Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 53- tryggja að kosningar í nýjum ríkjum Evrópu fari fram með lýðræðisleg- um hætti. Leifar af alræði kommún- ismans leynast víða. ÖSE hefur stofnað skrifstofu sér- staks fulltrúa í Haag sem vinnur að því að tryggja réttindi þjóðernis- minnihluta. Það starf er að lang- mestu leyti unnið í kyrrþey, enda oft um mjög viðkvæm mál að ræða. Sér- staklega hefur hlutverk fulltrúans verið mikilvægt í Eystrasaltsríkjun- um, á Krím, í Makedóníu og í málefn- um gleymda þjóðernisminnihlutans, sígauna. Einnig er starfandi skrifstofa sér- staks fulltrúa á sviði frjálsrar fjöl- miðlunar, en í þeim efnum er víða pottur brotinn. Atlögur að fjölmiðl- um og tjáningarfrelsi almennt eru því miður enn daglegt brauð víða í hinum nýfrjálsu ríkjum. Öryggismál innan ÖSE Á sérstökum vettvangi innan ÖSE er fjallað um öryggismál álfunnar og þá sérstaklega það sem kallað er traustvekjandi aðgerðir á hernaðar- sviðinu. Þær miða að því að aðildar- ríkin veiti hvert öðru upplýsingar um heri sína og beitingu þeirra þannig að ekki skapist misskilningur eða hætta því tengd. Starfsemin á sviði afvopnunar- mála hefur ávallt verið í lykilhlut- verki í ÖSE. Samningurinn um hefð- bundinn vígbúnað í Evrópu (CFE) tengist ÖSE, en hann var gerður 1990. Samningurinn hefm' m.a. leitt til þess að rúmlega 60.000 vopnum hefur verið eytt í Evrópu. Á fundi leiðtoga ÖSE í Istanbúl í nóvember var samningurinn aðlagaður að breytingunum í álfunni og hann styrktur. Samstarf við alþjóðleg samtök ÖSE er sérstök stofnun að því leyti að allar skuldbindingar hennar eru pólitískar en ekki lagalegar. Niður- stöður þurfa að vera einróma, þ.e. hvert þátttökuríki hefur í raun neit- unarvald, nema þegar mál varða til- tekið aðildarríki. ÖSE hefur ekki aðgang að herafla. Þetta hefur leitt til þess að samstarf við aðrar alþjóðastofnanir hefur margfaldast á undanförnum árum. Skýrasta dæmið um þetta er endur- reisnarstarfið í Kosovo. Aimennt er samstarfið við Evi'- ópuráðið öflugast og hefur það aukist mjög undanfarið, m.a. í formennsku- tíð Islands í Evrópuráðinu í fyrra. Þar fer saman framkvæmd lagalegra skuldbindinga aðildam'kja Evrópu- ráðsins og starfsemi ÖSE á vett- vangi, en í því tilliti hefur ÖSE yfir- burðastöðu. Einnig hefur samstarf við Sameinuðu þjóðirnar aukist, sér- staklega varðandi Kosovo, þar sem ÖSE gegnir lykilhlutverki í að reyna að skapa eðlilegt samfélag á ný. SKIPflPLOTUR - INNRETTINGAR jÉa PLÖTUR í LESTAR 31 . SERVANT PLÖTUR 8 I I I I SALERNISHÓLF ^LiJ BAÐÞILJUR ELDSHÚSB0R0PLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA ÞÞ &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÍRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 Góðm- skilningur ríkir milli ÖSE og Atlantshafsbandalagsins og hefur NATO heitið að leggja ÖSE til her- styrk ef þurfa þykir og eðlilegt er tal- ið íþágu friðar. Á leiðtogafundinum í Istanbúl var ákveðið að skapa vettvang fyrir ör- yggissamstarfið þar sem allar stofn- anir sem láta öryggismál í víðum skilningi til sín taka geta ráðið ráðum sínum. Engin Evrópusamtök hafa veitt frjálsum félagasamtökum á sviði mannréttinda aðgang að starfsemi sinni í þeim mæli sem ÖSE gerir. Sérstakir fundir helgaðir mannrétt- indum eru jafnan opnir slíkum fé- lagasamtökum og hafa fulltrúar þeirra þar fullt málfrelsi og tillögu- rétt. ísland og ÖSE ísland hefur lagt aukna áherslu á málefni ÖSE með því að skipa fasta- fulltrúa við stofnunina. Þá hafa ís- lendingar verið sendir til starfa í sendinefndum ÖSE og eru þeir nú tveh- við störf í sendinefnd ÖSE í Kosovo. Við viljum styðja þá viðleitni að skapa samfélög þar sem mann- réttindi og lýðræði eru virt. Við vilj- um auðvitað að Evrópubúar allir njóti þeirra réttinda sem við höfum búið við svo lengi, frið, mannréttindi og lýðræði. Aðgerðir til að sætta stríðandi öfl og koma í veg fyrir átök eru lykilatriði í að skapa samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Við erum oft fljót að gleyma, sér- staklega þó þegar umrót alþjóðamála hefur verið með þeim hætti sem raun ber vitni síðasta ái'atug. ÖSE eru einu samtökin í Evrópu sem taka til allra Evrópuríkja, þó að- ild Júgóslavíu hafi um sex ára skeið verið afturkölluð tímabundið. Þau eru jafnframt eini samevrópski vett- vangurinn þar sem fjallað er um ör- yggi fólks í ýmsum myndum. Þetta starf er sjaldnast þess eðlis að það kalli á athygli fjölmiðla. íslendingar háðu sjálfstæðisbar- áttu sína með rök og réttlæti að leið- arijósi. Þannig starfar ÖSE. Pólitísk- ar skuldbindingar á pappír, sem aðildarríkin hafa sjálf samþykkt, eru helsta vopn stofnunarinnar sem og opin umfjöllun og gagnrýni. Sú hugs- un, sem allt starf ÓSE byggist á, full- komið öryggi, lýðræði og full mann- réttindi, var ein aðalorsökin fyrir hruni kommúnismans og sameiningu Þýskalands. Það liggur hins vegar 1 pólitísku eðli stofnunarinnar að það er á ábyrgð aðildarríkjanna sjálfra að skapa þær aðstæður sem tryggja að hugsjónirnar um frelsi, lýðræði og full mannréttindi nái fram að ganga. Til þess hefur þessi 25 ára gamla stofnun nú alla burði. Höfundur er utanríkisráðherra. www.mbl.is Ferskir vindar leika um heimilið ÚTSALAN ER HAFIN stendur til 13. águst habitat Heima er best. KRINGLUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.