Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 01.08.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 33 LISTIR Stríplingar standa í ströngu Morgunblaðið/Jim Smart Leikurum var vel tekið að lokinni sýningu. LEIKLIST It u 11 o g v i 11 e y s a í Tjarnarbíói MEÐ FULLRI REISN Leikstjóri, höfundur handrits, með- höfundur söngtexta og hönnuður sviðsmyndar: Guðmundur Rúnar Kristjánsson, sem byggir verkið lauslega á samnefndri kvikmynd. Tónlistarstjóri og meðhöfundur söngtexta: Matthías Matthíasson. Ilöfundur lags og texta í laginu „Þig einan“: Kristján Viðar Har- aldsson. Danshöfundur: Bjartmar Þórðarson. Ljósahönnun: Geir Magnússon og Ólafur Pétur Georgsson. Hljóðmaður: Andri Þór Ómarsson. Búningar: Alda Björg Guðjónsdóttir. Förðun: Elísabet Valsdóttir. Leikmunir: John McCyntyne. Leikarar: Bjartmar Þórðarson, Eiríkur Steinn Búason, Guðjón Davíð Karlsson, Guðrún Inga Torfadóttir, Jóhannes H. Jó- hannesson, Margrét Eir, Marina, Steindór Gunnar Steindórsson, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Magnúsdóttir. Föstudagur 28. júlí. STRÍPIÆÐIÐ hefur ekki farið fram hjá neinum hér á landi á undan- förnum árum. Út frá rekstri fata- felluklúbba hafa spunnist umræður um innflutning listdansmeyja í þess- um tilgangi en svo virðist sem karl- menn sem leggi slíkt fyrir sig séu litnir allt öðrum augum en stúlkur. Árið 1997 var frumsýnd breska kvikmyndin „The Full Monty“, sem fjallar um hóp atvinnuleysingja í Sheffíeld sem tekst að endurheimta sjálfsvirðinguna með því að fækka fotum í fjáröflunarskyni. Nýsjálend- ingamir Stephen Sinclair og Anthony McCarten fóru í mál við aðstandendur kvikmyndarinnar þar sem þeir töldu að söguþræðinum hefði verið stolið úr leikriti sínu „Ladies Night“ sem þá var tíu ára gamalt. Kvikmyndin fór sem eldur í sinu um heiminn og var meiri aðsókn að henni en nokkurri annari mynd í Bretlandi frá upphafi vega. Leikfélag Keflavíkur setti upp verk þeirra Sinclairs og McCartens undir nafninu Stæltu stóðhestamir í íyrra og var sú uppsetning valin at- hyglisverðasta áhugaleiksýning árs- ins 1999. Sú leiksýning sem hér er rætt um er lauslega byggð á kvikmyndinni og titill hennar er hið íslenska heiti myndarinnar. Höfundur leikverks- ins, Guðmundur Rúnar Kristjánsson, segir í viðtali í Mbl. 21. júlí sl. að hon- um hafí fundist myndin mjög leiðin- leg en hugmyndin góð og að hans mati sé handritið miklu fyndnari en fyrirmyndin. Þó að djúpt sé tekið í ár- inni verður að taka undir þessi orð höfundar um eigið verk og bæta við að margt er þar líka mun skárra en í leikriti Sinclairs og McCaitens. And- rési Sigurvinssyni leikstjóra tókst aftur á móti að skapa þar nokkuð áhugaverða sýningu úr litlu efni. Stærsti kostur verksins er hve vel staðfærslan hefur tekist. Vinahópur í krummaskuði einu úti á landsbyggð- inni tekst á við atvinnuleysi, náttúm- leysi, ástleysi og skort á djörfung til að horfast í augu við sjálfan sig. Húmorinn er óbeislaður, ungæðis- legur og oft fmmlegur. Kraftur sá sem felst í hinum ungu aðstandend- um sýningarinnar brýst út í öryggi þess sem veit að hann á framtíðina fyrir sér. Ókostir sýningarinnar era óhjá- kvæmilegir fylgifiskar aldurs og að- stæðna. Þó að höfundur hafi tölu- verða reynslu sem leikstjóri er langt í frá að sýningin gangi snurðulaust íyrir sig. Undirritaður sá tvær sýn- ingar með fimm daga millibili og það var augljóst að ýmsir hnökrar vom á síðari sýningunni þó að það væri að- dáunarvert hve vel og ömgglega flytjendur björguðu málunum. I sam- anburði við uppfærslu Leikfélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti á frumgerð þessa leikverks er þessi sýning stórt skref fram á við en hefur misst töluvert af ærslafengnu fjöri sem einkenndi fyrri uppfærsluna. Það getur verið erfitt að leikstýra eigin verki og án efa gefur utanað- komandi leikstjóri nýja sýn á texta annars manns. Hér hefði víða mátt snyrta og snurfusa, stytta texta, og taka út óþarfa atriði til að byggja upp sannfærandi heildarmynd og halda uppi spennu. Spurningin er að hve miklu leyti slíkt hefði dregið úr leik- gleði flytjendanna og ánægju leik- stjórans við að ýta eigin hugarsmíð sjálfui- úr vör. Þó að langflestir að- standendur sýningarinnar séu áhugamenn þá er ekki að efa að margir þeirra ætla sér lengra á þess- ari braut og hefðu haft gott af strang- ari skólun. Önnur hlið á málunum er líka hverja kröfu áhorfendur geta gert til sýningar sem þeir gjalda fyrir fullu verði. Þetta er viðamikil sýning þar sem töluverð vinna er lögð í tónl- istarupptökm-, hljóð, ljós, fórðun og leikmynd. Skemmtilegur og einfald- ur húmor heldur henni uppi þó að hún sé fulllöng. Margrét Eir er sú eina af leikumn- um sem er atvinnumaður í faginu. Hér gefst henni færi á að sýna á sér nýjar hliðar í litlu skapgerðarhlut- verki og tekst vel upp, enda afslöpp- uð og ömgg. Hún þarf lítið að hafa fyrir söngnum og ber af í tækni og raddstyrk. Bjartmar Þórðarson er einstakur dansari og syngur vel. Ef hann ætlar sér að verða alhliða söng- leikjastjama verður hann að fá meiri og betri skólun í leiklist. Þó að hann standi sig ágætlega er hann allt of gott efni til að láta þessa hlið mál- anna standa sér fyrir þrifum. Jóhannes H. Jóhannesson hefur góða sviðsframkomu, fallega rödd og meðfædda leikhæfileika. Hann heldur uppi heilu atriðunum með sjarmanum einum saman. En eins og hjá sumum eftir- talinna er framsögninni oft áfátt. Þóra Karítas Árnadóttir var ótrúlega fyndin í stfl- færðu hlutverki sínu. Orða- leikimir sem spunnir hafa verið í kringum persónuna sem hún leikur era enda best heppnaði hluti leiktextans. Guðrún Inga Torfadóttir lék mjög blátt áfram og eðli- lega auk þess sem hún dansaði undir söng Þórannar Magnúsdóttur sem sýndi nokkur tilþrif sem lausgirtasta stúlkan í þorpinu. Steindór Gunnar Steindórsson og Ein'kur Steinn Búason endursköp- uðu hlutverk sín úr í sama verki frá því í fyrra og hafa stækkað og eflst jafnt á líkama sem að hæfileikum. Guðjón Davíð Karlsson lék félaga þeima í fíflalátunum af krafti auk þess sem hann söng af miklu öryggi. Auk þeirra kom atvinnufatafellan Marina fram í svo stuttu atriði að erf- itt er að leggja dóm á leikhæfileika hennar. Það fór hins vegar ekki á milli mála að hún dansaði af mikilli íþrótt. Þetta er áhugaverð sýning vegna þess að hér er á ferðinni fólk sem á framtíðina fyrir sér. Lokaatriðið var auðvitað rúsínan í pylsuendanum og þarf vart að taka fram að myndatök- ur em stranglega bannaðar á sýn- ingu. Sveinn Haraldsson HMDA HR-V 5 DYRA Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bilversf, sími431 1985. AKUREYRI: Höldurhf., sími4€13000. KEFLAVÍK: Bílasalan Bílavík, sími 421 7800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535. [HONDA HR-V 1.6i 4x4 5 DYRA 105 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúöar, rafdrifnar rúöur og speglar, hiti í sætum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar, samlitaður. J verðfri 1.940.000 kf.~

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.