum tíma,“ segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Ár- vekni. Hún segir einnig bera við að börn séu látin nota reiðhjólahjálma á hestbaki sem séu alls ekki nógu góðir. „Það er reginmunur á hönn- un þessara tveggja hjálma vegna þess hve mismunandi íþróttirnar era. Reiðhjálmarnir þurfa að vera mun sterkari og verja betur hlið- arnar vegna þess að slysin gerast allt öðruvísi. Á hestbaki er mann- eskjan á mikilli ferð, meiri líkur eru á að hún sé úti í óbreyttri náttúr- unni innan um steina, hraun ogým- iss konar undirlag og einnig era dæmi um að fólk hafi dottið af baki, festst við búnaðinn og dregist með skepnunni." Hún segir reiðhjálma afar mikilvæga og að notkun þeirra geti skipt sköpum ef slys verður en einnig vill hún minna hestafólk á að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.