Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þjóðlagahátíð á Siglufírði Þjóðlegur djass Þjóðlagahátíð stóð á Siglufírði í liðinni viku með tónleikum, fyrirlestrum og námskeið- um. Hátíðin heppnaðist yfírleitt vonum framar, að mati Ríkarðar Arnar Pálssonar. ÞAÐ gildir um flestan menningararf, en kannski sérstaklega um þjóðlög, að „varðveizla" er ekki nóg. Það sem liggur í spíra er dautt. Þjóðlög þarfn- ast endursköpunar til að halda lífi og þrótti, í þeim búningum sem tiltækir eru á hverjum tíma og höfða til tón- skálda, flytjenda og hlustenda. ís- lendingar eignuðust vart fagmenntuð tónskáld og sinfóníuhljómsveit fyrr en rómantíska skeiðið, og m.a.s. hið nýklassíska, voru liðin hjá og skegg- öld módernismans tekin við. Því lifa þjóðlögin í nóteruðum útsetningum einna helzt í kórverkum. Léttari tónlistin getur fáu flíkað. Tímabil þjóðlagahópa hér á landi stóð ekki nema örfá ár eða um 1965-75 og Þursaflokkurinn (1978-85) var nánast einn um hituna í rokkgeiranum. Enn minna hefur kveðið að þjóðlögum í hérlendum djassi sem löngum hefur einblínt á foðurlandið mikla vestan hafs í verkefnavali. Merkasta undan- tekningin er ugglaust hinn þegar sí- gildi diskur Guðmundar heitins Ing- ólfssonar, Pjóðlegur fróðleikur. Á djass-klassískri millimúsík í stíl við snilldarútsetningar Ole Kock Han- sens á fjórum íslenzkum þjóðlögum (á „Nordiske Folketoner", ca. 1990) hefur aftur á móti ekkert borið hing- að til meðal sífjölgandi og æ betur menntaðra djassista landsins. En kannski er nýlegur diskur Guitar Islancio tríósins eitthvað til marks um vænkandi hag strympu. Megnið af efni hans, auk nokkurra viðbótalaga, gat að heyra „læf‘ á seinni tónleikum fimmtudagskvölds- ins 20. júlí sl. kl. 21:30 í Siglufjarðar- kirkju þegar tríóið (Gunnar Þórðar- son, Bjöm Thoroddsen, gítarar; Jón Rafnsson, kontrabassi) veittu þjóð- lagahátíðargestum af svignandi sveifluborði sínu fyrir fullu húsi. Það var eiginlega aðeins tvennt sem stakk í stúf við annars velheppn- aða tónleika tríósins og kom þó ekki í veg fyrir góða stemmningu og glymj- andi undirtektir. Munnlegar kynn- ingar sem skiluðu sér misvel aftur í kirkju og fullrífleg uppmögnun bass- ans sem átti til að „búma“ og grugg- ast í hraðari lögum. Hvað fyrra tilfell- ið varðar hefði hljóðnemi undir kynningar, sem hljómlistarmenn skiptu bróðurlega á milli sín, munað miklu fyrir öftustu bekki. Ekki skal þó lasta munnlegar kynningar sem slikar enda voru þær oft líflegar og íéUu 4 góðan jarðveg þeirra sem heyrðu bezttil. Bins og iðulega í hrynbundinni tónlist fór flutningur ekki að hitna íyrr en að nokkrum númerum liðn- ujn. Góða veizlu gjöra skal var meðal fyrstu laga sem komu hlustendum í ham, þó að undirrituðum þætti bassaleikarinn þar fulliðinn við kol- ann og saknaði krómatískrar mót- hreyfingar við sams konar gítarlinur sem virtist liggja beinast við. Tveim lögum síðar kom kostuleg útfærsla af Lysthúskvæði (Undir bláum sólar- sali), þar sem Björn tjaldaði einu af sínum vörumerkjum, lófaklappi á strengi og gítarbelg í virtúósum bongóstíl, svo að opnuðust næstu dyr sjálfkrafa, líkt og af undrun - nema þá andi siglfirzka þjóðlagajöfursins hafi verið að verki, eins og einhver heyrðist tauta. Fyrsta eftii-tektarverða bassasóló- ið heyrðist í Veröld fláa, þar sem minna þekkta lagið við hina kunnu svartagallsstöku hlaut töluvert sjálf- stæða útfærslu. Gunnar var í for- grunni í lagi sínu Borgarblús með nettilegum gítarfléttum, þó að bass- inn mætti þar sem stundum oftar vera aðeins sparari á nótnafjöldann, Ljósmynd/Brynja Svavarsdóttir Það var fleira þjtíðlegt á boðsttílum á Siglufirði en íslenzkt. Hér er stiginn færeyskur dans. Stíll gítaristanna tveggja var skemmtilega ólíkur. Nótur voru oft- ast færri og hægari hjá Gunnari en í hinum örari boppmótaða stfl Björns en varla ómelódískari né hugvits- minni og þó að tónn Gunnars mætti kannski vera ívið mýkri í undirleik- shlutverki miðað við dúnmýkt Bjöms á álíka stöðum var heildarsvipur tríósins í senn sterkur og fjölbreytt- ur. Orgelið gaf, orgelið tók Fyrirlesarar föstudagsmorguns hins 21. júh' voru þrír. Árni Heimir Ingólfsson, sem er að vinna að dokt- orsritgerð um sama efni við Harvard- háskóla, ræddi um tvísöng á Islandi 1450-1900 og reifaði helztu heimildir um hann í trúarlegum handritum og úr munnlegri geymd við veraldlega texta. Hið síðara væri flest saman komið í þjóðlagasafni Bjarna Þor- steinssonar, sem Angul Hammerich prófessor, höfundur Studier over is- landsk musik (K.höfn 1900) mun hafa verið hvatamaður að. Eðlilega beindist leit fyririesarans aðallega að rótum íslenzka tvísöngs- ins og jafnframt að uppruna organ- um-söngs og tvíröddunar yfirleitt. Hermt er að franskur munkur, Rik- ini, hafi kennt söng við Skálholtsstól snemma á 12. öld og gæti því tvísöng- ur í einhverri mynd hafa borizt hing- að með honum en nánari gögn lægju því miður ekki á lausu. Annars myndi tvíröddun almennt talin hefjast í kirkjusöng vestrænnar kristni um líkt leyti og orgelið (organum) kom til sögunnar í byrjun 9. aldar (hydraulis, vatnsorgel fomaldar, féll í gleymsku á 6. öld) og væri fyrsta ritaða heimild- in um tvíröddun Musica enchiriadis, norðurfrönsk ritgerð frá sama tíma sem lýsir samstígri ferundar- og fimmundarundiiTöddun. Lægi ann- ars margt falið í fornum nótnahand- ritum er væru stundum ekki öll þar sem þau væru séð. Kálfskinn var dýrt og ekki alltaf haft fyrir því að skrá mótrödd við aðalrödd enda framan af oft spunnin á staðnum. Tvírödduð lög leyndust því víðar en sæist í fljótu bragði. Ami Heimir lék næst tvísöngstón- dæmi frá Friuli-héraði á NA-Italíu, þar sem tvær konur sungu forkunn- arvel saman í vemlega „raffíneraðri" raddfærslu - með samstígni, mis- stígni, móthreyfingu og raddavíxlum - og skildist manni að þar um slóðir fyrirfyndist enn slík lifandi flutnings- alla vega í fyrrgreindri ómvist. Lag eftir Bjöm sem týndist í kynningu hófst því næst með viðamiklu forspili hans er stappaði nærri sjálfstæðri gítaretýðu og glæsilega útfært að vonum en færðist með innkomum fé- laganna yfir í e.k. sígaunamars er rifjaði upp andann frá gullaldarárum Django Reinhardts í Le Hot Club du Paris með funheitum dýnamískum sviptingum og sópandi hljómatrem- ólóum í sérlega vel tvinnuðum sam- leik. Þaðan var varla hægt að fara ann- að en beint í klassíker Ellingtons gi'eifa, „It Ain’t Mean A Thing If It Ain’t Got That Svring“, enda ætlaði þakið nánast að rifna af kirkjunni eft- ir dúndrandi yfirreið piltanna sem skartaði m.a. skemmtilegu tveggja handa gripluðu bassasólói. Síðasta lagið, Nuages eftir Django, náði rétt að kyrra hlustendur niður aftur með sefandi skuggsæld sinni, að ógleymdu djúpristu sólói Gunnars og þokkafullu bassainnskoti áður en yfir lauk. JþjölWaliáUif ^ s^OOO Trio Islancio setti upp sterkan og fjölbreyttan svip á þjtíðlagahátíðinni. hefð meðal alþýðu. Minnti sumt úr söng kvennanna á raddferlið úr munkaþveræsku handritssíðunni AM 80 frá 1473 sem var meðal tón- dæma á útbýttum ljósritum. Af yngri þróun íslenzka tvísöngs- ins hermdi fyrirlesarinn m.a., að svokallaður „diskant" söngur tíðkað- ist fyrrum meðal latínuskólapilta en þætti ekki við alþýðu hæfi. 19. öldin hefði verið hápunktur hins spunna tvísöngs en jafnframt átti hann æ örðugra uppdráttar undan gagnrýni lærðra tónlistarmanna. Mætti segja að tilkoma orgela (harmóníum) hefði útrýmt almennri tvísöngsiðkun og gat hlustandinn ekki varizt því að þykja kaldhæðnislegt að tvíröddun lyki þannig fyrir tilstilli sama hljóð- færis og hún hófst 1000 árum áður. Bót í máli væri að tvísöngurinn dæi drottni sínum án þess að aflagast að ráði, ólíkt því sem víða hefði gerzt er- lendis - þó svo að séra Bjarni þjóð- lagasafnari hefði iðulega breytt að- sendum niðurskriftum í það sem honum þótti sjálfum „rétt“ og voru m.a. nefnd samskipti hans við Bene- dikt frá Auðnum í því sambandi. Ann- að eins höfðu hlustendur reyndar heyrt áður enda var þar fráleitt kom- in fyrsta vísbendingin um hversu að- kallandi sé orðið að endurskoða þjóð- lagasafnið vísindalega frá grunni. Með trylltum undirtóni Fyrirlestui' Elenar Ingu Eiru Söru frá Kautokeino í norsku Finnmörk- inni fjallaði um tónlistarmenningu Sama. Aðallega um hið sérkennilega fyrirbæri, jojkið, þ.e. söng eða raul eintaklings við eigin texta á stangli eða allt niður í 2-3 orð, og með marg- víslegri, oft gjallandi, raddbeitingu. Ætti hver Sami sitt jojk, eitt lag eða fleiri, út af fyrir sig (þó þess væri dæmi að menn hefðu beinlínis barizt um meðferðarrétt á lagi!) Væri jojk- að aðallega til að tjá hugarástand jojkarans þá stundina; eitt lag fyrir gleði, annað fyrir sorg. Þó væni og til almenningsjojklög og ekki óalgengt að menn kynnu þau í hundraðatali. Þau væru flestöll varðveitt í munn- legri geymd, þó að reynt hefði verið að nótera á síðustu ái-um. Þótt oftast væri jojkað í einrúmi, t.d. á hreindýraslóðum tfl fjalla, væri íþróttin einnig stunduð í mannfagn- aði, oftast vegna brúðkaups eða skírnar. Semdi móðii' dóttur, faðir syni, maður unnustu, vinur vini o.s.frv. og þætti sæmdarauki að slflcri gjöf. Þó væri ekki eðli jojks að semja til ókunnugra enda lýsti jojkið einatt skapgerð þiggjandans, háttalagi, hreyfingum o.þ.h. Textinn gæti stundum verið í gátuformi og jojkið líka þjónað hagnýtum tilgangi eins og að koma boðum milli manna við hreindýrasmölun. Jojk til barna væri ævinlega stutt og ekki þætti við hæfi að fara með eigin lög meðal ókunnugs fólks. Þessum tónmenntum Sama tókst nærri því að útrýma í Suður-Noregi og m.a.s. tungu þeirra líka enda bönnuðu yfirvöld notkun hennar í skólum og á almannafæri. En nú væri tilveruréttur hvors tveggja loksins viðurkenndur og gat Gunnsteinn Ól- afsson þess reyndar í kynningu sinni á fyrirlesaranum að fáni Sama blakti nú við hún á ráðhústorginu. Elen Inga flutti síðan þrjú jojkdæmi sem öll báru merki víða- vangsraddmenntar eins og menn kannast við úr sænskum seljaköllum og þjóðsöngvum Balkanþjóða (eða, svo nærtækara dæmi sé tekið, götu- salahrópum, sbr. „Vííísir!"). Fyrsta jojkið var samið til dýrðar rómuðum eykyndli á Finnmörk, afbragði allra kvenna, og minnti á foman yfirtóna- kverkasöng Mið-Asíuþjóða. Næst var jojkað til hunds (öllu hressara, eins og seljastúlka til búsmalans yfir þveran dal) og loks til úlfs sem var skært og hvasst með trylltum undir- tóni. Fengu hlustendur þannig for- smekkinn að tónleikum sama kvölds sem undimtaður gat því miður ekki sótt; afar sérstæðum tjáningarmáta sem á seinni hefur náð töluvert út fyrir heimaslóðir Sama og höfðað til skandínavískra tónskálda í bæði framsækinni fagurtónlist og djass- blendingi eins og sjá má t.d. af sam- starfi Mari Boines og Jans Garbar- eks.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.