Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 54

Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 54
‘154 PRIÐ JUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ H HESTAR Tveir sigrar hjá Sigurði V. Matthíassyni og Lilju frá Litla-Kambi í opn- um flokki, í flmmgangi og slaktaumatölti. S§ÉÉÍi“ i gr- -' ?¥- - • ■ 'Gi' Mesta spennan var í tölti ungmenna þar sem Matthías Ó. Barðason á Ljóra tryggði sér sigur í harðri keppni við Eyjólf Þorsteinsson á Gátu en næstir urðu Daníel á Seiði, Hinrik á Val, Guðni á Skugga og Hafdís á Höldi. fslandsmotið á Melgerðismelum Fjörleg keppni í fínu veðri ✓ Sögulegu Islandsmóti sem haldið var á Mel- gerðismelum í Eyjafírði lauk síðla dags á sunnudag. Það var einkum spennandi keppni og róstur utan vallar sem settu svip sinn á mótið. Mörg ágreinings- og álitamál komu upp á mótinu og líklegt að hestamenn séu búnir að reisa sér hurðarás um öxl hvað flóknum reglum viðkemur. Valdimar Kristinsson brá sér á „Melana“ og fylgdist með úrslitum í góðu veðri. SVIPTINGAR er líklega rétta orðið *yfir keppni 23. íslandsmótsins þar sem hart var barist og talsverðar breytingar urðu á röð keppenda frá forkeppni og þar til yfir lauk í úrslit- um. I tölti meistaraflokks var það Sveinn Ragnarsson á Hring frá Hús- ey sem kom verulega á óvart og tók sigurinn eftir að hafa verið í þriðja sæti að lokinni forkeppni. Var Sveinn 0,73 lægri en fyrrverandi íslandsmeistari, Egill Þórarinsson á Blæju frá Hólum, sem var í efsta sætinu og 0,33 fyrir neðan Hans M. Kjerúlf á Laufa frá Kollaleiru. Þótti sigurinn nokkuð vís hjá Agli og Blæju og ef einhverjir tækju hann af þeim yrði það vísast Hans og Laufi. En Sveinn og Hringur mættu mjög “^aterkir til leiks og eftir hægatöltið höfðu þeir tryggt sér að vísu nauma forystu. Hraðabreytingarnar voru hinsvegar frábærlega góðar hjá þeim Sveini og Hring og juku for- ystuna og lá þá ljóst fyrir að Agli og Blæju nægði tæplega frábær yfir- ferð heldur þyrfti hún að vera með einhverjum hnökrum hjá Sveini og Hring. Egill fékk 9,0 fyrir yfirferð- ina en Sveinn og Hringur stóðu sig með mikilli prýði, hlutu 8,67 sem dugði þeim til sigurs þótt naumt væri það. ■** Systkini á sigurbraut Systir Sveins, Berglind Ragnars- dóttir, kom ekki síður á óvart er hún sigraði í fjórgangi meistaraflokks á Bassa frá Möðruvöllum eftir að hafa verið í öðru sæti að lokinni for- keppni. Er þetta væntanlega í fyrsta skipti sem systkini sigra í þessum •^jrreinum í efsta flokki á íslandsmóti. Aðrir íslandsmeistarar, Atli Guð- mundsson og Ormur frá Dallandi, urðu að gefa eftir titil sinn í fimm- gangi eftir spennandi keppni við Vigni Jónasson á Klakki frá Búlandi. Þeir síðamefndu hafa um nokkurt skeið orðið að vera í skugga þeirra fyrrnefndu og nú höfðu þeir sigur. Sigurinn var sætur og langþráður en heldur virtust dómarar vera naumir gagnvart Ormi og Atla sem hafa lík- lega aldrei verið betri en einmitt nú. Brokk og fet var afgerandi betra hjá Atla og Ormi og töltið einnig. Þá var öll stilling, höfuðburður og hálssetn- ing betri hjá Ormi. Vignir og Klakk- ur voru vissulega vel að sigri komnir en Atli og Ormur ekki síður. En svona er keppnin þegar mjótt er á munum. Matthías seigur I ungmennaflokki vann Matthías Barðason sem keppti á Ljóra frá Ketu í tölti fágætt afrek er hann vann sig úr B-úrslitum og sigraði síð- an í A-úrslitum. Háði hann þar mikla keppni við Eyjólf Þorsteinsson á Gátu frá Þingnesi sem er komin í feikna gott form. Ætla má að þar hafi settleikinn riðið baggamuninn. Eyjólfur hafði naumt forskot eftir hægatöltið sem Matthías dró á í hraðabreytingum. Á yfírferðinni fór Gáta að skekkja sig í höfuðburði og hafa dómarar líklega dregið þau nið- ur fyrir þær sakir. En litlu munaði, 0,008 og getur það vart minna verið. Framfarir í skeiðinu Frammistaða unglinga og ung- menna í skeiðgreinum vakti sérstaka athygli. í úrslitum fimmgangs í þess- um flokkum voru margir að fá ein- kunnir um eða yfir sex. í gæðinga- skeiði ungmenna var sigurvegarinn Sigurður Halldórsson, Gusti, á Lómi Morgunblaðið/Valdimar Ekkert er tryggt í þessum heimi, það fengu þeir að reyna Atli Guð- mundsson og Ormur frá Dallandi þegar þeir urðu að gefa eftir sigurinn. frá Bjarnastöðum með einkunn vel yfir 7. En það er líka hestakostur og reið- mennska yngri knapanna almennt sem vekur athygli. Hestarnir í úrslit- um í tölti bama var hreint frábær og reiðmennska barnanna í góðu sam- ræmi við hann. Raunar ætti að segja stúlknanna því eins og á síðasta Is- landsmóti einokuðu stúlkurnar þennan aldursflokk. Aðeins einn pilt- ur var meðal þátttakenda í barna- flokki og komst lítið áfram gegn eitil- hörðum stelpunum. í unglingaflokki er kynjaskiptingin heldur farin að jafnast og í ungmennaflokki eru strákamir í meirihluta. Þegar svo kemur í opinn og meistaraflokk eru karlarnir ímiklum meirihluta. Bikarklúður Ýmis ágreiningsmál komu upp á þessu móti. Fyrir mótið þurfti að draga á nýjan leik um röð keppenda inn á völlinn því líkast var sem raðað hafi verið eftir því sem skráningar bárust. Þá voru nokkrir keppendur skráðir í bæði opinn flokk og meist- araflokk sem er óheimilt samkvæmt reglum um íslandsmót. Það virðist því sem mikið klúður hafi átt sér stað við gerð skrár, skráningu og niður- röðun keppenda. Þá varð mikil umræða og í fram- haldinu óánægja með þá ráðstöfun að láta þá bikara, sem keppt hefur verið um, fyrst í fullorðinsflokki og síðar í opnum flokki eftir að nafna- Stefni nú á hærri einkunn í tölti segir nýbakaður Islandsmeistari 1 tölti, Sveinn Ragnarsson „Þetta leit kannski ekki sérlega vel út eftir forkeppnina en mér sýndist þó smá von eftir að ég hafði rætt við dómarana og þeir tjáð mér að ég hefði riðið hægatöltið full var- lega í forkeppninni. f upphitun fyr- ir úrslitin fann ég strax að Hringur var vel stefndur svo ég áleit að ég ætti alveg raunhæfa möguleika. Það er ailtaf erfitt að keppa við svona þekkt nöfn. Þarna var við þrjá íslandsmeistara að eiga og all- ir geta þeir verið erfíðir viðureign- ar,“ segir Sveinn Ragnarsson, nýbakaður Islandsmeistari í tölti meistaraflokks, þegar rætt var við hann að loknu móti. „Heldur glæddust vonirnar eftir að ég hafði náð forystunni að loknu hægatöltinu en þegar ég treysti enn forystuna eftir hraðabreytingar fór ég að trúa því fyrir alvöru að þetta væri mögulegt en ég yrðiað vanda mig mjög á yfírferðinni. Ég vissi að Egill og Blæja hefðu áður náð 9,5 fyrir yfírferð á fyrri mótum svo ekkert mátti klikka. Ég ákvað að stfla inn á öryggið framan af á yfir- ferðinni. Hringur er alitaf betri á yfírferðinni upp á hægri höndina þannig að ég vissi ef allt gengi vel upp á vinstri höndina ætti ég að Morgunblaoið/Valdimar Kristinsson Sigurlaunin í höfn hjá sonunum tveimur Ragnari Braga og Konráð Val en Sveinn situr gæðinginn Hring frá Húsey. eiga eitthvað inni þegar snúið yrði við. Þá keyrði ég upp hraðann og fann ég vel hversu mikið rými er í hestinum, hann er hreint ótrúlegur og á mikið inni. Þegar við yfir- gáfum völlinn til að fara í verð- launaafhendingu var ég í fullri óvissu um hvernig þetta færi þótt búið væri að lesa upp einkunnir enda reyndist mjög mjótt á mun- um,“ heldur Sveinn áfram. „Þetta var vissulega frábær stund að vinna þennan eftirsótta sigur sem er tvímælalaust einn af hápunktunum sem hver hestamað- ur getur náð. Eina sem skyggði á frábæran dag er að ég skyldi ekki fá hinn rétta töltbikar með öllum frægu nöfnunum á,“ sagði Sveinn. Stefnirðu með Hring á HM á næsta ári? „Nei, það er ekki inni í myndinni að fara með hann í slíkt,“ svarar Sveinn án þess að hugsa sig um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.