Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 31 LISTIR Kristni- konungar í Reykholti Sólin skein á leikhúsgesti í Reykholti sem höfðu komið sér fyrir til að fylgjast með leikritingu Kristnikonungar eftir Johannes Heggland. Noregskonungur 7 og drottning, forseti Islands og fleiri heið- ursgestir voru viðstaddir þessa sýningu sem fór fram að lokinni opnun Snorrastofu. Sigríður Tómasdóttir segir frá. , Morp^ínblaðið/Árni Sæberg Noregsdrottning og konungur, forseti Islands og fleiri heiðursgestir fylgjast með lcikritinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Tryggvason fær íbúa Mosturs á sitt band. ÞAÐ var að sönnu öðruvísi upplifun en hefðbundin leikhúsferð í myrk- um sal á venjulegu sviði. Leikhóp- urinn var líka í stæn-i kantinum, 120 manns sem allir eru frá eynni Mostri á Hörðalandi í V-Noregi. Leikararnir nýttu sér auk sviðsins, sem sett hafði verið upp, svæðið í kringum það og voru áhorfendur því oft í miklu návígi við fullbúna kappa, klerka, konur og börn. Leikritið fjallar um tímabil kristnitökunnar í Noregi og um þau átök sem verða á Mostri þegar kristni er að breiðast út. I tíma spannar það frá 995-1024 eða frá því að Olafur konungur Tryggvason kom til Mosturs árið 995 og þar til Ólafur Haraldsson fékk kristnirétt- inn samþykktan á Mostursþingi 1024. Aðalpersónur leikritsins eru þeir Hásteinn Arason, leiðtogi kristinna manna og Þórólfur frá Grindaheim- um, leiðtogi heiðinna manna. Auk þeirra koma við sögu Vigdís, dóttir Hásteins, Þórbera móðir Þórólfs, Guðbjörg gamla, kerling sem bölvar hinum nýja sið af miklum móð, fyrrnefndir konungar og kirkjunnar menn. Þess utan er fjöldi manns í ýmsum smáhlutverkum. Sögumaður hélt utan um verkið og tók til máls með reglulegu milli- bili enda nóg að útskýra þar sem leikritið fjallaði um langt tímabil og var þar að auki flutt í styttri útgáfu. íslenskur sögumaður hljóp á sög- unni á milli þátta sem var mikil hjálp í þar sem leikararnir töluðu torskilda mállýsku, blaðamaður fékk staðfest frá norskum viðmæl- anda að Norðmenn sjálfir gætu jafnvel átt í erfiðleikum með að skilja leikritið. En eins og við var að búast þegar fjallað er um þennan dramatíska tíma var mikið um átök í leikritinu. Þórólfur neitar að taka hinn nýja sið og er á endanum gerður út- lægur úr sinni heimbyggð. Hann tapar einnig elskunni sinni, Vigdísi dóttir Hásteins sem tekur kristni eins og móðir hans gerir einnig. Þangbrandur, sem íslendingar kannast vel við, kemur talsvert við sögu. Hann er prestur í Mostri og ekki sérlega góður prestur. Hann pínir fé úr sínu umdæmi og láta menn illa af honum. Ólafur Tryggvason fær því þá snilldarhugmynd þegar hann kemur aftur við í Mostri, tveimur árum eftir upphaf leiksins, að senda Þangbrand til Islands. Hér á landi dvaldi hann við kristniboð á árunum 997-999 og fór víða. Lenti reyndar í vígaferlum og bar íslendingum illa söguna, en það er önnur saga. Lokahluti leikritsins gerist 27 ár- um eftir að Þórólfur hefur verið Random House með rafbækur og prentun eftir pöntun Tuttugu nýir bókartitlar í janúar RANDOM House, sem er ein stærsta bókaútgáfa í Bandaríkjun- um, kynnti í gær fyrirhugaða út- gáfu bóka á stafrænu formi. Sam- kvæmt vefútgáfu New York Times mun fyrirtækið gefa bækurnar út undir nafninu AtRandom og munu þær fyrstu koma út í janúar. Þá verða til sölu tuttugu nýir bókar- titlar á stafrænu formi sem ein- göngu verða seldir sem rafbækur eða prentaðir eftir pöntun (print- on-demand), en það felst í því að hægt er að fara í bókabúð og velja bók sem prentuð er út stafrænt á meðan beðið er. Random House er annað stóra útgáfufyrirtækið sem gefur út á stafrænu formi en síðastliðið vor hratt Time Warner-útgáfufyrir- tækið slíkri útgáfu í framkvæmd. Aðrir stórir útgefendur í New York munu um þessar mundir vera að vinna að undirbúningi á útgáfu á stafrænu formi. Kostnaður við að gefa út bók á Netinu er minni en við hefðbundna prentun og dreifingu og að sögn New York Times búast útgefendur við því að rafbækur skili miklum arði. Til að lesa rafbækur þarf sér- stakan hugbúnað og mun Microsoft gefa út spánnýja útgáfu af slíkum búnaði fyrir borð-, ferða- og hand- tölvur í næstu viku. Fyrir bókaútgefendur mun hins- vegar vera dýrt að prenta bækur eftir pöntun. Fyrirtækið Lightning Source, sem annast slíka prentun, tekur 4,80 dollara (376 íslenskar krónur) fyrir að framleiða eitt ein- tak af 300 blaðsíðna bók sem er meira en hefðbundinn prentunar- kostnaður. Þegar upplagið er hins- vegar þúsund eintök eða fleiri mun prentun eftir pöntun þó ekki vera dýrari en venjuleg útgáfa. Haft er eftir Even Ann Godoff hjá Random House að mikil hagræðing felist í því að prenta bækur eftir pöntun. Útgefendur þurfi með þessu fyrir- komulagi ekki að tapa á því að gefa út bækur sem seljast illa eða höfða til þröngs hóps lesenda. Jafnframt komi prentun eftir pöntun í veg fyrir að óseld eintök safnist upp. Meðal þeirra nýju bóka, sem Random House mun gefa út á staf- rænu formi, er Because She Is Beautiful eftir Cameron Dougan og einnig The Secret of Life eftir Elizabeth Wurtzel. I haust mun Random House gefa út á rafrænu formi hundrað klassísk verk. Til dæmis verða til sölu á því formi bindi Marcel Proust í leit að glöt- uðum tíma og safn verka Jane Aus- ten. Sala á téðum rafbókum verður í gegnum bóksölur á Netinu og vef- síður annars konar fyi'irtækja. Þær verða á svipuðu verði og kiljur. Rafbækur verða þó eilítið ódýrari en kiljur en bækur eftir pöntun aft- ur örlítið dýrari. Morgunblaðið/Ami Sæberg Leikendur í leikritinu voru á ölluin aldri eins og sjá má. gerður útlægur. Hann stingur upp kollinum þegar Ólafur Haraldsson er á ferð til að fá kristniréttinn samþykktan. Þórólfur fellur fyrir hendi konungsmanns en Vigdís stumrar yfir honum í lok verksins enda hann sá eini sem hún unni. Á þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi er forvitnilegt að horfa á sömu viðburði hjá frændum vorum Norðmönnum, setta á svið. Saga þjóðanna er samofin á þessu tíma- bili og því fróðlegt að sjá hvernig mál gengu fyrir sig í Noregi. Leik- ritið var góður lokahnykkur á laug- ardegi í Reykholti sem allur var vitnisburður um menningartengsl íslendinga og Norðmanna. Stökktu til Benidorm 15. ágúst frá kr. Síðustu sætin til Benidorm í ágúst. Flug til Benidorm þriðjudaginn 15. ágúst og þú getur valið um 1, 2 eða 3 vikur í sólinni. Benidorm er einn vinsælasti áfangastaður íslendinga og hér getur þú notið sumarleyfisins við frá- bærar aðstæður. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig, segjum þér hvar þú gistir og að sjálf- sögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verðkr. 32.955 M.v. hjón með 2 böm, 2 - i l ára, 7 nætur m. sköttum. Verðkr. 44.990 M.v. 2 í studio/íbúð, 7 nætur, m. sköttum. Feröir til og frá flugvelli, kr. 1.600 HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.