Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 55

Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 55 breyting var gerð á flokknum, vera til verðlauna í opnum flokki en ekki í meistaraflokki sem er eðli málsins samkvæmt keppni hinna bestu. Eyjólfur ísólfsson, reiðkennari á Hólum sagðist líta svo á að búið væri að svívirða keppni meistaraflokks með því nota ekki þessa gömlu og eftirsóttu gripi áfram til verðlauna í keppni hinna bestu. Sagðist hann ekki skilja hvaða rök lægju að baki þessari fljótræðisákvörðun og vildi hann gjarnan fá að heyra þau séu þau á annað borð til. Tvö spjöld á lofti Tveir keppendur á mótinu fengu að líta spjöld. Róbert Guðni Einars- son fékk að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk og grófa framkomu við starfsmenn mótsins og Berglind Rósa Guðmundsdóttir fékk gula spjaldið fyrir að mæta ekki til verð- launaafhendingar í fimmgangi ung- linga. Tildrög málsins voru þau að í einkunnagjöf fyrir skeið í úrslitum fékk hún 0 hjá einum dómara meðan hinii- fjórir gáfu 3,0-5,6-5,0-6,3. Varð af þessu nokkur rekistefna við dóm- húsin og Berglind mætti ekki til að taka við verðlaunum en reið hinsveg- ar með öðrum keppendum þegar lagt var á skeið eftir verðlaunaaf- hendingu. Skeiðágreiningur dómara Þótt dómarar hafi í langflestum tilfellum staðið sig með prýði sló af og til út í fyrir þeim. Sérstaklega átti það við þegar gefnar voru einkunnir fyrir skeið og greinilegt að skeiðið þarfnast skoðunar á þeirra vett- vangi. Eftir íslandsmótið vakna spurn- ingar um mótafyi’irkomulag hesta- manna sem þykir bjóða upp á tröll- auknar dagskrár þar sem gert er fyrst og fremst út á magnið. Virðast hestamenn seint ætla að komast út úr þeim vítahring að vera með lang- dregnar dagskrár og enginn skilur af hverju illa gengur að fá aðsókn að mótum. Þrátt fyrir háværar raddir um tvískiptingu íslandsmóts þannig að yngri flokkarnir verði með sér mót. Þarna virðist skorta kjarkinn til „Ég vil njóta þess að eiga góðan gæðing bæði til að njóta útreiða á frábærum hesti og eins að eiga þess kost að vera með úrvals hest í keppni. Hringur er sá hestur í mínu húsi sem ég vel mér ætli ég að fá verulega góðan túr. Hann er ein- stakur hvað mýkt varðar og að öðru leyti með afar skemmtilegt upplag. Hann er með óvenju góðan burð í afturparti, sem er mikið at- riði hvað varðar töltið, og þegar það fer saman við góðan fótaburð, sem ekki skortir hjá Hring, verður útkoman eitthvað í líkingu við það sem nú hefur orðið,“ segir Sveinn afar hreykinn af sfnum hesti. Hringur er aðeins sjö vetra gam- all og vakti mikla athygli fyrir ári á Islandsmóti þegar Sveinn keypti hann og telur hann eiga mikið inni ennþá. „Hann á eftir að auka jafn- vægið og styrk með þroska og þjálf- un og þá mun hann auka við rýmið og væntanlega verða öruggari til dæmis á yfírferðinni. Það er fram- undan mikil en skemmtilcg vinna við að byggja hann áfram upp til frekari afreka. Ég stefni til dæmis á að ná hærri einkunn í tölti og væri verðugt markmið að reyna að slá 22 ára einkunnamet Eyjólfs ísólfsson- ar og Hlyns frá Akureyri, sem er 9,5 í aðaleinkunn. Maður verður að hafa einhver markmið," segir Sveinn og hlær. Hann hefur ákveðið að keppa ekki meir á Hring á þessu ári en á næsta ári gæti komið til greina að reyna hann í B-flokki gæðinga eða fjórgangi. „Hann mun bjóða upp á skemmtilega vinnu á næstu árum. Á þessum tímapunkti er allsendis óvíst hvort ég muni fara með hann á HM í framtíðinni en ég stefni hins- vegar með stóðhestinn Brynjar frá Árgerði í úrtökuna á næsta ári og tel ég hann eiga þar góða mögu- leika sem samanlagður sigurveg- ari. Hann skilar góðum tíma á skeiði, hann er mjög góður í slak- taumatölti og jafn og öruggur í fimmgangi,“ sagði Sveinn að lok- um. HESTAR að reyna nýtt fyrirkomulag og eru margir þeirrar skoðunar að skera þurfl upp og endurskipuleggja móta- fyrirkomulagið. Þrátt fyrir heiðar- legar tilraunir sem oftast rista alltof grunnt virðist allltaf fara í sama far- ið. Einnig þykir mönnum það um- hugsunarefni þegar búið er að halda íslandsmót tvö ár í röð þar sem framkvæmd hefur verið í ýmsu ábótavant, of mörgu að margra mati. Ljóst er að keppnisreglur og reglur um mótahald eru orðnar mjög flókn- ar og þarf nánast „sérfræðinga" til að túlka þær og vinna eftir þannig að vel fari. Mótið á Melgerðismelum verður í minnum haft fyrir æsispennandi keppni góðra hesta og knapa, af- bragðsgott veður og vænan skammt af klúðri og mistökum. PHYTO SOYA JURTA ÖSTROGEN Fæst f apótekum D.m,.ma^ll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.