Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 52

Morgunblaðið - 01.08.2000, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ -52 PRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 Þ- Opera-vafrinn Opera-vafrinn frá norska fyrirtækinu Opera Software er sagður sá þriðji vinsælasti. Fyrirtækið er að hluta í eigu Jóns Stephensons Tetzchners, sem er af íslenskum ættum. ► Diablo II Ævintýraleikurinn Diablo II hefur notið mikilla vinsælda frá því að hann var gefinn út hér á landi. í leiknum berjast spilendur við ófreskjur og rannsaka ný lönd. ► Vefsíur Sífellt fleiri fyrirtæki koma fyrir vefsíum, sem loka fyrir efni s af Netinu; klámsíður, sfður með ofbeldi eða afþreyingarefni § sem útheimtir mikla bandbreidd. = z o ► Napster Lögbanni á hendur netmiðlaranum Napster hefur verið frestað. Fleiri fyrirtæki halda úti hugbúnaði á Netinu sem j gefur fólki færi á að sækja sér ókeypis tórilist. Má þar nefna Gnutella og Freenet. 3 SKOÐUN ORYGGIS- OG SAMVINNU- STOFNUN EVRÓPU, HELSINKI-FERLIÐ í DAG, 1. ágúst, eru 25 ár liðin frá því að odd- vitar 35 ríkja Evrópu og Norður-Ameríku undir- rituðu lokasamþykktina íHelsinki. Lokasamþykktin, sem þekktust er fyrir um- fjöllun um mannréttindi og öryggismál Evrópu, var afrakstur tveggja ára erfiðra samningavið- ræðna. Hún er einstök fyrir margra hluta sakir, enda fól hún í sér víð- tækar pólitískar skuld- bindingar um megin- reglur í samskiptum aðildarríkjanna, aðgerð- ir til að auka traust á hernaðarsvið- inu, aðgerðir til að efla og virða mannréttindi og loks ákvæði um samstarf á sviði efnahagsmála, menningarmála og tækni, vísinda og umhverfismála. Kommúnistaríki Evrópu höfðu í fyrsta skipti fengist til að ræða mannréttindamál og framþróun þeirra í smátriðum. Mannréttindi höfðu fram til þess verið bannorð í samskiptum austurs og vesturs. Þá var í fyrsta skipti í þeim samskiptum fjallað um öryggismál í víðtækasta skilningi þess hugtaks. Helsinki-ferlið (RÖSE fyrst, nú ÖSE) hefur það að markmiði að styrkja og bæta gagnkvæm tengsl aðildarríkjanna og auka þannig ör- yggi og samstarf í Evrópu. Framan af var þetta gert á svokölluðum fram- haldsráðstefnum, í Belgrad 1977- 1978, Madríd 1980-1983 og í Vín 1986-1989. Unnið var á grunni loka- samþykktarinnar og var umfjöllun- arefnum skipt í þrennt. í fyrsta lagi var fjallað um öryggis- pólitísk mál og þá sérstaklega traust- vekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu. Þeim var ætlað að draga úr tor- tryggni milli ríkja Atlantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins og þar með einnig að styrkja öryggi óháðra og hlutlausra Evrópuríkja. í öðru lagi var fjall- að um samstarf á sviði efnahagsmála, vís- inda, tækni og um- hverfismála. I þriðja lagi voru síðan til umfjöllunar mannréttindamál, upplýsingamál og samstarf í menningar- og menntamálum. Ríkin austan Járn- tjaldsins höfðu með lokasamþykktinni við- urkennt að ofangreind málefni væru til um- fjöllunar í samskipt- um austurs og vesturs. Fimmtán árum síðai' hrundi alræðiskerfi kommúnismans í Austur-Evrópu. Þar á milli eru bein tengsl. Lok kalda striðsins Hrun kommúnismans og allt um- rótið sem af því leiddi í pólitískri þró- un hafði mikil áhrif á starfsemi RÖSE, Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, eins og hún hét þá. Það er óumdeilt að umræða og samþykktir innan RÖSE gegndu lykilhlutverki í því að brjóta niður al- ræðið í Austur-Evrópu. Baráttu- ÖSE eru einu samtökin í Evrópu, segír Halldór Ásgrímsson, sem taka til allra Evrópuríkja. menn frelsisaflanna, eins og t.d. Vaclav Havel, tileinkuðu sér þau gildi sem svo skýrt var kveðið á um í loka- samþykktinni. Þeir beittu þeim í bar- áttu sinni gegn yfirvöldum sem höfðu á erlendum vettvangi sett nafn sitt við samþykktimar, sennilega í þeirri trú að alræðið tryggði að sú fregn bænst ekki borgurunum til eyrna. Á leiðtogafundi ÖSE í París 21. nóvember 1990 var samþykktur svo- nefndur Parísarsáttmáli fyrir nýja Evrópu. Þar var því lýst yfir að tími skiptingar og hugmyndafræðilegra átaka í Evrópu væri á enda. Þetta var upphafið að endalokum kalda stríðsins. Þá var ekki komið í ljós að með hruni kommúnismans sköpuð- ust ný vandamál fyrir öryggi álfunn- ar, t.d. á Balkanskaga. T0 að takast á við þau varð fljótt ljós nauðsyn þess að styrkja RÓSE sem lykilstofnun sem vinnur að því að efla öryggi, mannréttindi, lýðræði og réttarríkið í nýrri Evrópu. Á leiðtogafundi í Bú- dapest 1994 varð RÖSE að alþjóð- legri stofnun með fastaráði og föstu aðsetri í Vín. Við þessa breytingu fengu samtökin einnig nýtt nafn, Ór- yggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE). Samtökin hafa tekið á sig auknar skuldbindingar í mannréttindamál- um og einnig hafa þau aukið bolmagn til að bregðast við mannréttindabrot- um. Aðildarríkjum hefur fjölgað hratt, úr 35 í 55 á skömmum tíma, og ÖSE spannar nú allt svæðið frá Vancouver til Vladivostok. Hvað gerir ÖSE? Það er of mikil einföldun að segja að ÖSE taki við þegar vopnuðum átökum sleppir. Gnmdvallaratriði í starfi ÖSE er einmitt að reyna að koma í veg fyrir átök. Því miður hafa sum Evrópuríki þurft að ganga í gegnum blóðug átök undanfarin ár. ÖSE hefur sent sendi- nefndir víða til að vinna að sáttum stríðandi fylkinga og til að verja mannréttindi og stuðla að lýðræði. Nú starfa um 3000 manns á vegum ÖSE í 20 sendinefndum. Starfið á Balkanskaga, í Kosovo, Bosníu og Hersegóvínu og Króatíu er umfangs- mest, en minni sendinefndir starfa víða um álfuna og í Mið-Asíuríkjun- um fimm, Kirgisistan, Kasakstan, Úsbekistan, Tadsjikistan og Túrk- menistan. Aðaláhersla er lögð á að tryggja að mannréttindi séu í heiðri höfð og að lýðræðið styrkist. Starfsemin í höfuðstöðvum ÖSE í Vín hefur mjög beinst að ýmsum mannréttindamálum og skuldbind- ingum á því sviði. Sem dæmi má nefna að nú er t.d. unnið að því að móta bindandi reglur til að koma í veg fyrir misnotkun bama í stríðs- átökum, mansal og útbreiðslu smærri vígtóla. Starfsemi ÖSE hefur verið styrkt verulega með undirstofnunum. í Varsjá starfar Mannréttinda- og lýð- ræðisstofnun ÖSE. Hún sér m.a. um eftirlit með kosningum. Flókið og tímafrekt starf býr að baki því að Kemur þér beint að efninuI hjálpar til við að losa hitaeiningar úr forðabúrum llkamans og koma þeim í orkuframleiðslu. Minnkar sykurþörf og dregur úr hungurtilfinningu Cb LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúla e Lyfja Hamraborg ©Lyfja Laugavegi Lyfja Setbergi» Útibú Grindavík • Mannrækt undir Jökli um verslunarmannahelgina á Brekkubæ, Hellnum, 4.-7. ágúst 2000 Qigong tengt fjöllum og vatni - Ken Cohen, qigong meistari og einn helsti heilari Bandaríkjanna, leiðir námskeið 5. og 6. ágúst um þessa fornu heilunarspeki Kínverja. Styrking á innri heilunarorku og leiðir til að nota orkuna betur við heilun á öðrum. - Skráning í síma 435 6820 Guðdómlegur vilji - Patrice Noli, leiðbeinendamiðill, leiðir námskeið 5. og 6. ágúst þar sem hún kennir leiðir til að tengj- ast æðri krafti og efla vilja og innri styrk til umbreytinga og umskipta í lífinu. - Skráning í síma 435 6820. Best er að skrá sig fyrirfram á námskeiðin, þar sem þegar eru margir bókaðir. Á laugar- og sunnudeginum er þeim, sem ekki eru á nám- skeiðum, boðið upp á grasatínsluferð, ævintýraferð fyrir börn og gönguferðir um nágrenni Hellna, með fræðslu um sögu svæðisins, orkulínur, álfabyggðir o.fl. Kvöldvökur, hugleiðslur, sufidans, svitahof, friðarathöfn, varðeldur og samsöngur á laugar- og sunnudagskvöldinu. Gisting á gistiheimilinu, svefnpokapláss og tjaldstæði. Hægt er að kaupa hádegis- og kvöldverð á gistiheimilinu Brekku- bæ. ENGINN AÐGANGSEYRIR - en gestir greiða fyrir gistiað- stöðu og tjaldstæði, námskeið, svitahof og gönguferðir. Nánari upplýsingar veittar á Gistiheimilinu Brekkubæ í síma 435 6820. Halldór Ásgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.