Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 49
MbkGUN'BLAÐH) _______________________________________________________LMÐ',njbAGÚR 1. Ábtjs',í1'2;(k)'ö 49 VÍKINGAHÁTÍÐ Á NÝFUNDNALANDI Morgunblaðið/Einar Falur Víkingaskáli sem var reistur eftir útliti skála norrænna manna sem lielge og Anna Stine Ingstad fundu á sléttlend- inu við L’Anse aux Meadows, skammt þaðan, á sjöunda áratugnum og eru á heimsminjalista Sameinuðu þjóðanna. Leifur kom fyrstur, stendur á peysum kanadfskra hjóna sem voru við- stödd hátfðarhöldin í víkingabænum Norstead við L’Anse aux Meadows á föstudaginn var, þegar tekið var á móti íslendingi. { Skólakór Kársnesskóia, skipaður rúmlega fimmtfu ungmennum, flutti íslensk sönglög fyrir gesti á víkingahátíðinni meðan beðið var komu ís- lendings. Þórunn Bjömsdóttir sljórnar. Breskur víkingur bendir áhugasömum kanadfskum ungmennum á fé- laga sína og útskýrir siði víkinga fyrir þeim á víkingahátfðinni við L’Anse aux Meadows. á Nýfundnalandi en ekki sunnai- á meginlandinu. Hins vegai' leiddi upp- gröfturinn í ljós að sæfararnir hafi líklega siglt mun sunnar á bóginn, því eitt af því markverða sem fannst var smjörhneta en þær hafa ekki gróið norðar en í New Brunswick- ríki við landamæri Kanada. Tignarlegur floti Þegar aftur var komið á hátíðar- svæðið mátti sjá tignarlegan flota eftirlíkinga víkingaskipa nálgast. Fremstur í flokki, og stærstur, var íslendingur og áhöfninni var fagnað vel þegar siglt var með hana í land. Skipasmiðurinn og skipasmiðurinn Gunnar Mai-el Eggertsson var hyllt- ur sérstaklega; afkomandi Leifs Eir- íkssonar eins og hann er alls staðar kynntur hér vestan hafs. Rétt eins og fyrir þúsund árum mættu frum- byggjar hinir norrænu sæförum. Að þessu sinni voru það þrír höfðingjar og einn þeirra, með mikið fjaðra- ski-aut á höfðinu, hafði orð fyrir þeim. Það er Misel Joe, höfðingi Mi’kmaq ættbálksins. Hann fagnaði Gunnari Mareli og áhöfn hans og sagði síðan: „Kannski vorum við ekki eins vinalegir fyrir þúsund árum, en kannski voruð þið það ekki heldur.“ Frumbyggja minnst Misel Joe bað viðstadda síðan um tveggja mínútna þögn til að minnast Beothuk ættbálksins sem dó út eftir að hvítir menn byggðu svæðið. „Það voru átök á milli okkar fólks og ykkar en ég held að kynni þeirra hér á þess- um stað hafi verið söguleg, hvort sem þau urðu til góðs eða ills,“ sagði Joe. „Mig langar til að halda að frá og með deginum í dag höfum við tæki- færi til að gera hlutina á réttan hátt.“ Herb Gray, varaforsætisráðherra Kanada, hrósaði skilaboðum ind- jánaforingjanna til samkomunnar um sættir og sagði þau nýjan upp- hafsreit að betri sögu fyrir alla við- komandi. Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands, þakkaði höfðingjun- um einnig fytár þátt þeirra í hátíðinni og fyrii- sáttaboð þeirra. Einn höfðingjanna, Peter Pena- shua, foringi Innu fólksins á Labra- rjokli manna var viðstaddur víkmgahatiðma. dor, var þó ekkert yfír sig spenntur yfir því að taka þátt í víkingahátíð- inni. En eftir á sagði hann það hafa verið mikilvægt fyrir sig að taka þátt til að vera viss um að Beothukanna yrði minnst. „Persónulega finnst mér óþægilegt að vera kominn til að heiðra komu Víkinganna," sagði hann. „En ef ég hefði ekki komið, þá held ég að okkar sjónarhorn hefði ekki komið fram. Þetta er kynning- arhátíð, þetta er allt áróðui' og mikil- vægt fyrir okkur að útskýra sjónar- mið okkar vel.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- heira sagði í ræðu sinni að sigling ís- lendings væri hylling mannsandans og ævintýranna. Hann sagði að vík- ingaskip nútímans væru flugvélai’n- ar og að hann vonaðist til að flugsam- göngur á milli landanna myndu styi’kjast enn frekar og þar með samskipti þjóðanna. Gestir á víkingahátíðinni fylgdust af athygli með dagskránni og mörg- um þótti sem annað hámark hennar, á eftir komu víkingaskipanna, hefði verið flutningur kói-verksins Full Circle af kói’um óg ásláttarleikurum frá Nýfundnalandi, Finnlandi, Dan- mörku og íslandi. Þar var kominn Skólakór Kársnesskóla, skipaður 53 söngvurum, sem fyrr um daginn flutti íslensk sönglög fyiir gesti í sólskininu fyrir framan víkingakirkj- una. Fólk hafði á orði að þarna um dag-1 ’ inn hefði það upplifað sögulegan at- burð og fyrir það var það þakklátt. Og gestimir þurftu ekki annað en að ganga nokkra kílómetra, út á grænt og ræktarlegt engi, til að finna fyrir annarri sögu, og henni þúsund ára gamalli, í nokkrum hógværum veggjabrotum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.